Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
23
Stefnuskrá Kvennafram-
boðs í Reykjavík kynnt
FORSVARAR Kvennaframboðs í
Keykjavík efndu til hlaöamannafund
ar nýlega til að kunngcra stcfnuskrá
samtakanna. Af hclstu stefnumálum
má nefna að Kvennaframboðið berst
fyrir auknum áhrifum borgarbúa á
stjórn borgarinnar. I>að yrði m.a. gert
með stofnsetningu fleiri hverfasam-
taka í Rcykjavik og þeim tryggt vald
til að hafa áhrif á mál er hvcrfið
varða. . Knnfromur leggja samtökin
áherslu á að leiðrétta það launamis-
rétti sem þeim finnst milli karla og
kvenna á atvinnumarkaðnum.
Að dómi þeirra sem standa að
kvennaframboðinu eru störf
kvenna mun lægra metin til launa
en störf karla. Fjölskyldumál skipa
veglegan sess í stefnuskránni. Er
m.a. stefnt að vaxandi fullorðins-
fræðslu til að bæta stöðu kvenna í
atvinnulífinu. Auk þess beitir
Kvennaframboðið sér fyrir aukinni
þátttöku samfélagsins í uppeldi
barna. Það væri m.a. unnt með þvi
að reisa fleiri dagheimili að sögn
kvennanna. Einnig væri nauðsyn-
legt að gefa foreldrum kost á
styttri og sveigjanlegri vinnutíma.
Það kom fram á fundinum að
Kvennaframboðið hyggst gefa út
blað til að kynna stefnumál sín
nánar. I fyrsta tölublaðinu sem
kemur út í næstu viku verður fram-
boðslisti Kvennaframboðsins
opinberaður.
Að sögn Kristínar Ástgeirsdótt-
ur mætti líta á Kvennaframboðið
sem pólitíska aðgerð sem yrði að
vega og meta eftir að upp er staðið.
Þó kvaðst hún þess fullviss að til-
urð samtakanna mundi hafa var-
anieg áhrif þó ekki væri nema á
stefnuskrá hinna ráðandi stjórn-
málaflokka í þjóðfélaginu.
Ennfremur sagði Kristín að
Kvennaframboðið hafi vakið mikla
athygli erlendis. Enda vart að
undra þar sem ekki hafi komið til
slíks framboðs erlendis um langt
skeið.
Myndin er tekin á blaðamannafundi sem Kvennaframboðið i Reykjavík stóð
að. Frá vinstri til hægri: Helga Jóhannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Kristín
Ástgeirsdóttir. (Ljó»m. KAX)
Skarð kom í varnar-
garðinn við Kúðafljót
llnausum, 23. marz.
IIÉK er auð jörð, svo vart sér í snjó.
Veturinn hcfur farið vel með okkur,
cn þó finnst mér hann hafa verið lang-
ur, en hann byrjaði snemma eða um
miðjan scptember eftir eitt stysta
sumar á öldinni.
Félagar úr Ungmennafélaginu
Ármanni sýndu leikritið Skjald-
hamra eftir Jónas Árnason hér í
Kirkjuhvoli á laugardags- og
sunnudagskvöld. Undirtektir áhorf-
enda voru ágætar. Leikstjóri er
Jónína Kristjánsdóttir og verður
leikritið sýnt í nágrannahéruðun-
um. Þrjú þorrablót og góufagnaður
voru haldin hér á milíi sanda í vet-
ur. Þessi mót eru orðin hefðbundin
og styttir þann tíma vetrarins, sem
annars er hvað daufastur, en þessi
mót og leiksýningin hafa stytt
stundir manna hér.
I rigningunum á þorra brotnaði
skarð í varnargarðinn við Kúða-
fljót, en fljótlega var gert við það.
Þessi garður er alltof veikur og er
hluti sveitarinnar í hættu ef ekkert
verður að gert. í rigningunum nú
undanfarið hafa vegirnir oft á tíð-
um vcrið ömurlegir. Fyrir 10—15
árum hefði ekki þótt trúverðugur
spámaður sem hefði sagt þetta
fyrir. Þó þarf engan að undra þetta,
því í mikilli nauðsyn var reynt að
teygja sem mest úr vegakerfinu og
voru vinnubrögðin eftir því. Víðast
vantaði burðarlag og ofaníburður
ónógur. Sæmilegt vegakerfi er auð-
vitað allsstaðar forsenda nútíma
mannlífs og þá ekki síst hér, þar
lir. ritstjóri.
I greinarkorni í blaði yðar sunnu-
daginn 21. mars sl. komu fram vin-
samleg ummæli um Grænlands-
kynninguna í Norræna húsinu, sem
staðið hefur nú í viku hverri í tæpa
tvo mánuði og verður fram haldið
fram í maí. Greinarhöfundur fór
einkar hlýlegum orðum um rabb
mitt um Austur-Grænland og sé
honum þökk fyrir það.
Þetta langar mig að taka fram:
1. Ferð okkar félaga úr Kópavogi
var farin um mánaðamótin júlí/
ágúst 1979.
2. Angmagssalik er ekki næsti bær
við flugvöllinn. Það er byggðin
Kulusuk (áður Kap Dan) á sam-
ncfndri eyju.
3. Ferðin til Angmagssalik frá
sem lcngst er til hafnar á landinu.
Þess má geta að nú sést aðeins
dreif af loðnu, sem rekið hefur á
fjörurnar, en það-hefur varla komið
fyrir síðan byrjað var að veiða
loðnu hér undan söndunum.
flugvelli tók 2 klst. á báti en ekki
4.
4. í Angmagssalik búa um 800
manns.
5. Ég gat þess að dæmi væru þess
að fiskur hefði verið færður til
vesturstrandarinnar til þess að
meta hann af fiskmatsmönnum,
sem engir hefðu verið í Ang-
magssalik. Vaknað hefði sú
spurning, hvort ekki hefði verið
hentugra að flytja fiskmatsmen-
nina til fiskaflans.
6. Um framtíðarhorfur í Ang-
magssalik vil ég vera sem fáo-
rðastur frá eigin brjósti. En
þegar þær bar á góma vitnaði ég
til umsagna ráðamanna á
Græniandi.
Með þökk fyrr birtinguna.
Vinsamlegast,
Hjálmar Olafsaon
Að gefnu tilefni
Stálvaskar VVJ_LJ7 I Og ARABIA -| blöndunartæki hreinlætistæki j RA BABSTOFHNNl LOADSTOFA RMÓI.A 23 — SlMI e
Útsala
Alls konar karlmannafatnaður. T.d. karlmannaföt
nýkomin. Terelyne/ull kr. 898. Terelyne/ull/Mohair
kr. 998. Úlpur. Terelyne-buxur, flauelsbuxur, galla-
buxur, skyrtur, frakkar, peysur, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22.
Glugginn
Rýmingarsala mikil verölækkun
Glugginn Laugavegi 49
HeilsunnarvegnaWsy&s&W>$yss&M
á matarborðið og
í matseldina
\Fœst í apótekum
KAMANA
SALT
Við borðum of mikið salt
Meira en góðu hófi gegnir heilsu okkar vegna.
9 grömm venjulegs matarsalts — samsvar-
andi 1 teskcið — binda 1 litra áf vatni I
líkamanum, sem jafngildir 1 aukakilái. Vatnið
binzt m.a. i vefina undir húðinni, og er það
ekki til fegurðarauka.
Úr venjulegu matarsalti fáum við of mikið
natríum. I KAMANA-saltinu hefur stór hluti
natríum magnsins verið tekinn út og í staðinn
bætt í kalium og magnesíum. i
Neyzla KAMANA-salts leiðir einnig til
aukins útskilnaðar af natríum með þvagi, en
of mikið natrium veldur hækkuðum blóð-
þrýstingi.
Með því að nota KAMANA-salt í stað venju
legs matarsalts, drögum við úr natríum
neyzlunni.
Það er ekki að finna bragðmun á venjulegu
matarsalti og KAMANA-salti.
KAMANA-salt fæst í aoótekum.
I.jósmynd Mbl. Kmilía.
Hafrafell kynnti
Peugeot-línuna
FYKIKT/EKH) Hafrafell, sem flytur inn frönsku I'eugoet-bílana hélt
sýningu á línu fyrirtækisins um helgina og kom mikill fjöldi gesta.
Kílarnir, sem fyrirtækió selur, eru Reugoet 104, 305, 504, 505 og 604.
I>eir eru fáanlcgir í mismunandi útfærslum.