Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1982 Arndís Björnsdóttir, Freiburg: Ovinur V-Þýzkalands nr. 1: Atvinnuleysið Það kom nokkuð á óvart, er Schmidt kanslari fór fram á stuðningsyfirlýsingu þingsins í sl. viku, jafnframt því sem hann tengdi hana svokölluðum „at- vinnumálapakka“ (Bescháftig- ungspaket) stjórnar sinnar. Kanslarinn hefur að undanförnu mátt sitja undir óvæginni gagn- rýni og hefur oftsinnis hótað því að segji af sér embætti. Segja má því, að úrslit stuðningsyfir- lýsingarinnar hafi verið mikill persónulegur sigur og Schmidt hafi styrkt mjög stöðu sína inn- an lands sem utan. Hann hlaut 269 atkvæði SPD/FDP-manna, en 225 mótatkvæði. Má þetta kallast afar góð niðurstaða, því að margir þingmenn eru óánægðir með ýmsar aðgerðir stjórnarinnar og má í því sam- bandi nefna, að einn þingmaður SPD, Manfred Coppik, sagði sig nýlega úr flokknum og vill stofna eigin flokk með óánægð- um kollegum sínum. Formaður stjórnarandstöðunnar, Helmut Kohl, gerði lítið úr atkvæða- greiðslunni og sagði orðrétt: „Atkvæðagreiðslan þýðir ekkert annað en núll, af því að hún var ekki leynileg." Willy Brandt sagði hins vegar: „Með því að lýsa yfir stuðningi við kanslar- ann, lýsum við yfir áframhald- andi vilja með samsteypustjórn SPD/FDP." Mischnik, talsmaður FDP, sagði: „Hvers vegna hafið þið (CDU/CSU) ekki notað ykk- ur réttinn til að bera fram van- trauststillögu á stjórnina?" Kohl og Strauss voru að vanda harð- orðir í garð Schimdt, og sagði Strauss m.a. að bezt færi á því , að kanslarinn tæki pottlokið sitt (hina frægu derhúfu) og hyrfi á braut. Schmidt var að vonum mjög ánægður með niðurstöðuna og kvaðst standa fast við at- vinnumálapakka stjórnar sinn- ar, en í honum felast ýmsar mik- ilvægar breytingar, sem eiga að stuðla að bættu ástandi í efna- hagslífinu. Helztu aðgerðir, sem framkvæma á, eru þessar: Sölu- skatturinn hækkar 1. júlí 1983 úr 13% í 14%. Hækka á skatta á hátekju- fólki. Byggja fleiri leiguíbúðir í eigu hins opinbera. Fjölga atvinnutækifærum á þjóðféiagslegum grundvelli. Matthöfer fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og vill m.a. hækka verð á benzíni og olíu, en það fær ekki hljómgrunn. Raun- ar er alls óvíst, hvort þessi atriði ná fram að ganga, þótt Schmidt hafi lýst því yfir, að sambands- þingið muni afgreiða þau sem lög hinn 3. marz nk. Samkvæmt stjórnarskránni verður sam- bandsráðið að samþykkja lög til þess að þau verði virk og í sam- bandsráðinu hefur stjórnar- andstaðan (CDU/CSU) meiri- hluta. Helmut Kohl hefur lýst því yf- ir, að flokkur hans muni aldrei samþykkja hækkun söluskatts- ins. Hann sagði jafnframt, að flokkur hans krefðist meira jafnvægis í ríkisfjármálum, lækkunar vaxta og meiri stuðn- ings við einkafyrirtæki, svo að þau geti tekið við fleira verka- fólki. Mikið viðkvæmnismál hér í Þýskalandi er leigjendamálið. Fæstir eiga eigin íbúðir og leiga er yfirleitt fastbundin. Þess vegna borgar sig ekki fyrir einkaaðila að byggja íbúðir til leigu. Stjórnin hefur nú gefið fyrirheit um slökun á þeim stífu reglum, sem gilda. Formaður þýska leigjendasambandsins, Schlich, hefur kallað þessi áform „svik við leigjendur" og telur, að Kohl leigusamningabreytingin fyrir- hugaða geti þýtt allt að 30% hækkun á leigu. En allir ábyrgir aðilar viðurkenna, að leigan verður að fylgja eðlilegum hækkunum og eru því bæði SPD og CDU sammála um breytingar í þeim efnum. I janúarmánuði nálgaðist tala atvinnulausra 2 milljónir og fer hún vaxandi. Það er því augljóst, að eitthvað verður að gerast. Æ Brandt fleiri stórfyrirtæki hætta rekstri eða sameinast öðrum. Þýskaland stendur nú frammi fyrir erfið- asta efnahagsástandi eftir stríð. En pólitíkin er sjálfri sér lík. Nú standa fyrir dyrum fernar bæj- arstjórnarkosningar (Landtags- wahlen) og þar ætla báðir aðilar sér stóran hlut. Þá er um að gera að viðhafa stór orð og fögur fyrirheit. Og einn er sá, sem mun líða fyrir kosningahernaðinn: sá atvinnulausi. ____________________39 Landskeppni í skák gegn Svíumí Reykja- vík um helgina IIM N/ESTII helgi fer fram í Reykja- vík landskeppni Islendinga og Svía í skák. Landskeppnin er liður í Evr ópukeppni landsliða í skák og eru Englendingar þriðja þjóðin í riðlin- um. íslendingar hafa ekki áður tekið þátt í þessari keppni. llm helgina verða tefldar tvær skákir við Svía, en næsta sumar verður teflt á móti Eng- lendingum ytra. íslendingar tefla fram sínu sterkasta liði og verða stórmeistar- arnir báðir og alþjóðlegu meistar- arnir fjórir í íslenzka liðinu. Frið- rik Ólafsson teflir á fyrsta borði, Guðmundur Sigurjónsson á öðru borði, Jón L. Árnason á þriðja borði, Helgi Ólafsson á fjórða borði, Margeir Pétursson á fimmta borði, Haukur Angantýsson á sjötta borði, Jóhann Hjartarson á sjöunda borði og Ingvar Ás- mundsson á áttunda borði. Vara- menn verða þeir Magnús Sólmund- arson og Björn Þorsteinsson. Ekki er vitað hvernig sænska lið- ið verður endanlega skipað. Þó er talið víst, að Ulf Anderson mæti ekki til leiks. Þeir Schneider, Wed- berg og Kaiszauri, sem hér tefldu á Reykjavíkurskákmótinu, verða í sænska liðinu. Aðalfundur Flug- leida 6. aprfl nk. Aðalfundur Flugleiða 1982 hefur verið ákveðinn 6. apríl nk. Þar verður m.a. kosning í stjórn félags- ins. Leiðrétting í FRÉTT af setningu 64. Búnaðar- þings í Mbl. sagði, að mjólkurfram- leiðsla á síðasta ári hefði verið 102,9 milljónir lítrar en það er tæpum fimm milljónum lítrum minna en árið 1980, ekki fimm lítrum minna eins og stóð í fréttinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.