Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 32
5 krónur 5 krónur eintakið eintakið MIÐYIKIJDAGUR 21. OKTÓBER 1981 Adildarfélög afli verkfallsheimildar 72-MANNA samninuancfnd Alþýdusambands íslands samþvkkti á fundi í ga-r, ad bcina þcim t-indrcgnu tilmælum til adildarfclana ASI ad þau afli sér hcimilda til verkfallsbodunar fyrir 1. nóvembcr na-stkomandi. I»á samþykkti ncfndin að (»cra kröfu um, aó almcnn hækkun grunnlauna vcrði 13% í áftitn'um á samningstímanum. Samþ.vkkt var að (jera kröfu um, aft fr.t 1. nóvember 1981 taki næt- urvinna við þcaar að lokinni vinnu á fimmtudöttum «tí að eftirvinna á mánudöttum, þriðjudöttum ot; mið- vikudöttum falli niður þettar að lokinni dattvinnu í áföntíum á na-stu þremur árum, þannit; að næturvinna taki við í dat;vinnulok. Löttbundið er, að næturvinna tek- ur við af dat;vinnu á föstudot;um. (iildistími samnint;sins verði frá 1. nóvember 1981 til 1. nóv- ember 1983.' Þá var samþykkt bciðni um félattsmálapakka; að lieinir skattar verði lækkaðir á ár- inu 1982 með uppfærslu skatt- |»rcpa og sérstakri hækkun harna- bóta on persónuafsláttar, að stað- t;roiðslukerfi skatta verði tekið Lagasafnið hækkar um 900% ,,l>\l) VAK til reytingur óinnbundinn, sem við létum binda núna, ot; ég held að þessi verðbreyling sé mjög nála-tjt þe-irri ha-kkun, scm almcnnt hefur orð- ið síðan 1974," sagði Olafur Haller Slefánsson í dómsmálaráðuneytinu, er Mbl. spurði um ástæður þess, að Laga- safnið koslar nú 988 krónur, en kost- aði áður 98,80 kr. Lagasafnið kom út 1973 og sagði Olafur það hafa verið selt við sama verði allar götur síðan, þar til nú að nýinnbundnu eintökin eru sett í sölu á 988 krónur. Ólafur sagði gamla verðið hafa verið orðið „hreint gjaf- verð“ og hefði Lagasafnið í reynd verið niðurgreitt verulega síðustu árin, án þess að hann hefði við hönd- ina tölur þar um. upp um áramótin 1982—1983 og að sérstaklega verði kannaðir mögu- leikar á tryggingu lágmarkslauna samhliða hinu nýja skattakerfi. Þá var gerð ályktun um, að teknar verði upp viðræður við ríkisstjórn um uppbyggingu atvinnulífsins, þar sem m.a. verði knúið á um ákvarðanir og framtíðarstefnu- mótun varðandi orkufrekan iðnað. Snarpar umræður urðu á fund- inum í gær. Forusta ASI viðraði hugmyndir um áfangahækkanir á samningstímabilinu, þannig að 4 % kæmu 1. nóvember næstkom- andi, 3% 1. maí 1982, 3% þann 1. nóv. 1982 og 2,5'Æ 1. maí 1983. í maíhækkunum komi engar hækk- anir á ákvæðis- og bónusvinnu, né yfirborganir. Hugmyndir um aðeins 4% hækkun í upphafi samningstíma- bils þóttu af sumum ekki ganga nógu langt og kom fram tillaga um 7% hækkun 1. nóv. og 6% 1. nóv. 1982. Sú tillaga var dregin til baka, gegn því skilyrði að engar áfangahækkanir yrðu tilteknar í kröfugerðinni • ■ V jfe Æ w * • T*$m> ?, -: -s% Ljósm.: Kmilía. Það er ekki mikill snjór kominn í skíðalandið í Bláfjöllum, aðeins föl eins og myndin sýnir. Mvndin er af svokallaðri „borgarlyftu". 49 ákærur til fíkniefna- dómstólsins Á TÍMABILINU 14. september til 24. sama mánaðar barst 41 ákæra frá ríkissaksóknara til fíkniefna- dómstólsins og hafa aldrei borist jafn margar ákærur á jafn skömm- um líma. Síðan þá hafa borist 8 ákærur til viðbótar frá saksóknara til fíkniefnadómstólsins. Samtals hafa því borist á rúm- um mánuði 49 ákærur frá ríkis- saksóknara en fyrstu 8 mánuði ársins bárust að jafnaði 2 til 3 kröfur á mánuði til fíkniefna- dómstólsins. Flest þessi mál hafa verið þingfest og þegar hafa dóm- ar fallið í nokkrum þeirra. Fundur með banka- mönnum f gær SAMNINGANEFNDIR banka- manna og bankanna funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær, en þessar samninganefndir voru á fundum í f.vrradag og á fimmtudag og föstu- dag í síðustu viku. Boðaður hefur verið fundur með bókagerðarmönnum og viðsemj- endum þeirra í dag kl. 14. Aðilar, sem vinna að málefnum aldr- aðra sameinast í Öldrunarráði íslands í I»I N GSÁ L YKTUN ARTILLÖGU sjálfstæðismanna þar, sem lagt er til að árið 1982 verði tileinkað málefn- um aldraðra, kemur fram að fyrirhugað er að stofna Öldrunarráð íslands, sem mun sameina innan sinna véhanda alla þá aðila, sem þegar vinna að málefnum aldraðra, og Ijá þeim frekara lið. Sovéskur prófessor í íslensku: Þjálfar menn á vegum KGB segir í grein í Aftenposten „í SUMAR var þaó upplýst, að Vladimir Jakúb, prófessor í íslensku og norsku vió háskólann í Moskvu, hefði forystu um það á vegum sovésku njósna- og leyniþjónustunnar KGB að þjálfa útsendara og áróðursmenn, sem sendir eru til Noregs. Sjálfur kemur prófessorinn oft til Noregs, nú síðast í sumar, í boði utanríkisráðuneytisins á norskum styrk." Þannig kemst Odd Öyen yfirlæknir að orði í grein sem birtist í norska blaðinu Aftenposten síðastliðinn mánudag og fjallar um tilraunir Sovétmanna til að hafa áhrif á almenningsálitið í Noregi. Yfirlæknirinn segir, að þessi uppljóstrun hafi ekki vakið mikla athygli, þegar fyrst var frá henni skýrt. Hins vegar hafi ba*ði hinn þekkti vísindamaður frá Sovétríkjunum, Sjores Med- vedjev, og fyrrum fréttaritari Aftenposten í Moskvu, Per Egil Hegge, staðfest, að þessi lýsing á hlutverki Vladimir Jakúb væri rétt. Þá segir í grein Odd Öyen: „Fyrrum fréttaritari norska ríkisútvarpsins í Moskvu, núver- andi aðalritstjóri Dagbladet, Jahn Otto Johansen, hefur í sambandi við umræður um út- sendara og áróðursmenn lýst Jakúb prófessor með þessum hætti „hinn ágengi, háli norsku- prófessor frá Moskvu ...“ (Dagbladet 12/9 ’81). Sovéska sendiráðið í Osló hefur ekkert sagt um þessar alvarlegu ásak- anir. Við hljótum að mega líta svo á sem í því felist opinber staðfesting á málsatvikum.“ Vladimir Jakúb Fyrir rúmum 10 árum dvaldist Vladimir Jakúb við nám í Há- skóla íslands, þar sem hann lærði íslensku og kynnti sér ís- lenskar bókmenntir. Hefur hann fullt vald á málinu, bæði talar það reiprennandi, skrifar grein- ar á íslensku og þýðir bækur af íslensku yfir á rússnesku. Að eigin sögn hefur hann ferðast um Sovétríkin þver og endilöng til að kynna Island og einnig annast landkynningarþætti í sjónvarpi. Tengsl hans við ís- lenska sendiráðið í Moskvu hafa verið töluverð og þá ekki síst meðan Hannes Jónsson var sendiherra í Moskvu. Gerir Jakúb sér mjög títt um Islend- inga í Moskvu. Gunnar Ólafsson kennari, sem dvaldist um tíma við nám í Moskvu, lýsti því yfir á opinberum fundi vorið 1978, að Vladimir Jakúb hefði njósnað um íslenska námsmenn í Sovét- ríkjunum og hefði þann starfa „að lesa íslensk bréf úti í Moskvu“, eins og Gunnar Ólafs- son orðaði það. Síðan Vladimir Jakúb stund- aði nám við Háskóla íslands hef- ur hann komið í heimsókn hingað til lands. Honum hefur verið það töluvert kappsmál, að greinar eftir hann birtust hér í blaðinu, og ef til vill minnast einhverjir lesenda greina hans á síðum blaðsins. Skilgreiningin „ágengur og háll“ kemur starfs- mönnum á ritstjórn Morgun- blaðsins ekki á óvart. Meöal markmiða þessara nýju samtaka er að vinna að samræmdri stefnu í málefn- um aldraðra og framkvæmd hennar. Að koma fram fyrir hönd aðildar-félaganna inn- an samtakanna eftir því sem við á, meðal annars í sam- skiptum þeirra við stjórn- völd. Að þeita sér fyrir ráð- og námsstefnum fyrir þá sem vinna launuð eða sjálf- boðin störf að málefnum- aldraðra og námskeiðum til undirbúnings starfsloka og til endurhæfingar. Að beita sér fyrir rannsóknum og al- mennri upplýsinga og fræðslustarfsemi um mál- efni aldraðra. Að koma á fót upplýsingamiðstöð með heimildargögnum er varða öldrunarmál, veita aðilum sínum aðstoð við skipulagn- ingu verkefna og fram- kvæmd þeirra og annast samskipti við erlenda aðila samkvæmt samþykktum að- alfunda. Formlegur stofnfundur Öldrunarráðs íslands verður í dag klukkan 5 í fundarsal Rauða kross íslands. Sjá frásogn af umræðum um ár aldraðra í Alþingi í gær á miðsíðu í dag. Lítil von um nýtt loðnuverð í dag — flotinn til hafnar í kvöld FLEST bendir nú (il þess að loðnu- Dotinn muni hætta veiðutn á mið- nætti og sigla til hafnar, þar sem í gærkvöldi voru taldar litlar líkur á, að nýtt loðnuverð yrði ákveðið í nótt eða í dag. Yrirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins kom saman til fundar kl. 17.30 í gærdag til að fjalla um verðið og stóð sá fundur fram að kvöldmat og síðan kom nefndin aftur til starfa kl. 21.30 í gærkvöldi, og þegar Morgunhlaðið fór í prentun var ekki sjáanlegt að nýtt loðnuverð væri í nánd. , Ríkisstjórnin hefur kynnt hags- munaaðilum þær hugmyndir sem hún var með um lausn loðnuverðs- ins. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar fólust, að því er Morgunblaðinu var tjáð, í því að fella niður útflutn- ingsgjöld af loðnuafurðum, 5,5%, og ennfremur að loðnudeild Verð- jöfnunarsjóðs tæki 20—30 millj. kr. lán með ábyrgð ríkissjóðs til tveggja til þriggja ára til að halda verðinu uppi. Þó svo að þetta verði samþykkt, þá yrðu loðnuverksmiðjurnar skildar eftir með sama halla og áð- ur en hann nemur um 11%. og eins þýða þessar ráðstafanir lækkun á hráefnisverði um a.m.k. 100 kr. pr. tonn að því er Morgunblaðinu var sagt í gærkvöldi. Þá hafði Mbl. eft- ir áreiðanlegum heimildum að út- gerðaraðilar loðnuskipa hefðu ein- hverjir sýnt þessum hugmyndum áhuga, en fulltrúar sjómanna væru þeim algjörlega andvígir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.