Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 7 Styrkveiting Stjórn Minningarsjóðs Hermanns Haraldsson- ar frá Heióaseli, S-Þing., hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er aö styrkja lömuð og fötluð börn til lækninga og endurhæfingar. Umsóknir ber að senda fyrir 15. febr. nk. til Sigurðar Magnússonar, framkvstjóra Styrktar- félags lamaðra og fatlaöra, Háaleitisbraut 11—13. Stjórn Minningarsjóös Hermanns Haraldssonar. 1x2 19. leikvika — leikir 16. jan. 1982 Vinning8röd: 1 1 1 — 1 1 1 — 21 1 — 21 X 1. vinningur: 12 rittir — kr. 100.230,00 71.862 (1/12, 6/11)+ (úr 18. viku) 2. Vinningur: 11 réttir — kr. 1.073,00 9767 23599 33626 66624 10173+ 23877 36266 66759 18. vika: 10605+ 23497 37346 67844+ 9345 20753 24297 38324 71039 9742 21802 29624 58614 22792+ 65243* 22790+ 29752 58869 27861* 22866 31315 65074+ 33847*+ (2/11) * Kærufrestur er til 8. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstof- unni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla(+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstödinni - REYKJAVÍK GETRAUNIR — íþróttamiöstöðinni — Reykjavík escw U tsala HANDKLÆÐI GARDÍNUEFNI BÚTAR EFNI EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU Þjóðarframleiftsla undir vinstri stjóm: Minnkandi vöxtur - þrátt fyrir góðæri Hvern veg er búið að framleiðslunni? Hvað sem líður kjarasamningum er öllum sjá- andi mönnum Ijóst, að það sem í raun ræöur lifskjörum á íslandi er tvennt: verömætasköpunin í þjóðarbúskapnum og viöskiptakjörin viö um- heiminn. Þessvegna er þaö áhyggjuefni, að vöxtur þjóöarframleiöslunnar hefur fariö síminnkandi undanfarin vinstri-stjórna-ár og „niöurtalningin" nær núllinu 1982! Þetta gerizt þrátt fyrir þaö aö þorskafli var á liönu ári 130 tonnum meiri en 1978. Þannig er og aö öllum atvinnurekstri búiö rekstrarlega og ekki sizt skattalega, að því er varðar aöföng, umsvif og eigin fjármyndun, aö vöxtur framleiöslufyrirtækja, tæknivæðing og framleiöniaukning er nær útilokuð, — aö ekki sé talaö um möguleika til aö mæta launakröfum, enda ræöur Alþýöubandalagiö ferö í ríkisstjórn- inni. Verkin sýna og merkin, sbr. meöfylgjandi súlurit. Verklag vinstri stjórnar Alþýðubladió scgir í for ystugrein í gær: „Allt sem fvrir ríkis- stjórninni vakti í málsmeð- ferðinni fór í handaskoh um. Vikum saman tönnlaó- ist Svavar GesLsson á því, að hér væri við lítinn vanda að fást: Kiskverðs- hækkun til útgerðar ætti að halda í lágmarki, til þess að forðast meiri hátt- ar gengisfellingu. Kjör sjó- manna va-ri auðvelt að bæta með því að afnema olíugjald af óskiptu, og stofnfjárgjald fiskiskipa. Þegar sjómenn tóku ráð- herrann á orðinu, revndust þau ómerk ómagaorðin. Káðherrann kunni engin ráð til að bæta útgerðinni það tugmilljarðatjón, sem í tillögunni fólst. Aður vildi Svavar leysa „efnahags- vandann" með því að af- henda atvinnurekendum gjaldeyrisvarasjóð þjóðar innar. I.íka það reyndist marklaus áróður. enda ekki vitglóra í slíkum til- lögum. I*á lýstu þeir því yfir, Gunnar Thoroddsen og Svavar GesLsson, að ríkts- stjórninni kæmi kjara- samningar sjómanna og fiskverðsákviirðun ekki við. ÍJtgerðarmenn og sjó- menn mættu sjálfir bera í fjanda sinn. llm það væri ekki nema gott eitt að segja, að sjómenn og út- gerðarmenn lýstu verkfalli og verkbanni, til þess að „reka á eftir sjálfum sér“! I*vert ofan í þessar yfir lýsingar var Steingrímur llermannsson gerður út af örkinni, í fullu umboði rík- isstjórnarinnar, með miðl- unartillögur, sem hafnað var af öllum aðilum. I'ví næst þverneitaði rík- isstjórnin að staðfesta til- lögur Seðlahankans um gengtsfellingu, eða gera að öðru leyti grein fyrir svo- kölluðum efnahagsráðstöf- unum, fyrr en fiskverð lægi fyrir. 1‘annig var viðskipta- legum landamaTum lands- ins lokað í heila viku, eins og um hernaðarástand væri að ra ða. I»á var sagt að fyrir ríkLssljórninni vekti, að ná samstöðu um fiskverð og þ.a.l. sjó- mannasamninga, með fisk- seljendum. A seinustu stundu var það samkomulag rofið. Kulltrúa ríkisstjórnarinnar í yfirnefnd var nú vikið til híiðar og Steingrímur samdi sjálfur við fiskkaup- endur, að lokinni ákvörðun ríkisstjórnar um gengisfell- ingu. Kn jafnvel þessi síðbúna tilraun til að sýna af sér skörungsskap, að hætti röskra drengja, entist ekki sólarhringinn. Steingrímur tapaði málinu strax í sjón- varpinu að kvöldi dags. Daginn eftir rifti ríkis- sljórnin samkomulaginu við fiskkaupendur, samdi um haTra fiskverð og neyddist til að lýsa því yfir að í kjölfarið fylgdi 3% gengisfelling til viðbótar." „Og svo eru þad syndagjöldin“ „Þannig var þessi ör v.æntingarfulla viðureign ríkisstjórnarinnar við af- leiðingar eigin óstjórnar orðin að einum samfelld- um hrakfallabálki. Öll af skipti ríkisstjórnarinnar af málinu höfðu orðið til þess eins að gera illt verra. N iðu rstaða atv in nu leysLs- ráðherra Alþýðuhandalags- ins, að fengnum þessum lexíum stéttabaráttunnar, var sú, að efnahagsmálin væru þrotlaust striL Hon- um er hér með bent á að rifja upp ritgerðir (iuð- mundar Kinnbogasonar prófessors, um að meira vinni vit en strit. Með þrotlausu striti hef- ur Svavari og samráðherr um hans tekizt að fella gengið tvLsvar á þremur sólarhringum. Þrátt fyrir þrotlaust strit tókst ekki að semja um fiskverð nema til 28. feb. ()g bátakjarasamningar í Keykjavík og samningar sjóinanna á stóru togurun- um felldir. Og svo eru það synda- gjöldin: Hvað er til ráða til að koma í veg fyrir að rík- isstjórninni skoli fyrir borð í þeirri verðhólguholskeflu, sem nú er að rísa? Kjár málaráðherra segir: Skatta- ha'kkanir til að auka niðurgreiðslur til þess að falsa enn frekar fram- faTsluvísitölu. „Drullu- kökubakstur“ segir flokksbróðir ráðherrans, forseti ASÍ. „Ég get út af fyrir sig lekið undir það með Asmundi...“ segir formaður röskra stráka í Kramsókn. „Við þurfum að ráðast að meininu" — seg- ir Steingrímur í Tímavið- tali: „VLsitölukerfinu. verð- myndunarkerfinu, við- skiptahallanum, hinum geigvænlegu erlendu lán- tökum, óstjórninni í fjár festingarmálum og pen- ingamálum. I'að verður að marka ákveðna stefnu með tilliti til stöðu atvinnuveg- anna" — segir Stein- grímur. I*að var og. Kr það ekki nokkuð seint í rassinn grip- ið, eftir tveggja ára þrot- laust strit við „drulluköku- Ivakstur" skv. forskrift Al- þvðubandalagsins? — JBH“ Heildaraflinn á Vestfjördum 92.263 lestir á síðasta ári IIKILDARAFLINN á Vestfjörðum varð 92.263 lestir á síðastliðnu ári, að því er segir í yfirliti ísafjarð- arskrifstofu Fiskifélags íslands. Aflinn í fyrra varð 1600 lestum meiri en árið áður. í yfirliti um aflabrögðin í desember segir, að afli hafi yflrleitt verið mjög tregur hjá togurum, en afli línubáta al- mennt verið góður, þegar gefið hefði til róðra. í desember stunduðu 13 togar- ar og 22 bátar botnfiskveiðar frá Vestfjorðum. Heildarafli mán- aðarins var 5.207 lestir, á móti 5.708 lestum í sama mánuði árs- ins 1981. Meðalafli línubáta var 8,7 lestir í róðri í desember, sem er óvenju góður meðalafli. I des- ember 1980 var meðalafli bát- anna 6,8 lestir í róðri. Afli línu- báta var óvenjugóður í haust og fimm bátar hafa til dæmis feng- ið yfir 500 lestir á haustvertíð- inni frá 16. september til 20. desember. Aflahæsti línubáturinn í des- ember var Framnes frá Þingeyri með 126,6 lestir og af togurun- um var Páll Pálsson hæstur með 381,4 lestir. Vestfirdir: Bænavika í Stykkishólmi Slykkishólmi, 19. janúar. í STYKKISHÓLMl eiga þrjár kirkjudeildir fulllrúa, þjóðkirkju- söfnuðurinn, kaþólski söfnuðurinn og Kíladelfía. Alkirkjulega bænavik- an, sem nú er hafin, er helguð bæn fyrir einingu kristinna í fjölskyldu Guðs og með sömu Biblíuna að leið- arljósi. Þessir söfnuðir halda í Stykkishólmi bænasamkomur, hinar fyrstu miðvikudagskvöld kl. 20.30 í kaþólsku kirkjunni, á iaugardag kl. 17 í Fíladelfíu og á sunnudag kl. 20.30 í Stykkishólmskirkju. Leiðtogar safnaðanna stýra samkomunum sameiginlega. í lok síðustu samkomunnar á sunnu- dagskvöld verður gengist fyrir Biblíulestri með litskyggnusýn- ingu í Lions-húsinu. Sýndar verða myndir af fundi elstu varðveittu handrita Biblíunnar. Ritningar- staðir ræddir og mismunandi notkun kirkjudeildanna á ritning- unni. KrctUriUri INNLENT Rækjuaflinn 1300 lestir til áramóta RÆKJUVEIÐAR voru stundaðar á þrem veiðisvæðum á Vestfjörðum fram að áramótum. Haustvertíðin hefst fyrst í Arnarfirði, seint í októ- ber, en á ísafjarðardjúpi og í Húna- flóa hófust þær ekki fyrr en í nóv- ember sökum mikillar seiðagengdar á þessum veiðisvæðum, segir í yfir liti skrifstofu Fiskifélags Islands á ísafirði. 47 bátar voru á rækjuveiðum í haust og í desember fengu bátarn- ir 375 lestir, en aflinn á vertíðinni var um áramót orðinn 1.308 lestir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.