Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 Hafnarfjörður eftir 1914. Þá hafði Hlíf verið starfandi f rúm sjö ár. j Vinnuflokkur við smíð Nýju bryggjunnar 1930. Yfirsmiður var Þorbjöm Klemensson (með borvélina). Þá vil ég minnast eftirfarandi at- riða. Árið 1941 náðust í samningum við atvinnurekendur sumarleyfi fyrir verkamenn, var það alllöngu áður en orlofslögin voru samþykkt. Árið 1942 náði Hlíf fram kröfunni um 8 stunda vinnudag og á sama ári náðist fram krafa Hlífar og fjöldi annarra verkalýðsfélaga um að Al- þýðusambandi Islands yrði breytt í sjálfstætt verkalýðssamband óháð stjórnmálaflokkunum og 1944 kom sú breyting til framkvæmda. 1955 náðist fram atvinnuleysis- trygging, svo og lög um uppsagnar- frest og rétt fastra verkamanna til launa vegna veikinda. 1962 er samþykkt á fundi Hlífar tillaga um nauðsyn á stofnun verkamannasambands. 9.—10. maí 1964 komst tillaga þessi í fram- kvæmd með stofnun Verkamanna- sambands íslands. 1964 er Hlíf aðili að hinu fræga júní-samkomulagi við ríkisstjórn- ina. 1965 nær Hlíf fram, í samvinnu við Dagsbrún og fleiri verkalýðsfé- lög í Hafnarfirði og Reykjavík, kröfunni um styttingu vinnuvik- unnar í 44 stundir. 1967 náði Hlíf fullum sigri við þýskan verktaka eftir mánaðar verkfall í Straumsvík. 1968 braut Hlíf á bak aftur til- raun til að stofna nýtt verkalýðsfé- lag í Straumsvík. 1969 nær Hlíf fram í samningum Lífeyrissjóði fyrir verkamenn. 1972 fær Hlíf kærkomna afmæl- isgjöf á 65 ára afmæli sínu, stytt- ingu vinnuvikunnar í 40 stundir og lengingu á orlofi í 4 vikur, og svona mætti lengi telja, en ég læt hér staðar numið. Þessum kjarabótum hefur Hlíf náð fram ýmist ein, en oftast í sam- vinnu við önnur verkalýðsfélög." Hefur ekki Hlíf ætíð verið stór hluti bæjarlífsins í Hafnarfirði? »Jú, svo sannarlega. Á fundum Hlífar hefur grundvöllur margra stórmála verið lagður, má þar nefna Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Hugmynd að stofnun hennar kom fram þegar árið 1916 á fundi Hlífar og varð að veruleika 1931. Þegar Bæjarútgerðin var stofnuð á neyð- artímum í atvinnumálum í Hafnar- firði, eftir að breska fyrirtæki Hellyer hafði hætt útgerð og farið með sína 5 togara til Bretlands. Menningarmál hefur Hlíf látið til sín taka. Á árunum 1931—1935 var starfandi Karlakór innan Hlífar er nefndur var 1. MAÍ og síðar Ernir en sameinaðist svo Karlakórnum örnum. Verslunarmálin hefur Hlíf einnig látið til sín taka. Með starfrækslu pöntunarfélags sem var forveri Kaupfélags Hafnfirðinga. Já, svona mætti lengi upp telja, en eigi skal gleyma að minnast blaðs Vmf. Hlíf- ar, er ber nafnið Hjálmur, sem hóf göngu sína 1912. Var lesið upp á Hlífarfundum, og hefur blaðið kom- ið út síðan annað slagið fram á þennan dag og þá prentað." Skipulag verka- lýóssamtaka úrelt Hvað segir þú um verkalýðsbar- áttuna í dag. „Mörgum finnst hún heldur svip- lítil miðað við það sem áður var og mikið er deilt um hin stóru samflot í samningum við atvinnurekendur. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að samflot margra félaga, séu eðlileg viðbrögð verkalýðsins gegn samein- uðu atvinnurekendavaldi, þó ég við- urkenni að þau hafa ekki skilað til- skyldum árangri. En gæta verður að því, að hin bættu lífskjör hafa, þótt ótrúlegt sé, slæft baráttu verkafólksins. Það ber mikið á fé- lagsleiða og menn hafa í lífsgæða- kapphlaupinu hreinlega ekki tíma til þess að sinna félagsmálum. Unga fólkið er óvirkt, fjöldi þess heldur að kjarabætur komi svona af sjálfu sér, svona eins og dagur á eftir nóttu. Það er verðugt verkefni að breyta þessu og gera þá ungu virka með aukinni fræðslu um tilgang og bar- áttu verkalýösins. Þá er þess aö geta að skipulag verkalýðssamtak- anna er löngu úrelt orðið. Undir- staðan í uppbyggingunni eiga að vera vinnustaðirnir, en ekki tiltekin félagssvæði eftir byggðarsvæðum. Slíkt myndi gera verkalýðssamtök- in mun virkari og baráttuhæfari en þau eru í dag. Þá má eigi gleyma því, að þó verkalýðshreyfingin sé í eðli sínu pólitísk, þá skaðar það hana að ánetjast stjórnmálaflokkum og hún á ekki að vera dráttarvagn eins eða neins stjórnmálaflokks." — ai. Sveinn Olafsson — Til umhugsunar Verðbólga og vindmyllur Verðbólga og vindmillur Það er kannski ekki óþekkt fyrirbæri að almúgafólk hefir oft og tíðum stórum sterkara nátt- úruskyn á sannleikanum en þeir sem eru hámenntaðir og flæktir á alskonar kerfisbundnar keðju- hugsanir og komast þannig aldrei út fyrir farveg „fræðilegs" hugs- unarháttar. — Gott dæmi um þetta er saga af manni, sem stadd- ur var í Oslóborg í Noregi sem óvænt komst í snertingu og stutt- ar samræður við norska „kerl- ingu“ sem hann hitti á förnum vegi. Það stutta samtal sem átti sér stað, varð eitthvað á þessa lund: — Já, þér eru Islendingur, það var gaman, — ég hefi aldrei áður hitt íslending. Svo varpar hún fram spurningu: Hvernig er þetta hjá ykkur á íslandi? Bætir svo við án þess að bíða eftir svari: Það er auðvitað sama vitleysan hjá ykkur og allsstaðar annars- staðar, verðbólga og verkföll? ís- lendingurinn svaraði þvi játandi, eins og efni stóðu til. Kerling þeg- ir þá smástund — en heldur svo áfram: Hvernig gjaldmiðil hafið þið þarna á íslandi? Svarið með hiki var: Já, — við höfum nú eig- inlega krónu eins og þið. — Kerl- ing varð hrifin og segir: Nú, er hún þá alveg eins? Svarið var já, en kannski ekki alveg, en hún var eins þegar ég var ungur (1930). Kerling spyr: Já, en hvernig er hún þá núna? Svarið: Hún er víst sem næst 3 aurar. (Þetta var fyrir fáum árum og staðan þá svona.) Nú, spyr Kerling: Hvernig getur þetta þá breyzt svona? Svarið er: Jú, það gerir gengið. Kerling vissi þá ekkert hvað gengi var, og varð því að útskýra það. En eftir að því er lokið segir kerling: Já, en hvernig getur það breyzt svona? „Og aðgerðin til þess er í raun einföld: Aðeins agnarlítill snefíll af stjálfstjórn. Og er það ekki einmitt sjálfstjórn í kröfugerðinni ein, sem getur stöðvað þetta? Og er það ekki nóg, ef bara hver og einn byrjar á þessu hjá sjálfum sér og segir það við aðra, og gerir það, þar sem þarf?“ Þá fannst íslendingnum kominn tími til að taka dýpra í árinni og svaraði: Þegar búið er að krefjast of mikils, of oft og of lengi, þá verður niðurstaðan þessi. Kerling varð sem snöggvast hugsi, en sagði svo með miklum furðusvip: Já, aldrei hafði mig dreymt um að til væru svona einfaldur samnefn- ari fyrir heimskuna. Nú mun margur spyrja, hvers- vegna er sagan sögð? Svarið er einfalt: Það sem kerlingin sagði um samnefnarann fyrir heimsk- una og vitleysuna er nefnilega svo laukrétt að sláandi er. Hér tala allir um verðbólguna eins og hún sé einhver ótemja eða skrímsli, sem enginn fær ráðið við. í raun er hún öll byggð á heimsku og vit- leysu, hún er einfaldlega leikur með platkerfi, sem er svo glært að „kerlingin", — með sínu almúga alþýðuskyni, sá í gegnum það. Það er byggt á einum mælistokk, sem heitir króna. Og öll flækjan og hin stórkostlegu vandamál undanfar- inna áratuga kemur af því að við stöndum sífelt á hausnum við að færa mælistokkinn niður. Fyrst er byrjað á núllpunkti, svo er þessi núllpunktur færður upp t.d. á tíu og svo áfram koll af kolli. En þá hefst hinn fólkni hrunadans til að leiðrétta allar skekkjurnar, sem af tilfærslunni stafa: Kröfur, verk- föll, samningar, næturvökur, rifr- ildi í blöðum á Alþingi, dans ríkis- stjórna til að rétta vitleysuna af. Það er alltaf verið að koma í veg fyrir að hver plati annan. Og sá leikur virðist geta orðið endalaus og vitleysan heldur áfram. Ef við ekki hefðum svona Platkerfi, krón- una okkar, heldur sterlingspund eða dollar eða annan alvörugjald- miðil, þá væri þetta löngu komið í strand. En við læknum hverja vitleysu eftir aðra með því að fella gengið, og svo er allt í lagi þar til næsti hringur í danssyrpu vitleys- unnar hefir gengið fyrir sig. Þá er gengið bara fellt á ný, og svo koll af kolli. Ef við hefðu einhvern al- vörugjaldmiðil eins og nefnt var, þá myndi allt hafa farið í strand fyrir löngu og fyrirtækin og allt efnahagslífið vera hrunið í rúst. En við bara fellum gengið og læknum hlutina með „hrossalækn- ingaraðferðum" og allir hafa nóg að gera í fræðilegum úrlausnum hinnar flóknu vitleysu sem enginn botnar í og menn sjá ekki handa sinna skil í þokunni. Og svo berj- ast menn við verðbólguna með jafn skynsamlegum aðferðum eins og riddarinn frækni Don Quikote notaði á vindmillurnar. Þeir skilja einfaldlega ekki hvar vandinn er. Þeir skynja ekki að hann er ekkert naut, ótemja eða skrímsli: Hann er bara í höfðinu á fólkinu. Hann byggist á hugsunarhætti. Ef hann ekki breytist, þá heldur þetta allt áfram óbreytt og við eyðum millj- ónatugum og þúsundum vinnu- stunda í vindhögg, sem beztu menn þjóðarinnar eru kófsveittir við að slá ár og síð, — áratug eftir áratug. Ef okkur vantar verkefni til að vinna er þetta að sjálfsögðu ágætt, en ef við viljum nota tím- ann til að efnast, þá er áreiðan- lega hægt að finna skynsamlegri og arðbærari verkefni til að ná því takmarki en að slást þindarlaust við vindmillur eins og þær séu ein- hver alvöruóvinur. Og svo þegar krónan okkar er orðin svo útþynnt að ekkert fæst orðið fyrir hana þá bara búum við okkur til nýja krónu með því að klippa eitt tvö eða þrjú núll aftan- af, og svo getur vitleysan haldið áfram með sama bramboltinu og Sveinn Ólafsson verið hefir um áratugaskeið. I raun getur þetta allt haldið áfram, því platleikur er endurtakanlegur með tilbrigðum og variasjónum til að gera þetta skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga fyrir að standa upp fyrir haus eða á haus í grínleik og sirkusspili af þessu tagi, eins og svo margir virðast hafa í dag. Og það er sennilega engin ástæða til að búast við að þetta endi með sama hætti og hjá mús- unum, sem stálu ostinum og fengu apann til að skipta. Hann braut ostinn í tvennt, eins og sagan seg- ir, setti svo stykkin á vogarskál- arnar og þegar jafna þurfti, sem var að sjálfsögðu í hvert sinn, þá bara beit hann vænt stykki af því þyngra. Þegar svo kom að því að annað stykkið var uppétið þá leysti hann vandann með því að taka hitt stykkið upp í skiptalaun. Þannig endaði sá leikur: „Illur fengur illa forgengur," eins og gamalt máltæki segir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.