Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 • 20 ára beitarrann- sóknir Þekkinguna þarf að nota Tuttugu ár eru liðin síðan hafist var handa um rannsóknir á einni helstu auðlind Islands, gróðurlendi landsins og nýtingu þess, eins og fram kemur í formála dr. Björns Sigurbjörnssonar í nýútkomnu riti frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, sem fjallar um gródurkortagerð og rannsóknir á beitilönd- um. Segir í formálanum að ritið sé samið í þeim tilgangi að gefa mönnum Lækifæri til að kynnast þeim starfsaðferðum sem beitt hefur verið við rannsóknirnar. Og er aftast ( ritinu listi yfír þau gróðurkort sem gefín hafa verið út á árunum 1957—’81. Ingvi Þorsteinsson er ritstjóri og skrifar sex greinar. Steinþór Steinþórsson skrifar um flokkun gróðurs í gróðurfélög og birtir þar m.a. gróðurlykil, sem í eru gróð- urhverfin sem fram koma við kortagerðina og ríkjandi plöntu- tegundir í hverju þeirra. Gylfi Már Guðbergsson gerir grein fyrir gróðurkortagerð, þar sem hann segir m.a. að gróðurkort skiptist í 2 flokka, Gróðurkort af íslandi (hálendiskort) í mælikvarða 1:40.000 og Gróður og jarðakort (byggðakort) í mælikvarða 1:0 000. Lokið sé gerð 64 kortblaða í fyrr- nefnda flokknum og 13 blaða í þeim síðarnefnda og séu þau af þriðjungi landsins, en vettvangs- vinnu sé lokið á tvöfalt stærra svæði. Gunnar ólafsson skrifar um næringargildi beitargróðurs og Bjarni Gunnarsson hefur tekið saman lýsingu á aðferð við tölvu- tengda flatarmálsmælingu, sem nú er notuð við útreikninga af gróðurkortum. Sumarbeitilandid hinn markandi þáttur í fyrstu greininni um gildi út- hagans og beitarþolsrannsóknir segir Ingvi Þorsteinsson m.a.: Frá upphafi landnáms hefur landbún- aður á Islandi byggzt á nýtingu hins náttúrulega gróðurs úthag- ans og gerir það enn, enda þótt ræktun hafi fleygt fram síðustu áratugi. Ræktunin hefur leitt til þess, að mjög hefur dregið úr vetr- arbeit búfjárins, og víða um land er hún nær alveg úr sögunni. Það var án efa vetrarbeitin, sem fyrr á tímum olli mestu tjóni á skóg — og kjarrlendi landsins og varð víða upphaf að hinni gífurlegu gróður- og jarðvegseyðingu í landinu. Ræktunin hefur einnig leitt til þess, að vetrarfóður er nægilegt í meðalárferði handa þeim búpen- ingi, sem nú er í landinu. Það er því af, sem áður var, þegar vetr- arfóðrið takmarkaði fjölda búfjár- ins, en þá hélzt eins konar náttúr- legt jafnvægi milli þess og mögu- leika á til vetrarbeitar. Nú er það hinsvegar sumarbeitilandið, sem er hinn takmarkandi þáttur víða um land, og vegna aukins heyforða og aukinnar frjósemi sauðfjárins er nú fleira búfé í sumarhögum hérlendis en nokkru sinni áður. í þessu sambandi má vissulega ekki gleyma þeirri ræktun bithaga, sem framkvæmd hefur verið í landinu og víða hefur orðið að létta af úthaganum en ekki má heldur gleyma hinni gífurlegu rýrnun á gæðum og stærð úthag- ans, sem orðið hefur frá upphafi landnáms. Rannsóknir á beitarþoli úthag- ans voru hafnar á vegum búnað- ardeildar Atvinnudeildar Háskól- ans 1955 að frumkvæði dr. Björns Jóhannessonar. Fram til 1960 var einkum unnið að því að finna heppilegar leiðir og grundvöll slíkra rannsókna. En árið 1960 voru rannsóknir á úthaga, þar á meðal beitarþoli hans, gerðar að sérstöku rannsóknarverkefni við stofnunina og hafa síðan verið undir stjórn Ingva Þorsteinsson- ar. Rannsóknirnar hafa aukist jafnt og þétt frá því þær hófust 1955. Undanfarin ár hafa unnið að þeim 5—6 fastráðnir menn árið um kring og allt að 10 starfsmenn Úr grein Ingva Þorsteinssonar í rit- inu um gróðurkortagerð og rann- sóknir i beitarlöndum. Þarna eru sýndir helstu þættir beitarþolsrann- sóknanna hér á landi. sumarlangt við gróðurkortagerð og skyldar rannsóknir. í grein Ingva segir að láta muni nærri að um 40 starfsárum hafi verið varið til gagnasöfnunar, þ.e.a.s. til gróð- urkortagerðar og annarra rann- sókna í sambandi við hana og um 45 starfsárum til úrvinnslu gagna, útreikninga, útgáfu korta o.s.frv. Markmið gróðurrannsóknanna hafi frá upphafi verið eftirfar- andi: a) að ákvarða beitarþol úthaga á afréttum og einstökum jörðum b) að kanna ástand gróðurs lands- ins og finna hvar gróðureyðing á sér stað eða er yfirvofandi Nýgræður eru ákaflega viðkvæmt land. í skýrslunni er fjöldi mynda, sem sýnir ýsmsar tegundir beitargróðurs og jarðvegseyðingar. Kinnig litmyndir til skýringar á ýmiskonar landi og gróðurtegundum. c) að finna nothæfar og hag- kvæmar leiðir til að auka og bæta gróður landsins. Frá upphafi var megináherzla 'lögð á að rannsaka gróður á há- lendi landsins, en þar á hann erf- iðara uppdráttar en á láglendi vegna styttri vaxtartíma og óhagstæðari veðurskilyrða. Voru fyrst tekin fyrir móbergs- og eldfjallasvæði hálendisins, en þar er gróður sérstaklega viðkvæmur og gróður, og jarðvegseyðing ör- ust. Þá hafa verið rannsökuð svæði, þar sem grunur hefur leikið á, að gróðurrýrnun og eyðing væri af völdum ofbeitar. Þessi sjónar- mið hafa öðru fremur ráðið því í hvaða röð landsvæði hafa verið rannsökuð og kortlögð. Einnig hefur verið reynt eftir megni að verða við óskum sveitarfélaga um úttekt á landi þeirra. Þegar lokið var við að kortleggja og rannsaka miðhálendi landsins, voru tekin fyrir önnur hálendissvæði. Á und- anförnum árum hefur einnig verið unnið að rannsóknum í byggð og eru þær með nokkrum öðrum hætti en á hálendi, þar er ekki aðeins um að ræða að kortleggja gróðurlendi með tilliti til beitar- þols, heldur einnig ræktunarhæfni hverrar jarðar. í ritinu, sem er 155 bls. að stærð, er gerð grein hvernig rann- sóknir á beitilöndunum hafa verið unnar. En í lokagrein, sem nefnist Rannsóknir og landnýting skrifar Ingvi Þorsteinsson: Landnýting grund- vallist á rannsóknum „Því hefur verið haldið fram í þessu riti, að fáar þjóðir eigi yfir að ráða jafn víðtækum og ná- kvæmum gróðurkortum og gróð- urrannsóknum og íslendingar til þess að reisa á skipulega landnýt- ingu. En ekki er nóg að safna gögnum og stunda rannsóknir, sem kosta stórfé. Það verður að færa sér í nyt þá þekkingu, sem þannig er aflað, til þess að hún geti orðið að notum við lausn vandamála. Á það hefur verið lögð þung áherzla, að gróðurfar lands- ins sé ekki með þeim hætti, sem það ætti að vera samkvæmt legu þess og loftslagi. Þetta komi ekki aðeins fram í margfalt minni gróðurþekju nú en við upphaf landnáms, heldur einnig í mun minni grósku, gæðum og beitar- þoli þess gróðurlendis, sem enn er í landinu, enn fremur, að þetta valdi of litlum afurðum af sauðfé. Núverandi ástand gróðurs og jarð- vegs er að miklu leyti til komið fyrir áhrif búsetu og landnytja í 1100 ár, þótt ekki skuli dregið úr áhrifum náttúruhamfara og veð- urfarsbreytinga. Þær rannsóknir, sem hér hafa verið gerðar að umræðu, og ýmsar aðrar eldri og yngri rannsóknir hafa leitt þetta í ljós, svo að ekki verður um villzt. En þær og til- raunir og aðgerðir Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og fleiri aðila hafa einnig sýnt, að þessu má breyta. Eyðinguna má stöðva og auka landgæði að nýju með ýmsum ræktunar- og land- græðsluaðferðum, en algert frum- skilyrði er, að gróðurnýtingunni sé stillt í hóf. Með hóflegri nýtingu einni saman er unnt at ná stór- kostlegum árangri í endurheimi landgæða á tiltölulega skömmum tíma, — oft aðeins fáum áratug- um. Þetta hafa rannsóknir og reynsla einnig sýnt og sannað. Allir eru eflaust sammála um, að skynsamlegast sé að nota jöfnum höndum hagkvæmustu aðferðir. En hefur þetta verið gert? Svarið verður því miður neitandi, ekki sízt vegna þeirra staðreynda, að allt of lítill gaumur hefur verið gefinn niðurstöðum gróðurrann- sóknanna og lítið verið farið eftir þeim. Þetta væri skiljanlegt, ef þær hefðu leitt í ljós, að allt væri með felldu um landnýtinguna og ástand gróðursins. Svo er þó vissulega ekki, og á það hefur óspart verið bent á undanförnum árum, en án verulegs árangurs, að því er landnýtingu varðar. T.d. er í gildi ítala á aðeins einum afrétti á landinu öllu.“ Síðar segir hann: Nú þegar þarf að kanna ýtar- lega fjölda búfjár í högum, bæði á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.