Morgunblaðið - 09.12.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Lægð í skipasmíði
í nýútkomnu fréttabréfí Eimskipafélags íslands er frá því
skýrt, að enn ein lægð blasi við skipasmíðaiðnaði í heiminum.
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru gerðir samningar um
23,3 stór flutningaskip að meðaltali á mánuði, en síðastliðna
fjóra mánuði féll þessi tala niður í 5,5. Síðan segir:
„Söluverð stórflutningaskipa
hefur síðan lækkað að undan-
förnu. Markaðssérfræðingar búast
við, að langur tími líði þar til úr
rætist. Má nefna dæmi, að sölu-
verð skipa af „Panamax“-stærð
„Er atvinnu-
lífið böl
þjóðarinnar?
((
í ræðu sinni á fundi Félags ísl.
iðnrekenda sl. föstudag vék Haukur
Kggertsson, forstjóri Plastprents, að
tollum á rannsóknartækjum í þágu
iðnaðar og sagði frá reynslu fvrir
tækis síns í þeim efnum. Ilann sagði
m.a.
„Við í Plastprent ætluðum sjálf-
ir að kaupa hin allra nauðsynleg-
ustu tæki. Gerðum fyrirspurn til
fjármálaráðuneytisins um að-
flutningsgjöld. Nei, engin mis-
kunn — 67% gjöld. Þetta var ekki
í reglugerðinni. Tækin voru að
sjálfsögðu ekki keypt og við verð-
um að nota puttana til að prófa
okkar vörur. Við fengum smá tæki
í sumar, báðum ekki um undan-
þágu gjalda en þau voru 145% og
nú vil ég enn spyrja: Er atvinnu-
lífið böl þjóðarinnar, eða er þjóðin
fjandsamleg atvinnulífinu?"
(um 60000 GWT) hefur lækkað um
40% frá ársbyrjun 1981, en 30%
lækkun varð á smærri skipum
(Lake-size).
Danska skipafélagið Mercandia
hefur samið um smíði á nýjum
ekjuskipum hjá skipasmíðastöð-
inni í Frederikshavn. Haft er eftir
forstjóra félagsins, að allur skipa-
floti félagsins verði ekjuskip. Seg-
ist hann ekki verða í neinum vand-
ræðum með verkefni fyrir 7000
GWT ekjuskip, sem nú eru í smíð-
um og er dýrasta skip sem Merc-
andia hefur látið smíða til þessa.“
Framkvæmdastjórar Heklu hf. Talið frá vinstri: Sigfús Sigfússon, Árni Bjarnason, Gunnar Petersen, Ingimundur
Sigfússon forstjóri, Agnar Friðriksson, Sverrir Sigfússon, Ian C. James ráðgjafi.
Endurskípulagníng
á rekstri Heklu hf.
Síðustu misseri hefur verið unnið að endurskipulagningu á rekstri Heklu hf. í kjölfar
sameiningar fyrirtækisins og P. Stefánssonar hf., sem kom til framkvæmda um áramótin
1979—1980. Þessi fyrirtæki eru í eign sömu aðila og hagkvæmast var talið að sameina
reksturinn og nýta þannig betur mannafla, aðstöðu og fjármuni. Sameiningin leiddi til þess
að gera þurfti skipulagsbreytingar á rekstri og stjórn Heklu hf., sem unnið hefur verið að um
skeið og hafa forráðamenn Heklu notið aðstoðar brezks ráðgjafa í þeim efnum. Þær eru nú
komnar til framkvæmda og þykir reynslan af þeim góð.
Lánskjaravfsitala
hækkar
umfram kauptaxta
Brezki ráðgjafinn, sem Hekla
hf. hefur haft í þjónustu sinni,
heitiri Ian C. James, sem starfar
nú fyrir British Executive Service
Overseas, en lengst af starfsævi
sinni starfaði hann hjá Volvo
Trucks U.K. Ltd., þar af lengi sem
forstjóri þess fyrirtækis. Hinn
brezki ráðgjafi kom hingað fyrir
milligöngu Pálma Jónssonar, for-
stjóra Hagkaups, en Hagkaup hef-
ur sem kunnugt er fengið ráðgjafa
frá sama aðila til endurskipulagn-
ingar á rekstri þess fyrirtækis.
Hefur Ian C. James komið til ís-
lands nokkrum sinnum frá því í
marz sl., er hann hóf störf í þágu
Heklu hf.
Kjarninn í þeim breytingum,
sem nú eru komnar til fram-
kvæmda í rekstri Heklu hf. er
veruleg breyting á yfirstjórn
fyrirtækisins. Flestir lykilmenn í
fyrirtækinu hafa skipt um störf og
tekið við nýjum starfssviðum. Við
sameiningu fyrirtækjanna tveggja
var bíladeí ldin undir stjórn
í yfirliksræðu um þróun rekstrarskilyrða iðnaðar á yfirstandandi ári, sem Valur Valsson, framkværadastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda flutti á almennum félagsfundi iðnrekenda sl. föstudag. Skýrði hann m.a. frá því, að lánskjaravísi-
talan hefði það sem af væri árinu hækkað töluvert meira en kauptaxtar framfærsluvísitölu og byggingavísitala. Valur
Valsson sagði, að kauptaxtar fram að samningum hefðu hækkað um 25,6% á árinu, en lánskjaravísitalan um 41,7% til
nóvemberloka. Á þessum sama tíma hefði framfærsluvísitalan hins vegar hækkað um 31% og byggingavísitalan hefði
hækkað frá áramótum til október um tæplega 30%.
tveggja framkvæmdastjóra, en
hún hefur nú verið sameinuð und-
ir einum framkvæmdastjóra, hins
vegar hefur hjólbarðadeild, sem
áður var hluti af bíladeild verið
gerð að sjálfstæðri deild innan
fyrirtækisins undir sérstökum
framkvæmdastjóra, sem jafn-
framt annast stjórn heimilis-
tækjadeildar.
I samtali við viðskiptasíðu
Morgunblaðsins, sagði hinn brezki
ráðgjafi að hann vildi einkum til-
greina fjögur atriði, sem nauð-
synleg væru hverju fyrirtæki, til
að stjórnun þeirra gengi eðlilega
fyrir sig.
I fyrsta lagi væri þörf fyrir aga
og virtist sér við fyrstu sýn, sem
nokkuð skorti þar á í íslenzku
þjóðlífi.
í öðru lagi væri nauðsyn á öru
upplýsingastreymi og þar skipti
umfang ekki endilega höfuðmáli,
heldur að upplýsingar væru til
staðar þegar ákvörðun þyrfti að
taka.
í þriðja lagi ætti hverjum
starfsmanni að vera fullkomlega
ljóst, hvert hans starfssvið væri
og hvaða ábyrgð hann bæri.
Og í fjórða lagi sagði Ian C.
James, að jafnan væri einhver til
staðar sem gæti tekið nauðsynleg-
ar ákvarðanir, þannig að aldrei
kæmi til þess að fresta þyrfti
ákvörðun eða draga ákvörðun
vegna fjarvista.
Einn þáttur í þeirri endurskipu-
lagningu á rekstri Heklu hf., sem
nú er unnið að, er að auka upplýs-
ingastreymi til starfsmanna,
þannig að þeir fái upplýsingar um
afrakstur, sem er af störfum
þeirra í sölu, rekstrarafkomu og
fleiru.
„Þegar á heildina er litið er til-
gangurinn með þessum breyting-
um að auka hagkvæmni í rekstri
og bæta þjónustu fyrirtækisins,“
sagði Ingimundur Sigfússon, for-
stjóri Heklu, í viðtali við við-
skiptasíðu Morgunblaðsins. „Því
fylgdi óhjákvæmilega mikil rösk-
un að flytja allan starfsemi P.
Stefánssonar hf. frá Hverfisgötu
103 á Laugaveg 172. Flytja þurfti
alla lagera, og hagræða húsnæð-
inu á Laugaveginum til að taka við
auknum mannafla og nýrri starf-
semi, auk samræmingar banka-
viðskipta og viðskiptatengsla. Við
teljum þá byrjunarörðugleika,
sem af þessu leiddi, nú að baki, og
erum þess albúnir að byggja frá
nýjum grunni. Megináherzlan
verður lögð á að auka þjónustu
fyrirtækisins á öllum sviðum
rekstursins, eftir því sem aðstæð-
ur leyfa hverju sinni.
Eins og að framan greinir, er
Ingimundur Sigfússon forstjóri
Heklu hf., en því starfi hefur hann
gegnt frá árinu 1967. Fram-
kvæmdastjóri fjármáladeildar er
Agnar Friðriksson, en til starfs-
sviðs deildarinnar heyra bókhald
og tölvudeild, auk fjármála. Hann
hóf störf hjá Heklu hf. árið 1977,
en starfi framkvæmdastjóra fjár-
máladeildar hefur hann gegnt frá
1. ágúst 1978.
Þær breytingar, er áður er get-
ið, varða nýja skiptingu starfs-
sviða hinna þriggja framkvæmda-
stjóra sölu- og þjónustudeilda
fyrirtækisins svo og að Sigfús Sig-
fússon verður framkvæmdastjóri
Heklu og er starfssvið hans dag-
legur rekstur og umsjón með
starfsemi allra deilda fyrirtækis-
ins. Sigfús Sigfússon var forstjóri
P. Stefánssonar hf. frá árinu 1973
allt til sameiningar fyrirtækjanna
tveggja fyrir tæpum tveimur ár-
um. Sverrir Sigfússon hefur nú
tekið við sem framkvæmdastjóri
bíladeildar, en hann hefur starfað
við Heklu frá árinu 1963. Fram-
kvæmdastjóri Caterpillar-deildar
verður Gunnar Petersen, sem
starfað hefur við fyrirtækið frá
árinu 1960, lengst af í þeirri deild.
Árni Bjarnason verður fram-
kvæmdastjóri hjólbarðadeildar og
heimilistækjadeildar, en hann á
að baki langan starfsferil í þágu
fyrirtækisins, allt frá árinu 1944.
Á þessu ári hefur orðið mikil
aukning í starfsemi Heklu hf. Það
sem af er árinu hefur heildarsalan
aukist um 107% miðað við sama
tíma í fyrra. Sala á bílum hefur
aukist um 156%, sala á vinnuvél-
um um 175,3% og er yfirstandandi
ár eitt sölubezta ár í þungavinnu-
vélum hjá fyrirtækinu. Á fyrstu
tíu mánuðum þessa árs nam velta
Heklu hf. um 17,8 milljörðum gkr.
og eru starfsmenn fyrirtækisins
105.
Svo til allur rekstur Heklu hf. er
nú kominn í tölvu og er fyrirtækið
með IBM-System 34. Auk þess að
sinna þörfum fyrirtækisins er
ýmsum öðrum fyrirtækjum veitt
tölvuþjónusta hjá Heklu hf., eink-
um hvað varðar gerð tollreikn-
inga, verðútreikninga og úttekt-
arbeiðna úr Tollvörugeymslu.
Stjórnarformaður Heklu hf. er
Rannveig Ingimundardóttir.