Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 63 mikið og var í 4 fyrri strandferða- skipum, en samtals er allt lesta- rými núverandi strandferðaskipa í eigu útgerðarinnar 46% meira en fjögurra fyrri skipa, auk þess sem flutningageta á opnu þilfari er miklu meiri. Núverandi forstjóri Skipaút- gerðarinnar virðist ekki kæra sig um föst frystirúm í strandferða- skipum. Telur þau úrelt og vill leysa frystivöruflutninga með gámum. En frystigámar eru sér- staklega dýr tæki, og þeim er hætt við skemmdum, eins og fram kem- ur í háum tryggingaiðgjöldum, ef ábyrgð er keypt. Frystigámar í notkun hér á veg- um skipafélaga í millilandasigl- ingum munu yfirleitt 8x8,5x20 eða 40 fet, 38,5 til 77 rúmmetrar, brúttó með hleðslu 20 til 40 tonn, og er sagt að minni tegundin, sem helzt mun ráðgert að nota í strandferðum hér, kosti erlendis kringum 20.000 doílara, auk flutn- ings til landsins og aðflutnings- gjalda. Fellur út- og uppskipun slíkra ein- stakra stykkja næstum undantekn- ingalaust undir kranavinnu, nema stykkin séu látin standa á öflugum hjólasleðum (vögnum) um borð og dregin um brú milli skips og lands, sem yfirleitt kemur vart til greina vegna fjárfestingar, áhættu og eyðslu dýrmæts rýmis í skipi. Umræddir frystigámar eru nær eingöngu með dyrum aðeins á öðr- um enda, svo að í þá verður að handhlaða í landi eða um borð í skipi, e.t.v. að undanskilinni einni pallahleðslu við dyr. Sýnast því Hekla og Esja ekki standa illa með sín frystirúm mið- að við notkun gáma, en athuga mætti hvort talizt gæti borga sig að stækka lestaop frystilestanna og e.t.v. setja við þau léttbyggða krana til að auka möguleika á véltækni til samræmis við megin- lestir skipanna. — Ekkert ætti heldur að vera því til fyrirstöðu að taka í nefnd skip, einstaka, allt að 20 tonna frystigáma iagða til af viðskiptaaðilum með umhleðslu- og áframsendingarvarningi. Erlend fordæmi Ég hefi áður vakið athygli á því, að dótturfélag tveggja frægra skipafélaga í Noregi fékk í fyrra og 1980 nýsmiðuð tvö 4.300 burð- artonna skip, bæði með nokkru lestarými til að halda hitastigi frá 12°C plús til 25°C mínus, en fyrir átti félagið 3 skip með líkum bún- aði. Einnig hefi ég vakið athygli á því, að Færeyingar keyptu nýlega eitt af hinum kunnu Coaster- skipum, og ætluðu að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í því sambandi að innrétta í skipinu frystilest til flutnings á beitu, minkafóðri o.fl. Fjöldi dæma er um hið sama í fréttum erlendra blaða. Salén- auðhringurinn i Svíþjóð, með mörg járn í eldi, en frægastur fyrir stórfellda skipaútgerð, m.a. talinn mesti frystiskipaeigandi heims, lét fyrir 3—5 árum smíða 6 20-mílna 15.000 burðartonna frystiskip, sem voru sérstæð að því leyti, að lestaop á þilfari náðu næstum að útsíðum, þannig að með góðum þilfarskrönum, sem ein- göngu skyldi nota við lestun og los- un, skyldi vera hægt að lyfta öllum farmeiningum beint upp úr skipi eða setja á stað um borð, án annarra vélrænnar tilfærslu, og var til þess ætlast að þetta gæfi yfirleitt hag- stæðastan árangur í hleðslu og upp- skipun. Tortryggni var um styrkleika nefndra skipa með hin stóru lesta- op, en ekki hafa borizt fréttir um að sú tortryggni hafi reynzt á rök- um byggð. Virðist hinn stórfelldi rekstur nefndra skipa hafa gengið að óskum og orðið einn þáttur þess, að Salén-hringurinn, sem átti við mikla fjárhagsörðugleika að etja fyrir 3—5 árum, er nú kominn fjárhagslega á réttan kjöl á ný. Hagnaður 1979 7 millj. s. kr., 1980 190 millj. s. kr., og 1981 var áætlað að hagnaður yrði 275 millj. s. kr. Fjárfesting á fyrstu 6 mánuðum 1981 var sögð 188 millj. s. kr. og lausafé til ráðstöfunar hinn 30. júní 429 millj. s. kr., með hækkun um 99 millj. frá ársbyrjun. Nauðsyn skipasölu studd falsrökum Beitt hefir verið falsrökum um nauðsyn þess að selja Heklu og Ksju. I fyrsta lagi lét forstjóri Skipa- útgerðarinnar í Ijós, að nauðsynlegt væri að selja Heklu vegna yfirvof- andi stórviðgerðar, en það var ósatt, og í öðru lagi þyrftu bæði nefnd skip óeðlilega fjölmennar áhafnir, en fyrir þvf voru eða eru ekki haldgóð rök, eins og nú skal greina. Þegar Hekla og Esja voru í smíðum, var um það rætt í bygg- inganefndinni hversu mikinn sjálfvirknibúnað skyldi setja á vélar skipanna. Kom til greina að setja búnað, sem fullnægði því samkv. reglum flokkunarfélagsins að hafa mætti vaktfrítt vélarúm í a.m.k. 16 klst. á sólarhring, en samtök farmanna neituðu að sam- þykkja vaktfrítt vélarúm vegna sérstaklega áhættusamra siglinga á strandferðaslóðum við landið. Akvað því bygginganefndin að fresta kaupum á fyllsta sjálfvirkni- búnaði til ofangreindra nota á þeim forsendum, að honum mætti bæta við síðar, ef viðhorf breyttust og sparnaður gæti fylgt. A þeim tíma hugsuðu forráða- menn um það hvað fjárfesting gæfi í aðra hönd, en nú virðist öldin önnur. Er því væntanlega enn sá mögu- leiki fyrir hendi að auka sjálf- virknibúnað á vélum nefndra skipa svo að t.d. undir norskum fána — og að undanskildum ein- um til tveim skipverjum (þernum) vegna farþegarýmis — myndi ekki krafizt fjölmennari áhafna en t.d. á Vela, núverandi norsku leigu- skipi á vegum Skipaútgerðarinn- ar. Kröfur um mönnun skipa lúta fyrst og fremst að því að tryggja ör yggi, en einnig því, að skipverjum sé ekki ofboðið með líkamlegri eða andlegri áníðslu í störfum. Nú eru meiri athugasemdir um öryggi ekjuskipa en nokkurra ann- arra kaupskipa á heimshöfunum, og myndi því Heklu og Esju varla skorta á því sviði borið saman við fyrirhuguð ekjuskip. En hvað snertir vinnuálag við lestun og losun, þá verður ekki séð, að slík mestmegnis vélræn vinna í Heklu og Esju þurfi yfirleitt að leggja þyngri byrðar á skipverja en í ekjuskipum, þótt hin vélræna vinna sé að nokkru leyti með öðr- um hætti og sízt áhættumeiri í skipum eins og Heklu og Esju. Verður að vænta þess að stéttar félög farmanna haldi svo á málum, að ekki hvetji til þarflausra og óvit- urlegra fjárfestinga, og ber í því sambandi að fagna nýlegum um- mælum Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Verkamannasam- bands íslands, um vaxandi áhuga slíkra samtaka að sporna við óvitur legum fjárfestingum, sem leggja ónauðsynlegar byrðar á almenning og spilla lífskjörum. — En orð for ystumanna i félagslegum samtökum og stjórnmálum nægja ekki; raun- sæjar, heiðarlegar athafnir verða að fylgja. Ámælisverð vinnubrögð og ráðagerðir Svo er að skilja, að stjórnvöld séu orðin þreytt á dæmalausu hringli í umræddu skipasmíða- máli og ógni sem vonlegt er fyrir- sjáanleg og vafasöm fárfesting, ef smíðuð væru 3 skip samkvæmt gerðri smíðalýsingu. Virðist því hafa verið ákveðið að ljúka brölt- inu í bili og veita forstjóra og stjórnarnefnd Skipaútgerðarinnar þá dúsu að láta smíða eitt skip og e.t.v. kaupa tvö notuð norsk skip, núverandi leiguskip, Vela, og syst- urskip, en selja Heklu og Esju. Skal út af þessu benda á, að Hekla og Esja eru sérstaklega smíð- aðar fyrir strandferðir hér við land, eru enn í prýðilegu standi og aðeins réttum 4 árum eldri en hin norsku skip. Hekla og Esja hafa notaleg far þegarými og frystirúm umfram hin norsku skip, og 1600 hestafla Deutz-aðalvélar nefndra skipa munu a.m.k. vera fullkomlega sambæri- legar við 1679 hestafla Wichman- vélar hinna norsku skipa. Bolstærð hinna íslenzku skipa, t.d. upp á vindfang á hinum ýmsu opnu og lítið skjólsælu höfnum, virð- ist mun hóflegra en hinna norsku og lestarými, nærri 67.000 rúmfet, þó í flestum tilvikum ríflegt, ef sæmileg tíðni er í skipaferðum og engin sér stök flutningakreppa af tíðarfari eða öðrum ástæðum. Verður því að telja það heyra und- ir stjórnarfarsleg afglöp í meira lagi, ef Hekla og Esja verða seldar og hin umræddu norsku skip keypt í stað- inn fyrir tvöfalt eða þrefalt verð. — Er því ráðagerð um þetta hér með harðlega mótmælt, og einnig er átal- in sú ráðstöfun að láta smíða skip samkvæmt hinni mjög svo bruðl- kenndu og óviturlegu smíðalýsingu, miðað við: venjulega þarfa flutninga, hafnaskilyrði, tækjabúnað á höfn- um, veðurfar og þar með snjóa- og íslög á höfnum og stundum siglingar gegnum rekís í hafi o.fl. Óskað nánari uppiýsinga Vafalaust má telja, að kostnað- urinn við undirbúning umrædds smíðasamnings sé orðinn meiri í heild en nokkru sinni hefir áður þekkzt í sambandi við einstaka skipasmíði á vegum landsmanna. Virðist því sanngjarnt, að skattborgurunum sé látin í té opinber sundurliðun, m.a. um greidd laun og til hverra, þar með til tæknifræðings, sem ráðinn var til útgerðarinnar vegna þessa og sérstakt húsnæði leigt fyrir hann. Hve mikið var greitt fyrir er- lenda tækniaðstoð — og hverja? Fyrir hverja var greiddur ferða- kostnaður í þessu sambandi, og hve mikið fyrir hvern? Var smíðalýsingin þýdd á esper- antó, og ef svo var, hver var kostn- aðurinn og hverju skyldi það þjóna? Þrír sækja um aðstöðu fyr- ir stórmarkað í Garðabæ ÞKÍK AÐILAK sækja um þessar mundir um aðstöðu í Garðabæ til að setja upp stórmarkað. Eru þeir Hag- kaup í Keykjavík, Kaupgarður í Kopa vogi og Kaupfélag Hafnfirðinga. Kemur þetta fram í blaðinu Garðar, sem gefið er út af Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Kaupgarður sækir um að fá að setja upp stórmarkað fyrir matvöru með markaðssniði, en einnig er sótt um aðstöðu fyrir veitingarekstur. Kaupfélag Hafnfirðinga sækir einnig um aðstöðu til verslunar- reksturs. Þá sækja saman Hagkaup og byggingarsamvinnufélagið Byggung. Hagkaup hyggst fá að reka stórmarkað með aðaláherslu á matvæli og Byggung sækir um að fá að reisa íbúðir fyrir ungt fólk. við að hausa eða Sverrir við að hausa ekki. hitt var hirt í skatta“ Ekki dettur mér í hug að vor- kenna sjómönnum þeirra vosbúð og strit, enda ekki að þeirra geði, þeir fara af frjálsum vilja út á sjó, það neyðir þá enginn til þess, sum- ir, meira að segja margir, segjast ekki geta hugsað sér að vinna í landi. Hins vegar munu flestir þannig geði farnir að finnast þeir vera að skapa þjóðartekjur og þjóðarvelferð og því ekki sama hvernig þeim þjóðarauði sem þar aflast sé ráðstafað, sem vill nú verða æði mikill misbrestur á, all- ur þessi skelfingar afætulýður í landi, sem situr eins og andskot- inn með útréttar klærnar til fjár- öflunar, án þess að leggja nokkuð nýtilegt af mörkum. Það þjóta upp skranverslanir, veitingahús, skemmtistaðir og ferðaskrifstofur eins og gorkúlur á haug og banka- byggingar og þetta getur borið sig, þarna þarf ekki að velta vöngum yfir því að láta endana ná saman. „Mennirnir í brúnni", það eru góð- ar bókmenntir, þar eru samtöl við fjölda skipstjóra, sem hafa verið á toppnum og sitt hvoru megin við „Það skyldi þó ekki vera svo að fullmargir séu hættir að róa og farnir að skera sund- maga, jafnvel án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað þarf til að mögulegt sé að skera sundmaga.“ hann á víxl. Þessir menn hafa í laun tvo hluti, eða helmingi meira en hásetar. Síðasta spurningin var oftast: „Ertu ekki orðinn vel efn- aður?“ „Nei, ég á húsið, bílinn og kannski eitthvað upp í skattana, peninga, nei, Guð hjálpi þér, þeir eru ekki til.“ Hvað kemur til, eru þeir svona miklir eyðsluhákar? Nei, allt reglumenn og allt í hófi, en hvað þá? Jú, þeir fengu ekki nema 40% af skipstjórahlutnum og stundum jafnvel ekkert af hon- um, hitt var hirt í skatta. Það voru nú orðurnar, sem þeir fengu fyrir að vera á toppnum. Hvað skyldi þjóðfélagið skulda þeim mikið, Haraldi Ágústssyni og Eggert Gíslasyni fyrir brautryðjenda- starf við kraftblökkina og síldar- astikið. Það veit enginn, nema það er mikið og það verður minnsta kosti á góðum greiðslufresti. „Mér er sem ég sjái undir iljarnar á þeim gamla“ Mikið lifandis ósköp er hann skemmtilegur útvarpsþulur hann Pétur Pétursson, sérstaklega á morgnana. Fyrir utan þessa ágætu rödd sína þá er hann svo ansi laginn á að velja lög fyrir okkur eldra fólkið. Ég lá í bælinu og hlustaði á morgunvöku, hún var nú nokkuð góð framan af, en svo var farið að blanda góðgætið til helminga með grammófónmús- ik, sem þótti nú síst til bóta. Nema sem ég ligg í bælinu og hlusta á morgunvöku (hugsa sér hvað þetta gamla fólk getur nú gengið mikið í barndóm), verður mér hugsað sem svo: Geti bara ekki hann Pétur spilað þessar plötur og lesið nokk- ur orð upp úr dagblöðum, látið segulbandið snúast, þá mætti spara þarna kaupamann og kaup- akonu, en viti menn, rétt á eftir er bætt við þriðja manninum. Þá hætti ég að hugsa og bað sjálfan mig afsökunar. Ég skal nú til gamans geta þess, að ég var kaupamaður á bæ einum. Það er langt síðan. Það var gott að vera á þeim bæ. Það var unnið frá kl. 7 að morgni til kl. 9 að kvöldi. Ég átti harmoniku. Svo var það eitt kvöld- ið, þegar ég var búinn að þvo mér og borða, logn var og kvöldsól skein, þessi himinblíða, nema ég tek harmonikuna, sest út á stétt og fer að spila. Veit ég ekki fyrr til en gamli maðurinn, húsbóndinn, kemur út og það var í eina skiptið, sem ég sá hann hoppa. Þetta taldi hann svo mikla heimilisóvirðingu. „Láttu ekki svona góði minn, hann á nú kvöldið sjálfur," sagði kona hans. „Það er sama,“ segir karl- inn, „hann á að fara að sofa, svo hann geti skilað sínu verki á morgun.“ Mér er sem ég sjái undir iljarnar á þeim gamla með 3 kaupamenn og 1 kaupakonu og aldrei hefði unnið nema einn í einu. Þetta þykir nú kannski brandari, en ætli það sé ekki líka farið að halla óþægilega á merinni á hinn veginn. Útvarpsráðsmenn bera sig illa undan peningaleysi og fátækt, en ætli það hái ekki frekar útvarpinu' andleg en fjárhagsleg fátækt. Menningartæki — hvað er nú það? Jú, íþróttir og popp er víst menn- ing. Mættum við aðeins fá að heyra í okkar ágætu söngvurum og tónskáldum frá fyrri áratiigum aldarinnar, Stefán 'Ó. íslandi, Hrein Pálsson, Árna Jónsson, þjóðkórinn hans Páls ísólfssonar, Sigurður Ólafsson mætti fljóta með og margt, margt fleira, svo sem okkar gömlu góðu dægurlög. En það þýðir víst ekkert að vera að þessu röfli, segja bara eins og kerlingin, sem keypti sér útvarp til að geta skrúfað fyrir helvítið hann Jónas (frá Hriflu). 28/2 ’82, Kolbeinn á Auðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.