Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 16
1 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
Hvað kostar
Hvalfjarðarbrú?
eftir Guðmund
Vésteinsson,
Akranesi
Hugmyndir um brú yfir Hval-
fjörð hafa verið til umræðu
manna á meðal öðru hvoru undan-
farin ár. Kr það mjög að vonum,
þar sem Hvalfjörður er oft erfiður
yfirferðar og mörgum þykir krók-
ur þessi tafsamur og leiðinlegur.
Miðað við beina leið lengir krókur
þessi leiðina norður og vestur um
fast að því fimmtíu kílómetra.
Kostnaður þjóðarbúsins af akstri
þess bílafjölda, sem árlega fer
fyrir Hvalfjörð eða framan við
(með Akraborg), en það voru um
300.000 bílar á árinu 1981, er um
31 milljón krónur við akstur 50 km
leið á bundnu slitlagi. Er þar ein-
vörðungu talinn rekstrarkostnað-
ur ökutækja og tími ökumanna.
Ofullkomin athugun
á hrú yfir Ilvalfjörð
Þegar svokölluð Hvalfjarðar-
nefnd skilaði skýrslu um athugan-
ir sínar á samgöngumöguleikum
um Hvalfjörð, árið 1972, var þar
fátt að finna um brúargerð utar-
lega í Hvalfirði (aðeins brú milli
Hvamms og Hrafnabjarga, sem er
rétt utan við olíustöðina). Hins
vegar kannaði nefndin möguleika
á því að gerá veg á grjótfyllingum
yfir grynningarnar yst í firðinum
og síðan vegstokk eða veggöng úr
steinsteyptum einingum, sem lögð
yrðu á botn fjarðarins, en dýpi er
á þessum slóðum um 30—35 m í
norðanverðum Hvalfirði.
Þessi framkvæmd var ekki talin
sérlega arðbær, en áætluð arðsemi
hennar var metin aðeins um 3%.
Heildarkostnaður við slíka fram-
kæmd var áætlaður 4500 milljónir
þáverandi króna. Miðað við hækk-
un byggingarvísitölu mun þetta
vera um 1350 milljónir á núgild-
andi gjaldmiðli. Til samanburðar
má geta þess, að kostnaður við
Borgarfjarðarbrú var á vígsludegi
155 milljónir króna.
„Sú reynsla, sem Is-
lendingar hafa ödlast
við gerd meiriháttar
brúarmannvirkja, eins
og BorgarfjarÖarbrúar
og brúna yfir SkeiÖar-
ársand, hlýtur að vera
landsmönnum hvatning
til aö takast á við stærri
og erfiðari verkefni á
því sviði“.
miklu dýpi og þétta þau. Ennfrem-
ur hlyti hér að skipta mestu máli,
að um jarðskjálftasvæði væri að
ræða og brú mundi standast
jarðskjálfta mun betur en slík
Köng.
Arni Ingólfsson fór fram á það
við forráðamenn Skánska Cem-
entgjuteriet að þeir gerðu grófa
kostnaðaráætlun um brú utarlega
í Hvalfirði á grundvelli einingar-
verðs í sambærilegum fram-
kvæmdum, sem þeir hefðu unnið
og miðað við, að botn Hvalfjarðar
væri sæmilega traustur. Fyrir-
tækið vann slíka áætlun, og valdi
leiðina Laufagrunn-Kúludalsá,
sem er yst í Hvalfirði. Kostnað-
aráætlun þessi var 89 milljónir
sænskra króna. Með tilliti til
gengis sænsku krónunnar á þess-
um tíma og hækkunar bygg-
rakið er að finna í bréfi, sem sam-
göngumálanefnd Akraneskaup-
staðar sendi hinn 5. apríl 1974 til
samgöngumálaráðherra, en í bréfi
þessu er gerð allítarleg grein fyrir
máli þessu og þar segir m.a. þetta:
„Við undirritaðir gerum okkur
alls ekki vonir um að ráðist verði í
slíka brúarframkvæmd allra næstu
árin, en við væntum þess, að undir-
búningsvinna og botnrannsóknir
vatn til sjávar runnið. Orkukrepp-
an hefur haft í för með sér stór-
hækkun á rekstrarkostnaði bíla og
ökutækja. Umferð um Hvalfjörð
hefur vaxið að mun og hún mun
áreiðanlega halda áfram að
aukast á komandi árum.
Af þessum ástæðum m.a. notaði
ég tækifærið meðan ég sat á Al-
þingi nýverið og flutti tillögu til
þingsályktunar um að fela ríkis-
stjórninni að láta fara fram at-
hugun á gerð brúar yfir utanverð-
an Hvalfjörð.
Vaxandiuppbygging
norðan Hvalfjarðar
A síðustu árum hefur mikil upp-
bygging á ýmsum sviðum átt sér
stað á svæðinu norðan Hvalfjarð-
ar. Þéttbýlisstaðir, eins og Akra-
nes og Borgarnes hafa stækkað og
fólki fjölgað. Hér koma við sögu
að sjálfsögðu, framkvæmdir við
Borgarfjarðarbrú, sameiginleg
hitaveita fyrir áðurnefnda staði,
bygging verksmiðjunnar að
Grundartanga með tilheyrandi
hafnaraðstöðu og raflínulögnum,
auk grósku í hinum hefðbundnu
atvinnugreinum og fleira.
Borgarfjarðarhérað er þegar
orðið eitt fjölsóttasta útivistar- og
sumardvalarsvæði íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu og fátt bendir til
að úr þeirri þróun muni draga í
framtíðinni.
Allar forsendur eru fyrir
áframhaldandi uppbyggingu og
fjölgun fólks norðan Hvalfjarðar
og hlýtur það með öðru að leiða til
aukinnar umferðar um Hvalfjörð.
Langtímaáætlun um
vega- og brúargerð
Borgarfjarðarbrú var mjög um-
deild í upphafi en sú reynsla, sem
þegar er fengin af henni tvímæla-
laust mjög jákvæð. Það viður-
kenna flestir nú orðið. Sú reynsla,
sem Islendingar hafa öðlast við
gerð meiriháttar brúarmann-
virkja, eins og Borgarfjarðarbrúar
og brúnna yfir Skeiðarársand
hlýtur að vera landsmönnum
hvatning til að takast á við stærri
og erfiðari verkefni á því sviði.
Á síðasta vori samþykkti Al-
þingi að láta gera langtímaáætlun
um vega- og brúargerð á næstu 20
árum. I sambandi við þá áætlun
hlýtur að teljast eðlilegt að fram
fari ítarleg athugun á möguleik-
unum á gerð brúar yfir utanverð-
an Hvalfjörð. Eins og fram kemur
í tilvitnuninni úr bréfinu til sam-
göngumálaráðherra hér að fram-
an, þarf að framkvæma fullkomn-
Hvalfjörður. Hugmyndir um vegstokka á botni Hvalfjarðar
-t
Þegar Hvalfjarðarnefnd skilaði
skýrslu sinni þótti ýmsum t.d. hér
á Akranesi, sæta nokkurri furðu,
að ekkert skyldi vera þar um at-
huganir eða áætlanir um brúar-
gerð í utanverðum firðinum. Menn
höfðu t.d. fréttir af því frá Sví-
þjóð, að þar va;ri nýbúið að taka í
notkun 6000 m langa brú milli
Olands og meginlands Svíþjóðar,
sem m.a. var gerð með forspennt-
um strengjasteypubitum. Með
þeirri aðferð hafa margar stór-
brýr verið byggðar og munu vera
dæmi um að haf milli stöpla sé
yfir 2(X) m. Eitt kunnasta verk-
takafyrirtæki í Svíþjóð, Skánska
(’ementgjuteriet, tók að sér þessa
brúargerð og varð kostnaðurinn
við hana um 80 milljónir sænskra
króna.
I pplýsingar frá
Skanska ('ementgjuteriet
Á þessum árum starfaði á veg-
um bæjarstjórnar Akraness sér-
stök samgöngumálanefnd. Einn
nefndarmanna, Árni Ingólfsmm,
læknir, sem þá var nýfluttuWfcil
Akraness eftir nokkurra ára veru
í Svíþjóð, fór í september 1973 á
fund forráðamanna þessa fyrir-
tækis og átti hann m.a. viðrjAur
við Henry Johanson, verkfræoing
og einn forstjóra þess, og afhenti
honum eintak af Hvalfjarðar-
skýrslunni. porstj5rjnn kynnti sér
skýrsluna og lýsti þeirri skoðun
sinni, að heppilegast væri að brða
Hvalfjörð utarlega. Taldi hann
veggöng mun dýrari en brú. Erfitt
væri að koma þeim fyrir á svo
ingarvísitölu hér á landi er þetta
nú um 356 milljónir króna. Fyll-
ingar á grynningunum sunnan til í
firðinum myndu í dag kosta um 50
milljónir króna. Er þá gengið út
frá að 500.000 m:t af fyllingarefni
þurfi í þær og er hér tekið mið af
nýlegu einingarverði í sambæri-
legum framkvæmdum t.d. í
grjótgörðum í Akraneshöfn. Með
öðrum orðum, að heildarkostnað-
ur væri um 406 milljónir króna í
dag. En þetta er aðeins þriðjungur
kostnaðar við það mannvirki, sem
Hvalfjarðarnefnd lét gera athug-
un á í utanverðum Hvalfirði.
Bréf til samgöngu-
rádhorra 5. apríl 1974
Þær upplýsingar, sem ég hef hér
hcfjist sem fyrst. Við æskjum þess,
að hætt verði að eyða almannafé í
náttúruverndarrannsóknir í Botns-
vogi og Brynjudalsvogi og í boranir
innarlega í firðinum. Notið heldur
peiiingana til botnrannsókna utar-
lega t.d. milli Hnausaskers og
Innra-llólms, til að fá úr því skorið,
hvort brúarsmíði sé framkvæman-
leg, eins og góðar líkur benda til.“
Var arösemi Hvalfjaröar-
brúar 10% fyrir áratug?
Samgongumálanefndin á Akra-
nesi leiddi að því nokkrar líkur í
bréfi sínu frá 1974, að arðsemi
brúar yfir Hvalfjörð gæti verið
um 9—10% miðað við þær for-
sendur, sem getið hefur verið um.
Frá því að þetta var hefur mikið
ar rannsóknir á botni Hyalfjarðar
milli Hnausaskers og Hólabrúar,
sem er rétt innan við Innra-Hólm,
en þá leið má^elja þá álitlegustu,
eins og ég geri grein fyrir í grein-
argerð með tiflögu minni og rakti
ítarlegar í framsöguræðu á AI-
þingi hinn 9. mars sl. Til slíkrar
rannsóknar þarf að ætla þann
tækjakost, mannafla og fjármuni,
sem hún hlýtur að útheimta. s
Eg vil géra að lokaorðum þess-
ara, greinar niðurlagsorð í því
bréfi, sem ég hef áður til vitnað
hér að framan, en telja má víst, að
allir geti verið þeim sammála:
„Brú yfir ilvalfjörð, utarlega, er
stórmál og hagsmunamál allrar þjóð-
arinnar."
Akranesi, 15. mars 1982.
Guðmundur Vésteinsson