Morgunblaðið - 24.03.1982, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
íslendingar þjóðarbrot,
sem tekið er eftir í Kanada
- segir Magnús Elíasson, borgarfulltrúi í Winnipeg
VESTUR-ÍSLENDINGURINN Magnús Elíasson, er Cæddur í Árnesbyggð
á Nýja-lslandi skammt norðan Winnipeg 1911. Foreldrar hans voru
Guðmundur Elíasson, fæddur í Görðum undir Jökli, sem kom til Norður-
Dakota 1891, og Margrét Sveinsdóttir, fædd á Fosshóli í Víðidal, Húna-
vatnssýslu, og kom hún til Winnipeg árið 1900. Hét bújörð þeirra Lauf-
hóll. Magnús fór snemma að skipta sér af stjórnmálum og hefur átt sæti
í borgarstjórn Winnipeg síðan 1968, en í borginni býr rúmur helmingur
íbúa Manitoba-fylkis. Magnús var á ferðinni hér á landi fyrir skömmu og
ræddi blaðamaður Morgunblaðsins þá við hann og bað hann fyrst að
segja frá stjórnmálaferli sínum.
„Ég hef nú starfað í tæp 30 ár
að stjórnmálum og alla þá tíð
verið flokksbundinn. Ég tilheyri
sosál-demokratískum flokki,
sem sprottinn er upp úr verka-
lýðshreyfingunni og bændah-
reyfingunni. bað er erfitt að
bera þennan flokk saman við
flokka á Islandi, til þess eru aðs-
ta'ður of ólíkar, en í þessum
flokki eru engir kommúnistar,
þó ef til vill megi líkja honum
við vinstri flokkana hér. Þá ber
þess að geta að kanadíska þjóðin
skiptist í geysimörg þjóðabrot,
sem sum hver styðja sama flok-
kinn. Þannig styður til dæmis
meirihluti kanadískra gyðinga
þennan flokk, eiginlega
samkvæmt siðvenju. Störf mín
innan flokksins hafa aðallega
snúizt um borgarstjórnarmál, en
þó hef ég haft talsverð afskipti
af fylkis- og alþjóðamálum. Ég
var til dæmis útbreiðslustjóri
flokksins í sléttufylkjunum í 14
ár og hef satt að segja talað á
pólitískum fundum um þvert
Kanada að undanskildu Quebec,
þar sem ég tala ekki frönsku. Ég
er einn af þeim, sem starfað hef
í flokknum frá stofnun hans
1932 og var einn af uppbyggjen-
dum hans og skipuleggjendum í
British Columbia og hef líklega
starfað við um 70 kosningar,
verið í kjöri í tveimur fylkjum og
þjóðarkosningum, en aldrei náð
kjöri nema til borgarstjórnar
Winnipeg. Skýringin á því er sú,
að ég hef
oft fórnað mér í vonlitla baráttu,
aðeins til þess að reyna að auka
útbreiðslu flokksins og vegna
þess að ég var mjög vel að mér í
bændapólitíkinni og landbú-
naðarmálum. Ibúar Winnipeg
eru um 590.(XX) og skiptist borgin
í 29 kjördæmi, sem hefur einn
fulltrúa hvert. Flokkur minn á 7
fulltrúa. P’lokkurinn er einnig
ráðandi í fylkisstjórninni og
þegar baráttan hófst 1957 var ég
sendur til Manitoba og það var
sagt að það hefði verið mest fy-
rir þrautseigju mína að meirih-
luti náðist 12 árum síðar. Nú
mér er auðvitað margt minnis-
stætt úr baráttunni, ég stóð oft í
miklum kosningaátökum, því ég
var álitinn góður við að stjórna
og skipuleggja baráttuna og
þótti nokkuð góður ræðumaður.
Ég gat talað í heila klukkustund
blaðalaust og var þekktur fyrir
að byrja ræður mínar á hnytt-
num gamansögum og átti létt
með að vekja athygli áheyrenda
og halda henni vakandi, enda
hafði ég gert nokkuð af því að
kcnna ræðumennsku. Það var
einhvern tímann skrifað um mig
að enginn hefði heimsótt
jafnmörg flokksheimili í sléttu-
fylkjunum og ég. Þá vann ég
talsvert með núverandi landst-
jóra Kanada og hefur hann sagt
að hann hafi lært talsvert af
mér. Edward Schreyer heitir
hann og er þýzkættaður og talar
5 tungumál. Ég á sæti í bor-
garstjórninni til
loka næsta árs og nú er óvíst að
ég gefi kost á mér til áfram-
halds, ég er ekki eins sprækur og
ég var fyrir 25 árurn."
Hvernig hefur þér tekizt að
varðveita íslenzkuna svona vel?
„Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á íslenzkum skáldskap og
með því að lesa hann hef ég
haldið málinu vel við og getað
farið vel með það. Það eru mar-
gir, sem furða sig á því hve vel
ég kann íslenzkuna, en ég lærði
hana sem barn og hún var ná-
nast mitt eina tungumál þar til
ég fór að sækja skóla. Þau skáld
íslenzk, sem mér finnst bezt, eru
Stefán G. þó hann sé dálítið þun-
gur, Jónas Hallgrímsson, Einar
Benediktsson, Guttormur Gut-
tormsson og KN, sem var mjög
hagmæltur og ég kann mikið ef-
tir þessa menn. Þá hefur mér
ætíð fundizt gaman að lesa Bó-
lu-Hjálmar og Númarímur Sigu-
rðar Breiðfjörð. Islendingar í
Kanada halda sér vel saman sem
þjóðarbrot, en málið er mikið til
að hverfa og nú eru íslenzkar
messur til dæmis að verða
sjaldgæfar í Winnipeg. Islend-
ingadagurinn í Gimli er einn af
elztu og mestu þjóðhátíðum fyl-
kisins en jafnvel þar er málið að
hverfa. En í Kanada eru íslend-
ingar þekkt þjóðarbrot, sem
mikið ber á og koma þeir nær
alls staðar við og ég held að það
sé varla sá þáttur í fylkislífinu,
sem Islendingar hafa ekki tekið
þátt í. Það eru um 15.000 íslend-
ingar í Winnipeg og síðan 1883,
er fyrsti Islendingurinn var ko-
sinn í borgarstjórn, hefur alltaf
að minnsta kosti einn átt
sæti þar og nú erum við 2, Eirí-
kur Stefánsson auk mín. Ég stóð
meðal annarra fyrir fyrsta ís-
lendingadeginum, sem haldinn
var við friðarboðann milli Brit-
ish Columbia og Washington og
ég er einnig formaður Skandin-
avíufélagsins, en starfsemi þess
er minni en ætla mætti vegna
þess að það hefur nánast enginn
fólksflutningur verið þaðan
síðastliðin 50 ár. Þegar Win-
nipeg átti 100 ára afmæli var ég
með í því að setja upp eins konar
þjóðhátíð 30 þjóðabrota í tilefni
afmælisins. Þar setti hver þjóð
upp sinn skála, þar sem hún
kynnti menningu sína, listir,
matarvenjur og heimilisiðnað.
Þetta átti aðeins að vera í þetta
eina skipti, en vakti svo mikla
athygli og hrifningu að þetta
varð árlegur viðburður og sten-
dur í 8 daga samfieytt.
Þó ég hafi aðallega sinnt bor-
garstjórnar- og innanfylkis-
málum hef ég mikinn áhuga á
alheimsmálunum, aðallega verð-
bólgu- og peningamálum og or-
kumálum, mengun sjávarins og
umhverfisvernd og vonast til
þess að geta sinnt þessum
málum meira. Ég er ekki einn af
þcim, sem eru alveg vissir um að
menning Vesturlanda sé jafnva-
ranleg og margir vilja halda.
Það þarf að gera mikið til að svo
verði, einkanlega á sviði umh-
verfisverndar og mengunar, en
ég vona að það takist," sagði
Magnús að lokum.
Attræð:
Anna Jóhannesdóttir
Syðra-Langholti II
Mig langar að senda hér afmæl-
iskveðju til Önnu vinkonu minnar
og velgjörðarkonu.
Anna Jóhannesdóttir í Syðra-
Langholti er áttræð í dag. Hún er
fædd 24. mars 1902 að Fremri-
Fitjum, Fremri-Torfustaðahreppi
í Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna
Þuríðar Jóhannesdóttur og Jó-
hannesar Kristóferssonar, er þar
bjuggu myndarbúi. Þau systkinin
voru átta talsins auk uppeldis-
bróður svo snemma vandist Anna
á að taka til hendi við margvísleg
störf. Stórbýlið P'remri-Fitjar er
staðsett milii Víðidals og Mið-
fjarðar. Jörðin er stór og víðlend
og minnir um margt á heiðarbýlið,
enda drjúg hlunnindi að Arnar-
vatnsheiði. Systkinahópurinn
lagði fyrir sig að ævistarfi hefðb-
undin búnaðarstörf, þannig tóku
|>rjú systkini Onnu við búinu að
Fremri-Fitjum, bræðurnir
Tryggvi og Guðmundur ásamt
systurinni Láru, sem nú er látin.
Hinir bræðurnir, þeir Skarphéð-
inn, Jakob, Kristófer og Lúðvík,
gerðust einnig bændur í Húna-
þingi og er Lúðvík nú einn þeirra á
lífi og er búsettur í Hafnarfirði.
Uppeldisbróðirinn Marinó Jóns-
son er búsettur í Reykjavík. Anna
á til ágætis fólks og merkismanna
ættir sínar að telja í báðar ættir
af Norður- og Vesturlandi.
Guðmundur bróðir Onnu fór til
búfræðináms að Bændaskólanum
að Hvanneyri og Anna réðist þar
til starfa. Þar kynntist hún ungum
og efnilegum búfræðingi, Sig-
mundi Sigurðssyni, er þar stund-
aði nám 1924—1926. Anna og Sig-
mundur heitbundust og að námi
loknu á Hvanneyri fór Sigmundur
m.a. til jarðræktarstarfa á Suður-
landi, en var öllum stundum með
hugann bundinn við leit að góðri
bújörð. Anna fór hinsvegar til
hússtjórnarnáms að Staðarfelli og
lauk því með mjög góðum vitnis-
burði. Anna og Sigmundur gengu í
hjónaband 23. maí 1929, en Sig-
mundur hafði keypt Syðra-
Langholt í Hrunamannahreppi og
hafið þar búskap vorið áður. Var
nú ráðist í miklar framkvæmdir í
Syðra-Langholti og þótti mörgum
þau frumbýlingarnir færast mikið
í fang að kaupa slíka stórjörð og
hefja þar búskap. Það kom þó
fljótlega í Ijós að Sigmundur og
Anna voru vandanum fyllilega
vaxin, enda þau stórhuga athafna-
og framkvaundamanneskjur og
fyrr en varði varð Syðra-Langholt
eitt stærsta bú á Suðurlandi og
stórbýli eins og þau gerast best.
Sigmundur Sigurðsson var
fa;ddur að Litla-Kálfalæk í
Hraunhreppi í Mýrasýslu 8. mars
1903, en hann lést 12. mars 1981.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristjana Bjarnadóttir og Sigurð-
ur Sigmundsson, er fyrst bjuggu
að Litla-Kálfalæk og síðar að
Miklaholti í Hraunhreppi á Mýr-
um. Foreldrar Sigmundar og
systkini fluttu með honum að
Syðra-Langholti, er hann hóf þar
búskap og urðu foreldrar Sig-
mundar þeirrar gæfu aðnjótandi
að búa hjá Sigmundi og Önnu
langan ævidag, en af þeim er risin
mikill ættbogi í Hrunamanna-
hreppi, enda dugmikið mann-
kostafólk.
Sigmundur og Anna eignuðust
sex mannvænleg börn. Þau urðu
fyrir þeirri þungbæru sorg að
missa fyrsta barn sitt Öldu, efni-
lega dóttur, á unga aldri. Önnur
börn þeirra eru: Jóhannes, stúdent
frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni, bóndi að Syðra-Langholti
og kennari við skólann á Flúðum,
kvæntur Hrafnhildi Jónsdóttur
* J*jr J * J
frá Sauðárkróki, þá er dóttirin
Kristjana, gift Brynjólfi Geir
Pálssyni, bónda að Dalbæ í
Hrunamannahreppi og síðan bú-
fræðingarnir, tvíburarnir Sigurð-
ur og Sigurgeir. Sigurður rak
búskap með foreldrum sínum að
Syðra-Langholti en hefur einnig
stundað ýmis önnur störf, m.a.
verið ritstjóri Eiðfaxa, en Sigur-
geir er bóndi og kaupmaður að
Grund á Flúðum í Hruna-
mannahreppi og er kvæntur Sól-
veigu Ólafsdóttur úr Borgarnesi.
Yngstur er sonurinn Sverrir, bú-
settur í Reykjavik og hefur starf-
að sem verktaki, var kvæntur Þór-
stínu Benediktsdóttur. Barnabörn
Sigmundar og Önnu eru nú alls
sautján og barnabarnabörnin
fimm.
Syðra-Langholt er landstór
jörð. Ræktunarland er gott og er
nú svo til allt framræst og hefur
verið tekið til ræktunar. Þangað
er staðarlegt heim að líta, reisuleg
íbúðarhús og mikil og stór útihús,
er reist hafa verið af mikilli fram-
sýni og stórhug. Iðgræn tún og vel
ræ“ktaðir akrar í stórkostlegum
víðáttum. Þarna er stundaður
stórbúskapur, mikil jarðyrkja og
framfarir og 1976 var borað í
landaréignina eftir heitu vatni og
reyndist það yfirfljótanlegt og er
nú hagnýtt við hitun íbúðar- og
útihúsa, við búskapinn auk yl-
ræktar. Heimilin eru menningar-
leg og bókakostur mikill. Stórbýlið
stendur á töngum hálsi, sem geng-
ur fram af Langholtsfjalli vestan-
verðu með útsýni yfir búsældarleg
héruð Suðurlands. I fjallinu er
Alfaskeið, einn fegursti samkomu-
staður sunnanlands, en þar voru
miðsumars háðar árlega hátíðir
Ungmennafélags Hrunamanna.
Heimilið að Syðra-langholti er
skemmtilegt rausnarheimili með
miklum menningarbrag. Anna og
Sigmundur voru samhent um
rausn heimilisins og glæsibrag,
enda miklir höfðingjar heim að
sækja. Gestkvæmt er þar og gest-
risni viðbrugðið og rausnin þar er
engin sýndarmennska, hún er
sönn og í fullu samræmi við stór-
hug og viðmót húsráðenda. Heim-
ilishaldið er ærið viðfangsefni og
slikri gestrisni fylgir drjúg fyrir-
höfn, en Anna á í ríkum mæli þá
eiginleika, er húsfreyjustarf á
stóru og mannmörgu sveitaheimili
útheimtir. Vinnusemi, stjórn og
reglusemi er henni í blóð borin.
Auk þess ber hið fallega og hlýja
heimili merki smekkvísi hennar
og umhyggju. Starfsþrek hennar
er ótrúlegt og minnist ég þess þau
sumur, er ég dvaldi í Syðra-
Langholti, að aldrei vaknaði ég
það snemma eða sofnaði það seint,
að Anna væri ekki að sinna hinum
ýmsu störfum, er heimilið þarfn-
aðist. Sigmundur var stórhuga við
búskapinn og atorkusamur fram-
kvæmdamaður. Hann valdist til
ýmissa opinberra trúnaðarstarfa
fyrir búnaðarsamtökin og sveit
sína og var í fylkingarbrjósti
sunnlenskra bænda um hálfrar al-
dar skeið. Hann þurfti því oft að
vera að heiman og kom þá
bústjórnin á hinu stóra heimili í
hlut Önnu, sem fórst það úr hendi
af frábærum myndarskap. Eðli-
lega hefur Anna því ekki haft
mikinn tíma aflögu fyrir störf
utan heimilisins, en engum
dylst sem til þekkir, hversu mik-
inn stuðning og styrk bóndi henn-
ar sótti til hennar við hin marg-
þættu trúnaðarstörf. Naut sín þar
nærfærni hennar, greind og miklir
mannkostir. Anna er víðlesin og
gædd lifandi frásagnargáfu, enda
áhugamálin mörg.
Milli foreldra minna og fjöl-
skyldu og fólksins í Syðra-
Langholti hefur ávallt verið ein-
læg og trygg vinátta. Og ósjálfrátt
lítur maður á Syðra-Langholt sem
sitt annað heimili, enda aldrei um
annað talað en fara heim í Syðra-
Langholt. Engum sem þangað
kemur dylst að þar er gott fólk,
enda vinahópurinn orðinn stór,
sem í dag hyllir heiðurskonuna
Önnu Jóhannesdóttur áttræða.
Bestu heillaóskir Anna mín frá
okkur öllum.
Jón Oddsson
Hlekkur færir út kvíarnar
Uppboðsfyrirtækið Hickkur er að
hefja starfsemi sína að nýju um
þessar mundir eftir nokkurt hlé.
Fyrirtæki þetta hefur staðið fyrir frí-
merkjauppboðum og nú mun ætlun-
in að auka starfsemina og standa
einnig að uppboðum á mynt og
minnispeningum, málverkum, mynd-
um, listmunum og bókum. Hefur
fyrirtækið sérfróða menn á sviði
myndlistar og bóka sér til ráðuneytis
í þeim efnum.
Illekkur hf. hefur nú opnað
skrifstofu að Skólavörðustíg 21a, á
annarri hæð, og þar verður fyrst
um sinn opið daglega milli klukk-
an 17 og 19. Fyrirtækið var áður
sameignarfélag Hálfdánar Heiga-
sonar, Lórens Rafns, Sigfúsar
Gurrtiarssonar og Sigurðar R. Pét-
urssonar, en Hlekkur hf. mun héð-
an í frá starfa sem hlutafélag áð-
urnefndra manna og þeirra F’reys
Jóhannessonar, Finns Kolbeins-
sonar og Haralds Sæmundssonar.
■ J J.