Morgunblaðið - 24.03.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982 Ast er... .. að tnía. TM Reg U.S. Pat Off —all riohts reservod CW82 Loe Ange*es Tlmes Syndicate Með morgurtkaffinu 555 WíNcr 352 Gjördu svo vel, hér er ristaða brauðsneiðin þín! Hvert fer hann á hverju kvöldi? HÖGNI HREKKVISI í/.2a 1980 MrNaught Svnd . Inr ,HCV5NI/. • pBTTA E £ FlJÓTA6ÁT<jR.! Byggðarþróun í Arneshreppi í Strandasýslu: Vanhugsuð fyrirætlun í Morgunblaðinu 12. mars sl. var greint frá tillögu þingmanna Vestfjarðakjördæmis um byggð- arþróun í Árneshreppi í Strandasýslu. I þessari tillögu telja flutningsmenn langbrýn- asta verkefnið í Árneshreppi að bygKja höfn í Norðurfirði. Eg er sammála flutnings- mönnum um að uppbygging þarf að eiga sér stað í Árneshreppi, en það er svo langt frá því að Norðurfjörður sé rétti staðurinn til að mynda byggðarkjarna. Til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja til, ætla ég að gefa hér í upphafi smá staðháttalýs- ingu frá Norðurfirði. Norðurfjörður er lítil vík sem gengur norður úr Trékyllisvík. I vík þesari er ekkert undirlendi ef frá er talinn hluti þriggja lítilla bújarða í botni þessarar víkur. Að sunnan takmarkast þessi vík af þverhníptu urðarnesi, en að norðan háum bökkum og klett- um. Við norðanverðan „Norður- fjörð“ er Kaupfélag Stranda- manna með verslun sína á upp- fyllingu í fjörukambinum, og sláturhús í langri og mjórri skúrbyggingu klesstri undir bökkunum háu. Þarna er ekkert undirlendi og má til gamans geta þess að ef 10—12 bílar kæmu að versluninni í einu, þá yrði sá sem fyrstur kom að bíða þar til hinir væru farnir. Við þessa verslunarmiðstöð hrepps- búa er lítil bryggja, en vandinn sem við er að fást þarna, er það að „fjörðurinn" er svo grunnur að skipin koma aldrei nær norð- urströnd „fjarðarins" en sem næst miðju, og aldrei innar á „fjörðinn" en sem svarar til línu dreginni úr urðarnesinu og sunnanverðu þvert yfir „fjörð- inn“. Til þess að sanna regluna að enginn sé alvondur, er einn stað- ur við „Norðurfjörð" sem hugs- anlegt væri að byggja höfn, en það er klettanes út í sjóinn skamman spöl fyrir utan verslun Kaupfélagsins. Á þessu er þó mjög leiður annmarki. Þannig vill til að vegarstæði út að þess- ari hugsanlegu höfn er ekkert, og yrði því að fylla upp vegar- stæði í fjörunni. Og svo annað lika að kaupfélagsstjórinn og oddvitinn, sami maður, byggði stóran bílskúr árið 1980 þvert fyrir þann eina stað sem hugsan- legur vegur gæti tengst uppfyll- ingunni sem Kaupfélagið stend- ur á. Og til þess að af þessari framkvæmd gæti orðið yrði því fyrst að kaupa þennan bílskúr til niðurrifs. Ef við lítum nú á höfn í „Norð- urfirði" frá atvinnuöryggissjón- armiði kemur mjög athyglisvert í ljós. Þegar hafís kemur upp að landinu kemur hann venjulega fyrst á þessum slóðum. Og því er það iðulega sem hann sest að í Trékyllisvík og „Norðurfriði" um lengri eða skemmri tíma, og væri þá ekki um að ræða neina umferð skipa eða báta, og þar af leiðandi engin atvinna heldur. Ef þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis halda að það sé hægt að efla byggð með svo ótryggum at- vinnuhorfum þá er það önnur uppskrift en notuð er alstaðar annars staðar á landinu. En er þá Árneshreppur vonlaus um að geta eflt vöxt sinn og byggt upp byggðarkjarna? Nei það er sko öðru nær. í Árneshreppi er svæði þar sem hægt er að láta rísa 20—30 þúsund manna byggð við þau landsskilyrði sem góð þykja á Suðurlandi. Þessi staður er svæðið frá Gjögri að Reykja- neshyrnu. Þetta svæði er mjög hentugt fyrir byggðarkjarna þvi þarna eru víöáttumikil malar- holt sem ekki þarf mikið að hreyfa til að þar geti risið byggð. Svo er annað atriði sem ekki er svo þýðingarlítið í ákvörðun byggðar, því í Gjögurnesinu er heit uppspretta meira að segja mjög heit, svo það eru miklar líkur á því að þessi byggð gæti verið hituð upp hitaveitu. Þá eru það hafnarmálin. Frá Gjögri er mjög stutt á fiskimið í Húnafló- anum og úti fyrir Norð-Vestur- landi. Einnig lægi höfn á þessu svæði vel við sem Landshöfn. Og í þriðja lagi eru fiskveiðar nú þegar stundaðar frá Gjögri og Djúpuvík svo höfn á Gjögur- svæðinu yrði til að styrkja þá byggð sem fyrir er og kalla á uppbyggingu. Er þá einhver staður þarna sem væri hugsan- legt hafnarstæði? Ég þori að segja já. Ég held að heppilegasta svæði fyrir höfn í hreppnum sé á svæðinu frá Gjögri að bænum Kjörvogi sem er rétt fyrir innan þorpið Gjögur. Ef þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis bera heill byggðar í Ár- neshreppi fyrir brjósti, ættu þeir að forðast að láta hafa sig til verka sem frekar eru hugsuð sem .efling fámenns hóps ætt- ingja í hreppnum en til framtíð- ar uppbyggingar. Það þekkja all- ir sem eitthvað hafa lesið um eyðingu byggðar á Hornströnd- um hvað þar gerðist. Með þökk fyrir birtinguna. Guðbjörn Jónsson Frábær danssýn ing á Broadway Til Velvakanda Við hjónin fórum á Broadway sl. laugardagskvöld, eingöngu vegna þess að við heyrðum svo vel látið af dansatriði sem var sýnt á veg- um HR-dansflokksins. Það er eig- inlega liðin tíð að við fáum að sjá dans hvort heldur er á skemmti- stað eða í sjónvarpi. Það kom þó fyrir hér áður fyrr að haldnar voru nemendasýningar á vorin og dansprógröm voru sýnd í sjón- varpi, en því miður hefur dansin- um ekki verið sinnt sem skyldi hin síðari ár. Við hjónin og fólkið sem var með okkur vorum ekki lítið hrifin þegar við sáum þetta frábæra skemmtiatriði sem á sér langa sögu eða 60 ár. Það var stórkost- legt að sjá að þetta er hægt en við vitum að það liggur mikil vinna á bak við slíkt, ekki síst vegna þess — ég held ég fari með rétt mál — að Hermann Ragnars hefur ekki rekið dansskóla hin síðari ár. Það væri gaman að vita af hverju svona fær maður skuli ekki halda áfram að kenna dans. Við hjónin stunduðum dansnám hjá Hermanni Ragnars og kohu hans fyrir mörgum árum, en þar sem við urðum að flytja frá Reykjavík segir það sig sjálft að við urðum að hætta dansnámi. Ég vil að lokum skora á Hermann Ragnars að halda áfram á þessari braut — ekki síst þar sem við höf- um nú loksins fengið húsnæði þar sem hægt er að færa upp danssýn- ingar við fullkomnar aðstæður. Ég óska Broadway til hamingju með gott skemmtiatriði. F.h. okkar hjóna, Sigríður Björnsdóttir Þessir hringdu . . . Dónaskapur heldur í hávegum hafóur Kristján Valdimarsson, Halldór Jónsson og Jóhannes Sturlaugsson höfðu samband og óskuðu að eftir- farandi tilmæli til dyravarða á Broadway yrðu birt í Velvakanda: „Árshátíð Menntaskólans við Sund fór að þessu sinni fram á Broadway miðvikudaginn 17. þessa mánaðar. Þótti okkur það mikill agnúi á þessari skemmtun hvernig dyraverðir staðarins komu fram við gestina og viljum beina því til þeirra að vera dálítið mannlegri framvegis. Að okkar ál- iti voru þeir hreint og beint fanta- legir við fólkið, en ætlum þó ekki að tíunda það frekar hvað þarna gerðist. Það eru allir sem við höf- um talað við hér í skólanum um þetta sammála um að þarna hafi dónaskapur heldur verið í háveg- um hafður." Kndurflytjið erindi Dórunnar Klvu um málefni aldraðra — væri ekki hægt art fá þart birt í dagblörtunum 5573—0024 hringdi: „Mig langar til að vekja athygli á erindi Þór- unnar Elvu Magnúsdóttur um málefni aldraðra, sem hún flutti í útvarpsþættinum „Um daginn og veginn" fyrir um það bil mánuði,“ sagði hún. „Mér fannst þetta er- indi hennar alveg frábært því þar kom fram mikill skilningur á hög- um aldraðra. Margir sem ég þekki eru mér samdóma um að þetta er- indi sé einhvert besta innlegg í umræðuna um málefni aldraðra sem fram hefur komið á þessu ári aldraðra. Ég vil því eindregið Þórunn Elfa Magnósdóttir hvetja til þess að erindið verði endurflutt í útvarpi og finnst mér líka að dagblöðin ættu að athuga hvort ekki sé hægt að birta það — þarna er tvímælalaust um fyrsta flokks efni að ræða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.