Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 Rabbað viö Gunnar Guðsveinsson Mánuði fyrir síðustu jól opnaði verzíunin Island Center f miðbæ Helsingnr í Danmörku. Eigendur verzlunarinnar eru þeir Gunnar Guðsveinsson og Baldur Heiðdal, en báðir hafa þeir búið í Danmörku um nokk* urra ára skeið. Gunnar var hér á landi fyrir nokkru og átti Morg- unblaðið þá samtal við hann. Fljótlega kom í Ijós að Gunnar fæst við ýmislegt annað en fyrr nefnda verzlun, hann rekur heildverzlun undir nafninu Blá- fell, er umboðsmaður ferða- skrifstofunnar Útsýn og fleira mætti nefna, en Gunnar var fyrst spurður um verzlunina Is- land Center. Frá opnun verzlunarinnar Island Center í Helsingnr skömmu fyrir síðustu jól, frá vinstri Baldur Heiðdal, Gunnar Guðsveinsson, Þórunn og Einar Ágústsson, sendiherra fslands. matreiddi ég fjóra rétti úr ýsu, sem líkuðu mjög vel og menn áttu erfitt með að trúa að væri úr hrá- efninu, sem ég hafði sýnt skömmu áður. íslenzki fiskurinn er aðeins dýr- ari en það, sem yfirleitt er á boð- stólum í Danmörku. Hann er hins vegar mun betri og þar liggja okkar möguleikar. I upphafi er erfitt að halda svona verzlun gangandi fjárhagslega. Tolla og söluskatt þarf að greiðan innan 30 daga, kaupendur vilja gjaldfrest og seljendur vilja fá borgað sem fyrst. Þetta er því erfitt meðan verið er að fá hringrásina í gang, en ég held að þetta sé allt að koma.“ Fjölbreyttur ferðamannastaður Það var á síðasta ári, að Gunnar tók að sér ákveðin verkefni fyrir ferðaskrifstofuna Útsýn, en fyrir- tækið bauð þá upp á hótel og íbúð- ir fyrir Útsýnarfarþega í Hels- inger og nágrenni. I fyrrasumar voru þarna um 350 manns á veg- um Útsýnar og var almenn „Verzlunin er til húsa í ágætu og skemmtilega innréttuðu hús- næði í miðbæ Helsingor. Við bjóð- um upp á margvíslegar íslenzkar vörUr. í stuttu máli get ég nefnt fisk frá íslandi, sem við kaupum frá ísfisk í Kópavogi. Reyndar bjóðum við upp á fleira en frosinn fisk, seljum m.a. tólg svo fólk geti keypt það hjá okkur, sem með á að borða að íslenzkum venjum. Þá er harðfiskur á boðstólum, flatkökur og fleira þjóðlegt. Lambakjöt bjóðum við upp á og fleira mat- arkyns. Keramik seljum við frá Glit, ullarvörur og mokkafatnað að heiman. Danir sækja talsvert í fiskinn, en það tekur sinn tíma að kenna Dönum að borða ýsuna okkar. ís- lendingar fá sérstakan afslátt og við erum í sambandi við íslend- ingafélagið og hús Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfn. Það tek- ur sinn tíma að byggja svona verzlun upp, en opnun hennar vakti mikla athygli og óhætt er að segja að salan aukist jafnt og þétt.“ — Síðan er það heildverzlunin Bláfell? „Við Baldur skiptum þannig með okkur störfum, að hann sér að mestu leyti um verzlunina, en ég er hins vegar með heildverzlunina. Við höfum verið að vinna upp markað fyrir ýmsar vörur frá fs- landi og síðasta árið hef ég lagt mikla áherzlu á lagmeti og frosinn fisk að heiman. Nú hefur mér tek- Kennir Dönum að borða íslenzkan fisk og sér um Út- sýnarfarþega í Helsingor mmmm Wmá I ll IIÍ IlMHg l l . /íé Stór innisundlaug er á hótel Marienlyst. Sólbaðspallur við hótelið, ströndin í baksýn. izt að koma íslenzku lagmeti inn í Magasin du Nord, sem margir ís- lendingar þekkja, og það eitt er í raun stórsigur fyrir okkur, en fleiri stór fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að selja íslenzkt lagmeti. Fyrirtæki okkar hefur frysti- geymslu fyrir lager og auk lag- metisins hefur Magasin du Nord áhuga á frosna fiskinum, en um það verður ekki tekin ákvörðun fyrr en við getum boðið vöruna í fallegum neytendaumbúðum og er sá þáttur í athugun. Stórar stofnanir sýna áhuga „Markmiðið er að koma frysta fiskinum inn í stórverzlanir, stærri stofnanir og auk þessa hafa spítalar í Danmörku sýnt þessum íslenzku vörum mikinn áhuga og ég er bjartsýnn á að okkur takist að koma þessari góðu vöru víða inn. Spítalarnir hafa einkum sýnt áhuga á ýsuflökum og stórlúðu í bitum og þar er um mjög stóran markað að ræða. Okkur hefur tekizt að selja síld og kavíar á veitingahús, en þó að- eins í litlum mæli. Eins og ég sagði áðan þarf í raun að kenna Dönum að borða ýsu. Til að sanna mál mitt um gæði vörunnar og möguleikana á matreiðslu snaraði ég mér eitt sinn inn á eitt albezta veitingahúsið í Helsingor. Þar ef- uðust menn um, að ég segði satt og rétt frá, svo ekki var um annað að ræða en að fara inn í eldhús. Þar ánægja með þennan sumarleyf- isstað. í sumar reiknar fyrirtækið með verulegri aukningu í ferðum til Helsinger og áætlar sjö brott- farir, en flogið er með leiguflugi Flugleiða til Kaupmannahafnar. í samtali við Morgunblaðið sagði örn Steinsen, framkvæmda- stjóri, að boðið yrði upp á herbergi og íbúðir á hótel Marienlyst, sem er rómað hótel í Helsinger, en einnig eru sumarhús á boðstólum á Helsingorsvæðinu og í Gilleleje. Verðið fyrir tveggja vikna ferð fyrir hjón með tvö börn yngri en 12 ára og íbúðir á Hótel Marien- lyst er 17 þúsund krónur. Innifald- ar eru ferðir frá Kastup flugvelli til Helsinger og til baka og mat- arpakkar fyrir hvern einstakan. Meðal þess, sem er boðið uppá, eru fjórar skoðunarferðir; til Kaup- mannahafnar, Norður-Sjálands, Jótlands (Legolands) og skemmti- ferð um Helsinger að kvöldi. Einn- ig má nefna, að hægt er að fá keypta helgardvöl á Marienlyst frá föstudegi til sunnudags fyrir þá, sem eru að ferðast um Dan- mörku eða Svíþjóð og vilja eyða helgi á góðu hóteli. Við spyrjum Gunnar Guð- sveinsson hvað Helsingor hafi upp á að bjóða sem ferðamannastaður. „Helsinger er mjög fjölbreyttur ferðamannastaður. Ef við byrjum á því sem flestir spyrja um, þá er þarna góð strönd og hreinn sjór. Hægt er að komast í veiði skammt undan ströndinni og siglinga- íþróttin er vinsæl. Aðeins 5 mín- útna ferð frá hótelinu eru 18 holu golfvöllur og tennisvellir eru við hótelið. Ef fólk er að hugsa um ferðalög, lengri eða skemmri, þá tekur 20 mínútur að fara yfir til Helsingborgar í Svíþjóð með ferju, sem fer á 20 mínútna fresti. Til Kaupmannahafnar fer lest á hálf- tíma fresti og innan 40 mínútna er lestin komin í næsta nágrenni við Tívolí í miðborg Kaupmannahafn- ar. í Helsinger og nágrenni eru merkar minjar og hallir, sem geyma mikla sögu, t.d. Krónborg- arkastali og Friðriksborgarhöll. Hótelið sjálft býður upp á marga möguleika, en þar eru 208 herbergi og eru þá 64 íbúðir með- taldar. Á hótelinu eru margir ráðstefnusalir, danssalur, spila- víti, leikherbergi ýmiss konar og fleira mætti nefna. Sumarhúsin eru sömuleiðis vel útbúin og vin- sæl af þeim, sem þar hafa búið,“ sagði Gunnar Guðsveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.