Morgunblaðið - 24.03.1982, Side 27

Morgunblaðið - 24.03.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982 27 íslenskur snilling- ur - Hörður Áskelsson eftir dr. Jakob Jónsson Fátt gleður gamalt fólk meira en það að yngri kynslóðinni vegni vel og að hún geti sér góðan orðs- tír við þau verkefni, sem hún hefir valið sér. Eitt slíkt gleðiefni hlaut ég í vetur, er ég brá mér til Þýska- lands. Ég var boðinn á ráðstefnu sem haldin var á vegum akademíu hins kaþólska biskupsembættis í Aachen. Ferðin varð mér til óblandinnar ánægju, og það dró ekki úr gleði minni að gista hjá frænda mínum, Herði Askelssyni organista, og konu hans, Ingu Rós Ingólfsdóttur. Þau hjónin standa nú á vegamótum, þar sem lokið er námi í hljómlistinni með frábær- um árangri, og framundan eru verkefnin vegleg og fögur. Það var birta og gleði yfir heimili þeirra Harðar og Ingu Rósar og andi list- arinnar sveif þar yfir vötnunum. Allir sem til þekkja hér heima, vita, að bæði hjónin hafa hlotið aðdáun og hylli þess fólks, sem kann að njóta söng- og hljómlist- ar. Og margir bíða þess með til- hlökkun, að þau flytjist hingað heim og haldi áfram að leggja fram sinn skerf í sönglífi þjóðar- innar. En þeir hinir sömu munu fagna því af heilum huga, að þau hafa vakið aðdáun og fögnuð í því landi, þar sem þau hafa numið og starfað til þessa. Það mun ekki hafa vakið litla athygli, þegar ungur útlendingur var ráðinn organisti og söngstjóri við eina af stærstu kirkjum í höfuðborg Rín- arlanda. En mér hefir borist blaðagrein, sem staðfestir, að sú ráðning hefir ekki valdið von- brigðum. „Der Weg“ nefnist ev- angeliskt sunnudagsblað fyrir Rínarlönd og hinn 24. jan. síðast- liðinn birtist þar viðtal við Hörð. Geri ég ráð fyrir að mörgum vin- um þeirra hjóna og unnendum sönglistar muni þykja gaman að lesa það sem þar er sagt um ferii og starf manns, sem ætlað er að taka við ábyrgðarmiklu starfi hér heima. Greinin hefst þannig: „Hann talar þýsku eins og Þjóð- verji. Hefir þegar gert sig kunnan í Dússledorf með nokkrum hljóm- leikum og er söngstjóri um tíma í höfuðborg þessa landshluta: Hörð- ur Áskelsson. Hljómlistarmaður frá íslandi, sem er staðgengill Oskars Gottliebs Blarr við Nean- der-kirkjuna til maímánaðar 1982. bæði söfnuður og söngflokkur hafa lært að meta hann. Margir munu sakna hans, þegar hann fer héðan eftir stutta embættistíð, þegar að því kemur, að hann fari.“ Blaðamaðurinn skýrir frá námsferli Harðar á Islandi og er- lendis. Er þess getið, að hann hafi stundað framhaldsnám í Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi. Orgelleik hjá Konrad Voppel og Hans-Dieter Möller, söngstjórn hjá prófessor Hartmut Schmidt, og A-prófið tók hann í marzmán- uði í fyrra. I viðtalinu rekur Hörður sjálfur sögu íslenzkrar kirkjusönglistar í stórum dráttum og nemur að lok- um staðar við nöfn manna eins og dr. Páls ísólfssonar og dr. Róberts Ottóssonar. Nefnir hann um leið stórhug og framkvæmdir íslenzku þjóðarinnar í sambandi við kirkjubyggingar, ekki sízt Hall- grímskirkju, sem veiti möguleika til þess, að sett verði upp orgel með 60—80 registrum. Ég sé ekki ástæðu til að geta frekar um það, sem segir í grein- inni, um framþróun íslenzkrar tónlistar, það er öllum almenningi kunnugt. En öll frásögnin lýsir áhuga og vongleði hins unga tónsnillings, ekki síður en fram- kvæmdum á sviði listarinnar hér heima fyrir. Og Hörður lætur í ljósi gleði sína yfir því, að íslend- ingar séu sem óðast að keppa að því að standa öðrum jafnfætis, þó að þeir hafi komið síðar til leiks en þær þjóðir, sem sköpuðu sín frægu músíkverk fyrir mörgum öldum. Síðan segir blaðið: „Prófritgerð sína skrifaði þessi stórgáfaði hljómlistarmaður ekki aðeins um heimafengið efni, held- ur „Lútherslög á íslandi", stór- áhugaverð ritgerð, sem mikill gróði er af að lesa. Prófraun hans sem söngstjóra var hin fræga Hördur Áskelsson „Það er gott og bless- að, að erlendar stór- borgir geti skapað ís- lenzkum snillingum skilyrði til listrænna starfa, en helst þyrftum við að leggja kapp á að Ijúka við þau musteri listarinnar, sem hér eru í smíðum.“ „Gloria" eftir Vivaldi, og tilheyr- endur voru stórhrifnir. Um jóla- leyti hélt hann framúrskarandi kammerhljómleika með músík frá þremur löndum við mikinn orðs- tír. Nú er þess beðið með eftir- væntingu hvað hann hafi upp á að bjóða fram til maímánaðar á þessu ári. Með aðstoð konu sinnar Ingu Rósar (sem er ellóleikari frá skóla prófessors Goritzki) hefir hann haldið marga uppbyggilega „einkahljómleika" fyrir söfnuðinn. Dætur þeirrá tvær, Inga (2) og Guðrún (7) hafa heldur ekki farið á mis við músíkgáfuna. Sem sagt: Það er skaði, að dvöl hans hér er aðeins um stundarsakir. Þeim sem vanir voru að hlýða á O.G. Blarr, hlaut örugglega að finnast, að Hörður væri hinn æskilegasti staðgengill hans. Næstu hljóm- leikar Harðar verða 14. marz í Jó- hannesarkirkju, Requiem eftir Gabriel Fauré, orgelkonsert eftir Francis Poulenc. Af blaðaviðtalinu má ráða, að Jóhannesarkirkja í Dússeldorf sé álíka stór og Hallgrímskirkja í Reykjavík. Það er gaman að hugsa til þess að Islendingar eigi tónlist- arfólk sem er í færum um að hag- nýta hin beztu skilyrði sem veita má í fornum menningarborgum Evrópu, og við óskum ungum tón- listarmanni til hamingju með þá viðurkenningu sem hann hefir fengið og tækifærin sem honum gefast. Og sömuleiðis henni Ingu Rós, sem sagði mér eitt sinn, að hún hefði valið cellóið af því að það hefði sál. Kannski hafa hljóð- færin sál, bæði orgel og celló, en sennilega gætu þau ekki mikið nema sálir þeirra Harðar og Ingu Rósar kæmu til sögunnar. En það er einnig annað sem minna má á í leiðinni. Það er gott og blessað að erlendar stórborgir geti skapað íslenzkum snillingum skilyrði til listrænna starfa, en helst þyrftum við að leggja kapp á að ljúka við þau musteri listarinn- ar, sem hér eru í smíðum. Upp með llallgrímskirkju. Nógir eru pen- ingarnir, ef þeir eru bara settir á réttan stað. Jakob Jónsson FLUGLEIÐIR Nú œtlum vlð hjá Flugleiðum að bjóða þér í spennandi íerð. Álangastaðurinn er Chicago við Michiganvatn. Þar er að íinna salarikustu steikur vestursins. írœgar byggingar eins og Wrigley'shúsið, Sears Tower og Baha'ihoíið, frá- baerar verslunarmiðstöðvar eins og Woodlield Shopping Mall, sem er rétt utan við borgina. Gott fólk hjá traustu félagi Dvalið verður á Holiday Inn hótelinu allar nœtumar sjö. Brottfarir verða viku- lega á sunnudögum, sú fyrsta er páskaferð 4. apríl. Verðið er ekki síður spenn- andi en áíangastaðurinn og inniíalið er flugfar, gisting, ílutningur til og frá flugvelli, kynnisíerð um borgina og íslensk fararstjóm. Að auki er möguleiki á ýmsum skoðunarferðum m.a. siglingu um Michiganvatn. Verð írá 5.970 kr. : • M • *• •• - ** »• «• VANTAR ÞIG VINNU (nj þaRFTU AÐ KAUPA? VANTAR ÞIG FÓLK í ÆTLARÐU AÐ SELJA? t2 Þl AIGLYSIR l.M ALLT LAXD ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGINBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.