Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
ö'á
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
KC TIL FÖSTUDAGS
í Velvakanda
fyrir 30 áriitti
Gjögtið í næturkyrrðinni
NÆTURGÖLTARI, sem ég
hitti á förnum vegi, sagði mér
þessa sögu.
Nýlega var ég á labbi heim
klukkan langt gengin tvö um nótt.
Þegar ég fór fram hjá Steininum
við Skólavörðustíg, heyrði ég
greinilega létt högg í næturkyrrð-
inni. Og þar sem ég vissi ekki
hverju þetta sætti, staldraði ég við
og litaðist um.
Ég sá fljótlega, hvers kyns var.
Utan á fangelsismúrnum hékk
snæri og í því lítil tuðra á stærð
við vettling. Við tuðruna var
bundin spýta eins og sakka og
gjögti hún við vegginn, því að ým-
ist var kippt í þetta eða slakað á
eins og þegar dorgað er.
SKATTSTJÓRINN í REYKJANESUMDÆMI
Slrandgctii 8*10 — 222 Hafnarlirði — Simi 51788
Hafnarfirði
Hendrik aóhannesson
Norðurgötu 20
245 SANDGERÐI
2 6. jan. 1932
Nnr. 4144-7273
e 1 a ð
ilér með tilkynnist yðui > áö 1 1:1 ’ u'!'aö
taka til endurálagningar opinber gjöld yðar
1981 og fella-niður til frádrattar qkr. ,
267.700.-, cnduigr. fargjöld, : um «. ■ ki eru rra-
dráttarbær, þar sem vegalengd milli heimilis og
vinnustaðar nær t*kki 25 km.
Er yður hér með gefinn kostur á að koma að
athugasemdumvarðandi ofangreint innan 10 daga
frá dags. bréfs þessa.
Virðingarfyilst,
f.h. skattstjórans í Reykjanesumdæmi.
Stefán Vilhj álmsson.
Á miða, sem fylgdi útgerðinni,
stóð eitthvað á þessa leið: Veg-
farandi góður, viltu gera svo vel og
láta 3 sígarettur og eldspýtur í
pokann. Þrír fangar. —
Kcppni um minnsta
utsvar á nef
ÞAÐ þykir vel sloppið að eiga
til fæðis og skæðis, þegar búið
er að sníða af kaupi manna í út-
svör, skatta og óteljandi gjöld,
sem almenningur er krafinn um.
Þó er ekki því að leyna, að menn
sleppa misvel af ýmsum ástæðum,
meðal annars er álagið breytilegt
eftir hreppum.
Nú er það venja að birta til-
kynningar um útsvör í ýmsum
kaupstöðum landsins, en væri ekki
rétt að samkeppni hæfist um, hvar
væri lagt minnst á menn? Þau
ættu að hefja um það grimmilega
orrustu sveitar- og bæjarfélögin,
hvert gæti jafnað minnstu niður á
nef. Það gæti orðið býsna gaman
að sjá vinningaskrána eftir þá
keppni.
Mngmenn og ráðherrar
lesa kvæði sín
ÞAÐ er ekkert launungarmál,
að margir forystumenn í
stjórnmálaheiminum eru skáld-
mæltir vel. Stundum lenda þing-
skáldin meira að segja í ráðherra-
stóli.
Við og við bregður fyrir stökum
frá hendi þingskáldanna og þykir
jafnan nokkur fengur að. Leggja
menn yfirleitt eyrun við því, sem
þessi skáld flytja.
Vill nú ekki útvarpið grípa til
þeirrar nýbreytni að fá þessa
ágætismenn til að lesa upp ljóð sín
eina kvöldstund, svona 4—5 kemp-
ur úr þingsölunum? Ég þori að
ábyrgjast, að þeir fengju fram-
úrskarandi áheyrn, og varla eru
þeir svo steigurlátir að neita.
Kolin eru léleg
ÞAÐ er býsna margt, sem ekki
tjóar að sákast um og eitt af
því, sem varla fæst bætt, þó að
fjargviðrazt sé út af því, eru kolin,
sem eru á boðstólum. Ég er
hræddur um að þau þættu að
minnsta kosti slök, ef þau væru
íslenzkur iðnaður.
Menn kvarta undan grjótinu,
sem þau eru óvenjulega auðug af.
Hitt er þó allra verst, hve hitalítil
þau eru. Þarna flýta þau sér að
brenna upp, en virðast ekkert
hirða um að ylja svolítið umhverf-
ið. — Gersamlega ótæk kol.
Henrik Jóhannesson skrifar:
„Algjörlega óskiljan-
legt hvernig skattstjóri
getur reiknað okkur
þetta sem tekjur“
lleiðraði Velvakandi.
Fyrir hálfum mánuði fengum
við hjónin, ásamt mörgum héðan
úr Sandgerði, virðulegt bréf frá
skattstjóra Reykjanesumdæmis,
Stefáni Vilhjálmssyni, sem ég læt
fylgja hér með ljósritað. Þessar
267.700 kr. gamlar sem talað er
um, eru dregnar frá skattskyldum
tekjum á launamiðanum, sem við
fáum frá vinnuveitanda okkar á
Keflavíkurflugvelli, þ.e. Varnar-
liðinu. Þetta eru peningar sem við
greiðum úr okkar eigin vasa, og
sem er rútugjald, endurgreitt,
hvort sem við förum á okkar eigin
bílum eða öðrum, þessir peningar,
endurgreidd fargjöld, eru færðir
sem tekjur á skattaskýrslunni, og
síðan aftur sem frádráttur. Það er
okkur algjörlega óskiljanlegt,
hvernig skattstjóri getur reiknað
okkur þetta sem tekjur, peninga
sem við þegar erum búin að greiða
okkar skatt af.
Skattstjóri bað um svar við at-
hugasemdum innan 10 daga, og
það gerði ég, ég mótmælti því, og
benti honum á að það séu 32 km á
milli staða, og ég bauð honum að
koma og fylgjast með, þegar ég
færi í vinnuna, og mæla þá vega-
lengdina, og svarið sem ég fékk er
þetta sem ég læt hér fylgja með.
Hann bætir á mig 2000 nýkr. í
viðbótarskatt, sæmilegt það. Hvað
er það sem vakir fyrir skattstjóra
með slíkri framkomu? Er þetta
einhver hefnd, fyrir það að ég
mótmælti þessu, og benti honum á
að hann færi með rangt mál? Nú
er það ekki bara ég sem mótmæli,
heldur allir sem vinna á flugvell-
inum. Það er hróplegt ranglæti, að
S3? SlGeA V/öGA í ‘í/lveRam
SKATTtTJORINN I AtYKJANf SUMOHMi
-?í
Wóyrf: iuA
wvr- 7S7J
HalnArfirOl '• •" A
r3«. *3 f jra ye« k.A /vO/
ýt\ ’Wírt * /%
T*k|ur III (kalla v»r(K kr III úMvaii k'7^6/
'•*/ '
ni/
iW nf/ *•*««' i
- nt/
œt-yv
íi>Vo
S3S0
SV3
* PA •kantl|4»ii
™ 3-?o
4*n>JÍuA’> óy
• sfyFi ó~
FLEKA
MÓTAKERFI
tré eöa stál
— Tréfiakarnir eru framleiddir af
Malthus as. i Noregi. Meat notuó
kerfismót þar i landi.
— Stálflekarnir eru framleiddir af
VMC Stálcenfrum as. i Dan-
mörku. Fjöldi byggingameistara
nota þessi mót hér á landi.
— Notió kerfismót. það borgar sig.
— Ath. afgreiðslutími ca. 1—2 mán.
við erum neydd til að greiða skatt
af peningum, sem þegar er búið að
greiða skatt af. Það er eins og
skattstjóri hafi vaknað af Þyrni-
rósarsvefni sínum, núna ári eftir
að allir skattar eru greiddir,
hversvegna? Hversvegna að ráð-
ast á okkur Sandgerðinga? Því
ekki líka þá sem eru í kring um
okkur, eins og til dæmis í Vogun-
um og víðar. Velvakandi góður, nú
beini ég minni spurningu til lög-
fróðra manna. Ér mér skylt að
borga skatta af þessum endur-
greiddu fargjöldum eða ekki?
Virðingarfyllst,
Henrik Jóhannesson,
Norðurgötu 20, Sandgerði.
— Stórt og
smátt í mótauppslátt.
'B
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitió nénari upplýsinga
aóStgtúni? Simii29022
HAKI—v
íram]
Vinnupallar til sölu og
leigu. Einfaldir —
Traustir — Hagkvæmir.
'S
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitió nénari upplýsinga
aó Sigtúni 7 Simi>29022
Xnnihurðir
Eigum fyrirliggjandi hinarvinsælu speldhurðir
eðafulningahurðir.Tvennskonarefni: Massív
fura, tilbúin undir lakk eða bæs og mótað harðtex
(masonit),grunnmálaðarogtilbúnarundir
málningu.
Með hurðunum seljum við tilsniðna karma,
dyrafalda (gerfiefni) og þröskulda.
HURÐIR HF
Skeifan 13-108 Revkjavik-Simi 816 55