Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 29 JVloVi'UUlblnbÍíl fyrir 50 árum Velvakandi skriíar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Meðtalið verð varahluta og efnis ARPSNOTANDI á Akra- ' nesi hefir orðið. Kæri Velvakandi. Þú birtir fyr ir mig í vetur smágrein um við- gerðarkostnað útvarpstækja. Ut af því hefir einn af starfs- mönnum Viðgerðarstofu Rikisút- varpsins gefið mér eftirfarandi upplýsingar og óskað birtingar á þeim. Viðgerðarmaðurinn segir, að í þeim kostnaði, er ég tilgreindi, hafi verið fólgið verð varaliluta og annars efnis til viðgerðar og nemi það oft ’á—'A kostnaöar. Halli varð á Akranesferðinni STYRKUR er ekki veittur til viðgerðarferða við Faxaflóa, heldur aðeins til hinna, sem lengra eru farnar. Er tímakaupið kr. 30,00, en ekki kr. 35,00. I bréfi mínu fyrr í vetur gat ég þess, að meðalkostnaður við þau 00 útvarpstæki, sem viðgerðar- mennirnir hafi gert við hér á Akranesi, hafi verið kr. 100.00. Engu að síður vaið halli á ferð- inni. Telur viðgerðarmaðurinn þó vinnast betur í þessum ferðum út á land cn I vjðgerðarstofum í Reykjavík. — Útvarpsnotandi". Bréf frá svörtum sauði. KÆRI Vdfvakandi. Líklega er þér kunnugt um, að bindindis félög skólaæskunnar hafa nú fært út kvíarnar og tekið upp baráttu gegn reykingum skólafólks. Ég er þér að segja einn af svörtu sauðunum, og varð því heldur en ekki glaður, þegar ég rakst nýlega á viðtal við tíræðan Austurríkismann í erlendu blaði. Öldungurinn var eins og lög gera ráð fyrir inntur eftir hverju hann þakkaði þennan háa aldur, og var svar hans eitthvað á þessa leið: Visbending til tíræðra íslendinga og eldri. ÞAÐ er af því að ég hef reykt svo mikið tóbak um dagana. Ég hef slyndrulaust reykt pípu frá því í æsku, og því hefur lækn ir aldrei komið inn fyrir minar dyr. Ég tók að reykja í laumi þriggja ára og frá 14 ára aldri hef ég daglega reykt frá því éí. kom á fætur og þar til ég gekk til rckkju. Ég á það hinu fs '' austurríska tóbaki að þakka, ég varð svo gamall“. Þarna vnr gamlinginn séf því að dnginn cftir sondi tób.. .- einkasalan, — þvi að þeir h.r tóbaksoinknsölu oins og við honum tioiðiii sgjiif, 10 kg. af v.' tóliaki og vindlum. Þotta gæti lika vorið visbo' ing til okkar öldunga. Rakósý lokaði „Bláu stjörnunni“. OAKÓSÝ hinn almáttki í U:u' verjalandi hefur skipað ' loka „Bláu stjörnu" þeirra Uiu verjanna vegna stórmóðgunar \ alþýðulýðveldið. „Bláa stjarnan" sýndi smáleik þátt, þar sem saman eru komn ' sex menn. Sá, sem er fyrir þeii" félögum, ávarpar hina íimm sw felldum orðum: Við skulum n>' útkljá þetta mál okkar í sam ræmi við hið algera frelsi, er við njótum hér i landi. Þeir, sem evii andvígir tillögu minni, setjist, (» hinir standi, sem eru henni sanv þykkir......Eftir nokkra þögn bætir hann við: Ég sé, að allú fallast á tillögu mína, úr því aö enginn sezt, Þá sprakk nú blaðran, og áhorf endur veltust um -í hlátri. þa* var nefnilega enginn stóll á svið' inu. 50 ára klausan Verið á verði Reykvíkingar Svo sem kunnugt er, ætlaði settur landssímastjóri, ef til vill í samráði við eða að undirlagi ríkisstjórnar- innar, að hækka stórkostlega tal- símagjöldin hjer í bæ. Var látið heita svo, sem hækkun þessi væri nauðsynleg vegna hinnar sjálfvirku símastöðvar. Hitt mun þó rjettara, að hjer hafi átt að smeygja inn nýj- um skatti á Reykvíkinga. Reykvík- ingar virðast til þess eins hæfir, að dómi ríkisstjórnarinnar, að greiða skatta og gjöld handa gráðugum valdhöfum til að sóa; en borgaraleg rjettindi mega þeir ekki hafa móts við aðra þegna landsins. En Reykvíkingar sáu í tíma hvar hjer átti þeim að bjóða. — Þeir stofnuðu fjelag talsímanotenda, til þess að verjast áleitni og rangindum landssimastjóra og ríkisstjórnar. Ef talsímanotendur fjölmenna í þetta fjelag og standa einhuga og samtaka gegn ofríki og frekju valdhafanna, ætti máli þessu að vera vel borgið ... - O - Gamlárskvöld var undarlega til- breytingalítið hjer í bænum að þessu sinni. Hefir á undanförnum árum verið langt um fjörugra líf á götun- um. Má eflaust rekja orsakir þessa til þess, að veður var ekki gott, að bæjarstjórnin hefir bannað spreng- ingar innanbæjar, og svo til kreppu- tímanna — því að nú mun hafa verið miklu minni eftirspurn að skoteld- um en áður hefir verið. En snjóinn, sem var á götunum, notuðu nokkrir drengir og unglingar til þess að kasta snjóboltum. Eru þeir ódýrari og handhægari heldur en flugeldar. Og heyrst hefir að í þessu snjókasti hafi brotnað nokkrar rúður í Lands- bankanum. Ekki mun þó mega líta svo á, að þar hafi verið um árás á bankann að ræða, heldur hafi þetta verið ungæðislegt athæfi, og hafi verið mest til þess gert að hrekkja vegfarendur í Austurstræti. - O - Guðmundur Priðjónsson flytur í kvöld í Kaupþingssalnum erindi, er hann nefnir Innibyrgðar þrár. í þessu erindi er skygnst inn í mann- legt hugskot og handleikin kvenleg hjörtu örðuvísi en gert er í nýmóðins bókmenntum. Vænta má, að þetta erindi verði vandað á allan hátt, svo sem best má verða. Háa skilur hnetti himingeimur Margrét Árnadóttir, Grettisgötu 19, hafði samband við Velvak- anda og kvaðst hafa lesið tilvitn- un í Ferðalokum Jónasar Hail- grímssonar í minningargrein nú í haust. — Mig langar til að biðja þig um að birta þetta kvæði í heild, af því að það eru ýmsir annmarkar á þvt fyrir mig að nálgast það með öðrum hætti. Ég hugsa líka að fleiri en ég hafi gaman af því að rifja það upp, þó ekki væri nema vegna síðasta er- indisins, þó ég muni það víst áreiðanlega rétt, að hin eru einn- ig verðug upprifjunar. Feröalok Ástarsljörnu yfir Hraundranga skýla næturský, Hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit eg, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faóm þinn í. Sökkvi eg mér og sé eg í sálu þér og IiTi þínu lifi. Andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn eg í heitu hjarta. Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð. Knýtti eg kerfi og í kjöltu þér lagði Ijúfar gjafir. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist og greipst þá aftur af. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjalla brún. Alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. Grétu þá í lautu góðir blómálfar, skilnað okkarn skildu. I)ögg það við hugðum, og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. Hélt eg þér á hesti í hörðum straumi og fann til fullnustu blómknapp þann gæti eg borið og varið öll yfir æviskeið. t.reiddi eg þér lokka við (.altará vel og vandlega. Brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. Fjær er nú fagurri fylgd þinni sveinn í djúpum dali. Ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Iláa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, «*m unnast, fær aldregi eilífð að skilið. SIGGA V/öGA í AHVtfcAÚ Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda- bréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö kaupendum á viðskiptaskrá okkar. Góö þjónusta. — Reyniö viöskiptin. Verdliréfn- Ai.’irhidiiriiin l^rlcjnfonil “ 12222 1UDO Ný byrjendanámskeiö hefjast 6. janúar. Innritun á byrjunarnámskeið virka daga kl. 13 til 22 í síma 83295. Judodeild Ármanns p jazzBaLLeúúskóLi bópu? Suðurveri Stigahlíö 45, sími 83730. Bolholti 6 sími 36645. Dömur athugið Byrjum aftur eftir jólafríf 1. janúar. Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Tímar 2 eöa 4 sinnum í viku. Morgun-, dag- og kvöld- tímar. Matarkúrar fyrir þær sem eru í megrun. Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. Jazzdans: hlnir vinsælu jassdanstímar, einu slnni eöa tvisvar í viku í Bolholti. Stuttir hádegistímar meö Ijósum tvisvar í viku í Bolholti. Lokaðir fiokkar. Framhaldsflokkar ath.: eitthvaö til af plássum í lokaöa tíma. Sturtur — Sauna — Tæki — Ljós. Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga. Upplýsingar og ínnritun í síma 83730 Suóurveri og 36645 Bolholti. [\ 83730 Suöi ö,njoa !iQ>j8Qq©nnoazzDr 2 m & t«úi £KK/f Ml/U\iAM 5iiuMm Gim 5kk/ byofJA VÍ/SKtA//VA^M05f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.