Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 JllorjjimbTabtb SUNNUDAGUR 3. JANUAR 1982 Hundruð skipa bundin vegna óákveðins fiskverðs og kjaradeilu: 13000 sjómenn og verkamenn frá vinnu í byrjun vertíðarinnar HUNDRUÐ skipa liggja nú hundin við bryggju í vertíðarbyrjun vegna ástandsins í útvegsmálum landsins, en af stærri fiskiskipum eru aðeins ellefu á veiðum og munu þau selja afla sinn erlendis. Um 5000 sjómenn eru í verkfalli, þ.e. félagar í SSÍ og Vélstjórafélagi íslands og aðrir yfirmenn eru frá vinnu, en uppsagnir á kauptryggingu um 6500 verkamanna taka gildi á næstu dögum. . Ahrif verkfalla og uppsagna á kauptryggingu verkamanna stöðva athafnalíf um land allt og ef ekki rætist úr mjög fljótlega er ljóst að áhrifa verkfallsins fer fljótt að gæta í ýmsum öðrum greinum atvinnulífsins. Sjómenn á Vestfjörðum hafa sem kunnugt er ekki boðað til verkfalls, en þeir komu til hafnar 29. og 30. desember sl. og hafa bát- ar á Vestfjörðum nú stöðvast vegna ákvörðunar yfirmanna um að róa ekki fyrr en fiskverð leggur fyrir. Ákvörðun fiskverðs: Enn óljóst um ad- gerdir stjórnvalda Á FUNDUM um nýtt fiskverð síðustu daga hefur óhjákvæmilega mikið verið rætt um gengisfellingu krónunnar. Samkvæmt upplýsingum Morgunhlaðs- ins hefur einkum verið rætt um 10% gengisfellingu og síðan gengissig að ákveðnu marki. Kr þá miðað við, að fiskverð hækki um 14—18%, en í til- boði því sem Steingrímur Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra, kynnti yfir nefndarmönnum á gamlársdag var gert ráð fyrir 15,5% hækkun fiskverðs. Samfara því hugðist ríkisstjórnin setja ný lög um olíugjald, sem yrði 5% í stað 7,5% áður. Sjómenn telja þessa breyt- ingu á olíugjaldi ekki nógu mikla, en útgerðarmenn geta hins vegar ekki sætt sig við neina breytingu á olíu- gjaldinu. Síðdegis í gær var fyrirhugað- ur fundur í Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, en litlar líkur voru taldar á, að samkomulag na'ðist á þeim fundi. Forsætisráðherra lagði mikla áherzlu á, að fiskverð yrði ákveðið fyrir áramót, en fulltrúar í Yfir- nefnd töldu hugmyndir sjávarút- vegsráðsherra um lausn þess vanda, sem við er etja, ekki nægjanlega ljósar og auk þess ýmsa lausa enda í tillögum hans. Því treystu hvorki kaupendur né seljendur sér til að samþykkja nýtt fiskverð á grund- velli hugmynda ráðherra. Fiskkaup- endur treysta sér ekki til að sam- þykkja fiskverð fyrr en þeir vita hvaða tekjur fást fyrir afurðirnar, þ.e. að stjórnvöld kynni aðilum á hvern hátt skráningu krónunnar verði hagað og hvort ríkisstjórnin ætlar að gípa til annarra ráða en gengisfellingar til að koma frysting- unni í „núllið". Þá eykur það enn á vandann að sjómenn eru nú í verkfalli og at- vinnulífið í landinu er að lamast. Sjómenn vilja niðurfellingu olíu- gjalds, sem útgerðarmenn mega ekki heyra minnst á, og auk þess telja þessir aðilar nauðsyn á meiri fisk- verðshækkun en komið hefur fram hjá stjórnvöldum, sem aftur hefði í för með sér enn meiri gengisfellingu, en nefnd hefur verið hér að framan. Fulltrúar útgerðar og fiskvinnslu eru ekki sammála útreikningum Þjóðhagsstofnunar um stöðu grein- anna. Þjóðhagsstofnun telur að frystingin sé rekin með 7,5% halla, herzla með 8% hagnaði og söltun með 10% hagnaði. Um áramót féllu hins vegar úr gildi lög um tíma- bundna breytingu á útflutnings- gjöldum, þannig að allar vinnslu- greinarnar greiða nú 5,5% í útflutn- ingsgjöld. A síðasta ári greiddi frystingin 4,5%, söltun 5,5% og herzla 10%. Þar með hafa þessir út- reikningar þegar raskast. Talsmenn frystingar telja auk þess, að Þjóðhagsstofnun vanreikni vaxtaliðinn, sem geri það að verkum, að halli á frystingu sé nú 12—13%. Talsmenn söltunar telja að sú grein sé rekin með 5% hagnaði miðað við heilt ár, en ekki 10%, og talsmenn herzlu telja sömuleiðis, að hagnaður af herzlu sé verulega ofreiknaður af Þjóðhagsstofnun og hann sé alls ekki 12,5%. í heildina telur Þjóðhags- stofnun að staða vinnslunnar sé ná- lægt núllinu, en talsmenn vinnslu- greinanna telja hins vegar, að vinnslan sé rekin með 3—4% halla. Steingrímur Uermannsson: Efnahagsráð- stafanir um miðjan janúar STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í áramótagrein í Tímanum á gamlársdag, að ráðstafanir í efnahagsmálum þurfi að ákveða strax eftir áramót og ekki síðar en um miðjan janúar. „Tillögur okkar framsóknar- manna í þeim efnum verða til- búnar strax og þingflokkur og framkvæmdastjórn hafa tekið afstöðu til þeirra fljótlega í jánúarmánuði," segir formað- ur Framsóknarflokksins enn- fremur. t r l FYRSTA BARNIÐ, sem fæddist í Reykjavík á nýja árinu, var dóttir Vigdísar Valsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar. Hún kom í heiminn um hádegisbilið á nýársdag og heilsast bæði móður og dóttur vel. Dóttir Vigdísar og Bjarna er fyrsta barn ársins 1982 á landinu, sem Mbl. hafði fréttir af áður en blaðið fór í prentun í gær. Ljósm. Mbl.: Kristján Jónas Haralz um áramótastödu bankanna: „Staða bankanna ekki eins slæm í mörg ár“ „STAÐA bankanna um áramót hef- ur ekki verið eins slæm og raun ber vitni í mjög mörg ár,“ sagði Jónas llaralz, bankastjóri Uandsbanka ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann kvað mjög lítinn gjald- eyri hafa komið inn milli jóla og nýárs, en endanleg staða bankanna liggur ekki fyrir ennþá. Jónas Haralz sagði, að það hefði komið í ljós í nóvember þegar gengisfelling lá í loftinu, að þeir sem hefðu þurft að inna af hendi erlendar greiðslur, hefðu flýtt því, en hinir sem hefðu átt von á er- lendum greiðslum hefðu beðið, „en þetta kemur að sjálfsögðu niður á bönkunum," sagði Jónas. Hann kvaðst ekki geta sagt um á þessu stigi hvort hér væri um óeðlilega stöðu að ræða vegna drátts á út- skipunum, en margt gæti komið til, m.a. minni loðnuafli, saltfisk- urinn hefði verið fluttur út að mestu um mitt ár, treg sala væri á útflutningsafurðum landsmanna og óvenjumiklar birgðir væru til í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.