Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
J*lorj3unI)Iní>ií>
í>fr0Miul^lnl>i®>
Síminn á afgreiðslunni er
83033
J>lorjjiml)Int>ií>
MIÐVIKIJDAGUR 24. MARZ 1982
Samningur Almennu verkfræðistofunnar og Orkustofnunar úr sögunni:
Iðnaðarráðherra ber ábyrgð á
því hvernig máluin er komið
Jafndægur að vori voru um
helgina og er dagurinn nú
orðinn lengri en nóttin. Um
leið og dag lengir færist
meira líf í fjörurnar.
Ljó.sm. (.unnlaugur Hngnvalds.son.
— segir Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra
„I»AÐ ER VISSU.EíiA illa farið að íslenzkir aðilar skyldu ekki fá
þetla verk í llelguvík og það var mikið húið að leggja á sig til þess
að svo gæti orðið, en þegar til þess er stofnað með þessum hætti, þá
verða menn að vera við því húnir að taka afleiðingunum. Iðnaðar-
ráðherra her auðvitað alveg áhyrgð á því hvernig komið er. Að öðru
leyti get ég ekki tjáð mig um málið, þar sem mér er núverandi staða
þess ekki nógu kunnug," sagði utanríkisráðherra, Olafur Jóhann-
esson, í samtali við Morgunhlaðið í gærkvöldi.
missa af þessari upphæð, þar sem
þeir borar, sem nota átti, hefðu
annars verið verkefnalausir. Það
var ekkert því til fyrirstöðu af
hálfu Orkustofnunar og Almennu
verkfræðistofunnar að breyta
samningum eins og iðnaðarráðu-
neytið óskaði og við vorum tilbún-
ir til þess, þannig að þetta kom
verulega á óvart. Ég kann ekki
skýringu á því hvers vegna svona
hefur farið, en þetta er sjálfsagt
liður í pólitískum átökum, sem
hafa átt sér stað, en það kann ég
ekki að rekja nánar,“ sagði Jakob
Björnsson, orkumálastjóri, í
gærkvöldi.
Morgunblaðið reyndi að ná tali
af iðnaðarráðherra í gærkvöldi
vegna þessa máls, en án árangurs.
„Mér hafa borizt þau skilaboð
frá yfirverktökum okkar í Banda-
ríkjunum, Bernard Johnson Inc-
orporated, að bandaríski sjóher-
inn samþykki engin frávik frá
fyrri samningum, sem gerðir hafa
verið á milli Almennu verkfræði-
stofunnar og Orkustofnunar um
jai ðvegskannanir í Ilelguvík. Því
liggur það Ijóst fyrir að Orku-
stofnun fær ekki verkið og því er
þetta nú aðeins mál á milli sjó-
hersins og aðalverktaka þeirra í
Bandaríkjunum, við erum alveg út
úr myndinni," sagði Svavar Jóna-
tansson, framkvæmdastjóri Al-
mennu verkfræðistofunnar, í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Morgunblaðið hafði ennfremur
samband við forsætisráðherra,
Gunnar Thoroddsen, í gærkvöldi
og sagðist hann ekkert hafa um
málið að segja, umfram það er
hann hefði sagt á þingfundi fyrr
um kvöldið. Þar sagði hann meðal
annars, að utanríkisráðherra
hefði lagt sig fram um að eins
mikið af þessum framkvæmdum
yrði unnið af Islendingum og
framast væri unnt. Bandaríkja-
menn hefðu hins vegar tilhneig-
ingu til þess að reyna að vinna
eins mikið af slíkum framkvæmd-
um og þeir gætu. Forsætisráð-
herra sagði það ennfremur von
sína, að íslenzkar stofnanir og ís-
lenzkir starfsmenn ynnu þetta
verk. Hvort af því yrði, sagðist
hann ekki geta sagt um. Hann
sagðist telja það mjög æskilegt að
af því gæti orðið og taldi að allir
þingmenn gætu tekið undir það.
„Mér skilst að þetta mál sé búið
og ég get náttúrulega ekkert við
því gert. Ég hef rétt aðeins heyrt
þetta og get því varla haft nokkra
skoðun á þessu. Samningsupphæð-
in var tæplega 1 milljón í íslenzk-
um krónum og það er slæmt að
Utanríkisráðherra um afskipti iðnaðaráðherra í Helguvfkurmálinu:
Vinnubrögðin verði víti til
varnaðar um alla íramtíð
Kjarni málsins hvort staöið jrði við gerða samn-
inga eða ekki, sagði Birgir Isleifur Gunnarsson
„ÞESSI vinnubrögð iðnaðarráð-
herra eiga að vera víti til varnaðar
um alla framtíð,“ sagði Olafur Jó-
hannesson meðal annars í umræð-
um um Ilelguvíkurmálið utan
dagskrár á Alþingi í gær. Etanrík-
isráðherra var stórorður í garð
Hjörleifs Guttormssonar og sagðist
hafa næg vitni að því, að iðnaðar-
ráðherra hefði gefið bein fyrirmæli
um að samningum um fram-
kvæmdir á vegum Orkustofnunar í
Helguvík yrði rift. Ekki hefði verið
um góðlátleg tilmæli að ræða eins
og iðnaðarráðherra léti nú i veðri
vaka. Olafur sagði, að ákvörðun
iðnaðarráðherra stæðist ekki
stjórnarfarslega og spurði hvað liði
heilbrigðri skynsemi.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
„Ráölegg engum að hengja upp
skreið fyrir Nígeríumarkað44
segir Magnús
Friðgeirsson
NfGERÍlISTJÓRN stöðvaði í gær all-
an innflutning til landsins, með því
að neita bönkum um áhyrgðir. Getur
þetta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir íslendinga sökum mikilvægi
skreiðarmarkaðarins þar. A siðasta
ári fluttu íslendingar út skreið til
Nígeriu fyrir um I milljarð króna og
og var það um 1/5 af heildarútflutn
ingsverðmæti islenzkra sjávarafurða.
Bragi Fliríksson framkvæmda-
stjóri Skreiðarsamlagsins sagði
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann, að svona nokkuð hefði gerst
áður í Nígeríu, en þessi ákvörðun
stjórnarinnar þar væri eflaust tek-
in vegna minnkandi tekna af olí-
unni. Engu að síður þyrftu Nígeríu-
menn að flytja inn matvæli, því
þeir framleiddu engan veginn nóg
sjálfir, fólksfjölgunin væri það
mikil. Þá hefði fólk flutt úr sveit-
unum til borganna á undanförnum
árum, sem þýddi aukna matvæla-
eftirspurn. Bragi sagði að hann
vildi sjá hvað gerðist á næstu dög-
um áður en hann ráðlagði mönnum
að hætta að hengja upp skreið fyrir
Nígeríumarkað. Kvað hann íslend-
inga hafa fengið bankaábyrgðir
fyrir hluta af þeirri skreið sem
framleidd var í fyrra fyrir nokkr-
um dögum og færi sú skreið brátt
til Nígeríu.
Magnús Friðgeirsson hjá sjávar-
afurðadeild Sambandsins sagði, að
stjórnvöld í Nígeríu hefðu senni-
lega stigið þetta skref til þess að
geta markað framtíðarstefnu í inn-
flutningsmálunum. Olíutekjur
landsins hefðu snarminnkað. Um
hríð hefði landið framleitt 2,4
millj. tunna af olíu á dag, en nú
væri framleiðslan komin niður í 1,3
millj. tunna. Sagði Magnús að sér
finndist sjálfsagt að Islendingar
færu varlega í að framleiða skreið
fyrir Nígeríumarkað á næstunni,
en að sínu mati væri Ítalíumarkað-
urinn ekki fullnýttur. Nú vissi eng-
inn hvernig Nígeríumenn myndu
haga sínum skreiðarinnflutning og
ekki mætti gleyma því að Norð-
menn hefðu framleitt ógrynni af
skreið fyrir Nígeríumarkað að und-
anförnu og væri framleiðslan á
þessu ári orðin 100% meiri en árið
1980.
son hóf þessa umræðu og lagði
hann nokkrar spurningar fyrir
iðnaðarráðherra og forsætis-
ráðherra. Þeim spurningum var í
fáu svarað. Þorvaldur Garðar
sagði, að hlutur iðnaðarráðherra
í þessu máli væri ekki góður,
hvort heldur framferði hans
heyrði undir valdníðslu eða vald-
þurrð. Margir þingmenn tóku til
máls við umræðurnar og tóku
þeir undir orð Ólafs Jóhannes-
sonar, utanríkisráðherra.
Hjörleifur Guttormsson sagð-
ist hafa beðið um að dokað yrði
við með framkvæmd samnings-
ins meðan lögmæti hans væri at-
hugað og ástæðan hefði verið við-
kvæm deila um verk- og valdsvið
milli ráðuneyta. Svavar Gestsson
sagði það valdþurrð eða vald-
níðslu af hálfu bandariska sjó-
hersins ef hann teldi sig vera í
stöðu til að hafa í hótunum við
íslenzk stjórnvöld. Kjarni máis-
ins væri sá, að Bandaríkjamenn
væru að reyna að reka fleyg í
stjórnarsamstarfið.
Kjartan Jóhannsson sagði að
fyrir drætti iðnaðarráðuneytis-
ins í málinu væru aðeins tylli-
ástæður og Friðrik Sophusson
sagði, að þeir annmarkar sem
iðnaðarráðuneytið hefði fundið á
samningnum væru haldlitlir. Las
hann umrædda lagagrein máli
sínu til sönnunar. Birgir ísleifur
Gunnarsson sagði kjarna máls-
ins vera þann hvort staðið yrði
við gerða samninga eða ekki.
Geir Hallgrímsson sagði, að iðn-
aðarráðherra hefði gengið í þetta
mál að áeggjan félagsmálaráð-
herra. Geir spurði forsætisráð-
herra um valdsvið ráðherra, en í
orðum Gunnars Thoroddsen var
ekki að finna svör við þeim
spurningum, sem til hans hafði
verið beint.
Sjá nánar á mióopnu: Menn
furðu lostnir yfir framferði
iðnaðarráöhcrra.
„Annars
hjálpi
okkur
allir
heilagir“
OLAFUK Jóhanncsson sagði að-
gerðir iðnaðarráðherra í Helgu-
víkurmálinu ekki standast laga-
lcga og ákvörðun um riftun
samninga væri einstæð og hættu-
leg íslcnzkum rétti.
Þar sem iðnaðarráðherra
sta'ði í stórræðum þessa dag-
ana og framundan væru við-
ræður við Alusuisse sagðist
Ólafur vona, að þar stæði iðn-
aðarráðherra á sterkari laga-
legum grundvelli. „Annars
hjálpi okkur allir heilagir,"
sagði Ólafur Jóhannesson.