Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 11

Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 11
nokkurn niðurskurð á fjárlögum og skattahækkanir og gæti stuðlað að hallalausum fjárlögum árið 1984. Trú kaupsýslu- og þingmanna á efnahagsstefnu Reagans hefur minnkað vegna niðursveiflunnar í hagkerfinu og auknum halla, á fjárlögum. Margt hefur breyst síð- an fyrir fjórum mánuðum þegar þingmenn repúblikana tóku hönd- um saman og studdu framboðs- hliðarstefnu Reagans. Þeir vonuðu að verulegar skattalækkanir myndu leysa efnahagsvandann og Reagan myndi ná því takmarki sínu að leiðrétta hallann á fjárlög- um en auka þó útgjöld til varn- armála. Flestir efnahagsráðgjafa Reag- ans eru nú sammála um að hann verði einnig að skera niður útgjöld til varnarmála. Einn ráðherra hans hefur sagt, að allir séu sam- mála um það í ríkisstjórninni nema Alexander Haig utanríkis- ráðherra og Caspar Weinberger varnarmálaráðherra og svo Reag- an sjálfur. Viðtal við Stockman, sem birtist nýlega í timaritinu Atlantic Monthly, gerði stjórn Reagans lít- ið gagn í efnahagsmálum. Stock- man sagði að ilia væri staðið að niðurskurði á fjárlögum og mikil sóun á fjármunum ætti sér stað í varnarmálaráðuneytinu og það þyrfti að leiðrétta. Hann sagði ennfremur að skattalækkanir Reagans hefðu fyrst og fremst verið lagðar til til að lækka tekju- skatta hinna vel efnuðu. Orð Stockmans og deilur ráð- gjafa Reagans um bestu leiðina til að lækka lánsvexti, auka eftir- spurn, fjárfestingu og framleiðslu, hafa dregið úr áliti almennings á efnahagsstefnu Reagans. Flestir eru sammála um að á næstu mán- uðum komi í ljós hversu áhrifarík hún er. Ef hagvöxtur eykst á næsta ári getur Reagan þakkað stefnu sinni það og mun væntan- lega njóta þess í þinginu. En ef efnahagsvandinn leysist ekki og atvinnuleysi eykst, lánsvextir lækka lítið og fjárfesting stendur í stað getur Reagan átt í erfiðleik- um með að fá efnahagstillögur sínar samþykktar í þinginu og þarf jafnvel að beygja sig fyrir vilja þingmanna sem eru á önd- verðum meiði við hann. .......1 Urðu að nauðlenda er nautið brjálaðist Moskvu, 7. desember. Al*. MOSKVU-útvarpið skýrði frá því í dag, að flugmenn sovézkrar flutningaflugvélar hefðu orðið að nauðlenda flugvél sinni í síðustu viku er kynbótanaut fór hamför um um borð í flugvélinni eftir því tókst að brjótasl úr út flutn- ingabás. Nautið braut sér leið fram í klefa flugmanna og lét þar illa. Flugstjóranum leist ekki á hinn óbðna gest, rauk upp úr sæti sínu til að hindra að boli stangaði ekki í stjórntækin og tæki yfir stjórn flugvélarinnar. Flugstjórninn átti um stund í hnoði við bola en tókst um síðir að ná taki á hring á nefi nautsins og snúa það niður til hlýðni. Meðan á ati flugstjór- ans og nautsins stóð sneri að- stoðarflugmaðurinn flugvél- inni af leið, lýsti yfir neyðar- ástandi um borð og var heimil- uð nauðlending, en óljóst er af fregn útvarpsins hvort hún var framkvæmd á flugvelli eða utan vallar. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 11 Hljómplata með söng Jó- hanns Konráðssonar og Kristins Þorsteinssonar Ljósm. Sv.l*. Jóhann og Kristinn. Milli þeirra stendur Pálmi Stefánsson forstjóri Tónaút- gáfunnar. KOMIN er út hjá Tónaútgáfunni á Akurcyri ný hljómplata með söng Samþykkt FFSÍ: Tilraunatank- urinn rísi á lóð Sjómannaskólans NOKKUÐ var fjallað um væntan- lega byggingu veiðarfæratanks á þingi FFSÍ og var samþykkt að skora á stjórnvöld að tilrauna- tanknum yrði komið fyrir sem fyrst og honum valinn staður á lóð Sjómannaskólans. Þá ítrekaði þingið samþykktir frá fyrri þing- um um að fjárveitingar til tækja- kaupa og tækjakennslu til handa sjómannaskólanum verði stór- auknar. þeirra Jóhanns Konráðssonar og Kristins Þorsteinssonar. Á A-hlið plötunnar syngja þeir félagar saman níu lög við undir- leik Guðrúnar Kristinsdóttur. Þessi lög voru hljóðrituð hjá Ríkisútvarpinu árið 1964. Þarna er meðal annars að finna lögin „Upp á himins bláum boga“ og „Hríslan og lækurinn" sem mjög vinsæl voru hvar sem þeir félagar komu fram á mannamótum. Á B hlið plötunnar syngur Jó- hann átta lög við undirleik Fritz Weisshappel. Nokkur þessara laga voru hljóðrituð árið 1947, en önnur eitthvað síðar. Fyrir þrjátíu og fjórum árum var upptökutækni allt önnur en nú til dags. Þá var sungið og spilað beint inn á þar til gerðar lakkplötur, enda var þá ekki búið að finna upp segulband- ið. Eftir að farið var að nota seg- ulbönd var söngur Jóhanns tekinn uppá spólur af plötunum. Meðal þeirra laga sem Jóhann Konráðs; son syngur á þessari plötu eru: „I fjarlægð“, „Lindin“ og „Gígjan". Díesd BATAVELAR Viö bjóöum BMW Dieselvélar í bátinn. BMW vélarnar eru léttar og gangþýðar, enda framleiddar af BMW í V-Þýskalandi, einum þekktasta og vandaðasta vélarframleiðanda í heimi. BMW gæðin eru heimskunn. Kynntu þér BMW bátavélarnar. Gæðin koma ekkert á Stærðir á Dieselvélum: Gerö: Din HP Þyngd m/gír D 7 6 HP 68 kg. D 12 10 HP 109 kg. D 35 30 HP 240 kg. D 50 45 HP 294 kg. D 150 136 HP 430 kg. óvart, en það gerir veröiö, sem er mjög hagstætt. BMW í bátinn. Vélar &Taeki hf. TRYGGVAGATA 10 BOX 397 RHYKJAVlK SlMAR: 21288 - 21460 Gerð O 150 er með skutdrifi og hentar mjög vel fyrir hraðskreiöa báta. Hið góða kynningarverð gild- ir til áramóta, en þá veröur 12% hækkun. P0LAR0ID 1000 SUPERC0L0R Verö frá kr. 494 meö filmu. Ein mest selda myndavél í heimi Með öðrum myndavélum tekur þú bara og tekur, en með POLAROID færöu myndirnar á augabragði! POLAROID er ekki aðeins hrókur alls fagnaöar, því POLAROID býöur einnig mikiö úrval fullkominna myndavéla sem einfalda verkefnin í atvinnulífinu. POLAROID filmur og vélar færðu í flest- um Ijósmyndavöruverslunum og mörgum öörum verslunum um land allt. Einkaumboö fyrir POLAROID: LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SIMI 85811

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.