Morgunblaðið - 02.02.1982, Page 23

Morgunblaðið - 02.02.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1982 23 KR lagði UMFN með 1 stigs mun KR-ingum tóksl að leggja Njarðvík- inga með eins stigs mun, í spenn- andi leik, í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í íþróttahúsi Hagaskólans á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 72:71 (43:37) KR í vil, eftir spenn- andi og afdrifaríkar lokamínútur. KR hafði 10 stiga forystu er 5 mínút- ur voru til leiksloka, en þá tók Ilanny Shouse til sinna ráða og skor aði 9 stig í röð fyrir Njarðvíkinga án þess aiKR næði að svara og voru þá 3 mínútur til leiksloka. Þá skoraði Stew Johnson körfu fyrir KR og jók muninn í 3 stig en Valur Ingimund- arson minnkaði muninn í 1 stig er rúm mínúta var til leiksloka, en það dugði Njarðvíkingum ekki, þrátt fyrir að þeir fengju næg tækifæri til að komast yfir, og KR-ingar stóðu sem sigurvegarar í lokin. Leikurinn var mjög jafn framan af, liðin skiptust á um að skora og jafnt var á flestum tölum þar til á 13. mínútu er KR-ingar náðu for- ystunni og varð hún mest 7 stig til fyrir leikhlé, en 6 stig, 43:37 í hálf- leik. Eftir leikhlé héldu KR-ingar síðan forystunni til leiksloka, þó Njarðvíkingum tækist af og til að minnka muninn í 1 og 2 stig. Þeir voru síðan miklir klaufar að ná ekki forystunni á síðustu mínútu leiksins, er Shouse mistókst þrí- vegis í röð undir körfu KR-inga og Gunnari Þorvarðarsyni mistókst sending er 43 sekúndur voru til KR: Njarðvík 72 — 71 leiksloka. KR-ingar höfðu þá eins stigs forystu og náðu að halda knettinum til leiksloka. Þrátt fyrir tapið hafa Njarðvík- ingar enn 4 stiga forystu í úr- valsdeildinni, en þeir verða að leika betur en að þessu sinni ef þeir ætla sér ekki að hleypa Frömmurum of nálægt sér. Danny Shouse var að venju atkvæðamest- ur Njarðvíkinga, skoraði 44 stig, en aðrir leikmenn voru nokkuð frá sínu bezta og enginn þeirra náði að skora fleiri en 9 stig. Stew Johnson var beztur KR-inga, bæði í vörn og sókn og Garðar Jóhannsson var góður í fyrri hálfleik. Stig KR: Stew Johnson 31, Garðar Jóhannsson 19, Jón Sig- urðsson 8, Ágúst Líndal 6, Stefán Jóhannsson 4 og Birgir Mikaels- son og Páll Kolbeinsson 2 hvor. Stig UMFN: Danny Shouse 44, Valur Ingimundarson 9, Gunnar Þorvarðarson 8, Jónas Jóhannes- son 6 og Jón Viðar Matthiasson og Sturla Örlygsson 2 hvor. HG • Stu Johnson gnæfir hátt yfir aðra leikmenn og skorar tvö stig fyrir KR. Aðrir á myndinni eru f.v. Stefán Jóhannsson, Sturla Örlygsson, Valur Ingi- mundarson, Jónas Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson. Einkunnagjðfin KR Garðar Jóhannsson 8 Jón Sigurðsson 7 Ágúst Líndal 6 Stefán Jóhannsson 6 Iiirgir Mikaelsson 5 Páll Kolbeinsson 5 Aðrir léku of lítið til að fá cinkunn. IIMFN Gunnar Þorvarðarson 7 Valur Ingimundarson 7 Jónas Jóhannesson 6 Jón Viðar Matthíasson 5 Sturla Örlygsson 5 Ingimar Jónsson 5 Smári Traustason 5 Aðrir léku of lítið eða ekki. • Víkingurinn, Steinar Birgisson, sækir að vörn KR-inga í leiknum á laugardag. Leikur liðanna var mjög harður og var Víkingum alls vikið 10 sinnum af leikvelli. IJósni. Kax. Leikur KR-inga hrundi í síðari hálf leiknum - og Víkingar gengu auðvitað á lagið VÍKINGUR sigraði KR 23—19 í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik um helgina, í leik sem var fjarri því að vera jafn spennandi og skemmtilegur og búast mátti við. Eins og liðin léku á laugardaginn var það hreinlega miklu betra liðið sem sigraði. Náðu Víkingar um tíma átta marka forystu í síðari hálfleik þrátt fyrir að hverjum þeirra á fætur öðrum væri vikið af leikvelli. Tvíveg- is í síðari hálfleik voru aðeins fjórir Víkingar inn á og alls voru Víkingar reknir tíu sinnum af leikvelli. Það var kraftur í KR-ingum fyrstu mínúturnar, Gunnar Gísla- son skoraði glæsilegt mark strax á Rúmenar sigruöu RÚMENÍA sigraði á allsterku 6-landamóti í handknattleik um helgina, hinu svokallaða Jerez de La Frontera-móti sem haldið er árlega á Spáni. Mótið stóð yfir í viku og tryggðu Rúmenar sér sigur með 37—22 sigri gegn Kúbu í síðasta leiknum. Onnur úrslit í síðustu um- ferðinni: Rússland sigraði Spán 22—21 og Japan sigraði Kína 30—22. Rúmenía hlaut 9 stig í leikj- unum fimm, vann alla keppinauta sína utan Spán, en þjóðirnar skildu jafnar. Rússar fengu 8 stig, Spánn 7 stig, Japan 4, Kúba 2 og Kína ekkert stig. Staðan í úrvalsdeild í körfuknattleik EFTIR leik helgarinnar á milli KR og UMFN er staðan í úrvalsdeild- inni þcssi: Njarðvík 14 11 3 1201—1097 22 Fram 14 9 5 1171 — 1079 18 Valur 14 8 6 1134—1100 16 KR 14 8 6 1086—1152 16 ÍR 14 5 9 1089—1150 10 ÍS 14 1 13 1110—1262 2 Næsti leikur í úrvalsdeildinni er á fimmtudag, þá leika ÍS og Valur í fþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 20.00. fyrstu mínútu leiksins og Haukur Ottesen breytti stöðunni síðan í 2—0 með miklu harðfylgi. En það var strax ljóst, að festa var ekki fyrir hendi í vörn KR að þessu sinni. Þá kom og fram, þó það kæmi ekki berlega í ljós fyrr en í síðari hálfleik, að í sóknarleiknum voru miklir brestir, leikmenn KR eru afar misjafnir og ef mótlætið er umtalsvert fer allt í vitleysu. Eftir að staðan var orðin 2—0 fyrir KR, átti Víkingur næsta leik, 2—2 mátti sjá á töflunni og þegar KR skoraði þriðja markið og komst í 3—2 var þaö í næstsíðasta skiptið sem liðið hafði forystu í leiknum. Síðan var jafnt upp í 6—6, en Víkingur náði svo tveggja marka forystu sem liðið hélt fram undir lok hálfleiksins, er KR náði að skora tvö síðustu mörkin eftir að Páli Björgvinssyni hafði verið vikið af leikvelli. Síðasta skiptið sem KR hafði forystu í leiknum var á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins, er AI- freð Gíslason sendi einn af þrumufleygum sínum í netið, 12—11 fyrir KR. En það var ekki forsmekkurinn að því sem í vænd- um var hjá KR, það dofnaði á ein- beitingunni og nokkrar sóknarlot- ur í röð fóru í vaskinn. Páll Björgvinsson kom heldur betur við sögu þessar upphafsmínútur síð- ari hálfleiks, hann komst einn upp í hraðaupphlaupum þrisvar sinn- um í röð, skoraði tvívegis og fisk- aði víti sem gaf mark í þriðja til- vikinu. Framtak Páls breytti stöð- unni úr 11 — 12 í 14—12. Næstu mínúturnar réðu svo úrslitum. Gunnar Gíslason skoraði að því er virtist gott mark, en dómararnir Árni Tómasson og Rögnvaldur Erlingsson voru allt of fljótir að blása í flauturnar. Þeir tóku markið af KR, en dæmdu þess í stað vítakast og ráku Steinar Birgisson út af. En þetta kom KR ekki að haldi, Kristján Sig- mundsson varði glæsilega vítakast Alfreðs og tvö næstu mörkin skor- uðu Víkingar. Þarna var óhætt að segja að sá brotlegi hafi hagnast. Á KR-liðinu var hvorki haus né sporður eftir þetta, Víkingur jók muninn smám saman allt þar til staðan var orðin 22—14 en þá var slakað á svo um munaði. Fimm af síðustu sex mörkum leiksins skor- uðu svo KR-ingar, en það breytti engu, sanngjarn sigur Víkings var fyrir löngu kominn í höfn. Þrátt fyrir að talsvert væri áf áhorfendum í Höllinni og jafnræði með liðinum allan fyrri hálfleik, var aldrei snefill af spennu eða stemmningu í leik þessum, hvern- ig svo sem á því stóð. Leikurinn var frekar slakur og einkennileg værð yfir öllu saman. En við hverju var svo sem að búast þegar liðin hafa ekki leikið svo mörgum vikum skiptir. Víkingarnir höfðu greinilega þolað hvíldina betur, enda lið þeirra jafnara að getu og leikreyndara að mörgu leyti. Þetta var þó enginn toppleikur hjá ís- landsmeisturunum, það þurfti ekki. Það er erfitt að gera upp á milli leikmanna Víkings, helst að geta Guðmundar Guðmundssonar og frammistöðu Kristjáns Sig- mundssonar í síðari hálfleik, er hann varði afar vel, þ.á m. tvö vítaköst. Þá var þáttur Páls Björgvinssonar í upphafi síðari hálfleiks geysilega mikilvægur, en Palli gerði þá beinlínis út um leik- inn á nokkrum mínútum. Gunnar Gíslason og Jóhannes Stefánsson voru bestu menn KR að þessu sinni, menn sem eiga fullt erindi í landsliðið, þó ekki endilega bara út á frammistöðuna gegn Víkingum. Furðulegt raunar hvað Jóhannes hefur þurft að bíða eftir sínu tækifæri. Álfreð Gísla- son var sterkur og skoraði glæsi- leg mörk, en heldur fór nýtingin versnandi þegar á leikinn leið. Haukur Ottesen slapp bærilega frá sínu, en aðrir KR-ingar virtust hálfgeröir statistar að þessu sinni. Markverðirnir eru þó undanskild- ir, það var varla við þá að sakast. í stuttu máli: Islandsmótið í handknattleik, 1. deild: KR — Víkingur 19—23 (11-11). Mörk KR: Alfreð Gíslason 6, 2 víti, Jóhannes Stefánsson, Gunnar Gíslason og Haukur Ottesen 3 hver, Haukur Geirmundsson 2, Friðrik Þorbjörnsson og Ragnar Hermannsson eitt hvor. Mörk Vikings: Sigurður Gunn- arsson 7, 5 víti, Páll Björgvinsson 5, 1 viti, Guðmundur Guðmunds- son, Þorbergur Aðalsteinsson og Olafur Jónsson 3 hver, Árni Ind- riðason 1 mark. Kristján Sigmundsson varði tvö vítaköst og því þriðja brenndu KR-ingar auk þess af, Víkingar voru utan vallar í alls 20 mínútur, en KR-ingar í 6 mínútur. - gg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.