Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
* Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakið.
Kjarabarátta og
kosningar
Hinn 21. ágúst 1981 komst Kjartan Ólafsson, varaformaður Al-
þýðubandalagsins, að þeirri niðurstöðu í forystugrein í Þjóð-
viljanum, að líkindi væru fyrir því( að þjóðartekjur á mann myndu
aukast um 2% á árinu 1981 og gaf varaformaðurinn jafnframt til
kynna, að sú aukning ætti að renna til að hækka grunnkaup laun-
þega. Alþýðubandalagið boðaði sem sé þá stefnu, að grunnkaup
mætti hækka um 2%. í ár, 1982, er ekki spáð neinni aukningu
þjóðartekna. Væri varaformaður Alþýðubandalagsins og ritstjóri
Þjóðviljans jafn rökfastur nú og fyrir rúmu hálfu ári, myndi hann
mæla gegn öllum grunnkaupshækkunum í ár.
Skrif varaformanns Alþýðubandalagsins í blað sitt undanfarið
benda hins vegar ekki til þess, að hann sé lengur sömu skoðunar og
21. ágúst 1981. Nú heldur hann því á loft, að sveitarstjórnakosn-
ingarnar séu kjarabarátta, hafi samningar um kaup og kjör ekki
tekist fyrir þær. Benda orð hans til þess, að Þjóðviljinn og Alþýðu-
bandalagið hafi gefið verkalýðsrekendum flokksins fyrirmæli um að
semja ekki fyrir kosningar og draga viðræður um kjaramál á lang-
inn fram yfir þær. Þeir ætli að reyna að endurtaka leikinn frá 1978,
þegar barist var undir kjörorðunum „samningana í gildi“ og „kjör-
seðillinn er vopn í kjarabaráttunni", nota eigi verkalýðshreyfinguna
enn einu sinni í flokkspólitískum tilgangi í þágu Alþýðubandalags-
ins, slagorðin frá því sl. haust, „kommar vilja kjaramildi" og „núll-
leið í launamálum", eigi ekki lengur við. í Þjóðviljanum í gær er
komist að þeirri niðurstöðu, að fái Alþýðubandalagið illa útreið í
kosningunum hafi kjósendur „notað atkvæðaseðilinn til að biðja um
kjaraskerðingu". Þá er því einnig slegið föstu í Þjóðviljanum, að
„sigur Alþýðubandalagsins í sveitarstjórnakosningunum treystir
ríkisstjórnina í sessi".
Þessi skrif Þjóðviljans sýna svo ekki verður um villst, að alþýðu-
bandalagsmenn vilja ekki láta kosningarnar í vor snúast um sveit-
arstjórnarmál — þeir þora til dæmis ekki að leggja störf sín í
borgarstjórn Reykjavíkur undir dóm kjósenda. Hitt er svo sannar-
lega mikil bíræfni hjá kommúnistum að ætla að berjast fyrir kosn-
ingarnar sem sérstakir málsvarar launþega, þróun kaupmáttar síð-
an 1978 sýnir ótvírætt, að öll loforð, sem kommúnistar gáfu þá, hafa
verið svikin. En vonar Þjóðviljinn, að Alþýðubandalagið geti verið í
skjóli verkalýðshreyfingarinnar í kosningunum nú eins og 1978? Er
það síðasta haldreipi hinnar nýju stéttar og flokksbroddanna, sem
hafa gengið markvisst á hlut launþega bæði innan flokks og utan, að
forvígismenn launþega heyi fyrir þá kosningabaráttuna? Skrif
Þjóðviljans gefa ærið tilefni til þess, að á næstu dögum og vikum
verði fylgst náið með yfirlýsingum forvígismanna Alþýðusambands-
ins og þær metnar í því ljósi, sem kommúnistar hafa nú varpað á
þessa menn.
Þorskastríð og selastríð
Hér í blaðinu var á fimmtudaginn í síðustu viku birt yfirlit yfir
áhrif sela á fiskveiðar okkar Islendinga. Segja má, að áhrif sela
séu tvíþætt, þeir eru hýsill fyrir hringorma og éta mikið magn af
fiski. Vísir menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að í ár verði
tíndar 130 milljónir hringorma úr þorski í frystihúsum víða um
land. Þá hefur einnig komið fram, að hcr við land éti selurinn um 50
þúsund tonn af nytjafiski. Er það yfirleitt smár fiskur, svo að talið
er, að við töpum nú um 100 þúsund tonnum af nytjafiski í selinn á
hverju ári. Vegna samdráttar í selveiðum er talið líklegt, að sela-
stofninn við landið vaxi. Hagsmunasamtök í sjávarútvegi hvetja til
aukinnar selveiði og er nú um það rætt að verðlauna seladráp.
Síðast þegar samið var við Breta um fiskveiðar í íslenskri lögsögu,
á árinu 1976, þá veiddu togarar þeirra hér við land 53.534 tonn og að
meðaltali veiddu Bretar hér á ári um 120 til 130 þúsund tonn. Við
háðum einarða baráttu fyrir því að stöðva þessar veiðar og töldum
lífshagsmuni okkar í húfi. Þótt Bretar væru ýmsum til ama, var þó
til dæmis sá mikli munur á þeim og selnum, að þeir dreifðu ekki
hringormum í fiskinn.
Barátta okkar við Breta vannst meðal annars fyrir þá sök, að við
nutum samúðar og skilnings í öðrum löndum, ekki síst í Bretlandi,
við vorum lítilmagninn í átökum við breska ljónið. Þótt menn séu
sammála um nauðsyn aðgerða gegn selnum hér á landi, sem þó er
kannske ekki víst, er augljóst, að seladráp fyrir verðlaunafé myndi
mælast illa fyrir erlendis hjá áhrifamiklum aðilum, sem tekið hafa
málstað lítilmagnans andspænis mannskepnunni. I þorskastríðinu
var mikið rætt um áróðursstríð. Verði hafið selastríð er áróðurs-
þátturinn ekki síður mikilvægur en í þorskastríði. Til að áróðurinn
út á við verði í lagi, er nauðsynlegt að inn á við séu menn sammála
— hagsmunasamtök sjávarútvegsins hafa lagt fram tillögur sínar.
Er einhver á móti?
Menn eru furðu
framferdi iðnaði
— sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson í umræðum utan dags
Forsætisráðherra svaraöi ekki spurningum sem beint var til hans
í IJMRÆÐUM utan dagskrár á Al-
þingi í gær var fjallað um Helguvík-
urmál og deildu þeir hart Ólafur Jó-
hannesson, utanríkisráðherra, og
Iljörleifur Guttormsson, iðnaðar-
ráðherra. Auk þeirra tóku Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, og
Svavar Gestsson, félagsmálaráð-
herra, og margir alþingismenn til
máls.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) hóf þessa umræðu utan dag-
skrár og sagði hann í upphafi máls
síns: „Svo sem alkunna er urðu
þau tíðindi 12. mars síðastliðinn,
að iðnaðarráðherra gaf orkumála-
stjóra fyrirmæli, sem jafngiltu
riftingu á skriflegum samningi,
sem Orkustofnun hafði gert við
Almennu verkfræðistofuna vegna
jarðvegsrannsókna í Helguvík þar
sem ætlunin er að reisa hina nýju
eldsneytisgeyma fyrir varnarliðið.
Menn hafa verið furðu lostnir yfir
þessu framferði hæstvirts iðnað-
arráðherra. Virðist svo vera, hvort
sem um er að ræða stjórnarsinna
eða stjórnarandstæðinga. Að
minnsta kosti telur hæstvirtur
utanríkisráðherra þetta framferði
einstætt í sinni röð, og bregður
samráðherra sínum, hæstvirtum
iðnaðarráðherra, um valdníðslu."
Þorvaldur Garðar ræddi síðan
nokkuð um stjórn Orkustofnunar,
skipan hennar og hlutverk, og bar
síðan fram eftirfarandi spurn-
ingar:
„Hver eru afskipti stjórnar
Orkustofnunar af samningi stofn-
unarinnar við Almennu verk-
fræðistofuna?
Var samningurinn gerður með
vilja og vitund stjórnarinnar?
Hefir ráðherra haft samráð við
stjórnina um aðgerðir sínar vegna
samningsins?
Hver er afstaða stjórnarinnar
til samningsins og aðgerða ráð-
herra?
Það sem hér er spurt um varðar
formhlið þessa máls. Það er
spurningin um valdþurrð. Þar að
auki er efnishlið málsins. Það er
valdníðsla hæstvirts iðnaðarráð-
herra eins og hæstvirtur utanrik-
isráðherra hefir orðað það.“
Lokaorð Þorvalds Garðars voru
þessi: „Annars vegar heldur
hæstvirtur utanríkisráðherra því
fram, að samningunum hafi verið
rift. Hins vegar segir hæstvirtur
iðnaðarráðherra, að samningun-
um hafi ekki verið rift. Óneitan-
lega varðar miklu máli hvor
þeirra félaga hefur á réttu að
standa. Ég vænti þess, að þeir tjái
sig báðir um þetta atriði. Ef þeim
kemur ekki saman um hver stað-
reyndin er í þessu efni óska ég
eftir, að hæstvirtur forsætisráð-
herra skýri í þessari umræðu frá
hver skoðun hans og ríkisstjórnar-
innar er á þessu máli. Undan því
verður ekki skorast. Það er það
minnsta, að hæstvirtur forsætis-
ráðherra geri hæstvirtu Alþingi
grein fyrir skoðun ríkisstjórnar-
innar í svo mikilvægu máli, sem
hér um ræðir."
Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra, sagði meginatriði
þessa máls vera það, að engum
samningum hefði verið rift að til-
stuðlan iðnaðarráðuneytisins.
Hann sagðist hafa óskað eftir því
10. marz að dokað yrði við með
framkvæmdir samningsins, en
samningurinn hefði þá verið á döf-
inni. Það hefði tekið vikutíma að
athuga þessa samninga og því
hefði lokið fimmtudagin 18. marz.
Orkumálastjóra hefði verið til-
kynnt um niðurstöður athugunar
ráðuneytisins á samningnum
mánudaginn 22. marz og þann dag
hefði verið send út fréttatilkynn-
ing um málið. Iðnaðarráðherra las
síðan fyrrnefnda fréttatilkynn-
ingu, sem birtist í Morgunblaðinu
í gær.
Um stjórn Orkustofnunar sagði
Hjörleifur, að hún ynni á ábyrgð
iðnaðarráðherra og hefði fylgzt
með þessu máli, meðal annars á
tveimur fundum. Hann ítrekaði,
að aldrei hefði staðið til að rifta
þessum samningum af hálfu iðn-
aðarráðuneytisins.
Vitni að því aö um fyrir-
skipanir var aö ræða
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, sagði að vinnubrögð iðn-
aðarráðherra væru vægast sagt
mjög undarleg að sínu mati. 10.
marz hefði iðnaðarráðherra gefið
fyrirmæli um að hætta við efndir
á verksamningnum. Það þýddi
ekki fyrir iðnaðarráðherra að
halda því fram, að um góðlátleg
tilmæli hefði verið að ræða. Utan-
ríkisráðherra sagðist hafa næg
vitni að þvi, að um beinar fyrir-
skipanir hefði verið að ræða.
Hann sagði að Orkustofnun hefði
skrifað undir samninginn og
stofnunin væri ekki þekkt að því
að standa ekki við sín heit. „Þetta
voru ekki góðlátleg tilmæli, þetta
voru fyrirskipanir,“ sagði Ólafur
Jóhannesson.
Hann sagðist telja þennan at-
burð einstæðan og kvaðst ekki
þekkja fordæmi þess í íslenzkri
stjórnarfarssögu að ráðherra gripi
inn í og segði stofnun sem Orku-
stofnun að hætta við verk, sem
samningar hefðu verið gerðir um.
Slíkt sagðist hann telja stór-
hættulegt fordæmi. Hann spurði
hvort einhver viðstaddra þing-
manna þekkti dæmi þessa og
sagði, að sér þætti vænt um ef þau
dæmi yrðu þá nefnd. Ólafur sagð-
ist ætla, að ekkert slíkt dæmi
finndist og þetta félli ekki að rétt-
arhugmyndum íslendinga. 111
danska er auðlærð, sagði ráðherr-
ann, og það gæti verið, að ein-
hverjir ráðherrar, sem finndu til
valds síns gripu til þess að beita
þessari aðferð síðar. Þess vegna er
hér um alvarlegt mál að ræða,
sagði utanríkisráðherra.
Ólafur sagði, að þessir starfs-
hættir væru ekki þekktir hér á
landi. Um málefnalegan ágreining
gegndi allt öðru máli. Slíkur
ágreiningur hefði verið milli hans
og félagsmálaráðherra og sagðist
Ólafur telja það eðlilegt að menn
skiptust á skoðunum. Aðgerðir
Hjörleifs væru allt annars eðlis og
sagðist Ólafur halda því fram, að
fyrir þeim væri enginn lagalegur
grundvöllur. Hvort það væri
valdníðsla eða valdþurrð, nema
hvort tveggja væri, sagðist hann
ekki ætla að segja, en þá notaði
hann orðið valdníðsla sem laga-
legt hugtak.
Utanríkisráðherra sagðist efast
um, að iðnaðarráðherra gæti skýrt
vinnubrögð sín fyrir nokkrum
manni þar sem lagagrundvöllinn
vantaði. Ef Hjörleifur hefði spurt
lögfræðinga iðnaðarráðuneytisins
álits þá sagðist Ólafur hafa gam-
an af að heyra álit þeirra. Þessi
ákvörðun iðnaðarráðherra væri
einstæð og hættuleg islenzkum
rétti. Hann sagði iðnaðarráðherra
standa í stórræðum þessa dagana
og fram undan væru viðræður við
Alusuisse. Ólafur sagðist vona, að
iðnaðarráðherra stæði þar á laga-
lega sterkari grundvelli. „Annars
hjálpi okkur allir heilagir," sagði
Ólafur Jóhannesson.
*
Verzlunarráð Islands:
Kannar vanskil
opinberra stofn-
ana og fyrirtækja
„VII) KOMUM einstökum kvörtun-
um fyrirtækja um vanskil og við-
skipti opinberra aðila á framfæri í
bréfi til forsætisráðherra og fengum
það svar eitt frá fjármálaráðuneyt-
inu, að ef fyrirtæki innan Verzlun-
arráðs íslands væru óánægð, gætu
þau hætt lánsviðskiptum. Þessar
kvartanir voru þó ekki nægilega
margar til þess að við gætum fengið
heildarmynd af ástandinu og því var
ákveðið að efna til þessarar könnun-
ar meðal verzlunarráðsrneðlima,"
sagði Kjartan Stefánsson, blaða-
fulltrúi Verzlunarráðs íslands, er
Mbl. spurði hann um könnun Verzl-
unarráðsins meðal félaga sinna um
vanskil og viðskipti opinberra aðila.
Kjartan sagði, að Guðmundur
Arnaldsson, hagfræðingur, hefði
undirbúið könnunina og annaðist
framkvæmd hennar. Könnunin er
þannig framkvæmd, að félags-
menn Verzlunarráðsins fá spurn-
ingalista, þar sem spurt er um
viðskipti þeirra við opinbera aðila,
hvernig gengið sé frá samningum,
hvaða vaxtakröfur séu hafðar
uppi, þegar um gjaldfrest er að
ræða og hvort verulegur dráttur á
greiðslu sé venjulegur í viðskipt-
um við opinbera aðila, eða menn
sætti sig við lengri gjaldfrest hjá
opinberum aðilum en í viðskiptum
við aðra aðila. Þá er einnig ætlast
til að gerð sé grein fyrir vanskila-
upphæðum opinberra aðila um
síðustu áramót.
Kjartan Stefánsson sagði, að
þær einstöku kvartanir, sem
Verzlunarráðinu hefðu borizt,
bentu til þess, að opinberir aðilar,
stofnanir og fyrirtæki drægju
greiðslur mikið lengur en aðrir
viðskiptavinir og tilgangurinn
með þessari könnun væri að fá ít-
arlegar upplýsingar um það, hvort
opinberar stofnanir og fyrirtæki
eru meira í vanskilum en aðrir.
Skilafrestur könnunarinnar er
til 1. apríl nk.