Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
25
fólk f
fréttum
Gabriel
Garcia
Marquez
+ Það er sjaldan sem blaðamenn
komast í tæri við kolumbíska
rithöfundinn Gabriel Carcia
Marquez, og þá sjaldan það ger-
ist er maðurinn jafnan stuttur í
spuna.
Hann þykir semsé maður
feiminn og geðstirður. Blaða-
maður Daily America átti nýver-
ið við hann stutt samtal, þar sem
fátt nýtt eða merkilegt kom
fram, en af því maðurinn er
flestum ókunnur á Islandi, skul-
um við endursegja þetta samtal í
stórum dráttum.
„Það er margt skrítið í mann-
lífinu", segir Gabriel Carcia
Marquez: „Eg ólst upp í mikilli
fátækt og nú á ég pilt sem stund-
ar nám við Harward-háskóla."
En hvenær byrjaði hann að
skrifa?
„Ja, í rauninni byrjaði ég seint
að skrifa. Strax og ég gat staut-
að, teiknaði ég skopmyndabæk-
ur. Það var minn tjáningarmáti í
þá daga. Ég las geysimikið af
skopbókum, nefndu við mig
skopbók og ég skal segja þér allt
um hana.“
Carcia Marquez sneri sér að
ljóðagerð 12 vetra — hann var
semsé bráðger — og ekki leið á
löngu þar til strákur var farinn
að skrifa hverja smásöguna á
fætur annarri. Atján vetra sendi
hann smásögu til E1 Espectador,
sem svar við orðum Eduardo
Zalamea Borda, bókmenntarit-
stjóra dagblaðsins Bogota, en sá
maður hélt því fram að ungir
Kolumbíumenn í rithöfundastétt
hefðu ekkert það fram að færa
sem gæti kallast góðar bók-
menntir." E1 Espectador gaf út
söguna og einnig ummæli þar
sem Zalamea fann henni flest til
foráttu. „Ég veit núna að Zal-
amea hafði rétt fyrir sér, þessi
smásaga var mjög vond saga,“
segir Carcia Marquez.
Hann komst í gegnum
menntaskólanám á styrk, en eft-
ir þriggja ára nám í lögfræði
lagði hann allt skólanám á hill-
una og sneri sér að blaða-
mennsku. En kaupið var lágt og
hann átti á brattann að sækja.
Arið 1955 varð hann að yfirgefa
ættjörð sína, eftir að hafa flett
ofan af vondum verkum stjórn-
valda í Kolumbíu. Þremur árum
síðar sneri hann engu að síður
aftur og kvæntist stúlku sem
hann hafði þekkt öll sín upp-
vaxtarár (og elskað kannski líka)
og eiga þau saman tvo syni, ann-
an við nám í sagnvísindum við
Harward og hinn við músíknám
í París. Þau hjón hafa átt sér
heimili í Mexíkó-borg síðustu
tuttugu árin.
Hundrað ára einsemd, sem
Guðbergur Bergsson hefur þýtt
á íslensku, skipti sköpum í lífi
Gabriel Carcia Marquez. Hann
skrifaði bókina á 18 mánuðum,
og lifði fyrst á lánum vina sinna
en svo neyddist hann til að veð-
setja flestar eigur sínar. Eigin-
konan sagði, eftir að hafa afhent
veðlánara hárþurrkuna sína og
fleiri muni persónulega sem
henni tilheyrðu svo maður henn-
ar gæti póstljgt handritið;
„Jæja, nú eigum við engin hús-
gögn, ekki neitt. Við skuldum
fimm þúsund dollara og það eina
sem okkur vantar nú, er að sög-
unni þinni verði hafnað."
Ilundrað ára einsemd seldist
upp á einni viku og hefur nú ver-
ið prentuð 40 sinnum á spænsku
og hefur þegar selst í milljón
eintökum og verið þar að auki
þýdd á 32 tungumál.
Tíu aðrar bækur Garcia
Marquez hafa samtals selst í 750
þúsundum eintaka og nýjasta
bók hans „Crinoca de una Mu-
erte Anunciada" slær öll met og
hálft upplagið af fyrstu útgáf-
unni, sem var hálf milljón ein-
tök, hefur þegar selst. Sú bók er
160 síðna skáldsaga og þykir
með því besta sem Garcia
Marquez hefur skrifað. Stíllinn
einfaldur og knappur, bókin er
næstum skrifuð í annálsformi.
Sjálfur segir höfundurinn að
stíll hans sé upprunninn frá að-
dáun hans á Hemingway og
Faulkner og fleiri amerískum
höfundum sem komu fram á
þriðja og fjórða áratugnum.
En Hundrað ára einsemd er,
enn sem komið er, talið meist-
araverk Gabriel Garcia Marqu-
ez: „Ég gerði aldrei eftirrit að
handritinu," segir hann. „Það
var eina eintakið sem til var,
sem ég póstlagði á sínum tíma.
Ég fyllist skelfingu þegar ég
hugsa til þess ...“
Við leiði Kennedy-bræðra
+ Svo sem frá hefur verið
greint hér á síðunni, þá hvarf
nýlega legsteinn og trékross
á Ieiði Robert F. Kennedys í
Arlington-kirkjugarðinum í
Washington. Við höfum birt
mynd af sagnfræðingi þessa
geysistóra kirkjugarðs
ásamt öryggisverði horfandi
á blettinn, þar sem áður
hafði verið grafsteinn og tré-
kross. íslenskir viðskipta-
fræðinemar voru á ferð á
þessum slóðum síðastliðinn
vetur og þá var tekin þessi
mynd sem hér birtist af leiði
Roberts. Magnús Æ. Magn-
ússon, viðskiptafræðingur,
stendur þar eins og herfor-
ingi á stéttinni umhverfis
leiði bróður Roberts, John F.
Kennedys, 35ta forseta
Bandaríkjanna. Fannar Jón-
asson frá Hellu, sem stundar
nám í viðskiptafræðum í Há-
skóla Islands, tók þessa
mynd í námsferðinni í fyrra
og sagði Fannar, að það hefði
komið sér mjög á óvart,
hversu látlaust það væri leiði
Robert F. Kennedys, en hann
mun sjálfur hafa mælt svo
fyrir...
SKÍÐAFERÐIR
TIL AKUREYRAR
ÚTSÝN BÝÐUR HELGAR-
FERÐIR Á SKÍÐI í HINUM
RÓMUÐU SKÍÐALÖNDUM
AKUREYRINGA
Innifalið er:
1. flugfar
2. gisting á KEA eöa
Varöborg meö morg-
unveröi
og nýjung í slíkum
ferðum
3. bíll, með skíöagrind, til
eigin afnota meöan
dvalist er nyrðra,
ótakmarkaður akstur
GENGI VERÐBRÉFA 20. JANÚAR 1982
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.-
1970 1. flokkur 7.377,40
1970 2. flokkur 5.920,74
1971 1. flokkur 5.271,18
1972 1. flokkur 4.568,43
1972 2. flokkur 3.877,70
1973 1. flokkur A 2 849.26
1973 2. flokkur 2.624,40
1974 1. flokkur 1.811,80
1975 1. flokkur 1.486,16
1975 2. flokkur 1.118,57
1976 1. flokkur 1.059,83
1976 2. flokkur 851,77
1977 1. flokkur 791,11
1977 2. flokkur 662,54
1978 1. flokkur 539,94
1978 2. flokkur 426,14
1979 1. flokkur 360,33
1979 2. flokkur 279,59
1980 1 flokkur 213,18
1980 2. flokkur 168,12
1981 1. flokkur 147,51
1981 2. flokkur 110,47
Medalávöxtun spariskírteina umfram verö-
tryggingu er 3,25—6%.
VERÐTRYGGD
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
A — 1972
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
Sölugengi
pr. kr. 100,-
2.672,19
2,178,83
1.853.02
1.571,33
1.074,85
1.074.85
712.98
679,38
516,91
480.98
Ofanskráö gengi er m.v. 5% ávöxtun
p.á. umfram verötryggingu auk vinn-
ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef-
in út á handhafa.
Innlausnarverð
Seðlabankans
m.v. 1 árs tímabil frá:
05.02. 1982 5.835,90
25.01. 1982 4 490.55
25.01 1982 2.578.29
10.01. 1982 1.456.40
25.01. 1982 1.098.93
10 03. 1982 1.046.64
25.01. 1982 836.35
25.03. 1982 780,59
VEÐSKULDABRÉF
ÓVEROTRYGGO:
Solugengl m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 68 69 70 72 73 82
2 ár 57 59 60 62 63 77
3 ár 49 51 53 54 56 73
4 ár 43 45 47 49 51 71
5 ár 38 40 42 44 46 68
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Solugengi m.v. nafnvexti Avoxtun
2’/i% (HLV) umfram
1 afb./éri 2 afb./ári verötr.
1 ár 95.79 96,85 7%
2 ár 93,83 94,86 7%
3 ár 91.95 92,96 7%
4 ár 90.15 91,14 7%
5 ár 88.43 89.40 7%
6 ár 86.13 87.13 7V4%
7 ár 84.49 85,47 7’/4%
8 ar 82,14 83,15 7 5 7%
9 ár 80,58 81.57 7W%
10 ár 77.38 78.42 8%
15 ár 70.48 71,42 8%
TÖKUM OFANSKRAÐ VERDBRÉF í UMBOÐSSÖLU
nánrcnincmipéuic iiumoi w.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.