Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTOBER 1981
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið.
Stjórnarskipti
í Grikklandi
If.vrsta sinn frá því að Grikkland hlaut sjálfstæði hafa jafnað-
armenn og sósíalistar hreinan meirihluta í þingi landsins, í
kjölfar sigurs þeirra í kosningunum á sunnudag verða einnig
stjórnarskipti og vinstri stjórn tekur við völdum undir forsæti
Andreas Papandreus, leiðtoga sósíalistasambandsins, PASOK.
Frá stríðslokum hafa verið miklar sviptingar í grískum stjórnmál-
um, þjóðin hefur kynnst því, hvað gerist, er lýðræðislegir stjórnar-
hættir víkja fyrir herforingjastjórn, og hún hefur ákveðið að af-
nema konungsveldi og kjósa sér forseta með mikil völd að franskri
fyrirmynd. Konstantín Karamanlis, núverandi forseta Grikk-
lands, hefur með íhaldssamri festu tekist að leiða grísku þjóðina
frá niðurlægingu herforingjaáranna til þeirrar stöðu, sem nú hef-
ur skapast, þegar flokkur Karamanlis tapar kosningum eftir sjö
ára stjórn og við tekur meirihluti sundurleits hóps jafnaðarmanna
og sósíalista í víðtæku kosningabandalagi.
Utan Grikklands er það helst blásið upp, að hinir nýju stjórn-
arherrar ætli sér að takmarka þátttöku lands síns í hernaðarlegu
samstarfi Atlantshafsbandalagsins og endurskoða ef ekki sllta
tengslin við Efnahagsbandalag Evrópu. Af fréttum frá Grikklandi
er augljóst, að þessi mál hafa ekki vegið þyngst í hugum kjósenda
þar, þeir vildu breytingu, nýja menn og nýja stefnu, þar sem
grískir hagsmunir og breytingar eru höfð að leiðarljósi. Allir
helstu áhrifamenn í forystuliði Andreas Papandreus eru mennta-
menn, sem stundað hafa nám í Bandaríkjunum, eins og hinn nýi
forsætisráðherra, eða í Norður-Evrópu. Það stangast á við mennt-
un þessara manna og tengsl út fyrir Grikkland, ef þeir ætla að
berjast fyrir því einu að rjúfa samskipti Grikkja við ríkin í Evrópu
og Atlantshafsríkin. Auðvitað munu þeir vega og meta allar hliðar
mála, ekki síst stöðu sína gagnvart Tyrkjum — yrði það Grikk-
landi til hagsbóta að höggva á samvinnuna innan Atlantshafs-
bandalagsins eða slíta tengslin við Efnahagsbandalagið? Láti
menn skynsemina ráða, hlýtur svarið við þessari spurningu að
vera neikvætt.
Öllum kemur saman um, að stefna Papandreus og baráttumál í
kosningabaráttunni eru næsta óljós, hann sló um sig með breiðum
yfirlýsingum en lét hjá líða að útfæra þær í smáatriðum. Þess
vegna verður af enn meiri athygli fylgst með því, hvað hann gerir,
eftir að hann hefur náð völdunum í sínar hendur.
Sjálfsgagnrýni
eða ... ?
Þegar lesin eru ummæli ýmissa forkólfa Alþýðubandalagsins
innan verkalýðshreyfingarinnar á þingi Verkamannasam-
bandsins, hlýtur mönnum að detta það fyrst í hug, hvort runnið sé
upp tímabil sjálfsgagnrýni hjá hinum þrautþjálfuðu baráttu-
mönnum, sem aldrei hafa viljað láta það spyrjast, að þeir tækju
ekki að sér að berjast fyrir ýtrustu kröfum. Meira að segja gekk
Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, í ræðustól og lýsti því
yfir, að hann og aðrir verkalýðsforingjar hefðu haft rangt fyrir
sér, þegar þeir efndu til verkfallanna miklu 1955. Miðað við forsög-
una má segja, að það marki þáttaskil í verkalýðsbaráttu og við-
horfi til hennar, að Eðvarð Sigurðsson lýsi því yfir, að 1955 hefði
sama kjarabót náðst fram án verkfalla, ef kröfugerðin hefði verið
sanngjarnari í upphafi. En í sömu ræðu komst Eðvarð Sigurðsson
svo að orði, að sögn stjórnarmálgagnsins, Tímans: „Auðvitað höf-
um við skiptar skoðanir á ríkisstjórninni, en hljótum þó að taka
mark á því hvað að okkur snýr. En ef við ætlum að berja of skarpt
að dyrum með kaupkröfur, þá riðlast öll pólitík í landinu og þá er
enginn efi á því að við fáum aðra ríkisstjórn."
Sjálfsgagnrýni Eðvarðs Sigurðssonar er kannski bara sett fram
nú, af því að hann vill standa við bakið á ráðherrum Alþýðubanda-
lagsins, ráðherrahollustan má sín meira en málstaður verka-
lýðshreyfingarinnar. „Allt eins mætti álíta að þessi kröfugerð sé
samin í einhverju ráðuneytinu," hefur Tíminn eftir Guðmundi
Sæmundssyni frá Akureyri um tillögurnar, sem Eðvarð Sigurðs-
son studdi.
Tortryggnin magnast innan verkalýðshreyfingarinnar. Menn
eiga ekki að venjast því þar, að forystumenn eins og Eðvarð
Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson standi upp og játi, að
þeir hafi haft rangt fyrir sér með því að krefjast of mikils fyrir
umbjóðendur sína. Aðrir hafa um langt árabil reynt að leiða þeim
fyrir sjónir, að of há kröfugerð leiddi til verðbólgu og stofnaði
atvinnulífinu í voða. Hvers vegna viðurkenna þeir þessar röksemd-
ir fyrst nú, þegar af því leiðir, að fulltrúar meira en 40% félags-
manna í Alþýðusambandinu klofna í tvær jafnstórar fylkingar?
Fyrsta opinbera heimsókn forseta Islands til Noregs:
„Vopn hennar eru glettni, kvenleg
klókindi og mannlegt og hlýtt viðmót“
Frá blaðamanni Mbl. Fríðu Proppé í Osló.
„FYRSTI kvenforseti íslands er baráttuglaður en þarf þó hvorki á sverði né
boga að halda. Yopn hennar eru glettni, kvenleg klókindi og mannlegt og
hlýtt viðmót,“ segir m.a. í forsíðuviðtali við forseta íslands, Vigdísi Finn-
bogadóttur, í norska stórblaðinu Aftenposten sl. laugardag, en Vigdís Finn-
bogádóttir kemur í sína fyrstu opinberu heimsókn í dag til Noregs.
Heimsókn forsetans hefur vakið
eftirtekt fjölmiðla sem almenn-
ings hér í Noregi og hafa blöð,
sjónvarp og útvarp sagt frá heim-
sókninni, og hún verið tengd í um-
ræðunni um samskipti Noregs og
íslands.
Það má sjá, svo dæmi sé tekið, í
verslunargluggum við aðalgötuna
hér í Osló skreytingar með ís-
lenzka fánanum og myndir af
Vigdísi Finnbogadóttur. I sjón-
varpinu hér var í gærkvöldi sýnd-
ur síðari hluti finnskrar sjón-
varpskvikmyndar sem fjallaði um
ísland — atvinnuhætti, menningu
o.fl.
Forseti íslands kemur til Forne-
bu-flugvallar í dag kl. 11.30 með
flugvél frá Flugleiðum. Er flugvél
Flugleiða með forsetann kemur að
norsku landamærunum, munu or-
ustuflugvélar úr norska flughern-
um koma til móts við hana og
fylgja henni til Fornebu. A flug-
vellinum taka konungur, krón-
prins og krónprinsessa í mót for-
setanum. Einnig verða mættir á
flugvellinum forsetar stórþings-
ins, forsætisráðherra og aðrir
ráðherrar, forseti hæstaréttar,
sendiherrar Islands í Noregi og
Noregs á Islandi o.fl.
Frá Fornebu-flugvelli verður
ekið til hallarinnar í Osló, þar sem
forseti íslands og Noregskonungur
munu skiptast á gjöfum. Þá verð-
ur hádegisverður í höllinni og síð-
ari hluta dagsins mun forseti ís-
lands heimsækja Akershus, þar
sem hún leggur blómsveig við
þjóðarminnisvarða um þá sem
féllu í stríðinu. Síðari hluta dags-
ins mun forseti íslands taka á
móti forstöðumönnum sendiráða í
Osló og í kvöld verður veizla í höll-
inni á vegum konungsfjölskyld-
unnar.
Arekstur Berglindar og Charm:
Eimskip þegar búið að fá sitt
„ÞAÐ ER rétt, ad við óskudum eftir
aðstoð utanríkisráðuneytisins við að
fá nánari upplýsingar frá skipaút-
gerð (;harm,“ sagði Hörður Sigur
gestsson, forstjóri Eimskipafélags
Islands, í samtali við Mbl., er hann
var inntur eftir því hvort félagið
hefði óskað eftir þeirri aðstoð, þar
sem illa gekk að komast í samband
við útgerðina.
„Samkvæmt dönskum lögum er
hins vegar ekki skylt að halda sjó-
próf í svona málum, en hins vegar
óskaði dómforseti hér eftir þess-
um upplýsingum og því er þetta
gert,“ sagði Hörður ennfremur.
Hörður sagði, að það hefði í
sjálfu sér engin áhrif fyrir Eim-
skipafélagið hvort þessar upplýs-
ingar fengjust. Málið væri raunar
komið í höfn, hvað félagið varðaði.
Það væri búið að fá sínar greiðslur
frá tryggingarfélaginu fyrir skip-
ið.
Niels-Henning 0rsted Pedersen og Philip Catherine á blaðamannafundi
gær. Ljósm.: Kmilía
Niels-Henning og P. Catherine:
Aukatónleikar á morg-
un — uppselt í kvöld
UPPSELT er á tónleika þeirra
Niels-Henning 0rsted Pedersen og
Philip Catherine í Háskólabíói í
kvöld.
En ósóttar pantanir verða
seldar við innganginn. Vegna hinnar
miklu aðsóknar hefur verið ákveðið
að þeir félagar leiki einnig annað
kvöld og þá í Súlnasal Hótel Sögu.
Þar verða miðar seldir við inngang-
inn og húsið opnað klukkan 21.00.
Tónleikarnir í Háskólabíói í
kvöld eru fyrstu dúó-hljómleikar
þessara þekktu jassleikara og að
sögn Niels-Henning munu þeir
flytja eitthvað af eldra efni, en þó
leika mest af efni sem þeir hafa
ekki leikið saman áður.
1982 ár aldraðra:
Samátak í öldninarmáhim
Pétur Sigurðsson (S) mælti í gær í
Sameinuðu þingi fyrir tillögu 19
sjálfstæðismanna um ár aldraðra.
Tillagan kveður á um að Alþingi
álykti að tileinka árið 1982 málefn-
um aldraðra. Alþingi kjósi 7 manna
nefnd til að vinna að framgangi
þeirra og skal hún hafa samvinnu
við stjórnskipaða nefnd, er nú vinn-
ur að frumvarpsgerð um heilbrigðis-
og vistunarmál fyrir aldraða. Skal
nefndin vinna að því að meta þörf
brýnna átaka og úrbóta auk framtíð-
arverkefna, bæði staðlægra og á
landsmælikvarða.
Stefnt skal að því að ljúka sem
flestum verkefnum á ári aldraðra
og lagður grundvöllur að þeim
sem lengri tíma taka. Sérstaklega
skal lögð áherzla á samvinnu og
þátttöku þeirra aðila og samtaka
sem vinna að menningar- og
mannúðarmálum. I samræmi við
ályktun þessa skal hin þingkjörna
nefnd skipa undirnefndir til starfa
innan landshluta, kjördæma,
heilsugæzlustöðva eða einstakra
sveitarfélaga.
Samátak í brýnu
nauðsynjamáli
Pétur Sigurðsson (S) minnti á
samþykkt Allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna um heimsráð-
stefnu um ellimál á árinu 1982.
Hann minnti og á að ellíheimilíð
Grund yrði 60 ára á næsta ári, Ás
í Hveragerði 30 ára og Hrafnista í
Reykjavík 25 ára. Það færi því vel
á því að helga árið 1982 samátaki
almennings, félagasamtaka og
opinberra aðila til að sinna einu
mest aðkallandi nauðsynjamáli
líðandi stundar: úrbótum í öldrun-
armálum.
Hann minnti á að stór átök
hefðu verið gerð á gengnum árum.
Pétur Sigurðsson
Þar bæri fyrst að nefna einstakt
framtak Gísla Sigurbjörnssonar,
bæði með Grund í Reykjavík og Ás
í Hveragerði, auk framkvæmda fé-
lagasamtaka síðar. Þróunin í þjóð-
félaginu hefði engu að síður orðið
sú, að óvíða væru stærri verk
óunnin en á þessum vettvangi, þ.e.
í heilbrigðis- og vistunarmálum
aldraðra.
Ræðumaður kvað Magnús H.
Magnússon, fyrrv. félagsmálaráð-
herra, hafa látið semja frum-
varpsbálk um þennan þátt öldrun-
armála. Honum hefði ekki unnizt
tími til að flytja frumvarpið. Það
hafi hinsvegar ekki fundið náð
fyrir augum núverandi félags-
málaráðherra. Hefði sá falið ráðu-
neytisstjóra sínum að semja nýtt
Alexander Stefánsson
frumvarp, sem ekki hefði heldur
verið í náðinni. Loks hefði hann
falið jábræðrum samninguna og
hefði það frumvarp verið flutt á
liðnu þingi. Það hefði hinsvegar
ekki fallið að skoðunum þing-
manna og því verið vísað til ríkis-
stjórnarinnar til endurskoðunar,
en einn þáttur þó verið tekinn út
og lögfestur: framkvæmdasjóður
aldraðra. Nú væri enn ein nefndin
setzt að samningu frumvarps —
og vildu flutningsmenn þessarar
þingsályktunar, að hin þingkjörna
nefnd, sem að væri stefnt, hefði
náið samráð við hana um fram-
kvæmdina að ári aldraðra, ef úr
yrði.
Þá upplýsti Pétur að í dag, mið-
vikudag, yrði stofnað Öldrunarráð
Islands, sem sameina eigi innan
Helgi Seljan
sinna vébanda alla þá aðila, sem
þegar vinna að málefnum aldr-
aðra, og ljá þeim frekara lið. Það
ætti að samræma framtíðarstefnu
og markmið og vinna að samátök-
um til að færa öldrunarmál til
hins betri vegar. Sjálfsagt væri að
Öldrunarráðið kæmi inn í fram-
kvæmdina að ári aldraðra.
Þingflokkur Fram-
sóknar sammála
Alexander Htefánsson (F) sagði
þingflokk Framsóknar hafa fjall-
að um þessa tillögu að þingsálykt-
un og myndi hann styðja hana, en
flokkurinn hefði tilnefnt starfs-
hóp til að fjalla um málefni aldr-
aðra. Þá fjallaði hann um Öldrun-
arráðið, sem stofna ætti í dag, og
kvað Samband íslenzkra sveitarfé-
laga vera virkan aðila að stofnun
þess. Alexander kvað þingflokkinn
hinsvegar ekki hafa verið sam-
mála frumvarpi félagsmálaráð-
herra á sl. þingi, sem vísað var til
ríkisstjórnar, en nú væri unnið að
nýrri frumvarpsgerð.
Jákvæd afstaða í
Alþýðubandalagi
Helgi Seljan (Abl.) kvaðst taka
undir öll meginsjónarmið í þing-
sályktunartillögu sjálfstæð-
ismanna. Hann þakkaði og Pétri
ágæta framsögu og gat þess, að
Pétur hefði öðrum þingmönnum
betur hugleitt og kynnt sér mál-
efni aldraðra. Þó mikið hefði
áunnizt á þessum vettvangi væri
enn meira ógert og því þörf sam-
ræmingar og samátaks. Hinsvegar
sagði Helgi spursmál, hvort þörf
væri á þingkjörinni nefnd, hvort
hin stjórnskipaða nefnd, sem nú
vinnur að frumvarpsgerð, gæti
ekki jafnframt verið fram-
kvæmdaaðili eða stjórnstöð fyrir
ár aldraðra.
Pétur Sigurðsson (S) taldi verk-
efni nefndarinnar, sem fjalla
þyrfti um viðamikla málaflokka,
frumvarpsgerðina, húsnæðisþátt,
tryggingarþátt o.fl., svo viðamikil,
að ekki væri á hana bætandi um-
sjón með ári aldraðra, nema sem
samstarfsaðila að því máli.
Helgi Seljan (Abl.) mælti og fyrir
þingsályktunartillögu um könnun
á nýtingu bújarða í þágu aldraðra,
m.a. á hugmynd um dvalarheimili
þar sem búandfólk, sem flytja
þarf af bújörðum sínum vegna
aldurs eða heilsubrests, gæti haft
smábúskap, sameiginlega eða út
af fyrir sig með nauðsynlegri að-
stoð og aðhlynningu.
Tillaga sjálfstædismanna fær góðar undirtektir á Alþingi
Óhemjuleg vindbára
sem lenti á okkur
— segir skipstjórinn á Reyni AK 18
„ÞETTA var alveg óhemjuleg
vindbára, sem skall inn á dekkið,
og allt fylltist um leið og þegar
bátnum fór að halla, lentu netin út
tyrir. Báturinn náði ekki að
hreinsa sig, heldur lagðist á hlið-
ina og þegar það gekk ekki að
rétta hann við, var ekki um annað
að ræða en fara í bátana.
Ætli það hafi ekki liðið svona
tíu, fimmtán mínúlur frá því ég
kallaði út og þar til Reynir
sökk,“ sagði Örn Þorbjörnsson,
skipstjóri á Reyni AK 18, sem
sökk út af Reyðarfirði í fyrra-
kvöld, í samtali við Mbl. i gær.
Skipbrotsmennirnir af Reyni
voru þá að leggja af stað frá
Neskaupstað heim til Hafnar í
Hornafirði.
„Við vorum með fullfermi,“
sagði Örn. „Höfðum hætt að
draga fjórum tímum áður og
vorum í þrjá tíma að gera sjó-
klárt. Þá settum við 30 tonn af
dekkinu niður og það á ekki neitt
að hafa gerzt í lestinni hjá
okkur, þótt maður viti auðvitað
að fríborðið þarf ekki að vera
mikið, þegar svona kemur fyrir.
En ég held miklu fremur að það
hafi verið samverkandi ytri að-
stæður, sem settu bátinn á hlið-
ina.“
Örn sagði tvo mánuði síðan
hann og Ágúst bróðir hans
keyptu Reyni frá Akranesi til
Hafnar.
Reynir AK 100
Flugleiðir:
Stoftiar atvinnu fjölda núver-
andi starfsmanna í hættu
inn á Evrópu
verði Arnarflugi veitt áætlunarleyfi
„NIÐURSTADAN hlýtur að vera sú, að mjög illa ráðið sé, ad fjölga íslenzk-
um flugfélögum í áætlunarflugi milli landa, sérstaklega inn á Evrópumarkað-
inn,“ segir m.a. í niðurlagi greinargerðar Flugleiða vegna umsóknar Arnar
flugs um áætlunarleyfi til VesturÞýzkalands, Frakklands og Sviss, sem send
hefur verið samgönguráðuneytinu, Ferðamálaráði og Flugráði.
— Slíkt hefur í för með sér tvö-
földun á sölu og annarri starfsemi
vegna flugs og getur ekki haft
annað í för með sér en aukna
heildaróhagkvæmni flugrekstrar-
ins. Flugrekstrarleyfi Flugleiða og
tilnefningar félagsins til áætlun-
arflugs innanlands og milli landa
eru í fullu gildi til ársloka 1984.
Verði Arnarflugi nú veitt leyfi
til áætlunarflugs til Frakklands,
Þýzkalands og/eða Sviss hlýtur
það að verða að mestu leyti á
kostnað Flugleiða og hlýtur að
stofna atvinnu fjölda núverandi
starfsmanna í hættu.
í mörgum atvinnugreinum á ís-
landi hefur fyrirtækjum verið
veitt ákveðin sérstaða í ljósi
smæðar markaðarins, og má m.a.
nefna ýmsa útflutningsatvinnu-
vegi, landbúnað og iðnaðarfram-
leiðslu. í ljósi þess hve markaður-
inn er lítill, afkastageta flugvél-
anna mikil og flugrekstur geysi-
lega fjármagnsfrekur, hlýtur það
að vera eðlilegt að íslendingar
fylgi fordæmi flestra annarra
Evrópuþjóða og láti sér nægja eitt
áætlunarflugfélag á millilanda-
leiðum. Annað fyrirkomulag hlýt-
ur að verða til þess að draga úr
heildarhagkvæmni, og þar með
rýra möguleika til hagstæðra far-
gjalda og uppbyggingu flugflotans
með nýjum tækjum, segir að síð-
ustu í niðurstöðum greinargerðar
Flugleiða.
Ætlum ekki að slást um mark-
aðinn heldur að stækka hann
segir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs
„VID GETl'M alls ekki verið sammála þeim skýringum Flugleiðamanna, að
með því að veita okkur áætlunarleyfi inn á Evrópu, sé verið að vega að
atvinnuöryggi starfsmanna Flugleiða, því markaðurinn beri ekki nema eitt
flugfélag," sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri á blaðamanna-
fundi, þar sem hann, ásamt nokkrum forsvarsmönnum fyrirtækisins, kynnti
greinargerð sem tekin hefur verið saman vegna beiðni fyrirtækisins um
áætlunarleyfi milli Islands og Frankfurt og Hamborgar í VesturÞýzkalandi,
Parísar í Frakklandi og Ziirich í Sviss.
Að okkar mati hefur Mið-Evr-
ópumarkaðurinn alls ekki náð há-
marksstærð sinni og er í raun að
mestu óplægður akur fyrir okkur
Islendinga. Þá sjáum við þess eng-
in merki, að ekki sé hægt að
stækka hann verulega.
Við teljum það bráðnauðsyn-
legt, að neytendur hafi valkost og
íslenzkar ferðaskrifstofur geti náð
sem hagkvæmustum samningum
fyrir viðskiptaaðila sína,“ sagði
Gunnar Þorvaldsson ennfremur.
Á fundinum kom ennfremur
fram, að Arnarflugsmenn hafi að
sjálfsögðu engan áhuga á því að
gera starfsbræður sína atvinnu-
lausa. Hins vegar sé heilbrigð
samkeppni Flugleiðamönnum ör-
ugglega til góðs. Það hafi enginn
gott af því að sitja einn að mark-
aðinum.
Það kom ennfremur fram á
fundinum, að fjölgun ferðamanna
frá Sviss fyrstu níu mánuði ársins
hafi verið 33,6%, en þrjú flugfélög
hafa séð um þessa flutninga,
Flugleiðir, Arnarflug og svissn-
eska leiguflugfélagið CTA. í grein-
argerð Arnarflugs um þetta segir,
að af röksemdum Flugleiða gegn
því að Arnarflug fái leyfi til áætl-
unarflugs mætti draga þá ályktun,
að þrátt fvrir fjölgun ferðamanna
frá Sviss hafi þeirra farþegum
fækkað, þar sem tvö flugfélóg
fljúga beint leiguflug til Islands.
En staðreyndin er önnur. Sam-
kvæmt þeirra upplýsingum hefur
Flugleiðafarþegum frá Sviss fjölg-
að um 64,5% fyrstu sjö mánuði
ársins. Þetta styður þá skoðun
Arnarflugsmanna, að með aukinni
landkynningu og sölustarfsemi
aukist flutningar allra. Það er
ekki ætlunin að slást um „kök-
una“, heldur stækka hana. Hlut-
fall svissneskra ferðamanna til Is-
lands er nú orðið um 1 af hverjum
2000 íbúum.
í þessu sambandi má geta þess,
að þetta hlutfall er 1 af hverjum
7000 íbúum frá Vestur-Þýzkalandi
og 1 af hverjum 13000 íbúum frá
Frakklandi. „Það er því auðsjáan-
lega um stóran óplægðan akur að
ræða,“ sagði Gunnar Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Arnarflugs.