Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 7 HT TGVRKJ A eftirsr. ÓlafSkúlason dómprófast Vonin við áramót Fyrsti sunnudagur nýja árs- ins, og enn eru jól. Við gefum þeim þrettán daga, og vildu þó sumir, að þeir væru ennþá fleiri. Ekki aðeins börnin, sem sjá í þeim gleði hinna full- orðnu og gjafir í ótrúlegum mæli, heldur líka þeir, sem sjá í jólum umsköpun manna og bjartari tíma. Vildu þeir þess vegna, að áhrif jóla fengju að vara árið allt, ævina alla, já, að dagar þeirra væru ekki að- eins fastákveðnir þréttán, heldur næðu til allra daga áhrif himna eins og við þekkj- um í hátíð jóla. Og ég er alveg viss um það, að kveðjan dýrlega hljómar enn víða, þótt kannski sé ekki alveg jafnsterkur hljómurinn í dag og hann var á aðfangadag eða jóladagana tvo, þegar einn býður öðrum gleðileg jól. Þó hitti ég vin, sem sagðist eiga bágt með að taka sér í munn þessa kveðju nú á þessum jól- um. Hann var alltaf að hugsa um skuggana, sem hvíldu yfir þeim austur í Póllandi og átti bágt með að tengja þá gleði. En skyldu þeir ekki líka í Varsjá eins og í Vestmanna- eyjum hafa boðið hver öðrum gleðileg jól? Og ætli kveðjan hafi ekki ómað með sömu áherzluvoninni í Gdansk eins og í Grundarfirði? Var vonin nokkuð veikari í auga hinna fjölmörgu kirkjugesta í þessu hrjáða landi, heldur en hér hjá okkur, þar sem allir hafa frelsi til hvers, sem þá fýsir og búðir bjóða fleira en við þurfum? Af hverju? Jú, af því einfaldlega að gleðin er ekki einvörðungu fólgin í hinu ytra, þegar við tengjum hana jólum. Það er ekki aðeins um að ræða gleð- ina okkar, við erum líka að tala um gleði himna. Það er gleði Guðs, og vonin okkar þrátt fyrir skugga, af því að Guð hefur gripið inn í. Og vegna þessa, í krafti þeirrar trúarreynslu, sem pólska þjóð- in varðveitir, þá þykist ég vita það, að bænin hjá þeim í kveðjunni dýrlegu á hæstum jólum, hefur verið, ef nokkúð, ennþá sterkari en hér hjá okkur, þar sem gleðin kom áreynslulaust og engin byssa var í augsýn. Austur í Póllandi hafa þeir látið kveðjuna um gleðileg jól flytja bæn um handleiðslu, bæn um leiðsögn, bæn um meiri hlýðni við vilja Guðs, sem megi verða svo hjá ein- staklingnum á heimili hans, sem hjá herra þjóðar i stjórn- arhöll. Og þegar við höfum verið að segja gleðileg jól — og gerum það enn — þá erum við að flytja bænarákall vegna allra þeirra, sem meir hafa af skuggum. Þess vegna má róm- urinn vera styrkur áfram, máttugur og knýjandi, svo að hann opni himna, rétt eins og fyrr var, þegar englar sungu við fæðingu Krists. Og er þá nokkur furða með hið framanskráða í huga, að ég eigi þá bæn heitasta, að áhrif jóla fjari ekki út, þótt senn séu dagar þeirra þrettán að baki? Þau þurfa að minna okkur á kærleika og þá um leið ábyrgð eins á öðrum. En það sýnir okkur vitanlega, hvernig heim- urinn er í raun og veru, að þessu er alls ekki þann veg far- ið. Þeir eru svo miklu fleiri, sem leggja eyra eftir kröfum heims en boðskap himna, allt- of margir, sem sjá aðeins hið ytra en gleyma því, sem að baki umbúða varðveitist. Jólin eru vitanlega ekki undanskilin þessari meðferð, kannski jafn- vel sízt þau, eins og þessi saga skýrir. Það voru tvær frúr að skoða í verzlanir ekki mörgum dögum fyrir aðfangadag. Þær dáðust að útstillingunum og glæsilegu vöruvali. En í einni búðinni hafði verið komið fyrir jötu og öllu því, sem slíkri helgimynd tilheyrir, innan um varninginn, sem konurnar höfðu áhuga á að skoða. Þá sagði önnur þeirra full vand- lætingar við hina, þar sem þær stóðu fyrir framan Jesúbarnið, Maríu, Jósef og jötuna: „Uss, svona er það alltaf. Alls staðar reynir kirkjan að troða sér með boðskap sinn.“ Vitanlega er mikil kald- hæðni í þessari sögu, og kannski hefur hugur ekki fylgt máli hjá konunni, en þó eru þeir sorglega margir, sem vilja jól án jötu, hátíð án himna og gera sér þess vegna aðeins dagamun án þess að boðskap- urinn að baki nái fram til þeirra. En ég hef stundum ver- ið að velta því fyrir mér, hvort það hvarfli aldrei að þeim, sem þannig er farið, að þeir séu hálfvegis að svindla? Rétt eins og sá, sem er að leggja kapal og hefur rangt við, já, svindlar þannig á sjálfum sér, til þess að fá útkomu, sem ekki er til staðar. Boðskapur himnanna um þetta leyti árs er hinn sami og endranær, að Guð elski börnin sín, og kirkjan er ekki neitt að troða sér fram á þess- um góðu dögum og ryður ekki þeim til hliðar, sem sjá aðeins tilefni til að halda matarveizl- ur og hlaða upp pakkafjalli. Þverstæður hafa alla tíð verið til staðar og verða það áfram, meðan myrkrið reynir að úti- loka ljósið og boðskap himna er ekki hleypt þar að, sem fjallað er um málefni jarðar og jarðarinnar barna. En ljósið skín samt, og gleði jóla hefur verið til staðar, hvort heldur er á íslandi eða Póllandi, af því að í gleðinni er bæn og henni er vonin tengd með fyrirheiti sínu um bjartari daga. Og ég held þá líka, að innst inni skilji allir þetta, líka þeir, sem ekki vilja vita af jötu í búðarglugga síðustu dagana fyrir jól. Innst inni skilja þeir, að boðskapur- inn er um kærleika, um ljós í myrkri, um frelsara, og að sá sem ekki vill vita af barninu í jötunni fullorðnu, er að gera sér úr því glansmynd, sem hafa skyldi áhrif á lífið allt — í raunveruleika þess, viðfangs- efnum og vonum. En nú hugsa sjálfsagt fleiri um það, sem framundan er, heldur en dagana, sem jólum eru merktir, og senn eru allir horfnir þetta skiptið. Það er nýtt ár, sem er hafið. Ekki lengur skrifað 1981 heldur fögnum við hinu nýja í tölu- stöfunum 1982. Hvers þörfn- umst við þá helst? Margt mætti sjálfsagt hér nefna, allra þeirra þátta, sem efst eru á baugi hjá þeim, sem við við höfum valið til þess að leiða okkur. Ég vil þó aðeins geta eins, og lít þá enn jafnt til baka eins og fram á leiðina: Von ársins nýja og allra þeirra annarra, sem á eftir fylgja er fólgin í því, að boðskapur jóla, boðskapur Krists, megi njóta hljómgrunns í hjörtum manna. Aðeins við það er von til þess, að byssan hverfi, hatr- ið víki og bræðralag verði raunverulegt. Kirkjan þarf því að „troða sér fram með boð- skap sinn“, ekki aðeins í Pól- landi í skugga ófriðar, heldur líka á íslandi, þar sem frelsið veitir möguleika. í óskum mín- um nú um gleðilegt nýtt ár, er fólgin bæn, bænin um það, að áhrifamáttur himna aukist, að trúin vaxi og Drottinn Jesús verði tilbeðinn, ekki aðeins í orði tyllidaga, heldur einnig í veruleika hins venjubundna lífs. Gerist það þá verður árið gott. Gleðilegt nýár! Hressingarleikfimi kvenna og karla Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 7. janúar 1982 í leikfimisal Laugar- nesskóla. Get bætt viö örfáum nemendum. Fjölbreyttar æfinqar Músík Slökun. Upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, iþrottakennari. tmmmmmm—mmmmmmm^mmnmmmm^m^mmm^^m^nmmmm* GENGI VERÐBRÉFA 1. JANÚAR 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RÍKISSJÓÐS: Solugengi pr. kr. 100.- 1970 1. flokkur 7.220,71 1970 2. flokkur 5.791.02 1971 1. flokkur 5.159,73 1972 1. flokkur 4 471.84 1972 2. flokkur 3.796,08 1973 1. flokkur A 2.791,75 1973 2. flokkur 2.571,43 1974 1. flokkur 1.775,23 1975 1. flokkur 1.454,74 1975 2 flokkur 1.095.78 1976 1. flokkur 1.038.23 1976 2. flokkur 834,66 1977 1. flokkur 775.22 1977 2. flokkur 649.36 1978 1. flokkur 529.20 1978 2. flokkur 417.66 1979 1. ftokkur 353.16 1979 2. flokkur 274,03 1980 1 flokkur 209,00 1980 2. flokkur 164.82 1981 1. flokkur 144,69 ★ 1981 2. flokkur 108.36 Medalávoxtun spariskirteina umfram verd- tryggmqu er 3.25—6%. VERÐTRYGGÐ HAPPDR/ETTISLÁN RÍKISSJÓDS A — 1972 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Sölugengi pr. kr. 100.- 2.672.19 2,178.83 1 853.02 1.571.33 1.074,85 1.074,85 712.98 679.38 516.91 480.98 Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu a'uk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Eimskipafélag íslands Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjarfestingarf. íslands hf. Kauptilboö óskast Kauptilboö óskast Sólutilboö óskast Sólutilboö óskast. VEÐSKULDABREF MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi m.v. nafnvexti Ávöxtun 2V»% (HLV) umfram 1 afb./ári 2 afb./ári verótr. 1 ár 95.79 96.85 7% 2 ár 93,83 94.86 7% 3 ár 91.95 92,96 7% 4 ár 90.15 91,14 7% 5 ár 88.43 89.40 7% 6 ár 86.13 87.13 7V«% 7 ár 84.49 85,47 7V«% 8 ár 82,14 83,15 7V*% 9 ár 80,58 81,57 7V?% 10 ár 77.38 78.42 8% 15 ár 70,48 71,42 8% VEÐSKULDABREF ÓVERDTRYGGD: Solugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ór 57 59 60 62 63 80 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 38 40 42 44 46 69 TÖKUM OFANSKRÁO VERD- BRÉF í UMBOÐSSOLU MkrannGARrkM iiumu hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Knattspyrnu- þjálfari óskast Færeyskt íþróttafélag óskar eftir aö ráöa knatt- spyrnuþjálfara fyrir 2. deildar lið sitt í knattspyrnu. Þess er óskað, að viðkomandi geti leikiö með félag- inu og geti hafið störf ekki síöar en 1. marz næst- komándi, en keppnistímabilinu lýkur í september. Einnig væri æskilegt að viðkomandi gæti tekiö aö sér þjálfun í handknattleik og aöra flokka í knattspyrn- unni. Þeir, sem áhuga hafa, eru beönir að snúa sér til Hjartar Gíslasonar í símum 26562 og 10100. Gullfalleg amerísk baðhandklæði Verö frá kr. 59,-. Eldhúshandklæöi frá kr. 22.20. Lándsins mesta úrval. Vörumerki: Cannon — Martex o.fl. Sendum í póstkröfu. 21 tegund auk mikils litaúrvals. VIRKA Klapparstíg 25—27, sími 24747.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.