Morgunblaðið - 20.01.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
Þorri hefst á föstudaginn
Þorri byrjar á Tóstudaginn og hugsa matmenn eflaust gott til glódarinnar.
Þorramatur er nú þegar á boðstólum í verzlunum og landsmenn munu
blóta þorra af miklum krafti næstu vikurnar ef að líkum lætur. Myndin
var tekin í Matardeild SS í gær. Ljósm. mw. 6l k. M»g.
Hjúkrunarfræðingar við Borgarspftalann:
Deilunni vísað
til sáttasemjara
HJUKRUNARFRÆÐINGAR vinna nú
að mótun sérkrafna, en aðalkjara-
samningur við ríkið var samþykktur í
atkvæðagreiðslu RSRB á dögunum.
Rætt verður um sérkröfurnar á félags-
fundi hjúkrunarfræðinga í kvöld og
þar mun vafalaust bera á góma afstöðu
hjúkrunarfræðinga við Borgarspítal-
ann, sem felldu aðalkjarasamning,
sem gerður var við Reykjavikurborg og
var svipaður og samningur BSRB og
ríkisins.
Hjúkrunarfræðingar hafa vísað
deilunni um aðalkjarasamning
vegna hjúkrunarfræðinga á Borg-
arspítalanum til sáttasemjara og
verður fyrsti fundur deiluaðila þar á
mánudag. Hjúkrunarfræðingar hafa
rætt verkfallsboðun fáist ekki farsæl
lausn fljótlega á samningaviðræðum
við borgina. Telja þeir verkfallsrétt
ótvíræðan vegna aðalkjarasamnings,
en gangi viðræður við viðsemjendur
um sérkjarasamning erfiðlega hafa
hjúkrunarfræðingar hugleitt sam-
bærilegar aðgerðir og fóstrur og
læknar á síðasta ári, þ.e. uppsðgn.
Fundir Sjálfstæðisflokksins:
Reykjavíkurfundur
næstkomandi mánudag
Sverrir Hermannsson talar á Kópavogsfundinum
ALMENNUM fundi um atvinnumál
í Reykjavík, sem vera átti nk. mánu-
dag, hefur verið frestað til mánu-
dags 25. janúar. l»á verður fundað í
Sjálfstæðishúsinu (Valhöll) í Reykja-
vík, kl. 8.30 síðdegis. Framsögu-
menn verða Lárus Jónsson alþingis-
maður, Davíð Sch. Thorsteinsson,
iðnrekandi og Sigurður Oskarsson,
formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðis-
flokksins. Fundurinn er öllum opinn
meðan húsrúm leyltr.
Þá hefur orðið breyting á fram-
sögumönnum á atvinnumálafund-
ínum í Kópavogi, sem haldinn
verður á morgun, fimmtudag, kl.
20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Hamra-
borg 1. Frummælendur verða:
Sverrir Hermannsson, alþingis-
maður og Geir Haarde, formaður
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna.
Á morgun, fimmtudag, verður
einnig fundur að Hótel Varðborg,
Akureyri, sem hefst kl. 20.30. Þar
eru málshefjendur Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og Friðrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins.
Á morgun verður ennfremur
fundur í Safnaðarheimilinu í
Grundarfirði, sem hefst kl. 8.30.
Þar tala Matthías Bjarnason fv.
sjávarútvegsráðherra og Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna.
5
Sigurður
E. Olason
Þau tæknilegu mistök urðu hér
í blaðinu í gær, að röng mynd
birtist með afmælisgrein um
Sigurð E. Ólason hæstaréttar-
lögmann, hálfáttræðan. Af því
tilefni sótti ljósmyndari blaðs-
ins Sigurð heim og tók af hon-
um þá mynd, sem hér birtist.
Biðst blaðið afsökunar á mis-
tökum þessum, en sem bragar-
bót fá lesendur að sjá hvernig
afmælisbarnið leit út í gær.
Ók á umferðarvita
OLVAÐUR ökumaður ók bifreið sinni
á umferðarvita á gatnamótum Hverf-
isgötu og Snorrabrautar um ellefuleyt-
ið í gærmorgun. Maðurinn var á leið
yfir gatnamótin austur Hverfisgötu,
en ekki tókst betur til en svo, að
hann lenti upp á umferðareyjunni
við austanverð gatnamótin og á um-
ferðarvitanum, sem brotnaði.
Ökumanninn sakaði ekki, en bif-
reiðin stórskemmdist.
626 / árgerð 1982
Vegna mjög hagstæðra innkaupa getum við
boðið MAZDA 626 de luxe á ótrúlega hagstæðu
verði, þrátt fyrir gengisbreytingar.
Eftirfarandi búnaður fylgir bílunum:
Metallic litur
Útvarpsloftnet
Litað gler I rúðum
Quarts klukka
Rúllubelti
Niðurfellanlegt 60/40
aftursæti
Plussáklæói á sætum
Snúningshraðamælir
3 hraða rúðuþurrkur
Halogen framljós
Oryggisljós að aftan
60 A rafgeymir
Stokkur milli framsæta
m/kassettugeymslu
Farangursgeymsla
klædd I hólf og gólf
Útispeglar beggja vegna
Barnaöryggislæsingar
3 hraða miðstöð
Og þar að auki í‘2000
gerðinrii: 5 gíra glrkassi
Verð:
Mazda 6261.6 Sedan de luxe kr. 114.870.00
Mazda 626 2.0 5gíra kr. 124.900.00
(gengisskráning 15/1/82)
Pantið timanlega til að tryggja þetta lága verö.
BÍLABORG HF
Smiöshöfða 23, sími 812 99.
Bestu bílakaupin!