Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 10
Kristsmyndin sem Eggert málaðí tvítugur. 10 síðan. 0g fyrir hans orð sótti kaþ- ólska messu á sunnudögum. Mól- inberg vildi koma mér í klaustur suður í Clairvaux svo ég gæti lært að vinna freskó og ætlaði ég að gerast munkur útá það. En þegar ég hélt utan, fór ég með bréf Mól- inbergs upp á vasann til ábóta nokkurs í Múnchen, góðvinar bisk- upsins. Það var mesti öðlingur og fékk ég oft að eta í klaustrinu, þegar ég átti ekki fyrir mat. Og það kom sér nú oft vel. En þessir kaþólsku menn gerðu það ekki endasleppt við mig. Ég kom heim árið 1930, alþingishátíðarárið og var með bréf í vasanum til Mól- inbergs biskups frá vinum hans úti, og þremur dögum fyrir alþing- ishátíðina heimsæki ég biskupinn í Landakoti og færi honum bréfið. Hann spyr mig svo hvort hann muni nú ekki sjá mig á Þingvöll- um. Ég hélt ekki. Maður væri ný- kominn frá námi og engir pen- ingar til slíks. — Þú tapar miklu ef þú missir af þessum viðburði, sagði biskup og þú munt sakna þess, aldraður maður, að hafa ekki verið á Þingvöllum árið 1930. Ég vil að þú farir á hátíðina. — Og þegar við kvöddumst lagði hann bréfmiða í lófa minn. Ég opnaði ekki lófann fyrr en ég var kominn útá Túngötu. Þar voru 300 krónur. Það var mikil gjöf, líklega góð mánaðarlaun í þá daga. Svona naut maður alltaf velvildar góðra manna. Ég komst á alþingishátíð- ina og það varð mér ógleymanleg stund. Én ég varð aldrei kaþólsk- ur, skipti aldrei um trú, þó hefur mér alltaf verið vel við kaþólikka. Biskupinn Mólinberg fylgdist með mér allt til síns dauðadags og þeg- ar það komu útlendir gestir á hans vegum til íslands, þá heimsótti hann mig jafnan þar sem ég átti mér vinnustofu og fékk að sýna hinum útlensku mönnum verk mín. Skyggnigáfa Eggert Guðmundsson hefur skyggnigáfu, sem hann þó fer leynt með. Já, segir hann, ég sé oft útyfir það venjulega og veit iðulega um hluti sem aðrir ætla mér ekki að vita. Þetta er stundum óþægileg gáfa, sérílagi ef maður sér feigð. Og það er ekki svo sjaldgæft. Ég gæti trúað að maðurinn meðtaki dauða sinn nokkru áður en hann deyr. Þá losnar um sellurnar í lík- amanum og maður sér í gegnum hann. Það er dálítið misjafnt hvað skyggnigáfan er sterk, og núna eftir að ég varð veikur, sé ég ekki eins mikið og áður. Ég sá mikið sem unglingur og þegar ég var við nám úti í Múnchen. Þá var oft sprækt í vinnustofunni hjá mér og hlutir færðust til. En ég hef ævin- lega reynt að leyna þessum hæfi- leika mínum. A Þýskalandsárum mínum komst ég í samband við rannsókn- arstofu nokkra í þessum fræðum og þar voru menn sem vildu gera úr mér miðil. Þeir buðu mér pen- inga til uppihalds, en þá flýði ég til Islands. Einn morgun vaknaði ég klukkan sex og þá birtist mér vera, sem harðbannaði mér að eiga við miðilstarfsemi. Hún sagði að ég ætti að nýta mér þessa gáfu í listsköpun minni eingöngu. Og það hef ég gert. Málverk getur haft sálbætandi og heilsusamleg áhrif á fólk, ef það er kærleikur á bak við það. Eitt sinn kom til mín velmetinn læknir og greindi mér frá því að ein mynda minna hefði borgið konu úr sálarangist. Þessi kona hafði tapað allri lífslöngun, en þegar hún leit myndina augum endurnýjaðist allur hennar lífs- þróttur og hún varð eins og ný manneskja. Læknirinn sagði, að þessi mynd mín hefði gert það sem sér hefði aldrei tekist sjálfum. En þar sem ég sat á rúmstokknum í herbergi mínu í Túrkenstrasse klukkan sex að morgni og jafnaði mig eftir heimsókn verunnar, ákvað ég að snúa heim fyrr en ég ætlaði. Ég hafði skrifað foreldrum mínum, að mín væri að vænta í byrjun júlí þetta vor, en einmitt þennan morgun sem ég skipti um skoðun vaknaði móðir mín klukk- an fjögur að næturlagi og segir við föður minn: Hann Eggert er búinn að breyta ákvörðun sinni um heimkomuna. — Ha, hvað, sagði faðir minn, hann er nýbúinn að skrifa okkur ... — Já, sagði móðir mín, en hann stóð hér við rúm- gaflinn hjá mér áðan og sagðist koma um mánaðamótin maí/júní. Móðir mín var skyggn og hef ég þetta sjálfsagt frá henni. Land úr landi Vorið 1932 kom ég alkominn heim frá Þýskalandi og þá langaði mig til Ítalíu. En það var alltaf sama baksið með peningana, en einhvern veginn tókst mér að öngla saman fyrir Ítalíuför haust- ið næsta. Þá kom ég við í Florenz, Feneyjum og Róm. Það víkkaði sjóndeildarhringinn geysilega að koma á þessa staði. Ég dvaldi i eitt ár á Ítalíu, vann og stúderaði söfn. Ég átti í engum vandkvæðum með ítölskuna, ég hef aldrei átt í tungumálaerfiðleikum. Þegar maður talar mikið með höndun- um, þá skilst maður furðanlega. Ég gerði stans á ferðum mínum í Danmörku eftir Italíuförina og var þá jafnvel að spekúlera að fara í dönsku akademíuna. Dvaldi ég í Danmörku veturinn 1933 og leigði mér þá vinnustofu. Það var ekki um annað að ræða en dvelja erlendis og meðtaka nauðsynlega fræðslu og skoða söfnin. Næsta vetur brá ég mér svo til Noregs og var þar stuttan tíma á akademí- unni í Osló. Maður klauf þetta með sparseminni og við og við seldi maður nú mynd. Ég tók oft þátt í samsýningum á þessum ár- um og svo hélt ég mína fyrstu einkasýningu erlendis í Kaup- mannahöfn árið 1933. Eftir það gerði ég mér snögga ferð til Parísar og Hollands. Ég sé alltaf mjög eftir því að hafa ekki getað dvalið þar lengur. En á þess- um árum naut ég þess að eiga að góðan bankastjóra sem var Luðvík Kaaber. Hann var mikill listunnr andi og gekk frá 400 króna víxli fyrir mig áður en ég fór til París- ar. Veturinn 1934 fór ég til Lund- úna og hélt þar einkasýningu sem vakti töluverða athygli. Þar á eftir sýndi ég í Edinborg og gengu þær vel þessar sýningar. Tveimur ár- um seinna var mér boðið að sýna í annað sinn í Lundúnum og var það allsögulegt. Það haust hóf breska ríkisút- varpið BBC tilraunir með sjón- varpsútsendingar í Lundúnum. Þeir sendu út frá Alexandra- Palace í útjaðri Lundúnaborgar og talið var að myndvarpið drægi milli 15—40 mílur eftir veðri. Þessar tilraunir höfðu staðið um mánaðartíma, þegar ég var beðinn ÞANKAR LISTAMANNS Hér fara á eftir þankar Eggerts Guðmundssonar sem hann birti í sýningarskrá þjóðhátíöarsýningar sinnar 1974. Þar gerir hann grein fyrir sjálfum sér sem lístamanni í sem gleggstum orðum. Þankarnir eru í viðtalsformi og birtast nokkuð styttir. „Sönn list — erfið spurning og þarf nokkurn umhugsunartíma til svarsins. Mér er nær aö halda aö af öllum þeim starfandi listamönnum, sem lifa meöal okkar, séu aöeins fáir, sem raunverulega hafa ígrundaö þessa spurningu. í flestum tilfellum er myndlistin framleidd til þess að vera verzlunarvara, eöa annar gjald- miöill til afkomuþarfa allri listsköpun til tjóns og skaöa og fjarlægir það hana frá uppruna sínum og eöli. Trúveröugur og sannur listamaöur hef- ur helgaö allt lif sitt ábyrgöarmikilli köllun og þjónustu í þágu lífs síns, ræki hann listsköpun sína trútt þá er hann aöeins verkfæri duldra afla, milliliöur, túlkun á dulmáli sköpunarinnar. Verk hans veröa því skýringamyndir í þágu framvindunnar. Það segir sig því sjálft, aö ábyrgö hans er mikil. Listamanninum er því nauðsyn- legt aö hafa innsæishæfileika inn á hin duldu sviö tilverunnar. Þegar honum hef- ur tekizt aö þjálfa sig í dulskyggni, er honum létt aö nálgast áhrif alvitundarinn- ar, þar með getur hann hlaöiö verk sitt orku og þaö er einmitt þessi dulda orka sem gerir verk hans að listaverki. Áhrif listaverks veröa af fáum greind eöa skilin, þvt aö þau eru dulræn. Hin ýmsu form liststefnunnar geta á engan hátt ráöiö um tilkomu eöa sköpun lista- verks, þaö er á ábyrgð listamannsins að velja verki sínu tjáningarform. Ég er á þeirri skoöun aö listin eigi aö þjóna feguröinni eöa öörum þeim öflum, sem byggja okkur upp undir æöri lífs- takmörk. Sönn list á þaö sammerkt meö ástinni og góöleikanum aö teljast til and- legra hneigða eöa kennda sem ekki veröa flokkuð undir efnisheiminn eöa jarönesk form. Listin mun eiga rætur sín- ar í sjálfri guðstilfinningunni. Aö vísu er listin færö í sinn efnislega búning, sam- anber mynd — en myndin er hió jarön- eska tjáningarform listarinnar, sem sagt, sál listarinnar fær sinn jaröneska eöa myndræna líkama. Listaverk er gætt anda sem er jafn dularfullur og manns- sálin, enda verkar sál listaverks sálrænt á aódáanda sinn og hann nýtur áhrifa verksins í tilfinningum sínum. Spurning: Hvaö finnst þér um innkaup á Listasafn ríkisins? Svar: Þaö má ekki góöri lukku stýra, þegar lýöræðisríki lætur ýmsar klíku- bundnar einræöisstefnur ráöa lögum og lofum undir verndarvæng sínum. — Þannig er þó ástatt í listamálum þjóöar- innar í dag. Það ríkir algjört óinræöi í öllum innkaupum listaverka til Listasafns ríkisins. Þaö er framkvæmt undir eftirliti listaráös, fulltrúa menntamálaráöherra ásamt safnstjóra Listasafnsins. Fólk þetta misnotar aðstööu sína. Þaö er víta- vert að þaö opinbera skuli ekki vera búiö aö taka í taumana. Misrétti þaö sem mörgum listamönnum er boöið upp á sem ekki eiga upp á pallborðiö hjá þessu valdafólki sæmir ekki okkar lýöfrjálsa landi. Spurning: Hvaöa stefnu aöhyllist þú til tjáningar verka þinna og hvaöa þýöingu hafa stefnurnar fyrir listsköpun þína? Svar: Listamaóurinn á enga samleiö meö ismum eöa stefnum í listsköpun sinni. Ismarnir eru eltifiskar listarinnar, ef svo mætti kalla þá, oft hættulegar afætur og geta orðiö allri listsköpun og lista- mönnum óæskilegir afleiöarar til ósjálf- stæöis. Allar stefnur eru afleiöingar af sjálfstæöum verkum góöra listamanna, sem hafa veriö sérstakir og stórbrotnir í sköpun verka sinna. Þeir smærri ætla sér aö feta í fótspor meistaranna en glata þó stundum, um tíma eöa alla framtíö, sínum eigin eiginleikum. Því miöur veröur ástríöufullum eltimönnum stefnanna þaö á aö líta sjálfa sig fróöasta um allt sem viðkemur listum, enda sækjast þeir eftir aö láta Ijós sitt skína og veigra sér ekki við að dómfella sér fullkomnari og betri listamenn. Nei — sjálfstæður listamaöur leggur og brýtur alla isma undir muln- ingshamri sínum og skapar verk sitt í sinni eigin mynd, samanber fæöingu. Spurning: Hvernig veröur listaverk til? Svar: Listamaöurinn byggir upp myndræna hugmynd í hugárheimi sínum úr mismunandi áhrifum frá umhverfi sínu — séöu eöa heyröu. Þegar listamaöurinn hefur verk sitt er verkiö fullskapaö úr hin- um ýmsu sameindum og hefur tekiö á sig fullkomna mynd, eins og hvert þaö fóstur sem kemur fullþroskaö úr móöurkviöi. Náttúran krefst þess aö þaö fæóist, því þaö er orðið aö sjálfstæðri mynd sem dreifir áhrifum sínum á umhverfi sitt, sem hver annar einstaklingur. Þaö má líkja fæöingu listaverks við hverja aöra fæö- ingu. Sköpunargleöi listamannsins getur oröiö óstjórnleg eins og gleöi móðurinn- ar, þegar hún lítur afkvæmi sitt aö fæö- ingarhríöum loknum. Þaö er ekki þrautalaust aö fæöa af sér fullkomið listaverk. Spurning: Hvaöa verk gefa þér mesta gleði í listsköpun þinni? Svar: Þaö er enginn vafi á því aö þaö eru verk þau, sem fæöast í mínum eigin hugarheimi, mjög í ætt viö Ijóölist. Þar fær sköpunargleöi mín aö njóta sín óbundin öllum hömlum. Svo hefur at- hafnalífiö eignazt sterkan þátt í verkum mínum. Islenzkt athafnalíf er fullt af mót- ívum, atvikum sem eru bundin óblíöum náttúruhamförum og oft stórkostlegum umhverfum, eru myndræn mótív. Landslag veröur alltaf og hefur veriö l'fsgjafi íslenzkra listamanna enda úr fögrum fyrirmyndum aö velja, bæði Ijóss og lita. Þaö hefur vafalaust boriö uppi alla lífsafkomu íslenzkrar myndlistar til þessa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.