Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
Guðrún Helgadóttir um safn Seðlabankans:
Karl Marx
er ekki í
skinnbandi
— enda „pjattsafnið“ á móti honum
„IJpphaf bóka- og skjalasafns Seölabankans sem skipulegs
safns má rekja aflur til ársins 1962,“ sagði Tómas Arnason,
viðskiptaráóherra, í svari viö fyrirspurn frá Cuðrúnu Helga-
dóttur (Abl) á Alþingi í gær, „en þá var hafin flokkun marg-
víslegra gagna í eigu Landsbanka og Seðlabanka, er geymd
vóru í kjallara Neskirkju.
Albert
Gudmunds.son
GuArún
Helgadóttir
Halldór
Asgrímsson
Halldór
Blöndal
Tómas
Arnasnn
Vilmundur
Gylfason
Var þar m.a. um að ræða marg-
vísleg skjöl og bókhaldsgögn, er
náðu allt aftur til stofnunar
Landsbankans 1886. Þann 16.
febrúar 1981 var síðan gert sam-
komulag milli Landsbanka og
Seðlabanka um vörzlu bóka- og
skjalasafns bankanna að Einholti
4. Söfnunum í Einholti 4 má
skipta í fjóra flokka: 1) íslenzkar
bækur, skýrslur, blöð og tímarit,
2) erlendar bækur, skýrslur og
tímarit, 3) söguleg skjöl Lands-
banka og Seðlabanka með vænt-
anlegri viðbót frá öðrum bönkum,
s.s. íslandsbanka, 4) mynt- og
seðlasafn.
Hvað hefur safn-
ið að geyma?
Tómas Arnason, viðskiptaráð-
herra, sagði safnið hafa eftirfar-
andi að geyma:
• Hvers konar bækur, opinber-
ar skýrslur og smárit, sem fjalla
um hagsögu og stjórnmál lands-
ins, bæði fyrr og síðar. Einnig
mikið af almennum sögulegum
ritum, er lýsa þróun þjóðfélagsins
í gegn um aldirnar, þ.á m. staðar-
lýsingar og almennar landlýs-
ingar.
• I erlenda safninu eru marg-
vísleg hagfræðirit, bæði sígild og
nútímaverk. Einnig ýmis tímarit
og bankaskýrslur, s.s. skýrslur frá
fjölda erlendra stofnana, sem Is-
lendingar hafa átt viðskipti við
með einhverjum hætti.
• I skjalasafninu eru öll skjöl
Seðlabanka, svo og söguleg skjöl
Landsbanka frá upphafi, enda var
Seðlabankinn í raun lengst af
hluti hans. Einnig eru þar sérsöfn,
svo sem bréfa- og skjalasafn
Tryggva Gunnarssonar og skjala-
safn Jóns Arnasonar.
• Mynt- og seðlasafn, sem að
stofni til er safn, er Seðlabanki og
Landsbanki áttu. Bæði er um að
ræða innlenda og erlenda peninga,
s.em víða höfðu borizt að gegn um
árin. Safnið bíður nú endanlegrar
uppsetningar í Einholti 4 en vænt-
anlega verður hægt að opna það
almenningi síðar á þessu ári.
Söfnin hafa til afnota þriðjung
hússins að Einholti 4, um 450 fer-
metra, þar af um 100 fermetrar
ætlaðir mynt- og seðlasafni.
Til kaupa vegna bókasafnsins
var varið 59.000 krónum 1980 og
138.000 krónum 1981.
Eftir að safnið komst loksins í
viðunandi húsnæði hefur verið
unnið skipulega að faglegri skrán-
ingu þess og er stefnt að því, að
hinn íslenzki hluti þess verði
tölvuskráður í samvinnu við
Landsbókasafnið.
Við safnið vinna, auk forstöðu-
manns, sem einnig hefur umsjón
með annarri starfsemi í Einholti
4, bókasafnsfræðingur í hálfu
starfi, bókbindari, aðstoðarmaður,
sem einnig vinnur önnur störf, og
skrifstofumaður í hálfu starfi.
Hlutverk safnsins er að þjóna
starfsmönnum bankanna en þegar
uppsetningu þess og skráningu er
lokið verður það opnað, einkum
fræðimönnum og þeim er sinna
rannsóknarstörfum varðandi þau
efni, er safnið spannar.
Ráðherra sagði myndarlega og
menningarlega að þessu safni
staðið. Það hefði mikið varðveizlu-
og sögulegt gildi og myndi þjóna
hlutverki á sviði viðkomandi
fræða og rannsókna. Þarna eru
mikil verðmæti, sem bjargað er til
framtíðar. Til gamans má nefna
að í myntsafni er danskur einseyr-
ingur frá 1881, en einn slíkur seld-
ist á rúmar 20.000 danskar krónur
í fyrra.
Skjala- og
bókasafn
Seðla- og
Landsbanka
til umræðu í
spurningatíma
Alþingis
„Pjattbókasafn“
Guðrún Helgadóttir (Abl) hafði
beint ýmsum spurningum til ráð-
herra, varðandi safnið, tilurð þess,
kostnað, tilgang og fjárfest-
ingarheimildir. Hún sagði þarna
samankomnar miklar fagurbók-
menntir bundnar í fegursta
skinnband, sumar hverjar sem
Landsbókasafn ætti ekki eintak
af. Engin þessara bóka væri þó
lánuð út. Hvaða heimildir standa
til slíkrar fjárfestingar, sem
þarna hefur átt sér stað? spurði
hún, og taldi skyldu bankaráð-
herra að láta Alþingi í té allar
upplýsingar varðandi þetta safn
viðkomandi ríkisbanka. Ráðherra
svaraði efnislega sem að framan
segir.
Guðrún taldi svör ráðherra
duga skammt. Ekki hefðu fengizt
svör um, hvað þessi herlegheit
kostuðu. Hún vitnaði til laga
Seðlabanka, hvern veg skuli ráð-
stafa rekstrarafgangi í arðgreiðsl-
ur og sérsjóði. Af þessu fé hljóti
það að vera tekið, sem þetta
„pjattbókasafn" kostaði. Ekki
væri þetta safn heldur aðili að
samskrá bókasafna.
Guðrún sagði að Karl Marx
væri ekki bundinn í skinn í safni
þessu, vegna þess að það væri á
móti honum.
Þá sagði hún að arður af Seðla-
banka í Finnlandi gengi til ríkis-
ins. Hér væri um peninga að ræða
sem þörf kynni að vera fyrir ein-
hversstaðar í þjóðfélaginu.
Verði opið safn
Vilmundur Gylfason (A) sagði
eðlilegt að spurt væri um safn
þetta. Aðalatriðið væri þó að safn-
ið yrði opið safn en ekki aðeins
fyrir fáa útvalda. Ráðherra verður
að tryggja þá framvindu mála.
Varðveizlusafn —
til fræðistarfa
Halldór Asgrímsson (F), sem
jafnframt er formaður bankaráðs
Seðlabanka, sagði að með safni
þessu væri miklum verðmætum
bjargað, sem rekið hefði á fjörur
bankanna á löngum ferli. Hér
væri um að ræða safn, sem væri
hugsað sem varðveizlusafn, fyrst
og fremst til fræðiiðkana, auk
þess að vera heimilda- og skjala-
safn fyrir bankana. Verið væri að
skrá þetta safn og koma því fyrir.
Þegar því er lokið verður það
opnað. Svo einfalt er málið.
Seðlabankinn og
sinfónían
Óafur Þ. Þórðarson (F) sagði
margar stofnanir sinna menning-
armálum slælegar en æskilegt
væri, vegna fjármagnsskorts. Gott
væri að vita af stofnun, er sinnti
menningarmálum, og hefði pen-
inga umfram verkefni. Máske
Seðlabankinn taki að sér að sjá
um Sinfóníuhljómsveitina og
bjargi þeim verðmætum, sem
henni heyra til!
Ef eitthvað
er vel gert...
Halldór Blöndal (S) sagði við-
komandi banka og þá aðila, sem á
þeirra vegum hefðu unnið að um-
ræddu varðveizlusafni, hafa skilað
frábæru starfi, sem framtíðin
myndi meta að verðleikum. Ekki
sé við hæfi að ráðast alltaf að því,
sem vel sé gert, og illa klæddi það
fólk, er sífellt væri gælandi við
„menningarsnobb", að gagrýna
ráðstöfun fjármuna til menning-
arvarðveizlu.
Ekki sjálfskipaðir
verðmætagæzlumenn
Albert Guðmundsson (S) taldi
rétt, sem fram hefði komið, að
fjármuni þyrfti tii að bjarga verð-
mætum frá glötun. Hinsvegar
væri hér ekki um sjálfskipaða
verðmætagæzlumenn að ræða.
Seðlabankinn hefði afmarkað
verksvið í þjóðfélaginu. Það þarf
að endurskoða lög um Seðlabank-
ann, sagði Albert. Ef bankastjórar
hans eru of margir og sinna ýms-
um öðrum störfum á að fækka
þeim. Og eitt á yfir alla að ganga,
þegar ríkisstofnanir eiga í hlut, að
sækja þurfi fjárfestingarheimildir
til Alþingis.
Fleiri tóku til máls
Fleiri tóku til máls þó hér verði
ekki rakið. Bæði bankaráðherra og
Halldór Asgrímsson (formaður
bankaráðs) lögðu áherzlu á, að
verið væri að koma þessu safni
fyrir, skrá það, svo opna mætti
innan þess verkramma, sem um
það yrði settur.
I.jósmvnd Mbl. Kmilía.
Velheppnuö bílasýning hjá
Bifreiðum & landbúnadarvélum
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR héldu bílasýningu
um helgina, þar sem sýndir voru allir þeir bílar, sem fyrirtækið
flylur inn frá Sovétríkjunum, m.a. hinir vinsælu Lada-bílar.
Sýningin þótti takast mjög vel og mikið fjölmenni sótti hana.
Þrettánda helgarskákmótið
haldið í Siglufirði um helgina
ÞRETTÁNDA Helgarskákmótið verð-
ur haldið í Siglufirði um næstu helgi.
Mótið hefst klukkan 14.00 á fö.studag
og að venju taka flestir af bestu skák-
mönnum þjóðarinnar þátt í mótinu, þar
á meðal verða Friðrik Olafsson, Helgi
Olafsson, Margeir Pétursson og Jón L.
Árnason.
Vegleg verðlaun verða veitt í lok
mótsins og eru 1. verðlaun 5000 kr.,
2. verðlaun 3000 kr. og 3. verðlaun
2000 kr. Auk þess verða veitt 1000 kr.
kvennaverðlaun og 1000 kr. old-boys
verðlaun. Sá unglingur sem nær
bestum árangri á mótinu fær fría
skólavist á skákskólanum á Kirkju-
bæjarklaustri og Flugleiðir gefa
efsta manni mótsins farmiða, sem
hann getur notað á einhverri af leið-
um félagsins.
Á þessu móti er einnig keppt um
heildarverðlaun, sem gildir fyrir
besta árangur í hverjum fimm mót-
um og eru þau verðlaun 15 þúsund
krónur. Helgi Ólafsson stendur best
að vígi, að loknum tveim umferðum í
þessari hrynu, en Jón L. Árnason er
ekki langt á eftir honum.
Á mótinu í Siglufirði verða tefldar
níu umferðir eftir Monrad-kerfi.
Fjórar umferðir verða tefldar á
föstudaginn, fjórar á laugardaginn
og ein fyrir hádegi á sunnudag. Eftir
hádegi á sunnudag verður haldið
hraðskákmót.
Fjórtánda Helgarskákmótið verð-
ur haldið á Raufarhöfn 24.og 25. apr-
íl næstkomandi og fimmtánda mótið
er ákveðið að verði í Borgarnesi um
mánaðamót maí—júní.
Skrúfudagurinn í Vélskólanum
haldinn hátíölegur í 18. sinn
AKLEGIIR kynningar- og nemenda-
mótsdagur Vélskólans, Skrúfudagur-
inn, verður haldinn hátiðlegur í 18.
sinn laugardaginn 27. mars næstkom-
andi og verður samfelld dagskrá milli
klukkan 14.00 og 17.oo.
Þennan dag gefst væntanlegum
nemendum og vandamönnum þeirra
kostur á að kynnast nokkrum þátt-
um skólastarfsins. Nemendur verða
við störf í verklegum deildum skól-
ans og veita þeir upplýsingar um
kennslutækin og skýra gang þeirra.
Auk þess halda þeir sýningu á
kennslubókum og öðrum kennslu-
gögnum.
Nemendur Vélskólans eru að búa
sig undir hagnýt störf í þágu fram-
leiðsluatvinnuvega þjóðarinnar, eins
og segir í fréttatilkynningu frá skól-
anum. Segir að þess vegna sé að
vænta margra bæði yngri og eldri,
sem fýsi að kynnast því með hvaða
hætti þessi undirbúningur fari fram
og hvernig búið sé að nemendum.
Kaffiveitingar verða á vegum fé-
lags vélstjórakvenna, Kvenfélagsins
Keðjunnar, í matsal Sjómannaskól-
ans frá klukkan 14.00.
Að Skrúfudeginum standa þessir
aðilar: Skólafélagið, Kvenfélagið
Keðjan, Vélstjórafélag íslands og
Vélskóli íslands.