Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 14
\ 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
Ólafur Björnsson
prófessor - sjötugur
Vinur minn og starfsbróðir,
Ólafur Björnsson prófessor, er
sjötugur í dag, og er mér ljúft að
minnast hans á þessum tímamót-
um í lífi hans. Segja má, að við
höfum haft samfellt samflot í
nærri 50 ár, það er síðan ég fór til
Kaupmannahafnar haustið 1933
til sama háskólanáms og hann
hafði hafið haustið áður. Sam-
skipti okkar Ólafs hafa engan veg-
inn verið takmörkuð við hagfræði
og efnahagsmálefni, og því á ég
þeirri gæfu að fagna að hafa
kynnst þessum gagnmerka og
góða manni frá mörgum hliðum.
Ólafur Björnsson er fæddur 2.
fébrúar 1912 í Hjarðarholti í Döl-
um, sonur séra Björns Stefánsson-
ar og fyrri konu hans Guðrúnar
Sigríðar Ólafsdóttur. Hjarðarholt
varð fæðingarstaður Ólafs vegna
þess að faðir hans var veturinn
1911—’12 kennari við unglinga-
skóla, sem Ólafur Ólafsson próf-
astur, móðurafi Ólafs, hafði stofn-
að þar 1910 og rak til 1918. Hann
hætti prestskap 1920. Eftir að séra
Björn hafði þjónað sem prestur á
nokkrum stöðum í sveit, fékk hann
árið 1921 Auðkúlu, sem hann hélt
þar til hann hætti störfum fyrir
aldurs sakir 1951. Hann var próf-
astur í Húnavatnsprófastdæmi
frá 1931 til 1951. Börn hans með
fyrri konu sinni, þau er upp kom-
ust, voru Ólafur, sem er elstur, og
3 dætur. Guðrún Sigríður lést árið
1918. Síðari kona séra Björns var
Valgerður Jóhannsdóttir, þau áttu
tvær dætur. Hann lést arið 1958.
Ólafur er af traustum presta- og
bændaættum kominn. Faðir hans
og báðir afar voru merkisprestar.
Geta má þess, að tvöföld langa-
langamma Ólafs í föðurætt var
Þorbjörg Stefánsdóttir, prests að
Presthólum, Scheving, sú er Jón
Helgason ritstjóri skrifar um í 3.
bindi ritverksins Vér Isiands börn
(„Heimur á við hálft kálfskinn").
Hún var móðir Magnúsar Eiríks-
sonar, hins gáfaða og merka guð-
fræðings í Kaupmannahöfn á öld-
inni sem leið (1806—1881). Finnst
mér margt í manngerð og fari
Ólafs minna á Magnús frater, eins
og hann var kallaður. Þorbjörg
Stefánsdóttir er einnig iangalang-
amma mín og erum við Ólafur því
fjórmenningar. Hefur nafn henn-
ar haldist í ættum okkar, því báðir
eigum við systir með því nafni.
Barnaskólanám Ólafs var
sveitabarnsins á þeim tíma — far-
kennsla, sem hrökk skammt, en
ieiddi í ljós óvenjulegar námsgáf-
ur hans. Kom ekki annað til
greina en að hann færi mennta-
veginn. Að gömlum hætti prests-
sona í sveit lærði hann undir skóla
hjá föður sínum, og hann settist í
2. bekk Gagnfræðaskólans á Ak-
ureyri haustið 1927, eftir að hafa
staðist tilskilið próf með prýði.
Stúdent varð hann frá skólanum
(þá orðinn menntaskóli) vorið
1931, með mjög hárri einkunn, eft-
ir aðeins 4ra ára veru í honum
Var það mikið námsafrek.
Ólafi stóð hugur til hagfræði-
náms, sem var ekki hægt að
stunda hér á landi á þessum tíma,
og að svo stöddu leyfði fjárhagur
hans ekki, að hann færi utan til
náms. Hann las lög við Háskóla
Islands veturinn 1931—’32, og kom
það nám honum að góðum notum
síðar. Svo fór, að fjárhagsvandi
hans leystist, og hélt hann til
Kaupmannahafnar haustið 1932,
þar sem hann innritaðist í hag-
fræðideild Hafnarháskóla. Hann
rétt náði því að verða nemandi
hins fræga hagfræðings og stjórn-
málamanns Lauritz Birck prófess-
ors, er lést snemma árs 1933. Sem
fyrr sóttist Ólafi námið fljótt og
vel. Ég varð þess var fljótlega eftir
að ég hóf mitt nám, að hann naut
virðingar kennara og samstúdenta
sakir þekkingar hans og skarp-
skyggni. Lokapróf (cand. polit.-
próf) tók hann í júní 1938 með
hárri 1. einkunn. Mun hann hafa
verið 9. íslendingur sem tók hag-
fræðipróf frá Hafnarháskóla.
Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu-
stjóri, sem var bekkjarbróðir föð-
ur Ólafs í Latínuskólanum var 4.
íslendingurinn, sem tók þetta
próf, 32 árum áður en Ólafur út-
skrifaðist. — Ólafur hefur haldið
sambandi við námsbræður frá há-
skólaárunum, er síðar komust í
fremstu röð áhrifamanna í Dan-
mörku.
Ólafur hélt heim þegar að loknu
prófi 1938. Atvinnumöguleikar
voru þá litlir fyrir hagfræðinga í
þeirra starfsgrein. Viðbúið var, að
þeir yrðu að láta sér nægja venju-
legt skrifstofustarf og launakjör
skrifstofumanns. Gengi hagfræði-
þekkingar á vinnumarkaði var
þannig ekki hátt þá, en átti eftir
að stíga eftir að stríð braust út í
september 1939 og stjórnvöld fóru
að berjast við verðbólgu og það
sem henni fylgir, einkum eftir
hérnám íslands í mái 1940. Ólafur
fékk fyrst vinnu í endurskoðun-
ardeild Landsbankans, en eftir
stutta vist þar varð hann aðstoð-
armaður og síðan fulltrúi á Hag-
stofunni, til 1942. Frá ársbyrjun
1939 var hann jafnframt stunda-
kennari við Viðskiptaháskólann,
sem var sameinaður lagadeild Há-
skólans vorið 1941. Hélt hann
áfram stundakennslu þar til 1942,
en var þá settur dósent við deild-
ina. Af einhverjum ástæðum var
hann ekki skipaður dósent fyrr en
1947, e.t.v. vegna þess að hann af
meðfæddu lítillæti hefur aldrei
minnst á það, að tími væri kominn
til, að hann fengi skipun í starfið.
Árið 1948 var hann skipaður próf-
essor í viðskiptafræði og hefur
hann gegnt því starfi síðan. Aðal-
kennslugrein hans hefur frá upp-
hafi verið þjóðhagfræði. Ég hef
ekki verið nemandi Ólafs, en þó
fengið nasasjón af honum sem há-
skólakennara við það að hafa ver-
ið prófdómari hjá honum í rúm-
lega 20 ár. Það hefur ekki farið
fram hjá mér, að hann hefur
kappkostað að fylgjast vel með
nýmælum í þágu nemandanna. Ég
get einnig sagt það með sanni, að
mat hans á prófúrlausnum til ein-
kunnargjafar mótast af djúpri
réttlætiskennd og ábyrgðartil-
finningu.
Samhliða kennslu í viðskipta-
deild var Ólafur stundakennari
við Verslunarskóla íslands
1948—1967, þar sem hann kenndi
þjóðhagfræði. Sá skóli var mjög
margmennur, og á seinni árum
hefur orðið stórfelld fjölgun nem-
enda í viðskiptadeild. Eru þeir því
orðnir býsna margir, sem notið
hafa kennslu Ólafs.
í annarri afmælisgrein í Morg-
unblaðinu í dag er fjallað um Óiaf
sem háskólakennara og fræði-
mann á sínu sviði, og um ritverk
hans, sem eru mikil að vöxtum. í
því sambandi get ég ekki stillt mig
um að skýra frá endurminningu
frá Hafnarárum okkar, er við um
tíma bjuggum saman á stúdenta-
garði, þ.e. á Studentgárden við
Tagensvej, þar sem stúdentar frá
íslandi gátu fengið inni, eftir að
Garður (Regensen) við Kaupmak-
aragötu lokaðist þeim við gildis-
töku sambandslagasamningsins
1918. Ég varð þá vitni að því, að
aðalprófritgerð Ólafs — mikið rit-
verk um mjög flókið viðfangsefni
— varð til, án þess að hann gerði
uppkast að henni og án þess að
hann þyrfti að gera teijandi leið-
réttingar í frumhandriti sínu —
og ritgerðin var að sjálfsögðu á
dönsku, en ekki á móðurmáli hans.
Ég held að þetta sé einsdæmi.
Allt, sem Ólafur hefur komist yfir
að gera á starfsferli sínum, verður
skiljanlegra þegar maður veit, hve
auðvelt hann á með að koma hug-
sjónum sínum í ritað mál, og einn-
ig hve hraðvirkur hann er við
skriftir. Það er gaman að sjá,
hvernig þéttskrifuð blöð hrannast
upp frá hendi hans, án hléa og
áreynslulaust að því er virðist.
Stjórnmálaafskipti Ólafs eru
allmikilvægur þáttur í starfsferli
hans. Hann gekk í Sjálfstæðis-
flokkinn haustið 1944 og var fram-
an af athafnasamur í honum.
Leiddi það til þess, að hann var
kosinn á þing 1956 og sat þar til
1971, fyrst landskjörinn 1956—’59
og síðan þingmaður Reykvíkinga.
Öll ár sín á Alþingi átti hann sæti
í fjárhagsnefnd, sem talin er
næstmikilvægasta þingnefndin á
eftir fjárveitinganefnd. Frá 1960,
eftir að flokkur hans tók við
stjórnarforustu, var hann formað-
ur fjárhagsnefndar. — Ólafur hef-
ur átt sæti í stjórnum og ráðum
margra opinberra stofnana, svo
sem í Viðskiptaráði, er það fjallaði
um verðlagsmál 1943—’47, í Nor-
rænu menningarmálanefndinni
1953—’71, í Verðlagsnefnd
1960—'67. í bankaráði Seðlabank-
ans var hann 1963—’68, og for-
maður bankaráðs Útvegsbankans
frá árbyrjun 1969 til ársloka 1980.
Ennfremur skal nefnd for-
mennska hans í stjórn Lífeyris-
sjóðs sjómanna 1971—’81 og í
stjórn Aðstoðar íslands við þróun-
arlöndin 1971—’81.
Ólafur hefur flestum öðrum
hagfræðingum fremur komið við
sögu við undirbúning efnahagsað-
gerða og þar tilheyrandi verkefna
á undanförnum 40 árum. Hann
átti sæti í fyrstu hagfræðinga-
nefndinni, sem hafði það hlutverk
að gera tillögur um aðgerðir vegna
verðbólgu o.fl. Minnihlutastjórn
Ólafs Thors setti nefnd þessa á
laggir haustið 1942 í samráði við
þingflokkana. Auk Ólafs voru í
henni hagfræðingarnir Jón Blön-
dal og Klemens Tryggvason, og
Erling Ellingsen verkfræðingur,
sem var efnahagssérfræðingur
Sameiningarflokks alþýðu — sósí-
alistaflokksins. Ólafur var einn
þeirra 4ra hagfræðinga, er stóðu
að hinu svonefnda hagfræðinga-
áliti haustið 1946. Tillögur þeirrar
nefndar urðu grundvöllur að
stefnuskrá ríkisstjórnar Stefáns
Jóhanns Stefánssonar, er kom til
valda í febrúar 1947. Ólafur var
aðalsamstarfsmaður dr. Benja-
míns Eiríkssonar við undirbúning
hinna víðtæku efnahagsaðgerða
ríkisstjórnar Ólafs Thors, sem
ákveðnar voru í gengisskrán-
ingarlögum í mars 1950. Þess skal
getið, að þau ár sem hann sat á
þingi, 1956—’71, komu flest meiri-
háttar efnahagsmál beint eða
óbeint til umfjöllunar hans í fjár-
veitinganefnd, sem nefndarmanns
þar og formanns frá 1960. Hann
hefur við margvísleg önnur tæki-
færi komið við sögu við undirbún-
ing efnahagsaðgera, með þátttöku
í nefndarstörfum, samningu álits-
gerða o.fl.
Um setu hans í öðrum tíma-
hundnum nefndum til undirbún-
ings löggjafar eða til skoðunar eða
upplýsingar málefna er það að
segja, að þær eru of margar til, að
þær verði taldar upp í afmælis-
grein. Í Alþingismannatali
1845—1975 eru flest opinber trún-
aðarstörf Ólafs nefnd. Ástæða er
til að undirstrika, að hin fjöl-
mörgu aukastörf hans í ráðum og
nefndum o.fl. hafa ekki verið verk-
efni, sem færðu honum há laun
fyrir iitla vinnu. Slík störf hans
hafa yfirleitt verið með því marki
brennd, að þau hafa kostað hann
mikla vinnu. Margar hafa nefnd-
irnar verið, þar sem mikill hluti
starfsins íenti á Ólafi vegna
ósérhlífni hans og greiðvikni
gagnvart samstarfsmönnum.
Þegar höfð eru í huga öll opin-
ber störf Ólafs og umfangsmikil
ritstörf hans, er það með ólíkind-
r
Olafur Björnsson prófessor
Ólafur Björnsson, prófessor og
fyrrverandi alþingismaður er
sjötugur í dag, og vil ég í tilefni
þess flytja honum beztu heilla-
óskir og þakkir Sjálfstæðis-
flokksins fyrir ómetanlegt starf
i þágu hugsjóna Sjálfstæðis-
stefnunnar.
Ég kynntist Ólafi Björnssyni á
fyrsta háskólaári mínu. Hann
var kennari lögfræðinema í hag-
fræði. Kennsla hans var slík, að
hún jók áhuga minn á fræði-
greininni og skilning á tengslum
hennar við dagleg viðfangsefni
þjóðmálanna. Þá sem oft endra-
nær var mikill áhugi meðal stúd-
enta á stjórnmálum. Haldnir
voru fundir um stjórnmálastefn-
ur og háskólakennarar eins og
Ólafur Björnsson og Gylfi Þ.
Gíslason tóku þar til máls ásamt
háskólanemum. Voru það eftir-
minnilegir fundir og lærdóms-
ríkir.
Um þett.a leyti gaf Friedrich
von Hayek út bók sína, Leiðin til
ánauðar, sem kom stytt sem
bókarauki í Reader’s Digest.
Ungir sjálfstæðismenn fengu þá
Ólaf Björnsson til að þýða þenn-
an bókarauka og gerði hann það
fljótt og vel og ekki var minnst á
eða krafið um greiðslu fyrir.
Umræður urðu miklar um Leið-
ina til ánauðar og tók Ólafur
Björnsson ótrauður þátt í þeim.
Ég minnist á þessum árum
margra viðræðna við Ólaf
Björnsson, er höfðu mikil áhrif á
mig; og ég veit að slík áhrif hef-
ur Ólafur Björnsson einnig haft
á aðra nemendur sína og sam-
ferðamenn.
Eg minnist þess, að ég heyrði
skólabræður Ólafs segja frá því
á þessum árum, hve Olafi hefði
veitzt námið létt, m.a. hefði
hann getað sezt niður og skrifað
lærðar ritgerðir í fræðigrein
sinni viðstöðulaust án þess síðar
að þurfa að leiðrétta stafkrók.
Ólafur Björnsson hefur á
þessu ári verið háskólakennari
um 40 ára skeið og skrifað og
gefið út fjölmargar bækur, bæði
til kennslu og almennt í tengsl-
um við hagfræðinga, auk fjöl-
margra blaða- og tímarits-
greina. Honum er lagið að fjalla
svo um efnahagsmál og fræði-
grein sína, að leikir sem lærðir
fái notið þess. Ólafur Björnsson
hefur því með þessum hætti átt
veigamikinn þátt í skoðana-
myndun fólks hér á landi ára-
tugum saman.
Það fór ekki hjá því, að menn
báru fljótt sérstakt traust til
Ólafs Björnssonar og hlóðust því
á hann mörg veigamikil trúnað-
arstörf. Ólafur var formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja 1948—56 og hefur alla tíð
notið sérstaks trausts launþega.
Fer það vel saman, að einn bezti
talsmaður markaðskerfis og
frjálshyggju, eins og Ólafur hef-
ur verið, njóti slíks trausts.
Ólafur Björnsson varð, ásamt
dr. Benjamín Eiríkssyni, helzti
ráðgjafi ríkisstjórnar Ólafs
Thors og síðar ríkisstjórnar
Steingríms Steinþórssonar, þeg-
ar tilraun var gerð 1949 og 1950
og losa íslendinga úr viðjum
hafta og skömmtunar, boða og
banna stríðsáranna.
Sú tiltrú, sem Ólafur Björns-
son ávann sér almennt og ekki
sízt meðal launþega, samhliða
samstarfi hans við Olaf Thors og
Bjarna Benediktsson, varð til
þess að hann tók sæti á fram-
boðslistum Sjálfstæðisflokksins
bæði til alþingis og bæjarstjórn-
ar.
Ólafur Björnsson tók sæti sem
varamaður á Alþingi 1950 og í
ágúst 1959, en var landskjörinn
þingmaður 1956—59 og þing-
maður Reykjavíkur 1959—71.
Á alþingi nutu hæfileikar
Ólafs Björnssonar sín ákaflega
vel og reyndist hann Sjálfstæðis-
flokknum hinn traustasti og nýt-
asti þingmaður. Sóttu þeir Ólaf-
ur Thors og Bjarni Benedikts-
son, og aðrir þingmenn flokks-
ins, til hans hin beztu ráð og
skipti það flokk og þjóð mikiu
máli í aðdraganda viðreisnar og
á viðreisnartímabilinu sjálfu.
Naut Ólafur Björnsson því mik-
illar virðingar og álits meðal
samþingsmanna og engu síður
meðal andstæðinga á þingi er
samherja.
Hér skulu ekki tíunduð hin
fjölmörgu trúnaðarstörf sem
Ólafur Björnsson hefur gegnt en
þess skal þó getið, að Ólafur hef-
ur verið frá upphafi formaður
stjórnar þeirrar er fjallar um
aðstoð íslands við Þróunarlönd-
in og ber áhugi hans á því sviði
vitni framsýni hans og fyrir-
hyggju. Ólafur hefur bæði setið í
bankaráðum Seðlabanka og Út-
vegsbanka og verið formaður
bankaráðs Útvegsbanka í meira
en áratug og ritað fróðlega sögu
bankans, sem nýlega er komin út
og mikill fengur er að.
Á árinu 1978 kom út hið
merka rit: „Frjálshyggja og al-
ræðishyggja" eftir ðlaf Björns-
son. Rit þetta á áreiðanlega eftir
að verða mörgum ungum manni
góður vegvísir. I niðurlagskafla
þessa rits kemst höfundur m.a.
svo að orði: „En það er persónu-
frelsið, rétturinn til þess að tjá
sig og til þess að setja sér sín
eigin markmið og framfylgja
þeim, sem máli skiptir fyrir
mannlega hamingju," og síðan:
„Grundvallarskilyrði þess, að
persónufrelsi sé annað en nafnið
tómt, er dreifing valdsins í þjóð-
félaginu, fyrst og fremst dreif-
ing hagvaldsins. Fræðilega séð
getur dreifing hagvalds sam-
rýmzt mismunandi eignarrétt-
arskipulagi, jafnvel þjóðnýtingu,
en í framkvæmd verður auðveld-
ast, svo að ekki sé tekið dýpra í
árinni, að tryggja dreifingu
valdsins á grundvelli einka-
framtaks og séreignarréttar til
framleiðslutækja."
Þótt Ólafur Björnsson, pró-
fessor, hafi nú náð aldursmarki
opinberra starfsmanna, þá er
áhugi og starfsorka hans slík, að
auðum höndum situr hann ekki.
Það er ósk mín og von, að Ólafur
Björnsson eigi enn eftir að auðga
þjóðmálaumræðuna með störf-
um sínúm sem lengst, eins og
hann hefur gert hingað til.
Um leið og kveðjur, þakkir og
heillaóskir eru fluttar Ólafi
Björnssyni er þeim ekki síður
beint til konu hans, frú Guðrún-
ar Aradóttur.
Megi þeim og fjölsky ldu þeirra
vel farnast í hvívetna.
Geir Hallgrímsson