Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 19 .O Tóti á Kirkju- bæ sjötugur Hann rís eins og eyja úr mann- lífshafinu þótt ekki sé hann með hærri mönnum að vexti, það er aldrei asi á honum, hann kemur og fer eins og flóð og fjara og það er alltaf gott að hitta hann. Tóti á Kirkjubæ er sjötugur í dag, Ellir- eyingurinn síungi, bjargveiðimað- ur og góður félagi. Tóti á Kirkjubæ er persónuleiki sem menn taka eftir, enda maður- inn sjaldgæft fyrirbrigði eins og flestir Ellireyingar eru, eins konar heimsálfa út af fyrir sig í lífi útey- inganna. Tóti er hlýr í fasi, gam- ansamur og glettnin í auga hans getur leikið eins og morandi fugl við brúnir, en þegar það hvessir til augnanna er Stórhöfðarokið smá- mál. Slíkt hendir sjaldan, en það er svipmikið. Þórarinn Guðjónsson heitir sá kunni fuglaveiðimaður, Tóti á Kirkjubæ, fjallamaður að upplagi eins og hann á ætt til. Faðir hans Guðjón Eyjólfsson, bóndi að Kirkjubæ, var traustur fjallamað- ur og móðir hans, Halla, var systir Magnúsar Guðmundssonar, bónda og formanns frá Vesturhúsum. Fræg varð för þeirra Guðjóns og Magnúsar er þeir ásamt Gísla Lárussyni í Stakagerði lögðu veg upp í Geldung árið 1897, árið eftir að jarðskjálftarnir miklu á Suður- landi brutu niður steinbogann á milli Stóra- og Litla-Geldungs. Lagning leiðar upp í Geldung var í raun ekki síðri en lagning leiðar upp í Eldey og Súlnasker. Heimur Tóta er hinn rótgróni varpi Eyjanna, hann tilheyrði þeim hluta byggðarinnar sem var eins konar ankeri þorpsins í faðmi fjallanna, Kirkjubæjarsvæðinu, sem illu heilli fór undir hraun 1973. Þá raskaðist hagur margra Kirkjubæinga og sárt var að sjá á bak þeim til annarra staða. En Tóti var einn af þeim sem góðu dísirnar slepptu ekki, hann sigldi fleyi sínu aftur á heimaslóð og set- ur nú þann svip á bæjarbraginn að hann verður stærri og betri fyrir bragðið. Tóti á Kirkjubæ hefur víða lagt hönd á plóginn í eilífðarsinfóníu sjávarplássins og alltaf setur kaskeitið hans hátíðarsvip á gesti og gangandi. Hann hefur um ævina stundað alla almenna vinnu til lands og sjávar og um árabil var hann vörubílstjóri með eigin bíl á Vörubílastöð Vestmannaeyja. Tóti var vélstjóralærður og hefur það oft komið sér vel á kabyssunni í Elliðaey. Sjómennsku stundaði hann í mörg ár og það er sama að hverju Tóti hefur snúið sér, hann hefur ávallt verið vel látinn af samstarfsmönnum sínum, enda drengur hinn bezti og einstaklega hjálpsamur og viljugur að létta undir róðurinn með öðrum í hversdagsbaráttunni. Um skeið kvað Tóti rímnaþulur með félaga Bakkusi í heldur rýmra lagi fyrir eigin heill, en aldrei kiknaði hann þótt oft væri erfitt um endarímið. Þegar Tóta þótti orðið teflt á tæpasta vað í bjarginu með Bakkusi, sneri hann kauða af sér og slóst í för með fleiri samferðamönnum sem höfðu valið sér aðra leið og annan vað til að styðja sig við. Þeir litu hver með öðrum um stund meðan leiðin var boltuð og ég minnist einnar sögu þar sem gæfan og gaman- semin héldust í heldur: Það hafði frétzt af Tóta niðri í bæ á leið frá Hvíta húsinu með hvítan pakka undir hendi. Nú voru góð ráð dýr, var flaskan á ferðinni aftur, freistingin mikla. Samferðamennirnir söfnuðust nokkrir saman í skyndi og hófu leit að Tóta. Þeir voru komnir á undan honum heim og þegar Tóta bar að garði, sagði hann fátt en gamansemin glampaði í auga. Jæja, Tóti minn, sögðu þeir. Við fréttum af þér. Jæja, strákar mínir, svaraði Tóti, og er ekki allt í lagi. Jú, jú, allt í þessu fína, okkur þótti bara vissara að rabba aðeins við þig. Já, það var skemmtilegt, það er fína veðrið. Já, það er nú meira, sögðu félag- arnir og urðu hálf vandræðalegir þegar Tóti laumaði hvita hólknum inn í hillu. Var þetta orðið erfitt, Tóti minn, sagði einn. Erfitt hvað?, spurði Tóti. Nú, flaskan, Tóti, sagði annar og benti á hólkinn. Já, einmitt það, sagði Tóti, og glotti Ellireyingalega um leið og hann kippti pappírnum utan af hólknum, má ég ekki sýna ykkur nýju gallabuxurnar mínar, verst hvað þær eru orðnar upprúllaðar. Skellihlátur kvað við og hvers- dagslífið hélt áfram sinn vana- gang. Það haggar ekkert Tóta á Kirkjubæ ef hann vill hafa það þannig, en samt búa sterkar til- finningar í þessum hógværa manni, tilfinningar sem spanna góðvild til víðáttu mannlífsins í hverjum einstaklingi. Tóti á Kirkjubæ var um árabil forystumaður í Súlnaskeri og er hann ef til vill kunnastur af fjalla- ferðum sínum, og sá sem velst til forystu í Súlnaskeri gegnir sam- svarandi embætti og prófessor við Háskóla íslands, en hins vegar má fjallamaðurinn ekki hika í hálfu spori, enda er Súlnasker slikur skóli að menn sem klífa í skerið hafa eftir þá ferð annað viðhorf til tilverunnar. Tóti á Kirkjubæ hefur lengst af verið veiðimaður í Elliðaey eins og við Bjarnareyingar og aðrir útey- ingar köllum þá fögru veröld þótt heimamenn kalli bústað sinn EU- irey. Þar er Tóti svo sannarlega á heimavelli, þar er hans líf og yndi, þar er hann órjúfanlegur hluti af hafi, himni og bergi, fugli, jurt og ævintýri. Þar er hann hrókur alls fagnaðar, glaður og reifur, ómiss- andi og sannkallaður úteyjar- graddi og lundakall efns og þeir gerast beztir. Það er siður úteyinga að glett- ast hver við annan og stundum eru sögur af grönnum færðar í stilinn: Einu sinni í Elliðaey á fyrsta kvöldi úthaldsins var hnallur tek- inn úr tösku og veizlan hófst inn- an landhelgi veiðimannakofans. Því er til frásögn af hófi þessu að Ellireyingar gleymdu að loka fyrir talstöðina og skemmtu Heimaey- ingar sér næturlangt yfir brönd- urum úteyinga sem fæstir kæmust þó í gegn um sænsku síuna. Á mið- nætti bað Tóti um orðið, yfirvegað og hátíðlega. Bræður, sagði hann, það er eitt sem ég er ekki ánægður með hér í kofanum, þegar allt er orðið svo fágað og fínt, það er gat á mottunni fyrir utan kofann. Blessaður Tóti minn, gall þá við í Pétri á Kirkjubæ, farðu bara út og snúðu helvítis mottunni við. Tóti fór út en kom inn eftir skamma stund og bað um orðið: Bræður, það er gat á helvítis mott- unni hinum megin líka. Vinir og félagar Tóta vildu mik- ið til vinna að geta haldið upp á daginn með honum í Elliðaey, en það er ekki við hæfi meðan strá eru sölnuð og fugl á hafi. Það er hins vegar auðvelt og nærtækt að heimsækja Elliðaey í hjarta sínu Stálvaskar BAÐVORIJRNAR FRÁ BAÐSTOFUNNI og blöndunartæki ARABIA HREINLÆTISTÆKI E)adstofaR ÁRMÚI.A 23 - SlMI 31810. og minnast hinna bjartsýnu Ellir- eyinga sem höfðu bikað kofann með svörtustu tjöru sem til er sumarkvöld eitt og kölluðu síðan í talstöðinni heim á bæi sem lúrðu í fjarlægðinni og spurðu hvort hann væri ekki bjartur að sjá að heiman. Heill og hamingja fylgi þér, Tóti vinur vor á Kirkjubæ, bjargveiðimennn óska þér langra lífdaga og megi háfur þinn sem lengst kljúfa loftin blá á Pálsnefi. Árni Johnsen Afmælisbarnið tekur á móti gest- um þegar kvölda tekur í Akoges- húsinu. Ferðaáætlun^ Ferðafélags ís- lands komin út FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags íslands fyrir árið 1982 er komin út. I henni eru auglýstar dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. Ferðafélag Akureyrar, Ferðafélag AusturSkaftfellinga, Ferðafélag Skagfirðinga og Ferðafélag ísafjarðar auglýsa einnig sínar sumarferðir í þessari áætlun og samvinna er milli félaga með sumarferðirnar og er fólki bent á að athuga það. Mikil fjölbreytni er t dagsferðum Ferðafélagsins, en þær eru farnar allt árið um kring á sunnudögum. Fræðsluferðir eru farnar á laugar- dögum og þá auglýstar sérstaklega hverju sinni í dagblöðum. Göngudagur FI er 13. júní og verð- ur þetta í fjórða skiptið, sem efnt er til slíks göngudags. Á göngudaginn er alltaf valin létt gönguleið, svo að allir aldurshópar komi með og hefur það einmitt verið reynslan, að fjöl- skyldur taka sig saman þennan dag og koma með í gönguna. Reglulegar helgarferðir eru til fjögurra staða á hálendinu yfir sumarið, þar sem Ferðafélagið hefur reist sæluhús og má sjá myndir af nokkrum þeirra í áætluninni. Sumarið 1982 eru skipulagðar 30 sumarleyfisferðir og eins og áður eru það ýmis öku- og gönguferðir eða einungis gönguferðir, en í þeim ferð- um þarf fólk að ganga með allan við- leguútbúnað. Sumarleyfisferðirnar eru frá 4—10 daga langar og ná til allra landshluta og þá óbyggðanna sérstaklega. Nýjungar á þessu ári eru fjöl- margar t.d. gönguferð um Trölla- skaga, gönguferð um Jökulfirði, gengið er frá Vatnsdal suður Arnarvatnsheiði o.fl., en fólki er ráð- lagt að lesa vel áætlunina og leita síðan nánari upplýsinga á skrifstofu Ferðafélagsins að Óldugötu 3. Frétlatilkynninf! fri Ferðnfélngi íslands. •§• KOMATSU Jarðýtur / óll Getum nú boðið D65E 155 hestafla jarðýtur með mjög stuttum fyrirvara. Búnaður: Vökvaskiptur gírkassi með þrem hraðastigum áfram og afturábak. Smurö belti, spyrnur 610 mm. veltigrindarhús, hljóðeinangrað með lituðu gleri, rúðuþurrkum og miðstöð. Hlífarbúnaður fyrir grjótvinnu. Skekkjanleg tönn með vökvahalla. Rífkló með þrem göddum. Þyngd á D65E jaröýtu ásamt upptöldum búnaði 19.85 tonn. Verð kr. 1.785.200 — Gengisskráning 15/1 ’82 Komatsu vinnuvélar hafa nú þegar sannað ágæti sitt hér á landi. Fullkomin varahluta og viðhaldsþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. •HKOMATSU á íslandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiðshöföa 23. Sími: 81299

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.