Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iám flwn Uirtl'U ir Carl Sagan og íslenska í sjónvarpinu í gærkvöldi (19.1.) var 4. þáttur stjarnfræðingsins Carls Sagans um alheiminn. Eins og gengur og gerist eru ekki allir jafn hrifnir af þáttunum, sumum fannst nóg um hástemmninguna í þeim fyrstu, aðrir heyra í þeim lítið nýtt, o.s.frv. Enginn gerir svo öll- um líki stendur þar, en væntanlega eru hinir fleiri, sem hafa ánægju af þáttunum og margir mikla. Hvað sem öðru líður má treysta því, að Carl Sagan fari ekki með neitt fleipur í fræðslu sinni um þekkingu manna á himinhnöttunum. Hann er viðurkenndur vísindamaður og kennari við frægan háskóla í Bandaríkjunum, Cornell-háskóla í bænum íþöku í New York-ríki. Þessir hringdu . . . Alvörukarlmenn og ekkert annað MG hringdi: „Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið það sem P skrifar 16. þ.m. um að dönsk kynlífsblöð séu farin að fróa svo mörgum sem hún þekkir. Ég hef nú hingað til talið okkur konur yf- ir karlmenn hafnar að þessu leyti — þ.e.a.s. að fá eitthvert „kikk“ út úr myndablöðum og þess háttar. Nei, við konur viljum enn alvöru karlmenn af holdi og blóði og ekk- ert annað. Laugardalslaug — óréttmætar ásakanir Kona, sem starfar í afgreiðslu Laugardalslaugar, hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri athugasemd við ásakan- ir sem bornar voru fram um slysa- hættu í Laugardalslauginni í Velvakanda í gær. Sagði hún að þegar vatnsborð sundlaugarinnar væri lækkað væri það ávalt ræki- lega auglýst á hurðum og glerrúð- um víða í byggingunni, og ætti því ekki að fara framhjá neinum. Sagði hún að starfsfólkinu myndi að sjálfsögðu þykja betra að sundlauginni væri lokað allan tímann sem hreinsun stæði yfir en það væri hins vegar vegna sund- laugargesta, sem haft væri opið eins lengi og hægt væri. Sagði hún að sér þættu þessar ásakanir óréttmætar þar sem hæpið væri að tala um slysahættu af þessum orsökum. , Kepler á tunglinu Það var Carl Sagan, sem samdi skilaboð frá mannkyninu til ókunnra vitvera í Vetrarbrautinni. Kannski muna einhverjir eftir myndinni, sem hér birtist. Slík mynd var greipt í gullhúðaða ál- plötu, sem fest var á geimfarið „Pioneer 10“ áður en það lagði af stað í langferð til Júpíters fyrir 10 árum, og þaðan út í vetrarbraut- arbuskann. Kona Karls, Linda, og Frank nokkur Drake hjálpuðu til við gerð myndarinnar. Á myndinni eru tákn sem gefa til kynna vitneskju manna um vatns- efniskjarnann og önnur um vissa tegund breytilegra stjarna. Imynda menn sér, að síðarnefndu táknin komi að gagni, þegar reynt yrði að giska á brottfarartíma og heim- kynni geimfarsins. Neðst á mynd- inni er sólkerfið okkar. Hægra megin standa tvær verur, sem „ná- grannar" okkar í öðru sólkerfi munu ef til vill virða fyrir sér ein- hvern tímann og velta vöngum yfir. Þegar að því kemur verður margt liðið undir lok á íslandi — og á jörðinni, annað komið í staðinn: Geimfarið verður nefnilega 100.000 ár til næstu stjörnu, ef það lendir ekki í árekstri á leiðinni. Tvö söfn í íþöku Háskólabærinn íþaka (Ithaca), heimkynni Sagan-hjónanna, er fal- legur staður í bröttum, skógi prýddum hlíðum — við endann á löngu stöðuvatni sem fyllir botninn á djúpu fari eftir jökul. Kunningi minn einn vann þarna að rann- sóknum um tíma og ég heimsótti hann, þegar ég átti leið um. Hann var m.a. að læra stjarnfræði hjá þeim fræga manni, Carl Sagan. í Iþöku sá ég tvö söfn, sem urðu mér minnisstæð: íslenska bókasafnið, sem íslandsvinurinn Fiske stofnaði á sínum tíma — nú á dögum eitt stærsta safn íslenskra bóka í út- löndum, og í stjarnfræðideildinni feiknamikið safn nýrra mynda frá tunglinu — einstæð gögn eftir ný- afstaðna geimferð til tunglsins. Ur því ég minnist nú á Carl Sag- an, íslenskar bækur og tunglið í sömu andránni kemur mér í hug S2P SlGGA V/öGA í \iLVL9AU geimferðarsaga Jóhannesar Kepl- ers, „Somnium", en í síðasta sjón- varpsþætti sínum sagði Sagan ein- mitt frá þessum mikla snillingi, Kepler, sem fann lögmálin um brautir reikistjarnanna. Kannski hafa lesendur gaman af eftirfar- andi upprifjun úr grein, sem ég skrifaði um Kepler í Lesbók Morg- unblaðsins fyrir áratug — en þá voru 400 ár liðin frá fæðingu hans, árið 1571. „Draumur“ Keplers og íslenski biskupinn Á þessum árum gekk Kepler til fulls frá „Draumi“ sínum, sem hann hafði ritað á stúdentsárum sínum og kallað landafræði tungls- ins. Er það fyrsta geimferðarsagan á nútímavísu. Var megintilgangur- inn með ritgerðinni að gera snún- ing jarðar trúlegri með því að sýna fram á að athugandi á tungiinu (sem allir féllust á að snerist) gæti útskýrt öll fyrirbæri himinhvolfs- ins á þeim forsendum, að hann mánabúinn, stæði í óhagganlegri miðju heimsins. í draumunum segir frá ungum íslendingi, Duracotus, og móður hans fjölkunnugri. Duracotus braut af sér við móður sína, hafði stungið gat á síldarpoka, sem hún ætlaði að selja skipstjóra nokkrum, skemmdist fiskurinn og seldi kella skipstjóranum strákinn í staðinn. Tók skipstjórinn hann með sér til Danmerkur. Pilturinn dvaldist síð- an nokkur ár hjá Tycho Brahe á eyjunni Hven við stjörnufræðinám, kemur heim aftur og mæðginin sættast. Segir síðan frá því, hvern- ig móðirin særir fram tunglbúa, sem lýsir fyrir þeim á íslensku (sic) lífi og landi í Levaníu, á tunglinu. Lýkur þar draumkenndri fantasíu og hrein og klár eðlisfræði og nátt- úrulýsing tekur við. Kepler hafði öðru hverju unnið að skýringum við þessa landafræði tunglsins og þegar hér var komið sögu voru athugasemdirnar, 223 talsins, þrisvar sinnum lengri en sjálfur draumurinn. Ritið var gefið út að Kepler látnum, af syni hans, Ludvig lækni. Þótti efnið furðulegt og liðu tvær aldir þar til latneski textinn var prentaður öðru sinni. Ekki alls fyrir löngu kom út ný, ensk þýðing og til glöggvunar nú- tímabundnum lesanda eru þar skýringar við skýringar höfundar! (Edward Rosen: Kepler’s Somnium (1967).) I draumnum færir skipstjórinn Tycho bréf frá íslenskum biskupi. í skýringum sínum nefnir Kepler einnig nokkrum sinnum íslenskan biskup, t.d.: „... Ísland liggur nálægt heim- skautsbaug. Það tjáði mér Tycho Brahe, sem grundvallaði útreikn- inga þessa á skýrslu eftir íslenskan biskup." „Islenski biskupinn fræddi Tycho Brahe á því, að íslensku stúlkurn- ar, meðan þær hlusta á Guðs orð, væru vanar að sauma með furðu- legum hraða orðatiltæki og orð á hördúk, með nál og litþræði.“ „Fyrrnefndur biskup fullvissaði Tycho Brahe um, að íslendingar væru einstaklega vel gefnir." Frásögumaður Tycho Brahe var Oddur Einarsson, síðar biskup i Skálholti, en hann stundaði um tíma stjörnuskoðun við „hirð“ hins fræga manns. liraðréttir í hádeginu mánudaga til föstudaga. HRAÐRÉTTASEDILL viuunriAR Súpa fylgir með Karrýsúpa með þeyttum rjóma öllum réttum Kjúklingapottréttur með hvítlausbrauði 115 Kálfasneiðar með piparsósu 90 Gufusoðin rauðsprettuflök með rækjusósu 79 Pönnusteiktur karfi í koníaki 78 Smjörsteiktur skötuselur í dillsósu 79 Blandaðir síldarréttir 60 Chefs special: Gufusoðin úthafsrækja og skelfiskur með piparrótarsósu 95 Söluskattur og þjónustugjald innifalið. ARMARHÓLL Hverfisgötu 8—10, sími 18833. E 3 u - :0 ö>> Se 0)3 I? 33 '■S C 'W Ctf) •í I# ®s tf) 10 5% Snyrtisett Fullkomið snyrtisett, fullt af frísklegum og nytsömum vör- um í tískulitunum. Við bjóöum þér þetta sett á hreint ótrúlega hagstæðu verði, aöeins kr. 99 — allt settið. í settinu eru: 6 stk. augnskuggar, 1 stk. pensill, 1 stk. púðurduft, 1 stk. kinnalitur, 1 stk. bursti og 1 stk. svartur maskari. Aöeins kr. 99 Verslunin opin kl. 12—18 Póstsendum samdægurs ■roígmmsrai’ai it w’rnrr-iv. Wi'itn'Á* mu± J L Sími 45300 Auóbrskku 44-46 Kópavogi. Sími 45300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.