Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
23
Jóhanna Hjaltalín
Dennis - Minning
Kædd 18. september 1920
Dáin 26. desember 1981
Ilin langa þraut er lidin,
nú Inksins hlaustu fridinn,
«g allt er orðid rótt,
nú sa-ll er sigur unninn
og sólin hjört upp runnin
á hak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er frnginn,
fyrst sorgar þraut er Kengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er (>uðs að vilja,
og gott er allt, sem (íuði er frá.
Valdimar Briem
Á morgun, hinn 4. janúar 1982,
mun bálför ástkærrar tengdamóð-
ur minnar, Jóhönnu Hjaltalín
Dennis, verða gerð frá Dómkirkj-
unni kl. 10 árdegis. Jóhanna varð
bráðkvödd 26. desember 1981,
rúmlega 61 árs að aldri.
Jóhanna fæddist 18/9 1920 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Jónsdóttir og Hjörtur
Lúter Hjaltalín. Þau eru bæði lát-
in. Hún ólst upp hjá föðurömmu
sinni, Dagbjörgu Guðjónsdóttur
ljósmóður. Dagbjörg var Jóhönnu
alla tíð mjög kær, enda mesta
sæmdarkona að áliti þeirra sem
hana þekktu. Snemma varð vart
mjög mikilla námshæfileika hjá
Jóhönnu, en hugur hennar stóð
ekki tii langskólanáms, heldur átti
leiklistin hug hennar allan.
Smáútdráttur úr leikskrá Leik-
félags Hafnarfjarðar, er leikritið
Hans og Gréta var sett á svið, lýs-
ir best lifsskeiði Jóhönnu á sviði
leiklistarinnar:
„Allt frá barnæsku hefur frú Jó-
hanna haft brennandi áhuga á
leiklist. Allir hennar bernskuleik-
ir snerust um leiklistina. Skrifaði
hún leikþætti, saumaði búninga,
útbjó leiktjöld, hóaði saman ná-
grannabörnum, æfði þau og setti á
svið leiki sína strax barn að aldri.
Stundum var leiksviðið ekki annað
en lítil kjallarageymsla, en stund-
um vistleg stofa og nágrannar og
ættingjar barnanna hrifnir áhorf-
endur. En glæsileiki leiksviðsins
skipti ekki mestu máli fyrir hana.
Áhugi hennar var hinn sami,
hvert sem leiksviðið var.
Strax og aðstæður leyfðu, hóf
hún nám í Leikskóla Ævars Kvar-
an og að því loknu byrjaði hún að
leika hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar
leikárið 1948—49 og lék þá hlut-
verk Nancyar í „Gasljósi". Hún
hefur farið með mörg önnur veiga-
mikil hlutverk hjá LH, t.d. hlut-
verk Júlíu í „Draugalestinni",
hlutverk ömmunnar í „Aumingja
Hönnu" og nú síðast hlutverkið
Lafði Essie í gamanleiknum
„Hvílík fjölskylda". Þar að auki
hefur hún ferðast um landið með
leikflokkum, sem sýnt hafa á ýms-
um stöðum. Einnig hefur hún vak-
ið á sér athygli sem snjall upples-
ari.
„Hans og Gréta“ er fyrsta leik-
ritið sem hún sér um leikstjórn í.“
Jóhanna giftist Óla Þ. Haralds-
syni 25. desember 1941. Áttu þau
tvær dætur, Valgerði, gifta undir-
rituðum, og Dagbjörgu Hjördísi,
gifta John R. Pinkney, búsetta í
Bandaríkjunum. Jóhanna og Óli
slitu samvistum eftir 12 ára sam-
búð. Jóhanna giftist öðru sinni
Robert Lee Dennis jr. árið 1955.
Þau áttu heimili í Charleston í
Suður-Karólínu. Eignuðust þau 4
börn, Ingu Nettie, Robert Lee,
Helen Muriel og Benjamín Daníel,
er lést af slysförum 5. desember
1968. Hann var augasteinn móður
sinnar. Sá missir fékk mjög á Jó-
hönnu og má segja, að hún hafi
ekki borið sitt barr frá þeim degi.
Jóhanna og Robert Lee slitu sam-
vistum og fluttist Jóhanna alkom-
in til tslands árið 1973.
Hugur Jóhönnu stóð allur sem
fyrr til leiklistarinnar, en sökum
heilsubrests fékk hún sig aldrei til
þátttöku á ný. Hún fékkst lítillega
við upplestur í útvarpi er heim var
komið og sannaðist það á ný
hversu snjall upplesari hún var.
Ég þakka þau árin sem kynni
okkar Jóhönnu stóðu. Ég tel mig
mun ríkari eftir að hafa fengið að
njóta ógleymanlegra stunda í ná-
vist hennar, hvort heldur var við
i að hlýða á frásögn, upplestur
sagna eða ljóða, eða fjörugar um-
ræður um menn og málefni.
Megi Guð varðveita minningu
hennar.
Baldur Bragason
Ljósm.: Sig. Sigm.
Jólasveinar skemmta börnum á jólasamkomu í Hrunamannahreppi.
Hrunamannahreppur:
Góð, gleðileg og rauð jól
Sydra-Langholti, 30. des. 1981.
HÉR í Hrunamannahreppi voru
rauð jól að þessu sinni. Á þorláks-
messukvöld fennti nokkuð en snjó-
inn tók upp í blíðviðrinu á aðfanga-
dag. Samgöngur hafa því verið greið-
ar; vegir eru sem á sumardegi. Það
er ólíkt frá í fyrra en þá var hér allt
á kafi í snjó, samgöngu- og raf-
magnstruflanir.
Nú var allt í besta lagi um jólin
og þó að hvasst yrði aðfaranótt
annars jóladags varð hér ekkert
tjón. Að venju messaði séra
Sveinbjörn Sveinbjörnsson jóla-
dagana í sóknarkirkjum sínum að
Hruna og Hrepphólum og var
kirkjusókn mikil sem endranær.
Nú milli jóla og nýárs stóð kvenfé-
lagið fyrir jólaskemmtun fyrir
börn svo sem það hefur gert í nær
30 ár. Þar er jafnan mikið fjöl-
menni en auk heimabarna koma
oft burtfluttar konur með börn sín
ekki síst þegar samgöngur eru
jafn greiðar sem nú.
Þrjú myndarleg jólatré úr
skógræktargirðingu ungmennafé-
lagsins á Álfaskeiði voru sett upp
á Flúðum um hátíðirnar, við skól-
ann, félagsheimilið og á skemmt-
un barnanna. Ungmennafélagið
sýndi gamanleikinn „Betur má ef
duga skal“. Þá hélt sama félag
einnig jóladansleik. Kvikmyndin
„Punktur, punktur, komma, strik"
var sýnd við mikla aðsókn og ára-
mótagleði verður í félagsheimil-
inu. Það er því mikið um að vera í
félagslífinu á milli þess að bænda-
fólkið gengur að sínum hefð-
bundnu bústörfum án tillits til
þess hvað dagarnir heita. Búféð
þarf alltaf sína umönnun.
— Sig. Sigm.
Benedikt Jónsson
- Minningarorö
Norræni menningarsjóðurinn:
„Land og synir“
hlaut styrk til text-
unar á Norðurlandamál
Fæddur 1. nóvember 1885.
Dáinn 19. desember 1981.
Þar sem góðir menn fara eru
Guðsvegir. Á Þorláksmessudag í
vaxandi jólastemmningu barst
mér andlátsfregn míns gamla vin-
ar Benedikts Jónssonar. Hann var
Skaftfellingur að uppruna en
fæddur suður með sjó, alinn upp
við kröpp kjör þess tíma en varð
sterkur og gjörvilegur maður og
bar gæfu til að halda kröftum,
minni og andlegu atgervi fram
undir það síðasta, ævidagurinn
var orðinn langur og á ýmsu hafði
gengið. Síðustu árin dvaldi hann á
elliheimilinu Ási í Hveragerði og
nú síðast á Grund þar sem hann
lést þann 19. þ.m.
Það má segja að þessi lausn-
arstund frá þrautum þessa heims
hafi verið honum kærkomin jóla-
gjöf, frá þeim Guði sem hann ef-
aðist ekki um að réði lífi og dauöa,
og kallaði okkur að lokum til sín
og annars lífs, enda var hann
löngu tilbúinn í þessa síðustu ferð.
Það eru nú um 36 ár síðan ég
kynntist Bensa, sem nágranna
mínum í Hveragerði, en þar hafði
hann löngum athvarf er hann var
ekki lengur heimilisfaðir, hjá
bróður sínum Páli og Guðrúnu
konu hans í Skaftafelli meðan
þeirra naut við. Einnig vorum við
samstarfsmenn í vinnuflokkum í
brúar- og vegavinnu, hann var
hörkuduglegur ma'ður enda uppal-
inn við að þurfa að vinna fyrir
kaupinu sínu, sem stundum var
víst ekki hátt í hans ungdæmi. En
honum var fleira til lista lagt en
gróf vinna, til dæmis á fjölskylda
mín útprjónaða vettlinga eftir
hann, skrautlega og fínlega unna
sem hver hannyrðakona gæti ver-
ið fullsæmd af að hafa unnið,
hann hafði lært að prjóna á yngri
árum og fékkst eitthvað við það
sér til afþreyingar nú síðari árin.
Það var dæmigert fyrir Bensa
hvað hann varðveitti í sér barns-
lundina, að hann var fyrst og
fremst einn af okkur ungu strák-
unum þó hann væri þá um sextugt
og taldi sig ekki hafinn yfir að
taka þátt í ærslum okkar og glensi
þó hann væri orðinn roskinn og
ráðsettur eins og það var kallað, já
þar fannst ekki hið svokallaða
kynslóðabil.
Síðan skildu leiðir, oft liðu mörg
ár sem við sáumst ekki en jafnan
var hann sami vinur minn, þegar
fundum okkar bar saman, tröll-
tryggur þeim sem hann tók sem
vinum sínum og sýndi það einnig
gagnvart syni mínum sem hann
tók tryggð við. Þó hann byggi
lengi við sjó var hann í eðli sínu
mikill sveitamaður og hafði á efri
árum mikið yndi af að fara um
sveitir og heimsækja vini og ætt-
ingja og komast þannig í tengsl
við uppruna sinn, enda dvaldi
hann nokkuð í sveit og vann þar
fyrir sér og átti nokkrar ær sér til
ánægju frekar en ávinnings.
Tvö börn hafði hann eignast í
hjónabandi sínu og gerði hann sér
far um að halda góðu sambandi
við þau enda unni hann þeim mjög
og talaði oft um þau og þeirra
hagi.
Eg kveð nú þennan gamla vin
minn og þakka honum fyrir alla
vináttu og tryggð í minn garð, í
þessari stuttu minningargrein
minnist ég hans eins og hann kom
mér fyrir sjónir og vel tel ég hon-
um hafi dugað sá boðskapur sem
okkur er sagður við ferminguna og
hljóðar svo: „Vertu trúar allt til
dauðans og Guð mun gefa þér lífs-
ins kórónu."
Guð blessi hann Bensa minn.
Guðgeir Sumarliðason,
Bitru.
NORRÆNI menningarsjóðurinn
hefur veitt alls 28.500 dönskum
krónum til að styrkja textun kvik-
myndarinnar Land og synir á
dönsku annars vegar og finnsku
hins vegar.
Þetta var í fyrsta skipti að
veittir voru styrkir til textunar
kvikmynda á Norðurlöndum og
meðal annarra styrkþega var
Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbb-
ur framhaldsskólanna, sem hlaut
10.000 danskar krónur til að texta
tíu finnskar kvikmyndir á ís-
lensku.
Alls bárust 35 umsóknir til
nefndarinnar sem úthlutaði þess-
um styrkjum. Féð sem nefndin
hafði yfir að ráða voru 300.000
danskar kr. og var þeim skipt
niður á fimmtán umsækjendur.
Á næsta ári er gert ráð fyrir að
veita u.þ.b. helmingi hærri upp-
hæð til þessarar starfsemi í
tveimur úthlutunum. Er umsókn-
arfrestur til 1. mars annars vegar
en til 15. ágúst hins vegar.
Leiðrétting
í ÁRAMÓTAGREIN Sverris Páls-
sonar, skólastjóra, fréttaritara
Morgunblaðsins á Akureyri, slædd-
ist inn meinleg villa, er leiðréttist
hér með. Er talað var um biskups-
kjör var sagt að séra Pétur Sigur-
geirsson hefði skilið eftir mikið
skarð, en þar átti að sjálfsögðu að
standa starf, „sem hafði mikil áhrif“.
Er Sverrir og lesendur blaðsins
beðnir velvirðingar á mistökunum.
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hringbraut 88,
veröur jarösungln frá Dómklrkjunni þriöjudaginn 5. janúar kl.
10.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindrafélagiö.
Guöný Siguröardóttir, Björn Bjarnason,
Ágústa Siguröardóttir,
Hörn Siguröardóttir, Finnur Kristinsson,
Guöfinna S. Drewry, F. Gray Drewry,
Auður Siguröardóttir, Hafsteinn Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faöir okkar, + JÓHANNESORMSSON,
Mávahlíð 44,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 6. janúar kl.
3 e.h. Anna Jóhannesdóttir,
Pálína Jóhannesdóttir, Sigríöur Jóhannesdóttir, Helga Jóhannesdóttir.
t
RAGNHILDUR ÞORVALDSDÓTTIR,
Melabraut 61,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 4. januar kl. 3.
Stefán Jónsson,
Kristín K. Stefánsdóttir, Þórarinn Bjarnason,
Guóbjörg V. Stefánsdóttir, Kristján R. Kristjánsson,
Guörún Stefánsdóttir, Helgi Hjaltason,
og barnabörn.