Morgunblaðið - 26.03.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 26.03.1982, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 Prestskosningar í Borgarnesprestakalli Borgarnesi, 22. mars. PRESTSKOSNING fer fram í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófasts- dæmi sunnudaginn 28. mars 1982. Borgarprestakall nær yfir Borgarnes-, Borgar-, Álftanes-, Álftártungu- og Akrasóknir og eru um 1287 manns á kjörskrá. Sr. Leó Júlíusson, prófastur á Borg, sem hefur þjónað prestakallinu síðan 1946, hefur nú látið af embætti vegna veikinda. Umsækjendur eru fjórir: Sr. Friðrik J. Hjartar, Sr. Ólafur Jens Sigurðsson, Önundur Björnsson, cand. theol., og Þorbjörn Hlynur Árnason, cand. theol. Mbl. fór þess á leit við umsækjendurna að fá að birta kynningu þeirra og svör við tveimur spurningum. Kynningin fer hér á eftir og svör þeirra við spurn- ingunum. 1) Áf hverju sækir þú um Borgarprestakall? og 2) Er eitthvað sérstakt sem þú vildir beita þér fyrir, ef þú færð starfíð? Kjörstaðir verða: í skólahúsinu Borgarnesi kl. 9—22 fyrir Borgarnessókn, í Borgarkirkju kl. 13—18 fyrir Borgarsókn og í Lyngbrekku kl. 13—18 fyrir Álftanes-, Álftártungu- og Akrasóknir.— HBj. Friðrik J. Hjartar Sr. Friðrik J. Hjartar er fæddur á Flateyri 8. október 1951, sonur hjónanna Jóns F. Hjartar, deild- arstjóra, og Rögnu H. Hjartar, bankamanns. Eiginkona hans er Anna Nils- dóttir frá Siglufirði, dóttir hjón- anna Nils Isakssonar, fv. skrif- stofustjóra og Steinunnar Stefánsdóttur, og eiga þau þrjú börn á aldrinum fjögurra mánaða til fjögurra ára. Hann iauk stúdentsprófi frá Þorbjörn Hlynur Arnason Þorbjörn Hlynur Árnason, er fæddur í Reykjavík 10. marz 1954, ólst þar upp til sjö ára aldurs, en flutti þá í Söðulsholt á Snæfells- nesi og bjó þar til sautján ára ald- urs. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í maí 1974, hóf nám við Guðfræði- deild Háskóla Islands í september 1976 og lauk þaðan kandidatsprófi í júní 1980. Einnig stundaði hann söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Síðastliðin tvö ár hefur hann stundað framhaldsnám í Guð- fræði og heimspeki við Vanderbilt University í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum. Hann hefur kennt við Ármúla- skólann í Reykjavík, starfað á Kópavogshæli og Kleppsspítala, Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1972 og kandidatsprófi í guð- fræði frá Háskóla íslands vorið 1979. Hann hefur sótt þrjú nám- skeið í barna- og æskulýðsstarfi. Á námsárum sínum vann hann fyrir sér við ýmis störf, lengst af við stjórn vinnuvéla og löggæsl- ustörf. Sumarið 1978 starfaði hann við aukaþjónustu á ísafirði og gerði þar ásamt sóknarpresti staðarins úttekt á málefnum al- draðra. Veturinn 1979—1980 kenndi hann við Grunnskóla Borg- arness. Þann 1. júlí 1980 var hann skipaður sóknarprestur í Hjarðar- holtsprestakalli í Dölum og hefur þjónað þar síðan. Hann hefur ver- ið stundakennari við Grunnskól- ann í Búðardal og framhaldsdeild Laugaskóla ásamt prestþjónustu. Svör Friðriks J. Hjartar við spurn- ingunum fara hér á eftir: 1.) Ég sæki um Borgarpresta- kall vegna þess að þar sleit ég barnsskónum og þar býr ágætis fólk, sem ég vil gjarnan deila kjör- um með í leik og starfi. Borgar- prestakall býr yfir ýmsum kostum sem ég met mikils og ég er sann- færður um að starfsreynsla mín og kynni geta nýst söfnuðunum í prestakallinu vel. 2) Verkahringur sóknarprests spannar marga fleti mannlífsins. Mín hugsjón er sú að hér fái risið upp öflugt kirkjulíf með marg- háttuðu safnaðarstarfi, sem ungir og aldnir verða virkir þátttakend- ur í. unnið við raflínumælingar og raf- línulagnir hjá Rafmagnsveitum Ríkisins og unnið hjá Vegagerð Ríkisins. Hann hefur starfað hjá F'élagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar sem tilsjónarmaður ungl- inga. Þá hefur hann þýtt skáldsög- ur til flutning í Ríkisútvarpi og sumarið 1981 hélt hann fyrirlestra á endurmenntunarnámskeiði í kristnum fræðum á vegum Kenn- araháskóla Islands. Eiginkona hans er Anna Guð- mundsdóttir bókmenntafræðing- ur. Svör Þorbjarnar við spurningun- um fara hér á eftir: 1) Ég sæki um Borgarprestakall vegna þess að þar er lífmikið sam- félag er býður upp á margvísleg verkefni til að vinna að, svo og náin kynni milli prests og safnað- ar. 2) Hvað varðar áhersluatriði í preststarfi þá sýnist mér að benda megi á þrjá höfuðþætti: Predikun- arþjónustu og messuflutning; barna og æskulýðsstarf; starf með öldruðum. Að auki vil ég nefna að ég hef hug á, veljist ég til þessa starfs, að kynna mér og taka þátt í félags- starfi í Borgarnesi og ekki síður í sveitahreppunum. Þá hef ég hug á að standa fyrir umræðuhópum og Biblíulestrum til að stuðla að auk- inni upplýsingu um kristna kenn- ingu og trúbók okkar, Biblíuna. Olafur Jens Sigurðsson Sr. Ólafur Jens Sigurðsson er fæddur í Reykjavík, 26. ágúst 1943, sonur hjónanna Guðbjargar Guðbrandsdóttur og Sigurðar Ólafssonar, múrara þar. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1963, hóf að því loknu laganám við Háskóla íslands og lauk námi í forgreinum. Hann innritaðist að hausti 1965 í guðfræðideild skólans og lauk • • Onundur Björnsson Önundur Björnsson er 31 árs, fæddur 15. júlí 1950 í Rvík. Hann er kvæntur Gígju Hermannsdótt- ur íþróttakennara við VÍ og eiga þau tvö börn. Þakkarávarp Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, er glöddu mig á margvíslegan hátt á 75 ára afmæli mínu þann 22. mars sl. með fjöl- mennri heimsókn, gjöfum, blómum, kortum og skeytum. Guð blessi ykkur það allt. Lifið heil. Kær kveðja. Gissur Gudmundsson húsvördur, Hátúni 10B, Reykjavík. þaðan kandidatsprófi 1972, með prófstigi í uppeldis- og sálarfræði í heimspekideild. Með námi stundaði hann ýmsa vinnu, svo sem múrsmíði, banka- störf, gæzlustörf við Kleppsspít- ala, en lengst var hann aðalbókari hjá Isarn hf. og Landleiðum hf. í Reykjavík eða frá 1964 til 1970. Stundakennari var hann við Vélskóla íslands veturinn 1970 til 1971. Á sumrin starfaði hann við Sumarbúðir þjóðkirkjunnar og sótti þá m.a. kristilegt stúdenta- mót í Englandi. Hann var settur 15. júní 1972 sóknarprestur í Kirkjuhvols- prestakalli í Rangárvallapróf- astsdæmi en veitt Hvanneyrar- prestakall 1. október 1973 og hefur þjónað því síðan. Hann hefur all- an þann tíma starfrækt fjölsótta sunnudagaskóla fyrir börn, bæði í Hvanneyrar- og Bæjarsókn. Jafn- framt eigin kalli þjónaði hann Stafholts- og Reykholtsprestakalli um þriggja mánaða skeið 1976. Sr. Ólafur var settur til ná- grannaþjónustu við Borgarpresta- kall af biskupi Islands 1. ágúst 1977 til jafnlengdar næsta árs og aftur 1. október 1980 og þar til hann lét af störfum skv. ákvörðun biskups, er ljóst var, að hann var orðinn einn umsækjenda um prestakallið. Sr. Ólafur sótti 5 vikna endur- menntunarnámskeið við danska prestaháskólann í Lögumkloster á sl. hausti í kennimannlegri guð- fræði. Hann hefur kennt við Bænda- skólann á Hvanneyri, einkum ís- lenzku og sálarfræði, bæði við bænda- og búvísindadeild skólans og alloft gripið í stunda- og for- fallakennslu við grunnskóla. Kona hans er Ólöf Helga Hali- dórsdóttir, dóttir hjónanna Lilju Kristjánsdóttur og Halldórs Þórmundssonar, bónda í Bæ í Borgarfirði, og eiga þau 4 börn, Lilju f. 1969, Sigurð f. 1971, Guð- björgu Ástu f. 1976 og Halldór f. 1978. Svör Olafs við spurningunum fara hér á eftir: 1) Vegna langrar nágrannaþjón- ustu við prestakallið þykist ég sjá að seta mín á Borg muni gefa fjöl- skyldu minni og sjálfum mér aukna möguleika, börnunum til skólagöngu og sjálfum mér stærri starfsvettvang, sem ég er tilbúinn að takast á við og hefur vakið áhuga minn vegna starfa í presta- kallinu. 2) Efst er mér í huga að endur- vekja verður barna- og æskulýðs- starf í prestakallinu, bæði í þétt- býli og strjálbýli. Auka verður tengsl sóknarprestsins við Dval- arheimilið í Borgarnesi og sér- hvert starf sem unnið er með öldr- uðum, og eins og vera ber, að sinna almennri sálusorgun. Koma þarf upp skrifstofu fyrir prest við Borgarneskirkju, til að fólk geti leitað til hans á ákveðnum við- talstíma. Þá er mér ljóst, að vinda verður bráðan bug að því að koma upp einhverjum föstum, ákveðn- um messustað fyrir þær þrjár sveitasóknir á Mýrum, sem líða fyrir aðstöðuleysi Hann varð stúdent frá Kenn- araskóla Islands 1971 og lauk námi í guðfræði frá Háskóla Is- lands í jan. ’82. Hann kenndi efna- fræði við Iðnskólann í Reykjavík ’73—’75, og Fjölbrautaskólann í Breiðholti ’75—’81 og við Náms- flokka Reykjavíkur ’72—’74. Hann gegndi aðstoðarþjónustu í Akranesprestakalli sumarið ’79 og Súgandafjarðarprestakalli sumar- ið ’80. Að öðru jöfnu hefur hann stundað sjómennsku og önnur störf yfir sumartímann. Svör Önundar við spurningunum fara hér á eftir: 1) Fyrir það fyrsta tel ég stærð safnaðarins vera mjög heppilega í alla staði. Hér er engin hætta á að presti þurfi að falla verk úr hendi, því næg eru verkefnin sem bíða þess manns er við tekur og má í því tilliti nefna þjónustu við unga og aldna, en þar er verulegra úr- bóta þörf af hálfu kirkjunnar. Borgarnes er til dæmis ört vax- andi staður. Hingað hefur flutt þorrinn allur af ungu barnafólki og hygg ég það ekki goðgá neina að ætla að þar sé nokkuð óplægður akur þar sem börnin eru. I annan stað er hér um að ræða heillandi starf í einu blómlegasta og fegursta héraði landsins, sem er svo vel í sveit sett sem raun ber vitni. 2) Með nýjum manni kemur nýr blær. Ég hef mikinn hug á að vinna að frisku safnaðarlífi, leiða starf kirkjunnar meira inn á dag- legan vettvang stríðandi safnaðar þannig að kirkjan sé betur inn í kjörum og starfi hins almenna safnaðarmeðlims í stað þess að vera nær eingöngu sunnudags- og stórhátíðastofnun. Þetta gerist með því að presturinn blandi æ meir geði við fólkið, bæði utan og innan heimilanna. Höfuðáherzlu þarf að leggja á þjónustu við æsku og elli. Það er vandasamt verk sem krefst hnitmiðaðra vinnubragða, ef vel á til að takast. í grófum dráttum má segja að fyrir mér vakir, auk hefðbundinna safnað- arstarfa, að koma á legg félags- miðstöð sem tengir saman æsku- lýðsstarf kirkjunnar og ung- mennafélagshreyfinguna með viðbótarstarfsemi við það sem þegar er gert í þágu aldraðra. Á þennan hátt nær kirkjan til flestra aldurshópa safnaðarins — og jafnframt auðveldar þetta prestinum að hafa sig eftir vanda- málunum í stað þess að bíða eftir að þau komi til hans. Aðalfundur Knatt- spyrnuþjálfarafélags íslands — KÞÍ veröur haldinn fimmtudaginn 1. apríl kl. 20.30 aö Vagnhöföa 11, (veitingahúsið Ártún). Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Lagabreytingar. Erindi. Almennar umræöur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.