Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 Karl efotur í Brazilíu - teflir tveggja skáka einvígi við Zuniga frá Perú „ÉCi VANN í dag Argentínu- manninn Darcyi í 30 leikjum, en seint í gærkvöldi lauk skák minni við Saeed frá Dubai með jafntefli eftir 105 leiki. Hann krafðist jafnteflis þar sem maður hafði ekki verið drepinn í 50 leikjum. Ég átti vinningsleið, en missti af henni,“ sagði Karl I>orsteins, en í gær varð hann í efsta sæti alþjóðlega ungl- ingamótsins í Kio de Janeiro í Brazilíu ásamt Zuniga frá Perú. Þeir hlutu 11 vinninga og urðu jafnir og efstir og verða því að heyja tveggja skáka einvígi sín á milli. Þeir Saeed og D’Lugy, Band- aríkjunum, sem voru eins og Karl og Zuniga með 10 vinninga fyrir síðustu umferð, gerðu jafntefli sín á milli í lokaumferðinni, og höfn- uðu í 3.-4. sæti með lO'/fe vinning. Sigurvegari á mótinu hlýtur 500$, og annað sætið gefur 300$. Keppendur, sem voru sérstaklega valdir í þetta mót, fá fríar ferðir og uppihald. Karl tefldi við Zuniga í 2. umferð mótsins en tapaði þá, en í samtali við Mbl. í gærkvöldi kvaðst hann bjartsýnn á einvígið við Perúmanninn. Biðstaðan í skák Karls og Saeed var: Karl: hvítt Saeed: svart. 41.— Hxh3, 42. e5 — He3+, 43. Kd6 — Ke8, 44. Bf6+ Þarna telur Karl, að vænlegra hefði verið að leika He7+. 44. — h5, 45. H7+ — Kf8, 46. Bg7+ — Kg8, 47. Be5 — Ha3, 48. Hb7 — h4, 49. Ke7 — Kh7, 50. Bf4 — g5. Og Saeed hafði bjargað sér og Karl náði ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir 105 leiki. Guðmundur vann í 19 leikjum GUÐMIJNDIIR Sigurjónsson, stórmeistari, vann öruggan sigur á llölz, Austurríki, í 8. umferð svæða- mótsins í Kandcrs í Danmörku í gær. Guðmundur yfirspilaði and- stæðing sinn og vann í 19 leikjum. í 7. umferð vann Guðmundur Huss frá Sviss. Borik, V-Þýzkalandi, hefur hlot- ið 5'/4 vinning í B-riðli, Murey, ísrael hefur 5 vinninga og biðskák og Guðmundur er í þriðja sæti með 5 vinninga. Grunfeld, ísrael, og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli í 19 leikj- um í gær og Jón L. Árnason átti biðskák við Zuger frá Sviss. Jón hafði erfiða stöðu, var skiptamun undir. I 7. umferð vann Helgi Kag- an, ísrael, og Jón L. gerði jafntefli við Tiller, Noregi. Lobron hefur forystu í A-riðli með 614 vinning, Grunfeld hefur 5'k vinning, Helgi hefur hlotið 4 vinninga og Jón L. 3'/i. SIGURSKÁK GUðMUNDAR Hvítt: Guðmundur Sigurjóns- son. Svart: Hölz. 1. e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. d4 — cxd4 4. Kxd4 — Rf6 5. Rc3 — d6 6. Bc4 — e6 7. Bb3 — a6 8. f4 — Be7 9. Be3 — Bd7 10. 0-0 — Hc8 11. f5 — e5 12. Re6 — fxe6 13. fxe6 — Ra5 14. Rd5 — Bxe6 15. Rxf6+ — Bxf6 16. Bxe6 — Rc4 17. Bcl — Db6+ 18. Khl — Hc6 19. Hxf6 — gefið l/okastaðan; staða Kölz er í rúst. Úlfur Markússon, formaður Frama: Á að fara að lögum og reglugerðum eða upp- hefja nýja Sturlungaöld? „I>AÐ liggja fyrir 57 umsóknir um atvinnuleyfi leigubifreiðastjóra og því er hinn almenni launþegi innan stéttarinnar mjög óánægður með gang mála hvað varðar rekstur Steindórsstöðvarinnar og sölu hennar með atvinnuleyfum. I»ví eru launþegarnir farnir að vinna í þessu sjálfir og eru nú að safna undirskriftum til hvatningar þess að Frami geri eitthvað í málinu. Stjórn félagsins hefur hins vegar kosið að gefa stjórnvöldum tíma til þess að fara í málið, en það hefur tekið lengri tíma en við bjuggumst við og við erum furðu lostnir yfir lögreglustjóraembættinu, að það skuli ekki verða við tilmælum æðsta manns landsins í samgöngu- málum, samgönguráðherra Stein- gríms Hermannssonar, því það er auðvitað á ábyrgð embættis hans, sem þess er óskað að rekstur stöðv- arinnar verði stöðvaður," sagði Ulfur Markússon, formaður Frama, í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur komið í ljós í könnun launþega innan stéttarinnar að all- ar bifreiðir á Steindórsstöðinni eru skráðar á nafn hennar, jafnframt hafa þeir í höndum launaseðla frá börnum Steindórs Einarssonar og auk þess börnum þeirra og jafnvel barnabörnum. Þannig virðast sumar bifreiðirnar reknar af aðil- um, sem aldrei hafa fengið leyfi til rekstrar leigubifreiða. Leyfin frá 1956 voru gefin út á stöðina og leyf- in frá 1973 á börn Steindórs og aðr- ir höfðu ekki leyfi til að reka leigu- bifreiðir við stöðina. Það er alveg sama hvort þeir telja sig aka á at- vinnuleyfum frá 1956 eða 1973, at- vinnuleyfi má lögum samkvæmt aldrei leigja eða selja, hvenær, sem þau eru gefin út og það er einmitt kjarni málsins hvort líða á skýlaus lagabrot, samkvæmt lögum um leigubíla, eður ei og hvort úthluta eigi atvinnuleyfum eftir lögum og reglugerðum eða að menn geti keypt þau. Ég fæ því aldrei trúað að þau lög, sem sett voru um tak- mörkun leigubifreiða og ráðstöfun atvinnuleyfa á hinu háa alþingi 1956, verði að engu gerð af þeim aðilum er bera ábyrgð á því að lög- um og reglugerðum þar að lútandi verði framfylgt. I eina skiptið, sem ég hef hugs- anlega verið stórorður, mun vera þegar ég sagði að bifreiðir stöðvar- innar væru útkeyrðar bíldruslur, en við það get ég staðið. Kristján Steindórsson hefur keypt allt að 3 ára gamla bíla af leigubifreiða- stjórum og gert þá út, jafnvel enn í dag, og sumar af þessum bifreiðum hefur hann nú endurselt. Það er því Ijóst að ástand bifreiða, sem ekið hefur verið á vöktum í 10 ár, getur varla talizt gott. Þá væri rétt að það kæmi fram að Hafsteinn Sigurðsson, lögfræð- ingur seljenda stöðvarinnar, hefur sagzt ætla að höfða meiðyrðamál á mig vegna þessara ummæla. Því bæri að fagna, því þá þyrfti hann að leggja hinn umdeilda kaup- samning fram, en því hefur hann neitað hingað til. Ég skora á þenn- HVAÐ SEGJA ÞEIR UM FISKVERÐIÐ OG SJÓMANNASAMNINGANA? Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins: „Yfirlýsingagleði ráðherra og stefnuleysi ríkisstjórnar- innar hafa kostað þjóðina mikið“ „MENN geta lært af þessari sam- ninga- og verkfallslotu, að með óheppilegum yfirlýsingum og ótímabærum afskiptum geta ráð- herrar mjög spillt fyrir samningum og tafið þá og sama er að segja þcgar ríkisstjórn hefur ekki stefnu og veit ekki hvað hún vill,“ sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins, í samtali við Mbl. „Það er ljóst,“ hélt hann áfram, „að yfirlýsingagleði ráð- herra og stefnuleysi ríkisstjórn- arinnar hefur kostað þjóðina mikið og þessi atriði drógu lausn mála mjög á langinn og síðast en ekki sízt sýnir þetta vel ástandið sem ríkir á heimili þessarar rík- isstjórnar." Kolbeinn Friðbjarnarson, Siglufirði: „Einum hópi sjómanna frekar gert til hæfis en öðrum“ SAMNINGAR sjómanna og út- gerðarmanna voru samþykktir á fundi í sjómannadeild Vöku á Siglufirði á mánudag með 18 at- kvæðum, en 22 sjómenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Á fundin- um var eftirfarandi álytkun sanr þykkt: „Fundurinn mótmælir harð- lega þeirri þróun í ákvörðunum um fiskverð, að óslægður fiskur hækki í endurtekin skipti mun meira en slægður fiskur. Fund- urinn telur, að á sama tíma og aukin vöruvöndun og aukin gæði á íslenzkri fiskframleiðslu sé talin höfuðnauðsyn, til þess að íslendingar haldi hlut sínum á erlendum mörkuðum, séu slíkar verðákvarðanir fordæmanlegar. Fundurinn hvetur öll félög sjó- manna, til þess að bindast sam- tökum um að koma í veg fyrir að slikar verðákvarðanir verði endurteknar." Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Vöku á Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að það hefði verið ljóst á sunnudag, að andstaðan gegn samningunum væri einkum frá togarasjómönnum og þá fyrst og fremst vegna þess mismunar, sem fæiist í ákvörðun um nýtt fiskverð, annars vegar á slægð- um fiski og hins vegar óslægð- um. „Menn telja þetta ranga stefnu og að einum hópi sjó- manna sé frekar gert til hæfis en öðrum, það er það sem veldur óánægjunni", sagði Kolbeinn. Kjartan Kristófersson í Grindavík: „Menn það skynsamir að þeir greiddu atkvæði með samningnum" „Bátakjarasamningarnir voru samþykktir hér með 47 atkvæðum gegn 27,“ sagði Kjartan Kristó- fersson formaður Sjómannafélags- ins í Grindavík, þegar rætt var við hann. „Hvað varðar togarann Guð- stein, sem er gerður héðan út, þá fannst okkur óeðlilegt að greiða atkvæði um kjör manna þar, þar sem enginn í okkar félagi, er skráður á togarann. Var stjórn- og trúnaðarmannaráði félagsins falið að ná niðurstöðu hvað varðar Guð- stein." Kjartan sagði að Grindavíkur- bátar hefðu farið á sjó, þegar að atkvæðagreiðslu lokinni. „Menn hér í Grindavík voru ekki ánægðir með allt í samning- unum, en þeir eru það skynsamir að greiða atkvæði með því sem náðist. Menn þurfa að kunna að hætta leik, er hæst stendur," sagði Kjartan. Sjómenn á Fáskrúðsfiröi: Rangt að verð- launa þá, sem koma með lélegan fisk að landi SJOMENN á Fáskrúðsfirði sam- þykktu samningana við LÍÚ á fundi á sunnudag, en aðeins 2 sjó- menn greiddu samningunum at- kvæði. Hins vegar sátu 24 sjómenn hjá á fundinum og létu þannig í Ijós álit sitt á samningunum. Þá var samþykkt ályktun á fundinum og var megininntak hennar sú, að sögn Vignis Hjelm, formanns Sjómannafé- lagsins á Fáskrúðsfirði, að sjó- mönnum þar finnst rangt að hækka í verði lélegan fisk og á þann hátt sé verið að verðlauna þá, sem koma að landi með lé- legri vöru. Vignir sagði ennfrem- ur, að fundurinn hefði talið, að sjávarútvegsráðherra hefði skipt sér of mikið af fiskverðsákvörð- un og hefði hann tafið fyrir lausn málsins. an mann að leggja fram þennan samning og á núverandi eigendur Steindórsstöðvarinnar að birta nöfn allra kaupendanna, 34, því að þá sannast að örfáir þessara manna hafa stundað leigubifreiða- akstur svo nokkru nemi. Þá má benda á það, að sá maður af stöð- inni, sem spurður var að því í sjón- varpi hvort hann hefði ekið lengi og sagði að svo væri, hóf leigubif- reiðaakstur í október síðastliðnum, ók áður áætlunarbifreið. Það væri því rétt að þeir legðu starfsaldurs- lista fram, því þá kemur í Ijós hver er að beita hvern gerræði, við þá, eða þeir þá, sem talsverðan starfs- tíma hafa að baki og bíða eftir at- vinnuleyfum. Stjórn Frama telur það skyldu sína að vernda hagsmuni félags- manna sinna, hún hefur alfarið farið að lögum og reglugerðum um þetta mál og hún telur sér það skylt, þar sem hér liggja nú fyrir 57 umsóknir um atvinnuleyfi, að at- vinnuleyfin, sem Kristján Stein- dórsson og systkini hans hættu að notfæra sér með því að selja stöð- ina, áttu að koma inn og við mun- um beita okkur fyrir því að þessir launþegar, sem nú hefur verið gengið framhjá fái þau atvinnu- leyfi, sem þeim ber eftir starfsaldri eins og segir í reglugerð. Á að fara að lögum og reglum í þessu máli og þessu þjóðfélagi eða á að hefja upp einhverja Sturlungaöld, þar sem menn taka sér völd eftir peninga- magni eða á annan gerræðislegan hátt eins og nú hefur verið gert?“ sagði Úlfur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.