Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
Hannes H. Gissur-
arson skrifar um
bókmenntir
l'otta hefti Stefnis er helgað landsfundi Sjálfstædisflokksins 1981, og er i þvi
ræAa endurkjörins formanns, Geirs Hallgrimssonar, við setningu hans og
viðtal við nvkjörinn varaformann, Friðrik Sophusson.
Landsfundarhefti Stefnis
llreinn laiftsson (ritstj.):
Stefnir, 4. heftir 1981.
Útg. Samband ungra Sjálfstæð-
ismanna 1981.
Mikill fjörkippur er kominn í
starf ungra Sjálfstæðismanna,
sem var heldur dauflegt á árunum
1977—1981. Eitt gleggsta dæmið
um þetta er tímaritið Stefnir, sem
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna gefur út, en það er orðið
ágætt þjóðmálatímarit undir rit-
stjórn Hreins Loftssonar, en var
áður lítið annað en auglýsinga-
blað. Fjóða hefti Stefnis árið 1981
var helgað landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í nóvember það ár, en á
honum var Geir Hallgrímsson
endurkjörinn formaður flokksins
og Friðrik Sophusson kjörinn
varaformaður — báðir stjórnar-
andstæðingar — og samþykkt
stjórnmálaályktun gegn vinstri
stjórn Gunnars Thoroddsens.
Verður ekki um það efast eftir
þennan fund, að langflestir
Sjálfstæðismenn eru stjórnar-
andstæðingar, og er mér sagt, að
fréttamönnum vinstri blaðanna
hafi brugðið mjög, er þeir sáu á
honum hið mikla afl, sem felst
þrátt fyrir allt í Sjálfstæðis-
flokknum.
í Stefni er viðtal við nýkjörinn
varaformann. Hver er maðurinn?
Friðrik Sophusson er í hópi þeirra
stjórnmálamanna, sem hafa verið
vanmetnir fremur en ofmetnir.
Þetta er ekki síst vegna þess, að
hann haslaði sér völl í flokknurn,
en ekki í fjölmiðlum, og því hefur
ekki borið eins á honum og sumum
öðrum. Hann var kjörinn fulltrúi
ungra manna í miðstjórn 1969
(sigraði Ólaf B. Thors) og formað-
ur Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna 1973 (sigraði Björn
Bjarnason) og gegndi því starfi til
1977, hlaut síðan mikið fylgi í
prófkjöri haustið 1977 og var kjör-
inn á þing fyrir Reykvíkinga í
þingkosningunum 1978. Hann hef-
ur háð marga harða baráttuna og
oftar en ekki sigrað. Að vísu hafa
vinir hans — og þá á hann marga
— ráðið yfir öflugri kosningvél, en
sigrarnir eru þó umfram allt hon-
um sjálfum að þakka. Hann er
bóngóður og skapgóður, hroki er
ekki til í honum, hann er duglegur,
vel að sér um stjórnmál og laginn
funda- og samningamaður, og
hann á lengi eftir að vera í
forystusveit Sjálfstæðisflokksins,
ef ég er einhver spámaður. „Hann
Dndir forystu Geirs II. Haardes hag-
fræðings hefur nýtt líf færst í starf
ungra sjálfstæðismanna.
kann að fyrirgefa," sagði einn
fylgismaður hans í prófkjörinu
1977, sem hafði barist mjög gegn
honum á þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna fjórum árum
áður, og þá kunnáttu verða allir
stjórnmálamenn að hafa.
Friðrik er í hópi frjálslyndustu
mannanna í Sjálfstæðisflokknum.
Hann hafði forystu um stefnu-
mörkun ungra Sjálfstæðismanna
undir kjörorðinu „Báknið burt!“ —
1977 og var einn af höfundum bók-
arinnar llppreisnar frjálshyggjunn-
ar 1979. Hann segir í viðtalinu í
Stefni, að hann aðhyllist þær
hugmyndir, sem komið var í orð-
um að í stefnuskránum Endurreisn
í anda frjálshyggju og Leiftursókn
gegn verðbólgu, en lætur þessi orð
falla um Framkvæmdastofnun
ríkisins: „Að mínu áliti er Fram-
kvæmdastofnunin samt óþarfur
milliliður í lánamálum atvinnu-
veganna og minnisvarði um það að
okkur hefur mistekist að móta
raunhæfa byggðastefnu. Þar á
ofan læðist að mörgum sá grunur,
að stofnunin sé notuð til að hygla
sambandsfyrirtækjunum, enda er
hún stundum kölluð lánadeild SÍS.
Það er átakanlegt að horfa á SÍS
kaupa hvert fyrirtækið af öðru.
Stórveldið er um þessar mundir á
eins konar rýmingarsölu einka-
framtaksins, sem á undir högg að
sækja vegna skilningsskorts
stjórnvalda á eðlilegum rekstr-
argrundvelli atvinnufyrirtækja í
landinu." Allir hugsandi menn,
sem eiga ekki annarlegra hags-
muna að gæta, hljóta að taka und-
ir þessi orð. Framkvæmdastofn-
unin er smánarblettur á stjórn
Sjálfstæðisflokksins 1974—1978,
þótt sú stjórn hafi að vísu hlotið
harðari dóm en hún á skilið.
Geir H. Haarde hagfræðingur,
formaður Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, skrifar forystugrein
og nefnir í henni furðulegar ásak-
anir Gunnars Thoroddsens, fyrr-
verandi varaformanns Sjálfstæð-
isflokksins, vegna ályktana ungra
Sjálfstæðismanna á síðasta þingi
þeirra haustið 1981 um vinstri
stjórn hans. Gunnar lætur svo
sem þessar ályktanir feli í sér
kröfu um, að hann verði rekinn úr
flokknum. En það gera þær ekki,
heldur fela þær í sér kröfu um, að
í framtíðinni velji menn um
Sjálfstæðisflokkinn og vinstri
flokkana, geri það upp við sig,
hvorum þeir fylgja. Það erjejfmik-
ill misskilningur, að stjórnar-
myndun Gunnars 1980 í andstöðu
við flesta sjálfstæðismenn sé sam-
bærileg við andstöðu nokkurra
þingmanna flokksins við stjórn-
armyndun Ólafs Thors 1944. Nú
gekk minnihlutinn til samstarfs
við vinstri flokkana, en þá gekk
minnihlutinn ekki til samstarfs
við aðra flokka, heldur var and-
stæður samstarfi við þá.
Margt annað efni er í heftinu.
Birt er ræða Geirs Hallgrímsson-
ar við setningu landsfundarins, en
í henni segir hann: „Sjálfstæðis-
flokkurinn, heill og óskipur, sam-
einaður, megnar einn að afstýra
13
vaxandi áhrifum sósíalista innan-
lands og áhrifum alþjóðakommún-
ismans að utan. Sjálfstæðisflokk-
urinn er brjóstvörn sjálfstæðis
þjóðarinnar og frelsis einstakl-
ingsins í samræmi við yfirlýsingu
stofnenda hans fyrir 52 árum.“
Geir ræðir einnig um frjálslyndi
og stjórnlyndi, en þau hugtök not-
'aði Jón Þorláksson, fyrsti formað-
ur flokksins. Jón taldi sig vera
frjálslyndan íhaldsmann, þvi að
hann reyndi að halda í fengið
frelsi, en hann taldi samhyggju-
menn „stjórnlynda umrótsmenn",
því að þeir reyndu að fórna frels-
inu fyrir eitthvað annað.
Pétur J. Eiríksson hagfræðing-
ur skrifar um einokun ríkisút-
varpsins og spyr, við hvað vinstri
menn séu hræddir, með því að þeir
neita fólki um frelsi til að velja
um útvarpsefni á markaðnum.
Björn Bjarnason blaðamaður
skrifar um „friðarhreyfingu“ síð-
ustu ára og telur, að hún fari
ranga leið að réttu marki. Lýðræð-
isþjóðirnar verði að hafa nægi-
legan hernaðarmátt, til þess að
enginn þori að ráðast á þær. Bald-
ur Guðlaugsson lögfræðingur
skrifar um ævisögu Ólafs Thors
eftir Matthías Johannessen og
fagnar því tækifæri, sem kynslóð
hans hefur til þess að fræðast í
bókinni um einstaklinginn og
stjórnmálamanninn Ólaf Thors,
en hann var látinn, áður en þessi
kynslóð hóf afskipti af stjórnmál-
um. Birtur er kafli bókar um Ráð-
stjórnarríkin eftir svissneskan
blaðamann, Roger Bernheim, en
hann bjó lengi í austri. Margt
fleira má nefna úr heftinu, þótt
þetta sé látið nægja.
I forystugrein Geirs H. Haardes
er vikið að því mikla trausti, sem
ungum sjálfstæðismönnum hefur
verið sýnt síðasta árið, en enginn
vafi er á því, að það má í einhverju
þakka áðurnefndum fjörkipp í
starfi þeirra. Þau Kjartan Gunn-
arsson og Inga Jóna Þórðardóttir,
hafa tekið við störfum fram-
kvæmdastjóra flokksins, Davíð
Oddsson var valinn borgarstjóra-
efni flokksins í prófkjöri í Reykja-
vík, Friðrik Sophusson var kjörinn
varaformaður á landsfundi, og
fleiri ungir menn en nokkru sinni
fyrr voru kjörnir í miðstjórn á
landsfundi. Ég er að vísu ekki
þeirrar skoðunar, að sýna eigi
mönnum traust af þeirri ástæðu
einni, að þeir séu ungir, heldur um-
fram allt af þeirri ástæðu, að þeir
séu frambærilegir, en það er fagn-
aðarefni, að þeir menn, sem ég hef
nefnt, eru hvort tveggja. Þetta
Stefnishefti er fullt tilefni til
bjarsýni um framtíðana — frá
sjónarmiði sjálfstæðismanna séð.
Oxford í janúar 1982.
Leikfélag Mosfells
sveitar I gildru
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Leikfélag Mosfcllssveitar:
GILDRAN
eftir Robert Thomas.
læikstjóri: Krna Gísladóttir.
læikmynd: Njörður Snæland og
Ilreinn Þorvaldsson.
Leiksviðsstjóri: Guðrún E. Arnadótt-
ir.
Ljósamaður: Trausti Gylfason.
Þýðandi: Helga Thoroddsen.
Einhvern tímann reyna öll
áhugaleikfélög við Gildruna. Röð-
in er nú komin að Leikfélagi Mos-
fellssveitar, en það er níunda leik-
félagið sem sýnir Gildruna.
Gildran er að mörgu leyti kjörið
verkefni fyrir áhugaleikfélög. Um
er að ræða spennandi sakamála-
leikrit með óvæntum endi. Höf-
undurinn, Robert Thomas, kann
sæmilega til verka. Hér eru ekki
nýstárleg tök á efni, en vel má
eyða einni kvöldstund í að horfa á
leikrit af þessu tagi. Það er til
dæmis góð æfing fyrir leikfélag
sem kannski vill leggja eitthvað
meira til mála í framtíðinni.
í Gildrunni segir frá nýkvænt-
um eiginmanni sem leitað hefur
til lögreglunnar vegna þess að
kona hans hverfur að heiman.
Lögregluvarðstjórinn er eitthvað
efins um framburð eiginmannsins,
hið skyndilega hvarf eiginkonunn-
ar sem er rík og á von á miklum
arfi eftir frænda sinn. En málin
gerast enn flóknari þegar kona
birtist sem segist vera týnda eig-
inkonan og eiginmaðurinn vill
ekki viðurkenna að svo sé. Við
sögu kemur einnig prestur, lista-
maður og hjúkrunarkona.
Leikstjóri Gildrunnar er Erna
Gísladóttir, Iðnó-lærð leikkona og
hefur oft látið að sér kveða hjá
Leikfélagi Mosfellssveitar. Hún
hefur leikstýrt þessu verki mjög
snoturlega, fengið leikarana til að
lifa sig inn í hlutverkin og gera
þeim bærileg skil á áhugamanna-
vísu.
Eiginmanninn leikur Birgir Sig-
urðsson og kemur til skila óstyrk-
leik hans sem fer vaxandi eftir því
sem líður á sýninguna. Eiginkon-
una leikur Helga Thoroddsen, en
hún er einnig þýðandi leikritsins,
leikur hennar þokkalegur. Varð-
stjórinn er Grétar Snær Hjartar-
Lcúkhópur Leikfélags Mosfellssveitar.
son. Hann sýnir mikla röggsemi í
hlutverkinu og er sannfærandi
þjónn réttvísinnar. Sigvaldi
Kristjánsson sem leikur séra Guð-
brand gerir þessari lævísu pers-
ónu eftirminnileg skil. Pétur
Bjarnason túlkar vel Kreon lista-
mann, túlkun hans lýsir ósvikinni
leikgleði. Sara Elíasdóttir fer með
hlutverk hjúkrunarkonunnar,
einnig hún er á réttum stað í hlut-
verki sínu.
Á köflum var töluverður viðvan-
ingsbragur á leiknum, einkum
hvað varðaði framsögn, en það
fyrirgefst.
Leikmynd var vel gerð.
Leikfélag Mosfellssveitar hefur
sýnt með Gildrunni að það hefur á
að skipa áhugasömu fólki með
góða leikhæfileika. En til þess að
vekja eftirtekt utan sveitar þarf
meira átak.
Jóhann Hjálmarsson