Morgunblaðið - 20.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 IS-menn sáu aldrei hina minnstu glætu gegn Fram - og þeir síðarnefndu rufu 100 stiga múrinn 1S Og \ valsdeildarleik IS og Fram í Haga- skólanum í gærkvöldi. öruggur sigur Fram, sem rauf 100 stiga múrinn í leiðinni. haó var sýnt þegar í upphafi leiksins hvert stefndi, er Fram náði strax forystu og liðið gat leyft sér að slaka verulega á undir lokin án þess að stofna sigrinum í hættu. Fengu allir leikmenn Fram að spreyta sig að þessu sinni. Lokatölur leiksins Björk sigraði • llm helgina fór fram bikarmót FSÍ, en þá kepptu C-liðin. Keppend- ur voru frá átta ára aldri. Urslit í keppninni urðu sem hér segir: A-lið Bjarkar 94,65 stig, B-lið Bjarkar 83,40 stig, Fylkir 73,55 stig, og Gerpla hlaut 68,80 stig. Úrslit fyrir A- og B-liðin verða í íþróttahúsi Kennaraskólans 7. febrúar. Fram: ÍS 107:91 urðu 107—91 fyrir Fram, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 54—43. Flest orð eru óþörf um gang þessa leiks, Fram var allan tím- ann yfir, bara misjafnlega mikið. Undir lokin var staða Fram orðin svo örugg, 92—64, að síðustu mín- úturnar urðu hálfgerð vitleysa. En þær nýttu ÍS-menn þó til þess að minnka muninn verulega. Hjá Fram fór Val Bracy ham- förum um völlinn og það var al- geng sjón í gærkvöldi að sjá hann skokka skælbrosandi fram völlinn með ÍS-vörnina á hælunum og „troða“ með slíkum tilþrifum að áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu honum lof í lófa. Símon Knattspyrnupunktar • Magnús Jónatansson, þjálf- ari 1. deildar liðs ÍBÍ, mun á næstunni halda utan til Eng- lands og kynna sér þjálfun. Mun Magnús dvelja mcðal annars um tíma hjá Arsenal. i>á mun lið ÍBÍ hafa í hyggju að fara í æfingabúðir og keppnis- ferð til Skotlands um páskana. • Valsmenn hafa nú sett sig í samband við markvörðinn Árna Stefánsson og hafa mik- inn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Eins og skýrt hefur verið frá kemur Arni heim á næst- unni eftir 4 ára dvöl í Svíþjóð. 3. dcildar lið Tindastóls hefur gert Árna tilboð um að þjálfa og leika og jafnframt útvega honum atvinnu. En Valsmenn eru líka inni í myndinni. • Sigurður Haraidsson, markvörður V’als í knattspyrnu um langt árabil, hefur nú til- kynnt félögum sínum að hann hafi í hyggju að leggja skóna endanlega á hilluna. l>á mun vera alveg óvíst hvort Dýri Guðmundsson, varnarmaður- inn sterki, verður með Val á næsta keppnistímabili. Hann íhugar eins og Sigurður að hætta keppni. • bjálfarinn góðkunni Árni Njálsson sér um að þjálfa meistaraflokk Valsmanna þar til Hilpert tekur'við liðinu. I>að er að segja ef samningar ná fram að ganga við Hilpert. En þau mál munu skýrast á fimmtudag er hann kemur til landsins. • Einar Árnason mun þjálfa 3. deildar lið ÍK næsta sumar. Margir liðtækir knattspyrnu- menn leika með ÍK, og er mik- ill hugur í mönnum að ná langt á næsta keppnistímabili. • Einn erlendur leikmaður verður með Val næsta keppn- istímabil. Skotinn John Main sem kemur frá Sunderland verður löglegur með Val 2. apríl. Hann er sagður mjög góður leikmaður. — I>R. Einn náði 12 réttum Kr. 100.230.00 fyrir 12 rétta í 19. leikviku Getrauna kom fram einn seðiil með 12 réttum leikjum og verður vinningur fyrir hann kr. 100.230.- en með 11 rétta voru 40 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.073.00. Enn einu sinni varð Axel eftir- litsmaður að grípa til teningsins, þar sem aðeins 5 leikir af 12 á seðlinum gátu farið fram. Vænt- anlega fer þessum vetrarhörkum senn að linna, þar sem ella er hætt við að sum deildarfélögin verði gjaldþrota, ef svona heldur áfram til langframa. Getrauna- spá MBL. -C a a km o s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Cr. Palace — Bolton 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Luton — Ipswich 1 X X X X 2 1 4 1 Man. City — Coventry X 1 1 1 1 I 5 1 0 Norwich — Doncaster 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Tottenh. — Leeds 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Watford — West Ham 1 X X X X 2 1 4 1 Brentford — Fulham 2 X X X X X 0 5 2 Chester — Bristol Rov. 1 1 X 1 1 X 4 2 0 Chesterfield — Newport Lincoln — Portsmouth X 1 1 1 1 X 4 2 0 Southend — Walsall X 1 1 1 X X 3 3 0 Wimbledon — Swindon átti frekar erfitt uppdráttar að þessu sinni, en Viðar Þorkelsson og Þorvaldur Geirsson léku hins vegar prýðilega og sama má segja um Ómar Þráinsson þegar hann var á annað borð inni á vellinum. Pat Bock var nokkuð góður að þessu sinni hjá IS, geysilega sterk- ur leikmaður undir körfunni. Hins vegar mætti hann vera í betri æf- ingu. Gísli Gíslason og Árni Guð- mundsson voru máttarstólpar að vanda og Bjarni Gunnar drjúgur. En það var bara ekki nóg. Stig Fram: Val Bracy 35, Viðar Þorkelsson 18, Símon Ólafsson 14, Þorvaldur Geirsson 12, Ómar Þrá- insson 10, Björn Magnússon 6, Þórir Einarsson og Hörður Arn- arson 4 hvor, Steinn Guðjónsson og Guðbrandur Sigurðsson 2 hvor. Stig ÍS: Árni Guðmundsson 22, Pat Bock 21, Gísli Gíslason 19, Bjarni Gunnar Sveinsson 18, Ingi Stefánsson 9 og Jón Óskarsson 2. — (58- • Arni Guðmundsson var stiga- hæstur í liði fS að þessu sinni. STAÐAN Staðan í úrvalsdeildinni er nú sem hér segir: UMFN 12 10 2 1030—923 20 Fram 12 9 3 1017—923 18 Valur 12 7 5 978—942 14 KR 12 6 6 933—1003 12 ÍR 12 3 9 923—1026 6 fs 12 1 11 941—1065 2 Elnkunnagjöfln LIÐ FRAM: Viðar Þorkelsson Símon Ölafsson Þorvaldur Geirsson Björn Magnússon Þórir Einarsson Omar Þráinsson Steinn Guðjónsson Hörður Arnarson Guðbrandur Sigurðsson LII) fS: 7 Bjarni Gunnar Sveinsson 6 6 Ingi Stefánsson 5 6 Árni Guðmundsson 7 5 Gísli Gíslason 7 5 Þórður Óskarsson 4 6 Jón Oskarsson 4 5 Sveinn Ólafsson 4 5 4 Ahangendur vilja fá Pétur ÁHANGENDAFÉLAG hollenska knattspyrnuliðsins Feyenoord hefur skilað mörgum undirskriftalistum til aðalskrifstofu félagsins í Rotterdam, þar sem það fer fram á það, að félag- ið kaupi Pétur Pétursson aftur frá Anderlecht, en Pétur stóð sem kunn- ugt er snilldarlega hjá hollenska lið- inu áður en hann meiddist illa og gekk síðar til liðs við Anderlecht í Belgíu. Þar hefur honum gengið upp og ofan, ekki síður ofan, því illa hef- ur gengið að vinna sér fast sæti í liðinu. Feyenoord aftur Á ýmsu hefur gengið hjá Feye- noord síðan að Pétur hætti að leika með félaginu. Framkvæmda- stjórinn Peter Stephan var látinn fara með nokkurri skömm og lið- inu hefur gengið mjög illa miðað við hvað búast má við af stórveldi eins og Feyenoord. Má segja að liðið rísi ekki upp fyrir að vera meðallið í Hollandi og er af sem áður var. Eftir því sem Mbl. kemst næst, munu hátt á þriðja þúsund manns hafa ritað nöfn sín á ofangreinda undirskriftalista. Meistaraflokkur ÍBK í körfubolta sem er í efsta sæti 1. dcildar. ÍBK er taplaust Keppni í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik er nú vel á veg kom- in. Meistaraflokkur ÍBK hefur ör ugga forystu í deildinni, hefur leikið sjö leiki og unnið þá alla. Enda er það mál manna að liðið sé mjög sterkt og hafi alla burði til þess að spjara sig vel í úrvalsdeildinni á næsta ári. En víst má telja að liðið sigri með yfirburðum í 1. deild. Stað- an í I. deild er nú þessi: Keflavík 7 7 0 676:518 14 llaukar 8 4 4 681:719 8 Grindavík 7 2 5 590:601 4 Skallagrímur 8 2 6 680:789 4 Næsti leikur í 1. deild verður laug- ardaginn 30. janúar, þá lcika í Njarðvík (•rindavík og ÍBK kl. 14.00. Liverpool sló út Barnsley LIVERPOOL fékk að hafa fyrir sigri sínum gegn Barnsley á útí- velli í aukalcik liðanna ( fjórð- ungsúrslitum deildarbikarkeppn- innar í knattspyrnu sem fram fór í gærkvöldi. Lokatölur urðu 3—1 fyrir Liverpool, en það var heimaliðið sem náði forystunni á 16. mínútu. lan Evans átti þá þrumuskot að marki Liverpool, Grobbelaar varði, en hélt ekki knettinum sem barst til Cotin Walker og hann tvínónaði ekkert við hlutina. Graeme Souness jafnaði með hörkuskoti á 32. mínútu. Síðari hálfleikurinn þótti slakur, en þá skoruðu þeir Dave Johnson og Ken Dalglish fyrir Liverpool og innsigluðu sigurinn. í 1. deild fór fram einn leik- ur, Everton tók á móti Sout- hampton. Everton hafði yfir- burði í leiknum, en tókst ekki að knýja fram sigur. Kevin Kichardson skoraði fyrir Ev- erton í fyrri hálfleik, en Steve Moran jafnaði, 1—1, þegar tvær minútur voru til leiks- loka. Tveir leikir fóru einnig fram í 2. deild. Charlton og Luton skyldu jöfn, 0—0, á heimavelli Charlton og Shef- field Wednesday sótti Crystal Palace heim og sigraði 2—1. • Pétur l'étursson í búningi Feye- noord. Nú vilja aðdáendur hans í Hollandi fá hann aftur í liðið. Danska liöiö fékk skell gegn sterkum Austur-Þjóðverjum AUSTUR-þýska handknattleiks- landsliðið sem lék hér tvo landsleiki á dögunum, hélt síðan stystu leið til Danmerkur og lék þar tvo landsleiki gegn Dönum. Eins og menn muna, unnu þeir þýsku báða leikina gegn íslandi með aðeins tveggja marka mun og máttu hafa ærlega fyrir hlut- unum, sérstaklega í síðari leiknum. Danir voru hins vegar engin fyrirstaða, Austur-Þjóðverkar sigruðu þá fyrst 24—16 og síðan 25—19. Var það mál dönsku blað- anna, að ef ekki hefði komið til snilldarmarkvarsla dönsku markvarðanna, hefði útreiðin orð- ið enn háðulegri. Koma úrslit þessi heim og saman við getumun þann er sást á íslensku og dönsku liðunum um áramótin. Virðist lít- ið hafa breyst til hins betra hjá Dönum og er það miður, því það styttist óþyrmilega í A-keppn- ina ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.