Morgunblaðið - 21.10.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
29
gæsir og jafnvel álftir sjást þar á
vorum. — En þangað renna líka
fleiri hýru auga. Á sumardagsmorg-
uninn fyrsta, einn hinn fegursta er
ég minnist, varð mér snemma gengið
milli húsa. Vor var í lofti og fugla-
kliður. Þá gullu við skot, hvert á eft-
ir öðru. Niður við tjarnir stóð bíll, og
menn sáust á hlaupum.
Kunnur sæmdarmaður á Akur-
eyri, er hér hafði nýskeð komið í
hópi góðra gesta, reyndist eiga bíl-
inn. Nú var sonur hans á ferð með
félögum sínum að heilsa sumri á
sinn hátt. — Oftar hefur þurft að
stugga við skyttum á vordögum,
jafnvel á sjálfri hvitasunnunni.
Skaut rjúpu medan beð-
ið var erindisloka
Fyrr á árum gekk fullorðið fé á
síðhaustum og framan af vetri á
Vaðlaheiði, meðan tíð var hagstæð,
og hélt sig þar á kunnugum stöðum.
En þegar rjúpnatíminn hófst, tryllt-
ist það oft og hljóp saman í hópa, er
runnu sitt á hvað. Ef veður spilltist
snögglega, gat sú hætta verið yfir-
vofandi, að féð fyndist ekki. Eitt
sinn, er áhlaup gerði, var hringt til
mín innan af Svalbarðaströnd og til-
kynnt, að ær minar hefðu skyndilega
komið þar inn á tún undan mikilli
styggð.
Sé trjágróður við bæi og rjúpur
þar ekki hvekktar, halda þær sig þar
gjarna öðru hverju allt árið. Hér í
bæjarbrekkunni hafa þær orðið svo
gæfar, að börn hafa strokið þeim á
eggjum og þær leitað heim á tröppur
og jafnvel inn í kjallara úr hausthél-
unni. Þær eru heimilisprýði og gleði-
gjafi. En ég minnist þess, að eitt
sinn kom skytta og kvaddi dyra.
Meðan hún beið erindisloka á var-
inhellunni skaut hún rjúpu, sem sat
frammi í trjágarðinum.
Nauðsyn soltinni þjóð
Framangreind reynsla nægir til að
sýna, að um alvörumál er að ræða.
Enginn ætti að fá byssuleyfi, nema
hafa áður hlotið tilskilda fræðslu og
þjálfun, rétt eins og sá sem lærir á
bíl. Ljóst er t.d., að margir gera sér
alls ekki grein fyrir hvaða hætta
getur stafað af langdrægum riffli, ef
kúla snertir vatn eða skotið er yfir
blindhæð, eins og dæmin sannav
Meginatriðið verður þó alltaf við-
horfið til annarra manna og eigin
sjálfsvirðingar, til laga og reglu-
gerða og til landsins sjálfs og lífríkis
þess.
Fuglaveiðar voru nauðsyn soltinni
og fátækri þjóð, en eru það naumast
lengur, nema þá sem eyðing vargs.
Sumir vilja kalla skotveiðar sport,
og eru þær meira að segja gylltar
fyrir mönnum í fjölmiðlum. Er það
viðeigandi heiti á atferli, sem hefur
að megininntaki að drepa — drepa?
— Þrá mannsins eftir samkennd við
landið verður ekki fullnægt með
morðtól í höndum."
Undrumst gáleysið
Steinunn og Auður skrifa.
„Velvakandi.
Við vonum að þú sért vakandi
núna, Velvakandi, því okkur
langar til að koma á framfæri
eftirfarandi athugasemd: Síð-
astliðið sunnudagskvöld áttum
við tvær galvaskar ungar stúlk-
ur leið um Síðumúlann. Tók þá
skyndilega að snjóa en eins og
allir vita skipast veður löngum
fljótt í lofti á íslandi. Leituðum
við þá skjóls undan „stórhríð-
inni“ undir skyggni nokkru í
Þessir hringdu . .
Alls staðar
eru börn
Helga Guðjónsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
— Nú eru mjög víða að rísa upp
svokölluð foreldrafélög. Dæmi
eru um að í kjölfarið komi kröf-
ur til yfirvalda um að banna
umferð um ákveðnar götur eða
setja takmarkanir á hana á ein-
hvern hátt. Hvernig færi nú ef
öll foreldrafélög krefðust þess
að þessar og hinar göturnar
yrðu lokaðar fyrir umferð vegna
barnanna í hverfinu. Það yrði
ekki til annars en þess að auka
á öngþveitið annars staðar, og
alls staðar eru börn sem þurfa
að komast yfir götur.
Haltu bara áfram
Kristín Sigurðardóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
— Mig langar til að taka undir
það, sem Jón úr Vör segir í
grein í Lesbók Morgunblaðsins
fyrir skemmstu, um ógæfu-
mennina sem eru að leita á
stúlkubörn. Hversu oft heyrum
við ekki um það í fréttum að
búið sé að yfirheyra viðkomandi
menn og þeim síðan sleppt. Sem
sagt ekkert gert úr málinu og
vantar bara að sagt sé við þá:
Haltu bara áfram. En þetta er
mikið alvörumál að mínu mati
og óafsakanlegt að taka það ein-
hverjum vettlingatökum.
Kallar fram all-
an óhugnaðinn
H.Kj. hringdi og sagði: — Mér
líkar ekki miðdegissagan sem
nú er lesin. Mér finnst hún kalla
fram í huga mínn allan þann
óhugnað sem ég hef séð í öllum
þessum stríðsmyndum í gegn-
um árin. Auðvitað má segja sem
svo, að ekkert eigi að vera hæg-
ara en ég loki fyrir tækið, en á
móti má benda á, að þeir eru
margir sem ekki eiga margra
kosta völ í dægrastyttingu.
Síðumúlanum, þar sem m.a.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins er til
húsa. Þessi bygging er við Síðu-
múla 13. Tókum við þá eftir því
að útidyrnar lágu aðeins að stöf-
um þó að smekklásinn væri á og
var greinilegt að hurðin átti að
vera lokuð og læst. Þess vegna
réðumst við til inngöngu eftir
nokkra umhugsun.
Enginn virtist vera í húsinu
„því hvergi var ljós í gluggum
nema kveikt var í anddyrinu.
Eftir nokkurn tíma þóttumst við
svo til vissar um að enginn væri
í húsinu nema við tvær.
Skrifuðum við þá stutta orð-
sendingu og skildum hana eftir
handa starfsmönnum.
Við viljum taka það fram að
við erum ekki að mótmæla
neinu, eins og oft tíðkast í þess-
um dálkum, en við undrumst yfir
gáleysi sem þessu, því hvers kon-
ar lýður hefði getað gengið
þarna út og inn að vild. Okkur
fannst við ekki að gera neitt sem
óleyfilegt er, því okkur stóðu
þarna allar dyr opnar. Vorum
við einungis að athuga hvort ein-
hver starfsmaður væri í bygg-
ingunni.
Með bréfi þessu vonumst við
til þess að sá sem lyklavöldin
hefur taki þetta mál til athugun-
ar en biðjum jafnframt forláts
ef við förum með rangt mál.
Með þökk fyrir birtingu."
& SIG6A N//GG* S \iLVt9Ali
Ævar Kvaran
hefur
framsagnarnámskeið
(fagur framburður, lipurt tungutak, upplestur) í
byrjun nóvember.
Uppl. í síma 32175 eftir kl. 20.30 daglega.
nýjung: liraöréttir í
hádeginu
mánudaga tii föstudaga.
HRAÐRÉTTASEÐILL
riÆSTU VIRU:
lljómaliii'ud skötusolssúpa Súpa fylf'ir
med öllum réttum
Glódarsteikt lambalæri með
karrýsúsu og hrísgrjónum....kr. 110
Léttsaltaður t'rísakambur
með piparrótarsósu ....... kr. 85
Gufusoðin heil rauðspretta með
steiktu iceherf' salati.... kr. 72
Smjörsteiktur skötuselur
með hnetujóf'úrtsósu ..... kr. 75
Grafinn fjallasilunt'ur með dillsósu . kr. 09
Shef's specia/“
Lundabrinf'a í kampavíni uf'enfíifer. kr. 85
Þjónustuf'jald ug
söluskattur innifalið
ARNARHÓLL
Hverfisgötu 8—10, sími 18833.
[ 07T ^IÝTI f yR/R ÓLL, SmMlQuíCs
mm tf/TT: tG WKI Ptd iUSÁ \
Nmi MÖ4W5 tfYKKfWW, 3votö
ýO 6m M\9 í/A/ri WH mahs
Ktftf3KH/0UW 7KÓ OHAÐ
Vf'ri WK/ flÁKFrifpPk AU& Kutö
flTf (£[ & <bAtfr 5V0 A9 Ýú
WLTf/f? W&0 VÍSAfs
tfr tffO 9ÍMMSU AöKKöf? L\d-
UNOV, ýf\ Kft10 5ÍM tf(6 Í6tf4-
SToWWUtf. W fiMl Voffl
3T/N6A Offl'KiAVTA-
utf tf/6!/ptoA otf éó om?/\^unóa^naS
tf/K\9 Vl9 V/6, STT//VA
vt/Tv/f wznmwv
HAMBORG
ÓDÝR HÓPFERÐ
30/10-3/11
Utvegum miöa á leik Hamburger Sportverein og Bay-
ern Munchen (lið Asgeirs Sigurvinssonar), sem er
laugardaginn 31.10.
Örfá sæti laus.
FERÐASKRIFSTOFAN
SÍMAR 29830 og 29930.
'sfcMcft>.'srEm
& Vftb\ '(t) tf(JN9/ri ^
mmc&b
fc Yltf S/VíTTötf C
06 ÖQKöVt TOW-
JKOtf/
y\, awu w, /.Atf6/9 víktí 05 $vo \
v óffA m 'vmm otf VuTrm
*>->—WWIINiW A tff'f?J
'kV