Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 16

Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Hljóðmúr Allaballaauð- valdsins í Byggingarfé- lagi verkamanna rofinn Eftir Bjarna G. Tómasson Á sumri komanda eru 42 ár síðan flutt var í íbúðir fyrsta flokks Byggingarfélaxs verka- manna. Sumarið 1940 líður þeim seint úr minni; sem þá áttu fyrir heilili að sjá, eða voru þá farnir að afla tekna. Heimskreppan var þá búin að liggja á okkur eins og mara á annan áratug. Þennan sólbjarta vormorgun var Reykjavík orðin morandi af her- mönnum, sem höfðum hernumið ísland þetta minnisstæða ár, 1940. Umskiftin voru ótrúleg. Allir fengu næga vinnu, en minnisstæðast er mér þegar sá ótti vaknaði að Bretar ætluðu að hernema hús Byggingarfélags- ins. Það voru því ekki hvað mig snerti höfð vettlingatök við að koma dótinu inn í búðina um leið og leyfið kom. Það eru mörg vötn runnin til sjávar síðan það kærleiksverk varð að veruleika, að Byggingar- félag verkamanna var stofnað og lög um byggingarsjóð voru gefin út, undirrituð af Haraldi Guð- mundssyni 9. janúar 1935. 1939, 27. maí, eru gefin út bráða- Bjarni G. Tómasson. birgðalög sem endurbót á nefnd- um lögum. Emil Jónsson gefur út lög. nr. 30/1970, þau ganga út frá því að byggingarfélög verka- manna, sem starfað hafa á grundvelli eldri laga hætti störf- um. Þar með er Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík orðinn lokaður félagsskapur. I lögunum segir: „Byggingarfélag verka- manna getur á félagsfundi ákveðið einhliða að fela sveitar- stjórn hlutverk sitt. I framhaldi af slíkri ákvörðun skal slíta fé- laginu svo sem samþykktir þess og lög um samvinnufélög nr. 46 frá 1937 mæla fyrir um.“ Þetta færðum við okkur ekki í nyt. Þegar Magnús H. Magnússon var félagsmálaráðherra, þá kvis- aðist að nú mættum við eigendur íbúðanna sjá um söluna á frjáls- um markaði. En Adam var ekki lengi í Paradís. Magnús samdi frumvarp. I því segir í 17. gr. undir lið um kaupskyldu og for- gangsrétt sveitarfélaga orðrétt: „Nú hafnar sveitarstjórn for- kaupsrétti sínum skv. 4. mgr. 16. gr. og er þá íbúðareiganda frjálst að selja íbúð sína öðrum aðila, enda greiði hann að fullu eftirstöðvar láns Byggingarsjóðs verkamanna. Sveitarstjórn skal þá gefa út yfirlýsingu til þing- lýsingar, um að niður séu fallnar allar kvaðir, sem verið hafa á íbúðinni hvað varðar forkaups- rétt og takmarkanir á ráðstöfun- arrétti." Núgildandi lög eru um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 51/1980, samin í ráðherratið Svavars Gestssonar. Þar er þessi „En hafa íbúðareig- endur athugað að hið nýja auðvald Allaball- anna framkvæmir nú eignaupptöku í stórum stfl. Það sem upphaf- lega var stofnað til styrktar félitlu fólki er nú snúið gegn því. Vita þeir að yfirvöld eru með sífelldum laga- breytingum að þreifa fyrir sér hvernig best sé að hafa af gömlu fólki meir en helming þess, sem hægt er að selja íbúðir þeirra á á frjálsum markaði.“ 4. mgr. 17. gr. í frumvarpi Magn- úsar skráð að mestu orðrétt. Það, sem hér hefur verið fjall- að um þau lög, sem gefin hafa verið út varðandi byggingarsjóð er ekki tæmandi, enda um frum- skóg að ræða, eða tíu lagabálka, en þessi lög snerta okkur íbúðar- eigendur á ýmsan hátt, og sýna hvað við hefðum getað gert. Eg sótti t.d. um það bréflega til borgarráðs að borgin hafnaði forkaupsrétti sínum á minni íbúð. Eg var hafður fyrir narra. Lá þó fyrir samþykkt í borgar- ráði þess efnis að hafna for- kaupsrétti á íbúðum Byggingar- félags verkamanna í Reykjavík. Varðandi B.v. get ég sagt þetta. Ég sótti um það að fá stærri íbúð. Þegar íbúðin var auglýst sótti ég um hana með bréfi, dagsettu 24. apríl, 1978. Bréfinu var aldrei svarað og því síður að talað væri við mig. í bréfinu var tekið fram að ég væri stofnandi að B.v. Þeim fækkar óðum, sem fluttu á sama tíma inn í fyrstu íbúðir B.v. Viðhorf þeirra hefur breyst til félagsins, það er ekki hægt að sjá að þetta sé sama félagið og upphaflega var stofnað. . En hafa íbúðareigendur at- hugað að hið nýja auðvald Alla- ballanna framkvæmir nú eigna- upptöku í stórum stíl. Það sem upphaflega var stofnað til styrktar félitlu fólki er nú snúið gegn því. Vita þeir að yfirvöld eru með sífelldum lagabreyting- um að þreifa fyrir sér hvernig best sé að hafa af gömlu fólki meir en helming þess, sem hægt er að fá fyrir íbúðir þeirra á frjálsum markaði. Þetta er ekkert annað en átt- hagafjötrar, sem binda eigendur við íbúðirnar, sökum þess að þeir verða annaðhvort að gefa meir en heilming eigna sinna eða sitja á sínum stað sem í ráðstjórn væri. Ýmsir í eldri flokkunum, sem verða að sæta þessum afar- kostum, hafa við íbúðarkaup sín aldrei fengið lán hjá félaginu, greitt allt á borðið. Þessi mál verða ekki leyst nema eigendur standi þétt sam- an og sameinaðir um sama sjón- armiðið, að eigendur fái ráðstöf- unarréttinn í sínar hendur yfir íbúðunum og þeim þinglýst sem þeirra eign, það er ekki eign sem ekki er hægt að ráðstafa. Þeir fiska ekki, sem ekki róa. Laugavegi 63, á horni Vitastígs og Laugavegs. Verksmiðjuverð Kvenfatnaöur, svo sem kápur, jakkar, dragtir, úlpur, anorakar, buxur. Ennfremur barnabuxur og efnisbútar. Athugið: Opið frá kl. 13-18 S0LID0 Afetvrci## - Bátavélar Eigum fyrirliggjandi 80 hestafla Ford Marcraft Diesel bátavélar meö skrúfu og skrúfuöxli. Vélarnar eru með PRM 265 niðurfærslugír 3:1. 2 Alternatorar 30 og 90 AMPER. 24 Volta rafkerfi. Jabsco lensidælu með kúplingu. Tvöföld stjórnun á vél. Aflúrtak fyrir vökvadælur. Varahlutir og verkfæri samkvæmt reglum Siglingamálastofnunar. Leitiö upplýsinga. Góðir greiösluskilmálar. Getum afgreitt vélar strax á gömlu gengi. Vélar & Taeki hf. rRYGGVAGATA 10 BOX 397 REYKJAVlK SlMAR: £'286 - 21460 Fjölskyldutekjur hæstar á kúabúum FVRIK nokkru kom úl ársskýrsla líurciknisloln landbúnaðarins fyrir árið 1980. Það ár fa'rðu 216 bændur búreikninga í samvinnu við Búreikningastofuna. Aðeins voru leknir með 141 reikningur til endanlegrar úrvinnslu. Af þeim voru 52 kúabú, blönduð bú voru 34 og sauðfjárhú 55. Meðalstærð allra búa var 543 ærgildi. Kúabúin voru stærst með 756 ærgildi, blönduðu búin voru með 518 ærgildi en sauðfjárbúin með 358 ærgildi. Meðalfjirlskvldutckjur hækkuðu frá fyrra ári um 53% en framleiðslukostnaður um 47%. Framleiðslutekjur reyndust vera 249 þús- und nýkr., þa'r höfðu hækkað um 50%. Fjölskyldutekjur voru hæstar á kúahúun- um, reyndust þær vera 122 þús. kr. Að meðaltali á öllum búunum voru fjölskyldu- tekjur 97 þúsund nýkr. Uppgjör einstakra búgreina var gert eftir svokallaðri framlegðarað- ferð. Hún er fólgin í því að breyti- legum kostnaði er skipt milli bú- greina en ekki föstum kostnaði, þ.e. launagreiðslum, vöxtum, fyrningum o.fl. Framlegð búgreina er fundin með því að draga breytilegan kostn- að frá framleiðslutekjum, en fram- legð af öllu búinu fæst með því að leKgja saman framlegð einstakra búgreina. Meðalframlegð á vetrarfóðraða kind var kr. 348, hver vetrarfóðruð kind gat því greitt þessa upphæð fyrir vinnu, vexti og fyrningar. Framleiðslutekjur á kind voru að meðaltali tæpar 500 kr. Árið 1980 var meðalnyt árskúa 3.478 ltr. Fram- legð á árskú reyndist vera 6.656 kr. en breytilegur kostnaður var 4.211 kr. Það sem hafði mest áhrif á af- komu kúabænda var nythæð kúnna. Framlegðin á árskú var því meiri sem meðalnytin var hærri. Á þeim búum sem meðalnyt eftir árskú var 3.165 ltr. var framlegðin 5.664 kr. en þar sem meðalnytin var 3.889 ltr. var framlegðin 7.502. Framleiðslukostnaður á heyi reyndist vera kr. 0,74 á kg. Skuldaaukning á árinu var að meðaltali tæp 21 þús. en skulda- aukning umfram eignaaukningu reyndist vera 4.780 kr. Skuldaaukn- ing varð mest á blönduðu búunum. Á undanförnum árum hafa orðið nokkrar sveiflur í tekjum eftir bú- tegund. Árin 1969—1973 og 1976—1980 skipa kúabúin efsta sæti. Sauðfjárbúin voru efst árin 1974 og 1975. Árið 1976 voru fjölskyldutekj- ur svipaðar á öllum þrem bútegund- unum, en 1977—1979 voru sauðfjár- búin í neðsta sæti. Öll hin árin voru blönduðu búin með minnstu tekjurn- ar. Ritstjóri Ársskýrslunnar er Jó- hann Ólafsson, en hann er jafnframt forstöðumaður Búreikningastofu landbúnaðarins. Ársskýrslan fæst hjá Búnaðarfélagi íslands. (Ath. all- ar upphæðir eru taldar í nýkrónum.) GULLFOSS % IW~> AIRP0RT AÐALSTRÆTI9 SIMI12315 ENDUROG HENDUR - MIOB/EJARMARKAONUM AOALSTR/FTI9 - 101 REYKJAVIK - ICELAND - TEL : 27620 MIÐBÆJARMARKAÐNUM 021015 Markaðurinn metravara SEYMA HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.