Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
17
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 6 kr. eintakiö.
Veisluhöld
Framsóknar
Iforystugrein Tímans í gær hreykja áróðursmeistarar Framsóknar-
flokksins sér yfir því, að það hafi orðið „endaslepp veislulok hjá
Morgunblaðsmönnum“, úr því að fiskverð var ákveðið og niðurstaða
fékkst í kjaradeilu sjómanna. Það segir sína sögu um það, hvaða augum
framsóknarmenn líta á setu sína í stjórnarráðinu, að þeim skuli helst
detta í hug veislur, þegar þúsundir verkafólks um allt land ganga
atvinnulausar. I mannkynssögunni þykir það dæmi um hámark stjórn-
leysis og spillingar, þegar Neró keisari Rómaborgar kaus að leika á fiðlu
í veislum, á meðan Rórtl brann. Framsóknarmenn skyldu þó ekki hafa
tekið sér Neró til fyrirmyndar á hinum síðustu og verstu dögum?
Yfirlýsingar ýmissa ráðherra Framsóknarflokksins undanfarna daga
gefa óneitanlega til kynna, að þeim sé flest annað í hugá en að móta
frambúðarstefnu í samræmi við þau markmið, er þeir sjálfir boða.
Þegar sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, samdi um fisk-
verð við fiskkaupendur fimmtudaginn 14. janúar var í þeim samningi að
finna ákvæði um það, að verðbætur á laun 1. mars næstkomandi yrðu
7%. Taldi Steingrímur þessa tölu lykilatriði, svo að niðurtalningar-
stefna framsóknarmanna gæti tekið mið af einhverju. Þegar sami sjáv-
arútvegsráðherra samdi um fiskverð að nýju föstudaginn 15. janúar, var
7% verðbótatalan 1. mars fallin út úr samkomulaginu. Framsókn hafði
ekki lengur neina viðmiðun fyrir niðurtalninguna.
I staðinn fyrir ákvæði um verðbætur á laun 1. mars kom nýtt loforð
frá Steingrími Hermannssyni inn í samkomulagið um fiskverð. í sam-
komulaginu segir, að fyrir liggi „loforð sjávarútvegsráðherra um að
kostnaðarauki vegna þessa, sem nemur nær 2% af tekjum, verði fisk-
vinnslunni að fullu bættur með aðlögun gengis eða öðrum jafngildum
hætti innan tveggja til þriggja vikna." Af þessu tilefni sá Steingrímur
Hermannsson ástæðu til að gefa eftirfarandi yfirlýsingu hér í blaðinu í
gær: „Það verður staðið við öll loforð sem ég gef.“ Er í sjálfu sér
merkilegt, að ráðherra skuli telja nauðsynlegt að segja jafn sjálfsagðan
hlut. Til að loforð formanns Framsóknarflokksins um gengisfellingu
verði framkvæmt þarf til að koma vilji flokksbróður hans Tómasar
Árnasonar, viðskiptaráðherra. Hann hafði þetta að segja um loforð
sjávarútvegsráðherra við fiskverðsákvörðun: „Gengisbreytingar eiga að
byKKÍa á efnahagslegum forsendum, en ekki samningum úti í bæ.“ Og
Tómas Árnason hnykkti á skoðun sinni með því að segja, að Steingrímur
Hermannsson hefði ekki minnst einu orði á gengismál við sig og ekki
sagðist Tómas hafa lofað neinu um gengisfellingu.
Þeir, sem utan Framsóknarflokksins eru, hljóta að lýsa undrun sinni
yfir því, hvernig ráðamenn flokksins haga sér við hin pólitísku veislu-
höld, sem þeir hafa efnt til í stjórnarráðinu. Steingrímur Hermannsson
gengur þvert á yfirlýsingar Olafs Jóhannessonar um kostnaðarskiptingu
við smíði flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Tómas Árnason talar fullur
fyrirlitningar um loforð Steingríms Hermannssonar, sem eru þó for-
senda þess, að samstaða náðist um fiskverð. Það er svo sannarlega
ótímabært hjá Tímanum að tala um „endaslepp veislulok hjá Morgun-
blaðsmönnum", framsóknarmenn hafa boðið þeim, eins og öllum öðrum
landsmönnum, til þeirrar hrikalegu veislu, sem þeir standa nú fyrir.
Samkeppnin við Kanada
Inóvember síðastliðnum skýrði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland
Products, dótturfyrirtækis SÍS í Bandaríkjunum, frá því hér í blað-
inu, að Kanadamenn væru orðnir stærstu innflytjendur á frystum
þorskflökum á Bandaríkjamarkaði, en fram til þessa hefðu íslendingar
átt stærsta hlutdeild í þessum markaði. í kjölfar þessarar fréttar hefur
skýrst nánar, hvernig háttað er samkeppnisstöðu okkar og Kanada-
manna á þessum mikilvæga markaði. Er ljóst, að við eigum undir högg
að sækja af ýmsum ástæðum, sem ekki skulu raktar hér. Hitt er einnig
ljóst, að milli Bandaríkjanna og Kanada ríkir engin sérstök nágranna-
vinátta, þegar viðskipti eru annars vegar, og væri fróðlegt, ef opinberir
aðilar hér, sem fylgjast með viðskiptaviðræðum þjóða á milli, greindu
frá því, hvort fisksölumál komi við sögu í ágreiningi milli Bandaríkja-
manna og Kanadamanna um viðskipti.
Þorstejnn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater Seafood Corp.,
sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum,
fjallar um samkeppnina við Kanadamenn hér í blaðinu í gær. Hann
bendir á það, að lengst af hafi Kanadamenn ekki getað keppt við okkur
á bandaríska þorskmarkaðinum vegna ófullnægjandi gæða og lélegrar
sölustarfsemi. Þorsteinn Gíslason leggur á það höfuðáherslu, að því
aðeins geti íslendingar átt í fullu tré við Kanadamenn að „við stöndum
vörð um vöruvöndun og kostum til þess eins og þarf. Takist það vel, þá
heldur íslenski fiskurinn áfram að vera góð kaup fyrir alla vandláta
kaupendur, þrátt fyrir hið hefðbundna hæsta verð.“ Þorsteinn Gíslason
hefur mesta reynslu við sölu á íslenskum fiski í Bandaríkjunum, það er
svo sannarlega ástæða til að gefa orðum hans gaum. Af þeim má ráða,
að öflug sölustarfsemi Islendinga í Bandaríkjunum skili ekki árangri
nema boðið sé upp á góða vöru. Vöruvöndunin mun duga okkur best í
samkeppninni við Kanadamenn.
Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson
Geysir er
lifandi vera
- segir Sigurður Greipsson í Haukadal
u
Geysir f Haukadal þenur sig án afláts í gær, en eftir ad 50 metra súla eins og sést á baksídumyndinni hafði staðið í nokkurn tíma stóð súlan í þessari hæð í um það bil mínútu.
„Stórkostlegasta gos sem ég hef séð í Geysi
u
- segir Kristbergur í Laug
„l’etta er stórkostlegasta gos sem ég hef séð í Geysi og hef
ég þó séð þau æði mörg síðan 1935 er ég sá Geysi gjósa fyrst
einu af sínum tignarlegu stórgosum, en þetta var svo glæsi-
legt gos að það hríslaðist um mann allan sælutilfinning og er
ég þó á hálfum áttunda áratugnum, 50 metra hátt gos er
ekkert smáræði,“ sagði Kristbergur Jónsson í Laug, næsti
granni Geysis í Haukadal, í gær í samtali við Morgunblaðs-
menn þegar fréttamenn frá Dagblaðinu og Vísi settu 40 kfló
af sápu í Geysi með leyfl Geysisnefndar og hverinn tók svo
hressilega við sér að hann svaraði eftir 5—10 mínútur með
mjög kröftugu gosi. Viðstaddir gosið voru heimamennirnir
Greipur Sigurðsson, Þórir Sigurðsson, sem ásamt aðstoðar-
manni breytti affallsrauf í hvernum sl. haust eins og gert
hafði verið árið 1935, og Bergur í Laug, Runólfur Þórarinsson
fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, en hann er formaður
Geysisnefndar, var á staðnum til að fylgjast með, og menn frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins sem vinna nú að rannsókn á
jarðraski við Geysi samkvæmt beiðni Geysisnefndar og
Menntamálaráðuneytisins.
Geysir vakinn
til lífs á ný
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær tóku nokkrir heima-
menn í Haukadal sig til og dýpk-
uðu um 20—30 sentimetra mest
affallsrauf sem upphaflega var
gerð árið 1935 undir stjórn dr.
Trausta Einarssonar og Jóns
bónda í Laug, en þá var Geysir
vakinn til lífs eftir hlé á gosum
um árabil. Var raufin dýpkuð eins
og fyrr getur í haust og breikkuð
nokkuð til þess að yfirborðsvatn i
hvernum eigi greiðari leið úr skál-
inni og aðstæður skapist fremur
fyrir gos og Geysir gamli hefur
aldeilis tekið við sér, því hann hef-
ur tekið rokur daglega og þá
stærstu í áratugi í gær þegar hann
fékk 40 kg skammt af innfluttri
brezkri sápu. Morgunblaðið ræddi
við heimamenn um gang mála og
tilþrif Geysis, en Runólfur Þórar-
insson kvaðst ekki vilja tjá sig um
málið á þessu stigi utan þess að
honum hefði hnykkt óþægilega við
er hann sá jarðraskið við Geysi
fyrir skömmu.
Skynsanileg ráð
í stað áhættu
Heimamenn kváðust undrandi á
þeim hugmyndum sem fram hefðu
komið hjá ráðuneytismönnum, að
bora í háls Geysis, því fylgdi slík
áhætta að ekki væri takandi á
meðan nota mætti önnur og skyn-
samlegri ráð til að lífga hverinn
við og bentu þeir á að eftir að 40
metra hola var boruð í Strokk hafi
hann gosið eins og hver annar
gosbrunnur, en hins vegar hafi
Geysir nú tekið upp fyrri háttu
með þeirri reisn og stíl sem af
honum var að vænta. Einn bónd-
inn í Haukadal kvaðst alveg undr-
andi á þessum stóru orðum sem
Birgir Thorlacius hefði haft um
heimamenn í Morgunblaðinu í
gær, því hann þekkti Birgi aðeins
að góðu og sérstakri prúð-
mennsku, hann hefði einu sinni
komið í Haukadal á gæsaskytterí
en aðeins skotið aligæsir á næsta
bæ.
„Þórir á skilió
þjódarheiður“
„Þórir á skilið þjóðarheiður
fyrir að taka af skarið, brjóta
skurnið, og gera það sem gera
þurfti fyrir Geysi, til þess hrein-
lega að bjarga því að hverinn eyði-
legðist, það er mín meining," sagði
Bergur í Laug í samtalinu við
Morgunblaðið, „það varð að brjóta
nokkuð af kísilhrúðri með þessari
framkvæmd, það er mín meining,
en ég tel að þessi framkvæmd
hefði aldrei náðst í gegn um kerfið
sem skilur ekki lífveru eins og
Geysi, það meina ég, það eru
skrítnir kallar í kerfinu, það er
ekki hægt að mótmæla því ef mað-
ur vill segja sannleikann. Þetta er
tvímælalaust til bóta fyrir hver-
inn, því það er svo mikið kísilhrúð-
ur í hvernum að á 20 til 30 árum í
þeirri kyrrð sem hrjáði hann,
hefði hann fyllst upp og við teljum
okkur menn til þess að vita hvern-
ig á að hlú að þessum granna
okkar sem við höfum búið með
alla ævi.
Geysir 1136 ára?
Það var stórkostlegur hver hér
skammt frá fyrr á öldum, hann
hét Hvítimelur og hann hefur auð-
vitað fyllzt í tímans rás eins og
Geysir var á góðri leið með að
gera ef ekkert hefði verið að gert.
Þannig eru hér á svæðinu útaf-
sofnaðir hverir og Trausti Einars-
son segir einmitt að hver sem var
hér fyrir sunnan Strokk hafi verið
sá mesti hér um slóðir á sínum
tíma. Nú, menn hafa velt fyrir sér
aldri Geysis og Dr. Þorvaldur
Thoroddsen reiknaði út aldur
Geysis árið 1880 eða 1883. Hann
gerði það eftir ákveðinni formúlu
með því að setja hey í hverinn í
einn sólarhring og reikna síðan
aldurinn út eftir því hve mikið
kísilhrúður settist á stráin á 24
klst. Honum reiknaðist til að
Geysir væri þá 1035 ára gamall
þannig að nú ætti hann að vera
orðinn 1136 ára gamall.
Geysi komið á fætur
eftir erfiða legu
„Við skulum hafa það í huga að
Geysir er hreinasta gersemi og
Þórir hefur nú komið honum á
fætur eftir erfiða legu, þetta er
eins og að rétta vini hjálparhönd.
Þar fyrir utan þá hefur maður
hreinlega lifnað við síðan Geysir
fór að gjósa aftur í vetur, þetta er
hreinasta dásemd."
„í þessu svæði finn
ég ræturnar af
sjálfum mér“
Við ræddum einnig við Sigurð
Greipsson, þá öldnu kempu, um
málið: „Þetta svæði er manni svo
kært að það eina sem maður hefur
að markmiði er að persónuleiki
Geysis fái að njóta sín og ég sé
ekkert óeðlilegt við það að raufin
sé gerð, hún var hreinsuð og dýpk-
uð eilítið frá því sem var gert 1935
og mér hefur alltaf þótt raufin
gera það gagn auk affallsins að
hún sýnir vel jarðlögin sem eru í
skálinni, hvernig þau eru samsett
og uppbyggð. Ég sé ekki ástæðu til
þess að hylja raufina, kísillinn er
svo mikill og það er ekkert hróflað
við sjálfri lífæðinni, holunni
sjálfri. Mér þykir svo vænt um
þetta svæði, þar finn ég ræturnar
af sjálfum mér. Svo persónulegt er
j það, þetta er lífæð þar sem ég
þekki hverja holu og suðið í þeim
og á kyrrum kvöldum sé ég reyk-
inn og veit hvað hver er að gera.
Þetta eru fjölbreytilegar holur og
ein þeirra, Oþerrishola, spáir fyrir
veðri. Mér hefur löngum þótt
betra að treysta á hana en Veð-
urstofuna. Óþerrishola hreyfir sig
mikiö undir úrkomu og ef hún fór
að hreyfa sig þegar fólk hér var í
heyskap þótti vissara að flýta sér.
Sá sem hefur séð sólstafi tindra í
gegnum Geysi, myndager í ótrú-
legustu formum, vill ekki á neinn
hátt eyðileggja fyrir Geysi, en ef
hægt er að bæta hann, hví skyldi
það ekki gert. Þetta er listaverk
sem þarf sína hreinsun eins og
önnur listaverk, sem við viljum
varðveita, þarna er á ferðinni
hjartsláttur landsins og hví skyld-
um við börn þess ekki hjálpa til ef
hægt er eins og nútíma vísindi
geta hjálpað mönnum og lengt
lífdaga. Geysir er lifandi vera,“
sagði Sigurður Greipsson, sem
lengst allra hefur fylgst með hegð-
un Geysis.
Nauðsyn að huga
markvisst að rásinni
Greipur Sigurðsson sagði að
raufin væri gerð til þess að lækka
yfirborðið í hverskálinni, lækka
það til þess að fremur myndaðist
meiri hiti í skálinni, en um 90
gráðu hiti er nauðsynlegur til þess
að gos verði í hvernum og þegar
sápa er sett í hverinn er það vegna
þess að hún er hitaaukandi, ein-
angrar hverinn og hjálpar til við
gos. Greipur kvað duttlunga
Geysis vera það skemmtilegasta
við hverinn, en það væri storkost-
legt að hann hefði nú verið endur-
vakinn. Hann hafði einnig á orði
að menn hlytu að vera sammála
um að nauðsynlegt væri að opna
fyrir afrennsli úr hverskálinni, en
ef raufin truflaði fegurðarskyn
manna mætti koma þar fyrir röri
t.d. og setja síðan hverahrúður í
raufina, því það tæki Geysi ekki
marga mánuði að mynda kísilhúð
þar yfir á ný, að öðru leyti væru
ugglaust til ýmsir möguleikar í
þessum efnum ef að væri gáð, en
hann kvaðst ekkert sjá athugavert
við raufina, enda hefði hún verið
með þessu móti síðan 1935 án þess
að menn væru -að amast við -og nú
hefði hún verið dýpkuð eilítið eins
og nauðsynlegt var talið af heima-
mönnum. Greipur sagðist halda að
sá hávaði sem hefði nú orðið
vegna þessa máls væri ef til vill
fyrst og fremst vegna þess að
menn væru ekki ánægðir með það
hverjum ætti að þakka fram-
kvæmdina, því allir sem til þekktu
vissu að hún var nauðsynleg, sagði
Greipur. Hann kvaðst telja það
ljóst að með vissu árabili væri
nauðsynlegt að huga að rásinni,
því kísilúrfellingin væri svo mikil
í hvernum og hann yrði að fá að
gjósa til þess að pípan, sem er tal-
in 20 m djúp, fengi að hreinsa sig
á eðlilegan hátt og auk þess hefði
hverskálin verið farin að molna
vegna skorts á kísilmettuðu vatni
yfir hverbarmana annað veifið.
Rannsóknarlögreglumenn kanna verksummerki við Geysi, en mitt á milli mannsins til vinstri og yfirborðsins í hvernum
sést hvít rönd þar sem yfirborðið var áður en raufin var dýpkuð um 20—30 sentimetra.
Strokkur var einnig mataður með 20 kg af sápu og þessa mynd tók RAX þegar kúlan var að springa.
*«
Greipur bakkar frá hvernum eftir að
hafa hent sápunni í hann.
Kristbergur í Laug fagnar stóra gosinu.
Sigurður Greipsson ásamt barnabarni Skálin í Geysi tæmdist algjörlega í gosinu.
Sápan gerð klár fyrir hverinn. í fjarska stendur m.a. Runólfur Þórarinsson
formaður Geysisnefndar.