Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 5

Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 5 Erkibiskup kaþólskra á Norðurlöndum í heimsókn Afhendir forseta íslands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Erkibiskup kaþólskra á Norður löndum og sendiherra Vatíkansins á íslandi, Luigi Bellotti, kom í heim- sókn til Islands síðastliðinn laugar dag. Erkibiskupinn dvelur hér fram á fimmtudagsmorgun og á morgun, miðvikudag, mun hann afhenda for seta Islands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Vatíkansins á íslandi. Á sunnudag messaði Bellotti erkibiskup í Dómkirkju Krists kon- ungs í Landakoti, ásamt dr. Hinrik Frehen biskupi og Ágústi K. Eyj- ólfssyni sóknarpresti. Var mikill fjöldi fólks viðstaddur messuna og flutti hann þar eftirfarandi ávarp: „Yðar göfgi, virðulegu prestar, virðulegu systur, kæru kristnu systkin. Það var mér mikil ánægja að þÍ8KÍa vingjarnlegt og bróðurlegt boð biskupsins yðar að koma hingað í dómkirkju Reykjavíkur- biskupsdæmis og syngja þar hátíð- lega messu. Ég er innilega þakklát- ur hans göfgi og einnig yður, sem komin eru hingað til þess að biðja með mér. Þessi heilaga athöfn er upphaf framkvæmda þess hlutverks míns að vera fulltrúi hins heilaga föður Jóhannesar Páls II á íslandi, og mér er gleði að því að geta hitt yður í dag og fært yður kveðjur og óskir hins heilaga föður. Ég fagna þessu tækifæri til að hefja starf mitt með því að taka þátt í bænum hins kaþólska samfélags í höfuð- borg þessari. Og ég bið yður að biðja þess með kærleiksríkum huga að Guð hjálpi mér að gegna hlut- verki mínu í þjónustu kirkju yðar hér á íslandi, í sameiningu við hinn æðsta hirði og heimskirkjuna. Nærvera hans heilagleika meðal vor lífgast æ meira, það er nærvera friðar og kærleika. Á þessari stundu upplifum vér með sonarlegri hollustu og ástúð þann fögnuð að vera tengd hinum heilaga föður í hinum leyndar- dómsfulla líkama Jesú Krists, sem er kirkjan, og viljum tjá páfanum þegnskap vorn, þakklæti og hlýðni. Kæru bræður, ég flyt yður og fjölskyldum yðar einlægar og heit- ar óskir mínar um frið og öll gæði af hálfu Drottins. Innilegum kveðj- um mínum fylgir postulleg blessun, sem ég færi yður fyrir hönd hins elskaða páfa vors, Jóhannesar Páls II sem merki um ríkulegar náðar- gjafir af himnum." Að messu lokinni heilsaði erki- biskup söfnuðinum í Landakots- skóla. Mælti hann fáein orð til hvers og eins, og kirkjugestir rit- uðu nöfn sín í gestabók, sem erki- biskupi var síðan afhent til minn- ingar um þessa heimsókn til safn- aðarins. Luigi Bellotti fæddist í Verona á Ítalíu 17. marz 1914. Hann meðtók prestvígslu 11. júní 1937 og var til- nefndur nafnbiskup Vancariana í Norður-Afríku 4. október 1964. Hann var sendifulltrúi Vatíkansins í Uruguay frá 2. september 1975, þangað til hann tók við embættum sínum á Norðurlöndum. Erkibisk- upinn hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. I.jósm. Mbl.: ÓI.K.M. Eftir mes.su í Landakoti, heilsaði erkibiskupinn upp á söfnuðinn í Landa- kotsskóla. Á myndinni er dr. Hinrik Frehen biskup að ræða við ungan dreng. Bellotti erkibiskup er fjær að ræða við systur safnaðarins. Ritsafn Guómundar Danlelssonar 9i Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn . Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. lögberg Bókaforlag Þingholtsstræti3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.