Morgunblaðið - 21.10.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
23
Guðmundur V. Ragnarsson
Hrafnabjörgum - Minning
Fæddur 20. september 1930
Dáinn 9. október 1981
Skjótt brá sumri og fljótt kom
haustið á okkar norðlæga landi nú
í ár. í hugum vina og ættingja
Guðmundar Ragnarssonar, bónda
frá Hrafnabjörgum í Arnarfirði,
dró einnig dökkt sorgarský fyrir
sólu og að setti trega og myrkva,
en hann andaðist hinn 9. október
sl. eftir erfitt sumar og sjúkdóms-
stríð.
Hann var fæddur að Lokin-
hömrum í Arnarfirði 20. septem-
ber 1930 og í dalnum fagra við
ysta haf undi hann alla ævi. Guð-
mundur var sonur hjónanna
Kristínar Sveinbjörnsdóttur og
Ragnars Guðmundssonar, sem
bjuggu í Lokinhömrum frá 1926 til
' 939, en þá fluttu þau að Hrafna-
björgum, sem var næsti bær við
Lokinhamra í samnefndum dal.
Sat Ragnar hálfa Lokinhamra-
jörðina ásamt Hrafnabjörgum og
bjó þar góðu og miklu fjárbúi.
Guðmundur tók strax á unga
aldri virkan þátt í bústörfum og
var sérstaklega gefinn fyrir bú-
skap og fjárrækt. Sauðfé og bú-
skapurinn áttu hug hans allan.
Guðmundur kvæntist aldrei og
vann við bú foreldra sinna fram að
andláti föður síns árið 1963, en
eftir það bjó hann félagsbúi með
Kristínu móður sinni og elstu
systur, Sigríði, þar til Kristín and-
aðist árið 1977. Eftir lát hennar
bjuggu syskinin áfram ásamt
Hallveigu heitinni dóttur Sigríðar.
Hallveig hóf skömmu síðar bú-
skap í Hokinsdal, sem því miður
stóð stutt, og voru þá systkinin,
Guðmundur og Sigríður, ein á
Hrafnabjörgum með unglinga á
sumrin og fram eftir vetri.
Búskapur þeirra var alltaf hinn
myndarlegasti. Bústofninn sat í
f.vrirrúmi, íbúðarhúsið, gamalt
tveggja hæða hús frá aldamótum,
þægindasnautt og kalt að vetrin-
um, en öll fjárhús mikil og góð og
síaukin vélvæðing; fjórar stórar
dráttarvélar og flest nýtísku hey-
vinnutæki eins og múgavélar, hey-
þyrlur og sláttuþyrlur, svo og
jeppi til aðdrátta og kaupstaðar-
ferða.
Guðmundur var þekktur fyrir
gott og mikið vit á sauðfé. Eftir að
hann tók við búinu, kynbætti hann
allan fjárstofn að Hrafnabjörgum,
átti verðlaunahrúta og tveir
þriðju hlutar fjárins voru tví-
lembdir. Féð var afurðagott og
þungi dilka langt ofan við meðal-
lag. Hann fylgdist mjög vel með á
þessu sviði, las búnaðar- og vís-
indarit um kynbætur og stóð í
beinu sambandi við okkar fremstu
vísindamenn á sviði búfjárræktar.
Að hætti Bjarts í Sumarhúsum
þótti honum næsta lítið til ann-
arra búgreina koma; eins og
Bjartur var Guðmundur sjálf-
stæður í allri hugsun og gerðum.
Þó að Guðmundur væri mikill
bóndi var hann sem fleiri vest-
firskir bændur alvanur sjómaður,
en í ungdæmi hans á vorin og
haustin var sjórinn stundaður
stíft frá Lokinhömrum. Ragnar
heitinn faðir hans var meiri sjó-
maður en bóndi, enda búskapur í
Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum
aukagrein með útveginum. Jarð-
irnar sátu virkilegir útvegsbænd-
ur.
Áður en Lokinhamradalur
komst í vegasamband frá Dýra-
firði árið 1974 voru forvaðir
beggja vegna dalsins á leið til
kaupstaðar og varð á vetrum að
sæta sjávarföllum til að komast
til Stapadals, sem er næsti bær
innar í Arnarfirði. Aðdrættir voru
því allir sjóleiðina og voru alltaf
tveir og þrír bátar í nausti Ragn-
ars í Víkinni og þar af venjulega
ein góð trilla, sem mátti bjóða
vetrarveður.
En bóndi var Guðmundur heit-
inn fyrst og fremst, og að ég held
frekar frábitinn sjómennsku, en
það sýnir best hug hans til fjár-
ræktar, að á unga aldri, þegar
grásleppan og hrognkelsin voru
komin á grunnmið að vorinu þá
héldu honum vart nokkur bönd í
landi, þó að slæm væru sjóveður,
til þess fyrst og fremst að ná í
grásleppu og hvelju handa kind-
unum. Fjárbókin var vandlega
færð, hver kind með nafni og voru
sum frumleg. Hún var uppáhalds-
lesning Guðmundar. Þegar flest fé
var að Hrafnabjörgum voru þar
yfir 500 fjár á vetrarfóðrum, en á
annað þúsund á fjalli á sumrin.
Guðmundur hafði þó í mörgu
fleiru að snúast og var í rauninni
félagshyggjumaður og hrókur alls
fagnaðar á mannfundum og í
góðra vina hópi. Hann var að hug-
sjón mikill samvinnumaður og sat
í mörg ár í stjórn kaupfélags Dýr-
firðinga, hafði hann mikinn og lif-
andi áhuga á framgangi kaupfé-
lagsins og Þingeyrarhreppi. í veik-
indum hans sýndi stjórn kaupfé-
lagsins og kaupfélagsstjóri honum
enda tryggð og vináttu, sem hann
mat mikils. Við andllat föður sins
árið 1963 tók Guðmundur við odd-
vitastarfi í Auðkúluhreppi, en
Ragnar hafði gegnt því embætti
um aldarfjórðungsskeið, var Guð-
mundur oddviti næstu 15 árin til
ársins 1978.
Þau voru 9 alsystkinin að
Hrafnabjörgum og tváer hálfsyst-
ur. I æsku Guðmundar var mann-
margt í dalnum og systkinin sam-
rýmd. Bræðurnir voru fimm og
fjórir þeir elstu miklir félagar og
á líkum aldri; Guðmundur og
Olafur, mikið hraustmenni, sem
tvítugur drukknaði af togara árið
1948, Grétar, efnilegur námsmað-
ur, sem andaðist 19 ára í mennta-
skóla árið 1952 og Gunnar, nú
skólastóri í Bolungarvík, sem var
þeirra elstur; allur á bókina og
hélt stífan skóla fyrir þau systkin-
in heima á bæ að vetrinum. Lang-
yngstur þeirra bræðra er Hösk-
uldur, sem býr á Þingeyri. Þeir
bræður stóðu þá allir dögum sam-
an við orfið í slægju því að lítið
sem ekkert af túnunum var vél-
tækt og var oft kapp í þeim við
sláttinn. Um tvítugsaldur var
Guðmundur um tíma á Núpsskóla,
en vegna áhuga á búskapnum
heima fyrir, hvarf hann þaðan
fljótt frá námi. Hann var vel að
sér og skrifaði fallega rithönd,
reikingsmaður ágætur.
Eftir að brotist var í að gera veg
til Svalvoga um hinar hrikalegu
Hrafnholur, sem eru yst í Dýra-
firði, var vegurinn ruddur áfram
út Svalvogahlíð og í Lokinhamra-
dal. Varð nú búskapur og aðdrætt-
ir til bæjanna í dalnum stórum
auðveldari, þó að engin sé þetta
breiðgata ennþá og þykir einn
hrikalegasti vegur hér á landi og
er þá mikið sagt; í raun aðeins fær
jeppum og dráttarvélum yfir
sumarið. Eftir að vegurinn kom
hófst Guðmundur strax handa við
jarðabætur og lét jarðýtu bylta
þeim túnum, sem eftir var að
slétta, en áður hafði Ragnar faðir
hans látið slétta heima við bæinn
og varð þá að flytja svo stórtæk
jarðvinnslutæki sjóleiðina á fleka.
Frá Keldudal, yst í Dýrafirði,
selflutti Guðmundur langt fram-
eftir hausti fóðurbæti og annað til
búsins, 15 til 16 tonn hvert haust
og voru þetta stundum glæfraferð-
ir, þegar svellalög voru komin á
veginn í Hrafnholum. Að vorinu
hófust áburðarflutningar eins
fljótt og snjóa leysti. Áður höfðu
varðskipsmenn oft hlaupið undir
bagga og hafa þeir og Pétur Sig-
urðsson, fyrrverandi forstjóri,
gert þessu útnesjafólki margan
greiðann. Bar Guðmundur mikinn
hlýhug til Péturs og skipherra
Landhelgisgæslunnar. Þá byrjaði
Guðmundur heyskap á Sléttanesi,
sem er á ystu nöf fjalllendis þess,
sem er milli Dýrafjarðar og Arn-
arfjarðar, en segja má að heyja
verði á hverri þúfu í hrjóstrugu
landi þarna, til að hafa nóg hey til
vetrarins. Guðmundur var aldrei í
rónni, nema hann væri öruggur
um að eiga fyrningar talsverðar
að vorinu, og var forðagæslumað-
ur hrepps og sýslu í mörg ár. Á
síðari árum var Guðmundur því
ákveðnari en nokkru sinni fyrr að
halda áfram búskap þarna í daln-
um, því að þrátt fyrir dýra og erf-
iða aðdrætti eru beitarlönd góð og
fjörubeit að vetrinum. Fyrir nærri
20 árum eignaðist Gumundur
jörðina Stapadal, sem er innar í
Arnarfirði og hafði hann þar mik-
•JL , A, * ,.í .
.H ,■*,-.’*«*/ . .
l.jósm.; Sigrún.
íþróttahúsið í Hveragerði.
tímann. Þar er líka starf- þrekæfingar
rækt heilsurækt sem býöur fleira.
uppá gufuböð, ljósböð,
og margt
Sigrún
ið fé, enda góð beit þar bæði til
fjalls og fjöru. Um sauðburðinn lá
Guðmundur þar við í gamla bæn-
um ásamt hundunum sínum, sem
honum þótti væpt um og voru
Guðmundi mikillr félagar í ein-
verunni; vitrar skepnur , sem
fögnuðu húsbónda sínum ákaft og
fylgdu honum dyggilega hvert sem
hann fór.
Það tók því á alla, sem þekktu
áhuga og vilja Gumma heitins,
þegar hann á liðnu vori re.vndi,
oftast sárþjáður, að fylgjast í
gegnum síma með búskapnum
vestra og sauðburði. Þá reyndust
gamlir snúningsdrengir, sem
höfðu verið á Hrafnabjörgum,
þeim Guðmundi og Sigríði vel og
fóru vestur til vor- og sumar-
starfa. Það sýndi vel hið góða lag,
sem hann hafði ávallt á ungling-
um. Þeir urðu góðir vinir hans, en
hann var þeim í senn húsbóndi og
félagi. Þeir voru því oft kallaðir
strákarnir hans Guðmundar og
sérstakar þakkir var ég, við fráfall
Guðmundar, beðinn að frá Rann-
veigu Magnúsdóttur, ekkju, sem
átti 3 börn sin í sveit að Hrafna-
björgum.
Enn hefur nú fækkað vina- og
venslafólki vestra. Nú bíðum við
ekki lengur Guðmundar á sumar-
kvöldi hjá Höskuldi og fjólskyldu
á Þingeyri og keyrum með honum
í jeppanum Hvítingi út Eyrarhlíð
og fjörðinn fagra um tæpa vegu;
en stundum var hugur Guðmund-
ar svo bundinn fénu, sem hljóp um
brekkur og snasir, að manni eins
og mér sem virðist allt sauðfé vera
eins, fannst stundum nóg um við
vandasaman akstur.
Langt um aldur fram er nú fall-
inn traustur fulltrúi íslenska
bóndans, maður rammíslenskur,
sem hvergi vildi annars staðar
una en í faðmi hrikalegra fjalla og
stórbrotinnar náttúru. Þar dvaldi
hann lengst af æfinnar í einveru
með skepnum sínum, hundum og
sauðfé, sem hann feit fremur á
sem félaga en atvinnutæki og
lífsviðurværi, og sagði hann sjálf-
ur svo frá, að sláturtíðin á haustin
tæki meira á sig en nokkuð annað
og reyndi á taugarnar; Guðmund-
ur bar þó ekki utan á sér neina
tilfinningasemi, en átti heita lund.
Guðmundur barðist við erfiðar
aðstæður allt sitt líf og þekkti ekki
annað. Þetta var honum sjálfsagð-
ur hlutur og fegurð landsins,
stórbrotið og hrikalegt landslag,
hluti af honum sjálfum, svo að
hann ræddi það aldrei, en mikil og
einlæg var tilhlökkun hans að fara
síðustu ferðina vestur um miðjan
september sl., þá sárþjáður maður
og langt leiddur, en hann hafði
verið í erfiðri sjúkdómsmeðferð
allt sumarið.
Að hætti s.vstkina sinna og ætt-
fólks flíkaði hann lítt tilfinning-
um sínum, nema þá örsjaldan í
góðra vina hópi og mat þá mikils
ljóð Davíðs og söng Stefáns Is-
landi.
Guðmundur Ragnarsson var
karlmenni, sem vissi alveg hvert
stefndi frá því hann á liðnu vori
fékk að vita, að hann var með nær
ólæknandi sjúkdóm. Athygli vakti
hressilegt blaðaviðtal, sent birtist
í helgarblaði Vísis í ágúst sl. Þar
var ekki að heyra að talaði hel-
sjúkur maður, farinn að kröftum
af banvænum sjúkdómi, og í
stuttri, má segja hinstu för, til
heimasveitar og systur, sem hann
hafði verið nteð öll ár og var hon-
unt ntjög kær. í léttum tón, sagðist
hann í einverunni horfa á skugg-
ann af sjálfunt sér í tunglsljósinu.
Þetta var táknrænt svar, hann var
þá þegar orðinn skuggi af fyrra
ntanni. Um ntiðjan september var
Guðmundur.algerlega þrotinn að
kröftuni, fluttur að vestan og and-
aðist hann á Borgarspítalanum að
ntorgni 9. október sl.
Guðntundur Ragnarsson var
góður og traustur ntaður, sem við
hefðunt óskað að vera lengur sant-
vistum með. Hann hafði sína
barnatrú, sent hann talaði sjaldn-
ast um sem vani er íslendinga og
trúði á annað líf að loknu þessu.
Þar þarf hann ekki að kvíða land-
töku.
Ég og við öll, systkini og mága-
folk, þökkum honunt allt gott í
gegnunt árin, glaðar stundir og
hlýjar móttökur í hvert sinn sem
við komum í heimsókn vestur.
Blessuð sé ntinning hans.
Guðjón Armann Kyjólfsson.
Allar stærðir og gerðir
SíiuiiHljQiuigjiyip
Vesturgötu 16, sími 13280
Vinnuföt
JAKKI
Stæröir 38—46.
Verö kr. 325.00.
BUXUR
Stæröir 38—46.
Verö kr. 225.00.
Litir:
Milliblátt.
Dökkrautt.
Verzlunin
Bankastræti 3,
s. 13635.