Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
31
Aldrei meiri yfirburðir
hjá Ingemar Stenmark
Skíðakóngurinn Ingemar Sten-
mark virðist nú vera kominn í
hörkugóða ædngu. Nú vinnur hann
hverja keppnina af annarri og er
sagóur skíða betur en nokkru sinni
fyrr. Um síðustu helgi sigraði Sten-
mark í svigi í heimsbikarkeppninni í
Kitzbuhel í Austurríki með ótrúlega
miklum yfirburðum. Stenmark var
hcilum 3,16 sekúndum á undan
næsta keppinaut sínum, Fhil Mahre
frá Kandaríkjunum.
Stenmark, sem ýmist er kallað-
ur „undrabarnið", „súperstjarnan"
eða „skíðakóngurinn", sýndi sam-
kvæmt fréttaskeytum hreint
ótrúlega fimi og færni er hann
skíðaði niður hina mjög svo erfiðu
svigbraut. Aðeins 36 af 109 kepp-
endum tókst að komast niður
brautina. Gamlir jaxlar sögðu að
sjaldan eða aldrei hefði skíðamað-
ur sýnt jafn mikla hæfileika.
Stenmark er því álitinn verða yf-
irburðasigurvegari í næstu svig-
og stórsvigkeppni sem fram fer 27.
janúar.
Þegar fréttamenn inntu Sten-
mark eftir því hvað hann hefði
eiginlega gert yfir jólin og ára-
mótin til þess að komast í svona
góða æfingu sagði hann: „Ekkert
sérstakt. Eg passaði mig bara á
því að borða vel.“
Tími efstu manna í sviginu varð
þessi:
Stenmark 1:42,64
Mahre 1:45,80
Chiesa 1:46,76
Þá var keppt í bruni á laugar-
dag og þar urðu efstir:
Steve Podborski, Kanada 1:57,24
Franz Klammer, Austurr. 1:57,78
Ken Read, Kanada 1:58,00
Tony Burgler, Sviss 1:58,03
Röð efstu manna í heimsbikarn-
um er þessi:
Stig
Phil Mahre, USA 217
Ingemar Stenmark, Svíþ. 134
Steve Podborski, Kanada 94
Andreas Wenzel, Liecht. 85
Ágætt hlaup hjá
Joni í 3.000 m
JÓN Diðriksson frjálsíþróttamaður
úr IJMSB keppti um helgina innan-
húss á meistaramóti Nord-Rhein-
héraðsins, sem háð var í Diisseldorf.
Varði Jón þar meistaratitil sinn í
3.000 metra hlaupi frá því árið áður,
en að þessu sinni varð hann að láta í
minni pokann fyrir nokkrum sterk-
ustu langhlaupurum V-Þýzkalands.
Hljóp Jón á 8:18,6 mínútum og varð
fimmti. Karl Fleschen, bezti lang-
hlaupari VesturÞýzkalands um
langt árabil, sigraði á 8:06,0 mínút-
um.
„Það var mikil barátta í þessu
h!aUpi íraman af. Eg hélt mig í
fremstu röð og var þriðji eftir tvo
kílómetra, og enn vorum við fimm
í einum hnapp eftir 2,5 kílómetra,
Ul-mót íslands
í sundi
llnglingameistaramót fslands
verður haldið helgina 12.—14. febrú-
ar 1982 í Sundhöll Reykjavíkur.
Þátttökutilkynningar skulu berast
fyrir 30. janúar á þar til gerðum
tímavarðarkortum til mótanefndar
SSÍ c/o Box 864, 121 Reykjavík, eða
Guðfinns Ólafssonar, Gyðufelli 10,
109 Reykjavík.
Niðurröðun í riðla fer fram á
skrifstofu SSÍ 30. 1. kl. 15.00.
en þá hófust miklir rykkir sem
hinir þoldu betur en ég. Þetta var
að öðru leyti nokkuð skemmtilegt
hlaup,“ sagði Jón í spjalli við Mbl.
Jón kvaðst mundu keppa í
Dortmund tvær næstu helgar, í
bæði skiptin í 1500 metra hlaupi.
Þess má geta að tími Jóns í Duss-
eldorf er rúmri sekúndu betri en
hann náði bezt utanhúss í fyrra-
sumar.
LEÐURSÓFASETT
Á ÁKLÆÐAVERÐUM
mnm
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK
HÖLLIN
SÍMAR: 91-81199-81410
Ný sending komin
í númerum 35—45 meö loö-
fóöri og ófóöraöir
Pantanir óskast
sóttar sem fyrst
Verö
35—37 kr. 288,-
38 — 42 kr. 324,-
43_45 kr. 353,-
Innimarkaðurinn
Veltusundi 1, sími 21212.
Skókjallarinn,
Barónsstíg 18, sími 23566.
aage
sími 18519 og 23566.
Póstsendum samdægurs.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK o
ÞL AUGLYSIR UM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LYSIR í MORGUNBLAPIM