Morgunblaðið - 02.02.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 02.02.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Knattspyrnan í Evrópu i Áhorf endum f ækkar f Englandi t k k k k t k I I i k I k k k t k k k k k I k l k Einhver umfangsmesta deildar keppni í knattspyrnu sem til er, er nú vel á veg komin þó svo að veður far hafi stigið á hemlana í bili. Er hér að sjálfsögðu um ensku knatt- spyrnuna að ræða, en milljónir manns um heim allan fylgjast af ótrúlegri ánægju og áhuga með keppni þessari. Ástandið er samt ekki gott í ensku knattspyrnunni og getum við nefnt sem dæmi, að á síð- asta keppnistímabili borguðu 22.907.569 manns sig inn á hina 2.028 deildarieiki sem fram fóru í deildunum fjórum. Að meðaltali voru áhorfendur því 11.300 á leik hverjum, en það er lægsta meðaltal síðan eftir síðari heimsstyrjöldina. Til samanburðar má geta þess, að keppnistímabilið 1949—'50 voru að meðaltali 22.500 manns á leik hverj- um. Skýringar á þessu eru sjálfsagt fleiri en ein og þrjár þeirra eru öllum kunnar. I fyrsta lagi er það vegna atvinnuleysis og verðbólgu, almenningur hefur hreinlega ekki ráð á að fara á völlinn lengur. í öðru lagi er verulegur fjöldi fólks ^ sem fer ekki lengur á völlinn af ^ ótta við óaldarlýð sem víða veður jafn spennandi að fylgjast með ensku knattspyrnunni og mörg liðanna skipa fastan sess í hugum meira að segja fjölda íslendinga. Lið eins og Manchester Utd. Liv- erpool og fleiri eiga marga dygga stuðningsmenn hér á landi. Að þessu sinni veðja flestir á Ipswich sem vaentanlegan sigurvegara í 1. deild og margir hafa auk þess lát- ið í ljós grun um að Liverpool sé á uppleið á ný eftir frekar mistæka upphafsmánuði. Þrátt fyrir að Ipswich hafi leikið langt frá því eins vel og þegar best lét á síðasta keppnistímabili, stendur liðið bet- ur að vígi í 1. deildar slagnum en önnur. Mörg lið eru nærri toppn- um og freista þess að ná efsta sæt- inu og má þar nefna Manchester City, Swansea, Southampton, Tottenham og Manchester Utd. Þó telja flestir, að ef eitthvert þess- ara liða kemur til greina, þá séu það helst þau tvö síðast nefndu. % * * t Í Í I I Í I t I I Í Í * * * uppi og svífst einskis. Mörg dæmi eru þess að blásaklaut fólk er lim- lest eða hreinlega drepið fyrir það eitt kannski að vera á röngum stað á röngu augnabliki, eða hreinlega vegna þess að það heldur ekki með sama liði og einhver tuddi með hníf innanklæða. í þriðja lagi má geta þess, að það er mál margra, að geta breskra knattspyrnu- manna sé ekki hina sama og hér áður fyrr. Dálítið stöðnun hefur átt sér stað auk þess sem nokkrir af færustu knattspyrnumönnun- um hafa tekið að leika með erlend- um félögum. Kom það best í ljós, er Englendingar leyfðu í nokkurri neyð innflutning erlendra leik- manna og einn þeirra, Hollending- urinn Franz Thijssen, var kjörinn leikmaður 1. deildarinnar á síð- asta keppnistímabili. En hvað sem knatt^pyrnugæð- um, atvinnuleysi, verðbólgu og fantabrögðum líður, þá er alltaf Framkvæmda- stjórar I. deildar- liða í Englandi Arsenal: Terry Neill Aston Villa: Ron Saunders Birmingham: Jim Smith Brighton: Mike Bailey Coventry: Ðave Sexton Everton: Howard Kendall Ipswich: Bobby Robson Leeds: Allan Clarke Liverpool: Bob Faisley Man. City: John Bond Man. United: Ron Atkinson Middlesbrough: Bobby Murdoch Nottingham F.: Brian Clough Notts County: Jimmy Sirrel Southampton: Lawrie McMenemy Stoke: Richie Barker Sunderland: Alan Durban Swansea: John Toshack Tottenham: Keith Burkinshaw West Bromwich: Ronnie Allen West Ham: John Lyall Wolves: John Barnwell En ef vikið er aftur að vanda- málum ensku knattspyrnunnar, þá þykir mörgum því skjóta skökku við, að á sama tíma og fjöldi áhangenda knattspyrnunn- ar eiga ekki fyrir aðgangseyri, þá borga félögin slíkar upphæðir fyrir „stjörnuleikmenn", að óheyrilegt er. Manchester Utd er án nokkurs vafa ríkasta félagið og getur yfirboðið öll félög ef það hefur á annað borð áhuga á. Þann- ig náði liðið í þá Bryan Robson og Frank Stapleton í upphafi keppn- istímabilsins, var Robson dýrari og fór á tæpar tvær milljónir sterlingspunda. Mörgum þótti farsinn ná nýjum og áður óþekkt- um tindum, er Trevor Francis var seldur frá Nottingham Forest til Manchester City snemma í haust. Var Francis þar með seldur fyrir milljón pund eða meira í annað skiptið. Francis er fyrstur manna til að fordæma upphæðirnar, en leikmennirnir eru ekki spurðir þegar verð er sett á þá. Oftar en einu sinni hafa leikmenn verið seldir fyrir óskaplegar upphæðir án þess að sýna eitt eða neitt. Tökum sem dæmi Justin Fas- hanu, sem hefur gersamlega horf- ið eftir að hafa gengið til liðs við Nottingham Forest frá Norwich. Þó er hann fastamaður í liði For- est. Nefnum einnig Garry Birtles, sem Manchester Utd. keypti frá Forest. Hann hafði verið í herbúð- um United í heilt ár áður en hann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið. Hann hefur verið snjall í vetur, enda kominn tími til. Og svo má einnig geta þess í þessu sambandi, að Hollendingarnir Arnold Muhren og Franz Thijssen kostuðu Ipswich algert „smotterí" miðað við það sem innlendir leik- menn í hæsta gæðaflokki kosta. Nýtt spútnik-lið á Ítalíu Undrið í ítölsku knattspyrnunni er lið Fiorentina. Liðið náði snemma forystu i ítölsku deildarkeppninni, drifið áfram af frábærum leik fyrir liðans Giancarlo Antognioni. En nokkru fyrir áramót gerðist það í leik gegn Genoa, að markvörður Genoa gerðist sekur um grófan háskaleik og bæði viðbeins- og höf- uðkúpubraut Antognioni. Mátti An- tognioni t eljast heppinn að sleppa lifandi og lá reyndar um skeið milli heims og helju. Bjuggust víst flestir við því að lið Fiorentina myndi brotna við þetta mótlæti, en útkom- an var hins vegar sú, að þetta stapp- aði bara stálinu í leikmenn liðsins og það hefur enn forystu í deildinni, hefur meira að segja aukið hana. Enn er þó það langt til vors og for- ystan það naum, að allt getur gerst og kemur það væntanlega í hlut Juv- entus að klekkja á Fiorentina. Juv- entus hefur orðið að leika án lykil- manna sinna, þeirra Marco Tardelli og Roberto Bettega, sem eiga við slæm meiðsl að stríða, en engu að síður er liðið óhagganlegt úr hópi bestu liða Ítalíu. Einn góðkunnur kappi er á fleygiferð í ítölsku knattspyrn- unni, Joe Jordan, fyrrum miðherji Leeds, Manchester Utd. og skoska landsliðsins. Hann leikur með AC Mílanó, en hvorki hann eða liðið hefur sýnt nokkuð að ráði, ACM reyndar meðal neðstu liða. Joe er þó eins og hann er, ávallt að og gefur sig hvergi. Úrslit í 1 1. deild frá 1888 Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 1888/B9: Preston Aston Villa Wolverhampton 1889/90: Preston Everton Blackburn 1890/91: Everton Preston Notts County 1891/92: Sunderland Preston Bolton 1892/93: Sunderland Preston Everton 1893/94: Aston Villa Sunderland Derhy 1894/95: Sunderland Everton Aston Villa 1895/96: Aston Villa Derby Everton 1896/97: Aslon Villa Sheffield U. Derby 1897/98: Sheffield U Sunderland Wolverhainpton 1898/99: Aston Villa Liverpool Burnley 99/1900: Aston Villa Sheffield U. Sunderland 1900/01: Liverpool Sunderland Notts County 1901/02: Sunderland Everton Newcastle 1902/03: Sheffeieid W. Aston Villa Sunderland 1903/04: Sheffield W. Manchester C. Everton 1904/05: Newcastle Everton Manchester C. 1905/06: Liverpool Preston Sheffield W. 1906/07: Newcastle Briston C. Everton 1907/08: Manchester U. Aston Villa Manchester C. 1908/09: Newcastle Everton Sunderland 1909/10: Aston Villa Liverpool Blackburn 1910/11: Manchester U. Aston Villa Sunderland 1911/12: Blacklmm Everton Newcastle Í912/13: Sunderland Aston Villa Sheffield W. 1913/14: Hlackhurn Aston Villa Middlesbrough 1914/15: Everton Oldham Blackburn 1919/20: West Broinwich Burnley Chelsea 1920/21: Burnley Manchester C. Bolton 1921/22: Liverpool Tottenham Burnlev 1922/23: Liverpool Sunderland Huddersfield 1923/24: Huddersfield Cardiff Sunderland 1924/25: Huddersfield West Bromwich Bolton 1925/26: Hudderfield Arsenal Sunderland 1926/27: Newcastle Huddersfield Sunderland 1927/28: Everton Huddersfield Leicester 1928/29: Sheffield W. Leicester Aston Villa 1929/30; Sheffield W. Derby Manchester C. 1930/31: Arsenal Aston Villa Sheffield W 1931/32. Everton Arsenal Sheffield W. 1932/33: Arsenal Aston Villa Sheffield W 1933/34: Arsenal Huddersfield Tottenham 1934/35: Ars.mnl Sunderland Sheffield W. 1935/36: Sunderiand Derbv Huddersfield 1936/37: Manchester C. Charlton Arsenal 1937/38: Arsenal Wolverhampton Preston 1938/39 Everton Wolverhampton Charlton 1946/47 Liverpool Manchester U. Wolverhampton 1947/48: Arsenal Manchester U. Burnley 1948/49: Portsmouth Manchester U. Derbv 1949/50: Portsmouth Wolverhampton Sunderland 1950/51; Tottenham Manchester U. Blackpool 1951/52: Manchester U. Tottenham Arsenal 1952/53: Arsenal Preston Wolverhampton 1953/54: Wolverhampton West Bromwich Huddersfield 1954/55: Uhelsea Wolverhampton Portsmouth 1955/56: Manchester U. Blackpool Wolverhampton 1956/57: Manchester IJ. Tottenham Preston 1957/58: Wolverhampton Preston Tottenham 1958/59: Wolverhampton Manchester U. Arsenal 1959/60: Burnley Wolverhampton Tottenham 1960/61 Tottenham Sheffield W. Wolverhainpton 1961/62. Ipswich Burnley Tottenham 1962/63: Everton Tottenham Burnlev 1963/64: Liverpool Manchester U. Everton 1964/65: Miinchester IJ. Leeds Chelsea 1965/66 Liverpool Leeds Burnley 1966/67: Manchester U. Nottingham Tottenham 1967/68: ManchesterC. Manchester U. Liverpool 1ÍI68/69: Leeds Liverpool Everton 1969/70: Everton Leeds Chelsea 1970/71: Arsenal Leeds Tottenham 1971/72: Dttrby Leeds Liverpool 1972/73: Liverpool Arsenal I.eeds 1973/74: l.<-<*ds Liverpool Derhy 1974/75: ilerhy Liverpool * Ipswich 1975/76: I<iverpool Queens Park Manchester U. 1976/77: Liverpool Manchester C. Ipswich 1977/78: Nottinxham Liverpool Everton 1978/79- Liverpool Nottingham West Bromwich 1979/80: Liverpool Manchester U. Ipswich 1989/81: Aston Villa Ipswich Arsenal a fT >2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.