Morgunblaðið - 21.10.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
19
I stuttu máli:
Fundur var í Sameinudu þingi í
gær. Fridjón l'óróarson, dómsmála-
ráðhcrra, svaraði fvrirspurn frá Vil-
mundi Gylfasyni (A) varðandi hæga
afgreiðslu veðbókarvottorða í
Keykjavík. Davíð Aðalsteinsson (F)
mælti fyrir tillögu um undirbúning
sérlaga um smærri hlutafélög, Sig-
hvatur Björgvinsson (A) fyrir tillögu
um orlofsbúðir fyrir almenning á
ríkisjörðum, Helgi Seljan fyrir nýt-
>ngu bújarða í þágu aldraðra og Fét-
ur Sigurðsson (S) fyrir tillögu um ár
aldraðra 1982 (sjá frétt um tvö síð-
ast töldu málin á miðopnu Mbl. í
dag).
Hér má líta nokkur gamalkunn andlit úr íslenzkri pólitfk: Kjartan Jóhanns-
son, Guðrúnu Helgadóttur, Olaf Jóhannesson, Tómas Árnason, Steingrím
Hermannsson, Friðjón l'órðarson og Hjörleif Guttormsson. Myndina tók Ól.
K. Magnússon, og ber ekki á öðru en bæði formaður Alþýðuflokksins og
stjórnarliðar almennt kunni því vel að vera fyrirsætur fyrir Mbl.
Handskrifuð veðbókar-
vottorð í tölvuvæðingu
Tölvuvæðing í afgreiðslu
veðbókarvottorða
Vilmundur Gylfason (A) sagði
fólk, sem þyrfti á veð-
bókarvottorði að halda, þurfa að
gera tvær ferðir tvo daga í röð til
að fá afgreiðslu. Auðvelt væri að
bæta hér úr með því að taka við
pöntun veðbókarvottorða í síma,
svo fólk gæti nýtt eina ferð til að
greiða og sækja vottorðið. Reykja-
vík væri orðin stór borg og baga-
legt fyrir hinn almenna borgara
að þurfa að taka sér tíma tvo daga
í röð, í vinnutíma, til að sækja
þessi vottorð. Vottorðin væru enn
handskrifuð og seinagangurinn
væri skipulagi að kenna og gam-
aldags vinnubrögðum en ekki
starfsfólki.
Friðjón hórðarson, dómsmála-
ráðherra, sagði tölvuvæðingu vera
á næstu grösum við þessa af-
greiðslu og væru tillögur frá yfir-
borgardómara þar um í athugun í
ráðuneytinu. Lögfræðingar, fast-
eignasalar og bankar gætu pantað
veðbókarvottorð með símtali.
Hinsvegar væri erfitt að hafa þá
reglu almennt. Svo hefði verið, en
mikil brögð hefðu verið að því, að
vottorð, sem jafnvel hefðu verið
unnin í yfirtíð, hefðu ekki verið
sótt. Hefði þannig þurft að henda
hundruðum vottorða, dæmi væru
um 1400 í einu, án þess að greiðsla
kæmi í staðinn. Þessvegna yrði að
hafa þennan hátt á unz tölvuvæð-
ing gæti komið til.
Vilmundur Gylfason (A) kvað
gott til þess að hugsa, að færa
þessa afgreiðslu til nútímahátta,
þ.e. tölvuvæðingar. Hinsvegar
bæri það virðingarleysi fyrir al-
menningi og valdhroka vitni, að
hinn almenni þegn fengi ekki að
sitja við sama borð og nyti ekki
sama réttar og bankar og fast-
eignasalar. Hundruð vottorða
væru afgreidd dags daglega. Þó
einhver vottorð væru ekki sótt
réttlætti það ekki að gera öllum
þorra fólks óþarfa fyrirhöfn —
eða setja það skör lægra en ein-
hverja útvalda.
Friðjón Þóröarson neitaði því að
þessi afgreiðsla bæri vott um
valdhroka, enda stæði hún til
bóta. Á það mætti og minna að
þegar hann tók við ráðherraemb-
ætti hafi staðið til að bera yfir-
borgarfógetaembættið út, svo vel
hefði verið um hag þess hugsað.
Það væri hinsvegar nú komið í
gott framtíðarhúsnæði, sem hægt
væri að koma nýtízkulegum
vinnubrögðum við í, eins og að
væri stefnt.
Sérlög um smærri hlutafélög
Davíð Aðalsteinsson (F) mælti
fyrir tillögu um undirbúning sérlaga
um smærri hlutafélög. Nýju hlutafé-
lagalögin eru hin vönduðustu, sagði
Davíð, en ýmis ákvæði þeirra eru þó
óheppileg fyrir hin smærri hlutafélög
og gera stjórnkerfi þeirra þungt í
vöfum. Þá orkuðu hinar ströngu
formkröfur um stofnun hlutafélaga
og hækkun hlutafjár tvímælis þegar
hin minni félögin ættu í hlut. Krafan
um 3ja manna stjórn væri og óþarf-
lega ströng. Til mála gæti komið í
þessum tilvikum að 1 maður'gegndi
hlutverki stjórnar.
Uyjólfur Konráð Jónsson (S) taldi
hin nýju hlutafélagalög okkar hin
vönduðustu og samræmd hlið-
stæðri löggjöf í Evrópu og Amer-
íku. Hann mælti gegn sérlögum en
athuga mætti, hvort hægt væri að
hafa sérkafla í heildarlöggjöfinni
um hin smærri hlutafélög. Einnig
mætti athuga, hvort leyfa ætti
einstaklingi að stofna til rekstrar
með takmarkaðri ábyrgð. Þörf
væri á að endurskoða samvinnu-
löggjöfina og samræma hana
hlutafélagalöggjöfinni.
Orlofsbúdir fyrir almenning
Sighvatur Björgvinsson (A) mælti
fyrir tillögu, sem fjallar um
nefndarkjör til að gera tillögu um
hvernig nota skuli jarðeignir í
eigu ríkissjóðs undir skipulögð
orlofsbúða- og útivistarsvæði fyrir
almenning. Taldi Sighvatur brýna
þörf á stefnumörkun hér að lút-
andi. Hann kvað og ekki vera á
hreinu, hver raunveruleg eign
ríkisins væri á þessu sviði, hvernig
nýtt væri í smáatriðum né hvert
afgjald fyrir not væri.
Miklar umræður urðu um málið,
sem snerist öðrum þræði um Þing-
velli, fólkvanga og almennan eign-
arrétt á landi. Stefán Valgeirsson
(F) taldi á hreinu, hver væri eign
ríkis á jörðum og hvernig ráð-
stafað væri. Steinþór Gestsson (S)
sagði það af hinu góða að kanna
þann kost, sem tillagan fjallaði
um, en ýmislegt í málflutningi
framsögumanns, m.a. varðandi
Þingvelli, væri a misskilningi
byggt. Stefán Jónsson (Abl.) taldi
tillöguna af hinu góða og stefna
þyrfti í sátt um almannaafnot af
landi og náttúru þess, ella þyrfti
að setja löggjöf um almannarétt,
fyrst og fremst til landsins. Betri
væri sátt um málið en löggjöf, sem
e.t.v. gengi of langt. Ingólfur
Guðnason (F) sagði ýmislegt í
þessari tillögu íhugunarvert, en
því væri þó ekki að leyna, að mála-
tilbúnaður Alþýðuflokksins
minnti á skák, þar sem teflt væri
til þess vinnings, sem gæti verið
vafasamur í því þjóðfélagi, sem
m.a. byggðist á viðurkenningu
eignaréttar.
Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra.
Stefnuræða
forsætis-
ráðherra
á morgun
Jón Helgason, forseti Sam-
einaðs þings, kunngerði á Al-
þingi í gær, að stefnuræða for
sætisráðherra, Gunnars Thor
oddsen, yrði flutt nk. fimmtu-
dag, þ.e. á morgun, 22. október.
Umræðan verður í tveimur
umferðum. Fyrst talar for-
sætisráðherra í 20 mínútur en
síðan hafa þingflokkar 20
mínútur til umráða hver. Síð-
ari umferð verður 10 mínútur
á þingflokk og 10 mínútur til
forsætisráðherra.
Afbrigði vóru samþykkti á
Alþingi þess efnis, að þing-
flokkur sjálfstæðismanna í
stjórnarandstöðu fengi jafn
langan ræðutíma í fyrri um-
ferð og aðrir þingflokkar og
forsætisráðherra — og for-
sætisráðherra jafnlangan
tíma og þingflokkar í síðari
umferð til andsvara.
Umræðunni, sem fram fer á
fimmtudagskvöld, verður út-
varpað. Ekki verða aðrir þing-
fundir þann daginn.
valkostanna
geriö verðsamanburð
Verslió tímanleqa
fynrjolm
B.MAGNUSSON
SÆVANG119 • SÍMI 52866 ■ P.H. 410 • HAFNARFIRÐI
Ég óska eftir að fá sendan Kays pöntunarlista I
póstkröfu á kr. 49.—
Heimilisfang
Staóur
Póstnr.