Morgunblaðið - 24.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982 17 Fjórðungssamband Norðlendinga: Steinullarverksmiðja á Sauðárkróki er sameiginlegt mál Norðurlands Úr myndinni Don Giovanni, sem endursýnd verdur í Tjarnarbíói í kvöld. Fjalakötturinn endursýnir tvær kvikmyndir Fjalakötturinn, kvikmynda- klúbbur framhaldsskolanna, mun í kvöld og á morgun cndursýna tvær kvikmyndir vegna rnikillar aðsókn- ar. í kvöld kl. 21 verður óperan Don Giovanni endursýnd í Tjarn- arbíói og annað kvöld kl. 21 verður franska myndin Hæg hreyfing eudursýnd. Don Giovanni er eitt fárra dæma þar sem ópera hefur verið færð yfir á hvíta tjaldið. Upp- setningar í óperuhúsum hafa oft verið kvikmyndaðar en það er sjaldgæfara, að óperur séu færð- ar yfir á mál kvikmyndarinnar. Leikstjórinn Joseph Losey færist mikið í fang, en tekst listilega að koma óperunni til skila. Hæg hreyfing er mynd franska leikstjórans Jean-Luc Godard, sem þekktur er fyrir að fara allt annað en troðnar slóðir í mynd- um sínum. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga: „Á fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var á Húsavik 3.—5. september 1981, var algjör einhug- ur um að styðja eindregið hug- myndir Steinullarfélagsins hf. um steinullarverksmiðju á Sauðár- króki. Lagði þingið sérstaka áherslu á, að nefnd sú, sem skipuð var til að fjalla um málið á vegum iðnaðarráðherra, komst að þeirri niðurstöðu, að á grundvelli byggða- legra og fjárhagslegra sjónarmiða bæri að staðsetja steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. Ennfremur, að Ijóst er að staðarval verksmiðju á Sauðárkróki muni ekki hafa áhrif á rekstrarkostnað hennar í sam- anburði við staðsetningu annars staðar. Á fundi fjórðungssambands og launþeganefndar fjórðungssam- bandsins í febrúar 1980, sem hald- inn var á Sauðárkróki, var ákveðið, að Fjórðungssamband Norðlend- inga gerði uppbyggingu steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki að sam- eiginlegu máli, sem allar byggðir Norðurlands sameinuðust um sem Kvikmyndasýning í Norræna húsinu í KVÖLD, miðvikudag, kl. 20.30 verður sýnd kvikmyndin Den AIL- varsamma Leken, gerð eftir skáldsögu Hjalmars Söderbergs í Norræna húsinu. Myndin er gerð 1976—’77 af sænsku kvikmyndastofnuninni og norska kvikmyndafélaginu. Leikstjóri er Anja Breien. Kvikmyndin er sýnd á vegum sænska sendikennarans. Að- gangur er ókeypis. Skákmót Norðurlands: Mikil barátta um efstu sætin ilúsavík, 22. marz. SKÁKMOTI Norðurlands lauk á Húsavík i gær. Urslit urðu þau i meistaraflokki, að þrír keppendur urðu jafnir með 5'/í vinning, en eftir stigaútreikningi hlaut gestur mótsins, Jón Kristinsson frá Hólmavík, gullverðlaunin, en Jón er margreyndur skákmeistari. Tit- ilinn skákmeistari Norðurlands hlaut Jakob Kristinsson, Akur- eyri, og næstur honum varð Gylfi Uórhallsson, Akureyri. Meistaratitilinn í kvenna- flokki hlaut Ásrún Árnadóttir og önnur varð Arnfríður Prið- riksdóttir, báðar úr Eyjafirði. Unglingameistari Norðurlands varð Emil Friðriksson, Akur- eyri, með 7 vinninga, og næstur honum Arnar Þorsteinsson, Ak- ureyri, einnig með 7 vinninga, en þriðji varð Haraldur Sigur- jónsson, Húsavík, með 6'/2 vinn- ing. Mótinu lauk með hraðskák- keppni og sigraði Jakob Krist- Jón Kristinsson insson, í kvennaflokki Svein- fríður Halldórsdóttir úr Eyja- firði og í unglingaflokki varð Arnar Þorsteinsson, Akureyri, hlutskarpastur. Að mótinu loknu ávarpaði forseti bæjarstjórnar Húsavík- ur, Jónína Hallgrímsdóttir, keppendur og afhenti sigurveg- urunum sigurlaunin. — Fréttaritari. Hafnfirðingar Minnum á afmælisfagnaöinn í Góötemplarahúsinu nk. laugardagskvöld. Forsala aögöngumiöa og miöapantanir aö Austur- götu 10, sími 51874. Félag óháöra borgara. Tm upphaf stærri iðnþróunar á Norður- landi. Lögð var á það rík áhersla, að uppbygging jarðefnaiðnaðar á Suðurlandi og steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki væru að- skilin verkefni, þar sem gætt væri verkaskiptingar á milli al- hliða jarðefnaiðnaðar til útflutn- ings og steinullarframleiðslu vegna innanlandsmarkaðar. í þessu sambandi er bent á að Steinullarfélagið hafi haft allt frumkvæði og hugmyndir um steinullarverksmiðju fyrir inn- anlandsmarkað og því sé það með öllu fráleitt að Jarðefnaiðn- aður eigi rétt á því að draga til sín og njóta ávaxtanna af braut- ryðjendastarfi Sauðkrækinga, þegar þeirra eigin áætlanir um útflutning reyndust óraunhæfar. Að sama skapi er það fráleitt að brautryðjendastarf Jarðefnaiðn- aðar um útflutning steinefna væri í engu metið og verkefnið með valdboði afhent öðrum aðila. Fjórðungssambandið undirstrik- ar að með staðsetningu steinull- arverksmiðju á Sauðárkróki er ekki verið að bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu á Suður- landi sem er best sett allra landshluta um jarðefni og orkuöflun í landinu. Hér hefur verið lagt hlutlægt mat á tillögu iðnaðarráðherra og tekið tillit til frumkvæða Steinullarfélagsins um þann framleiðslumöguleika, sem reynslan hefur sýnt hag- kvæmastan." • • FAGURRI ATHOFN HÆFIR GÓÐUR FATNAÐUR fatnaður sem nýtist hvenær sem er eftir ferminguna Buxurnareru úr 100% bómull og litireru dökkblátt eða grátt, vestispeysan er til í dökkbláum lit og hvítar tvíhnepptar skyrtur. verð: Buxur kr. 395,- skyrtur kr. 290,- peysur kr. 295,- bindikr. 90,- LAUGAVEGI47, AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 6.163

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.