Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 21 ^^1 III II I II II II i— HDrðHlrl Jóhannes búinn að velja sterkan landsliðshóp Jóhannes Atlason landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu valdi um helgina landsliðshópinn sem sækir heim Kuwait, Quatar og Sameinuðu furstadæmin í mars næstkomandi. Mun undirbúningur fyrir keppnina hefjast strax og auðið er, enda er naumur tími til stefnu. Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Þorsteinn Bjarnason ÍBK • Njáll Eiðsson Val inn í fyrsta sinn. landsliðshóp- Guðmundur Baldursson Fram Bjarni Sigurðsson ÍA Aðrir leikmenn: Örn Óskarsson ÍBV Sigurður Halldórsson IA Ómar Rafnsson UBK Ólafur Björnsson UBK Viðar Halldórsson FH Marteinn Geirsson Fram Trausti Haraldsson Fram Ásbjörn Björnsson KA Ómar Torfason Vík. Hörður Hilmarsson UMFG Sigurður Lárusson íA Njáll Eiðsson Val Sigurlás Þorleifsson ÍBV Sigurður Grétarsson UBK Jón Einarsson UBK Eins og komið hefur fram í fréttum, leikur íslenska landsliðið sex leiki ytra, tvo gegn hverri þjóð. Fyrsti leikurinn verður gegn Quatar 28. febrúar. Þrjú heimsmet • ÞRJU heimsmet voru sett um helgina. Reinaldo Nehmiah sló gamla metið í 60 metra grinda- hlaupi innanhúss, hljóp á 6,82 sekúndum. Hann setti einnig heimsmet í 50 metra spretti, en AP gaf ekki upp tímann. Þriðja heimsmetið setti Jeanette Bold- en, er hún hljóp 60 metra á 6,60 sekúndum. Metin voru sett á móti í Dallas í Texas. • Atli Kðvaldsson í færi upp við markið í leik. llm síðustu helgi skoraði hann fyrir lið sitt í „Bundesligunni“. Öruggt hjá Ingólfi INGÓLFUR Jónsson sigraði í karlaflokki á Mullersmótinu í skíðagöngu sem haldið var í Hveradölum í leiðindaveðri um helgina. Ingólfur, sem er í SR, fékk tímann 24,16 minútur, en gengnir voru 8 kílómetrar. Örn Jónsson SR varð annar á 27,35 en aðrir keppendur voru dæmdir úr leik. í flokki 17 ára og yngri sigr- aði Garðar Sigurðsson SR á 18,16 mínútum, gengnir voru 5 kílómetrar. í flokki 18 ára kvenna og yngri sigraði hins vegar Rannveig Helgadóttir SR á 10,38 mínútum, gengnir voru 2,5 kílómetrar. FH sigraði 26—2 FH VANN stóran sigur á Þrótti í meistaraflokki kvenna í ís- landsmótinu í handknattleik á sunnudag. Eftir að staðan hafði verið 14—0 í hálflcik lauk leikn- um með sigri FH, 26—2. Lið Vals og Fram gerðu jafntefli 12—12, eftir mikin hörkuleik á sunnu- dagskvöld. Þá sigraði lið V'íkings lið KR nokkuð örugglcga með 19 mörkum gcgn 13. Lið FH cr nú efst í 1. deild mcð 15 stig cftir 8 leiki. Atli skoraði eitt af f jórum mörkum Diisseldorf ATLI Eðvaldsson cr kominn aftur inn í myndina hjá Fortuna Diisscl- dorf í þýsku úrvalsdcildinni í knattspyrnu, en hann sknraði fyrsta mark liðsins í stórsigri, 4-1, gegn Armenia Bielefeldt um hclgina. Bielefeldt náði forystunni á 33. mín- útu er Riedel skoraði mark úr víta- spyrnu. En Atli jafnaði fyrir Fortuna á 40. mínútu og yfirburðir liðsins í síðari hálfleik voru miklir, Dusend skoraði á 58. mínútu, W'enzcl úr víti á 67. mínútu og loks Thomas Allofs á 73. mínútu. Eins og sjá má á stöð- unni hér að ncðan, er Fortuna nú komið af mesta hættusvæðinu í dcildinni, en þó eru mjög mörg lið í fallhættu ef grannt er skoðað. Urslit leikja urðu sem hér segir: „Þetta var okkar dagur“ - sagði Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar eftir sigurinn gegn FH Wordor Hromon — Hayorn Miinrhon fr K. Dussoldorf — Arm. Hiolofoldt 4-1 Karlsruho — B. Miinohont'ladharh l-| Kinlr. Hraunst hwoij» — Stuttj'arl fr Kaisorslaulcrn — Duishurj; .*!-« Hor. Dortmund — llamhur^or S\ 2-3 Nurnhorj; — Krankfurl fr. Darmsladl 9K — Hayor Lovorkuson fr FC Köln — Hochum 1-0 FC Köln notaði tækifærið og skaust í efsta sætið með sigrinum gegn Bochum. Leikurinn þótti afar slakur, en sigurinn þó sanngjarn. Útherjinn Pierre Littbarski skor- aði sigurmarkið á 75. mínútu. Umskiptin í leik Dortmund og HSV voru mikil og skyndileg, heimaliðið lék á als oddi í fyrri hálfleik og hafði tveggja marka forystu, en þeir Keser og Burgs- muller sáu um það. í síðari hálf- leik snérist dæmið hins vegar ger- samlega við. HSV hafði þá mikla yfirburði. Daninn Lars Bastrup skoraði tvívegis og jafnaði, sigur- markið skoraði síðan Horst Hrub- esch rétt fyrir leikslok. Borussia Mönchengladbach sótti Karlsruhe heim og hafði heimaliðið óvænta og umtalsverða yfirburði þrátt f.vir að liðið sé í hópi neðstu liða, en BMG í hópi efstu. Erwin Gross skoraði fyrir Karlsruhe á 58. mínútu og það var ekki fyrr en rétt fyrir leikslok, að Mill jafnaði fyrir BMG. Loks vann Kaiserslautern ör- uggan sigur gegn Duisburg sem getur hreinlega ekkert. Funkel skoraði fyrsta niarkið á 34. mín- útu, en fleiri urðu mörkin ekki fyrr en þremur mínútum fyrir landsleik, en Brummer og Dusek bættu mörkum við. Staðan er nú I. KC Kiiln I!) 12 4 Havorn Múnohon 19 13 2 Horussia Dorlmund 20 10 K Wordor Hromon 19 9 3 Ilamhuri'cr SN |7 9 4 Horussia Dorlm. 20 9 4 Kinlrachl Frankf. IK 9 2 Kinlraohl Hraunsohw. |K 10 0 VFB Siullgarl IK 6 6 I. FC Kaisorslaulorn 17 3 7 VFL Hoohum 19 Kortuna Dússoldorf 19 I. FC Núrnhorj; 19 Darmsladl 9K |9 Hayor Ix-vorkuson IK Arminia Hiolofoldlt 20 Karlsruho SC 17 MSV Duishurt; IK 3 39-14 2K 4 44-27 2K 2 38-26 2K 5 31-29 23 4 46-23 22 7 35- 25 22 7 46-36 20 K 32-2K 20 6 25- 28 18 5 36-33 17 8 28-30 16 5 5 9 31-39 15 6 3 10 28-40 15 4 6 9 22-42 14 4 5 9 22-38 13 4 5 11 19-32 13 4 4 9 25-35 12 4 2 12 23-45 10 5 6 Það var kált á hjalla í húningsklef- um Þróttara eftir hinn örugga sigur gegn FH og grcinilegt, að íeikmcnn stefna á sigur í 1. deild. „Þctta var okkar dagur,“ sagði Ólafur H. Jónsson, þjálfari liðsins eftir sigur- inn. „Við byrjuðum illa og FH náði þriggja marka forustu en þá breyttum við vörninni, úr flatri vörn í 3—3, fórum vel út á móti þeim. Þetta virtust FH-ingar ekki ráða við og við kafsigldum þá í síðari hálfleik þegar við keyrðum hraðann upp; breyttum stöðunni úr 14—13 í 21—14. Við náðum þessu með sterkri vörn og frá- bærri markvörzlu Ólafs Bene- diktssonar. Það fylgist einatt að, sterk vörn og frábær markvarzla. Eg er mjög ánægður. Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir leikinn, að sigra, og hlutum tvö dýrmæt stig. Þetta var góður leikur af okkar hálfu og ég vil geta þess, að dómgæzla þeirra Björns Kristjánssonar og Karls Jóhannssonar var mjög góð,“ sagði Ólafur H. Jónsson. — Nú eru þrjú lið efst og jöfn á toppi 1. deildar, Víkingur, Þróttur og FH og KR skammt undan. Hverja telur þú möguleika ein- stakra liða? „Ef við spilum þá leiki sem eftir eru eins og í dag, þá verðum við í toppbaráttunni og ég er bjartsýnn • ÞORGILS Óttar, FH, reyndi að stöðva Pál Olafsson, Þrótti, I leik liðanna á laugardag. Sjá allt um lciki helgarinnar á bls. 23, 24, 25. á sigur. En við eigum erfiðan leik fyrir höndum við KR og ætlum okkur sigur. Það vantar breidd í iið FH. Leikur liðsins hrynur ef Kristján Arason er tekinn stíft. Þá skortir meiri breidd og hitt er líka, að lið- ið er ekki eins afgerandi hér í Höllinni eins og suður í Hafnar- firði; þar eru þeir feikisterkir. Víkingar eru mjög sterkir og erfiðir viðureignar og ég er þeirr- ar skoðunar að baráttan um ís- landsmeistaratign standi milli þessara þriggja liða. KR-ingar eiga við svipuð vandamál að stríða og FH-ingar; þeir byggja um of á einum leikmanni, Alfreð Gísla- syni. Það þarf að gæta þessara tveggja leikmanna mjög vel. Hitt er svo, að ekkert þessara liða er nógu „stabilt“, nógu afger- andi í dag. Ég tel að Valur eigi eftir að taka stig af þessum liðum. En eins og ég sagði, ef við leikum eins og í dag, náum upp sömu bar- áttu í vörninni og sömu mark- vörzlu, þá förum við langt með sigur í 1. deild,“ sagði Ólafur H. Jónsson. II.Halls. Steiner sigraði Austurríkismaðurinn Anton Steiner sigraði í svigi í heims- mcistarakcppninni í skíða- íþróttum sem fram fer í Schladming í Austurríki um þessar mundir. Sigur hans var öruggur er Andreas W’enzel féll f síðari ferð sinni, en hann var með lang besta tímann eftir fyrri ferðina. Tími Steiners var 1:41.26 mínútur samanlagt. Bojan Krizaj frá Júgóslavíu fékk reyndar besta tímann, en hann sleppti hliði í síðari -ferð- inni og var dæmdur úr leik. Miller enn sigursæll JOHNNV Miller sigraði á opna Andy Williams-golfmótinu í San Diego um helgina og var mikil spenna undir lokin, enda hatðist ekki sigur fyrr en eftir harða keppni við snillinginn Jack Nicklaus. Þegar upp var staðið hafði Miller sigrað á samtals 270 höggum, eða 18 undir pari, Nicklaus lék á sam- tals 271 höggi. Nicklaus hland- aði sér í toppslaginn einkum á frammistöðu sinni fyrsta dag mótsins, en þá setti hann vall- armet, lék á 64 höggum, eða átta undir pari. Fór hann þá tvær holur á „erni“, eða tveim- ur undir pari. Miller hreppti 54.000 dali í verðlaun fyrir sigurinn, en Nicklaus stakk einnig dágóðri summu í vasann. enda var hann einn og yfirgefinn í öðru sæti. Tom Kite og John W'eis- kopf voru jafnir I 3.-4. sæti, háðir léku á samtals 273 högg- um. * • 9 9 * 9 9 f W * € * ff 9II | |l I t'M €99 9 f 99 * 9# ff • ff-9- • 9 *•» 999 • 9 I* 9 99 Mttll 99 99.9 M| ff 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.