Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
í stuttu máli
Ný stjómarskrá:
Aukaþing í ágúst 1982?
Úttekt á atvinnumálum Siglufjaröar og Raufarhafnar
Tíu þingmenn Alþýðuflokks hafa flutt tillögu til þingsályktunar um auka-
þing til að afgreiða nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið, svohljóðandi: „Alþingi
ályktar, að kallað skuli saman aukaþing, skv. heimild í 22. gr. stjórnarskrár-
innar, í ágúst 1982, til að fjalla um og afgreiða nýja stjórnarskrá fyrir
lýðveldið lsland.“ I’ingflokkurinn tjáir sig í greinargerð fylgjandi því að hin
nýja stjórnarskrá feli í sér ný ákvæði um mannréttindi, umhverfísmál,
dómsmál, þjóðareign á landi, þjóðaratkvæði og störf Alþingis. I>á segist
þingflokkurinn „reiðubúinn til að ræða hugmyndina um ísland allt sem eitt
kjördæmi, skiptingu landsins í kjördæmi eftir fjórðungum, auk Reykjavíkur,
og endurbætur miðað við gömlu kjördæmaskipunina er nú gildir“. Flokkur-
inn hafnar einmenningskjördæmum algjörlega.
aðurinn var) er við því að búast,
að til alvarlegs atvinnuleysis
komi, nema fólk flytji búferlum
Uttekt atvinnumála á
Siglufirði og á Kaufarhöfn
Þrír þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, Halldór Blöndal, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Lárus Jónsson,
flytja tillögu til þingsályktunar,
svohljóðandi: „Alþingi ályktar að
kjósa 7 manna nefnd til að gera
úttekt á atvinnumálum Raufar-
hafnar og Siglufjarðar með hlið-
sjón af þeim breyttu viðhorfum,
sem hrun loðnustofnsins hefur
valdið. Niðurstöður nefndarinnar
ásamt tillögum um nýja atvinnu-
uppbyggingu skulu lagðar fyrir
ríkisstjórnina svo fljótt sem verða
má og kynntar alþingismönn-
um ..
I greinargerð segir m.a.: „Ef
ekkert annað kemur í staðinn
(fyrir þá undirstöðu sem loðnuiðn-
hópum saman.“
Fjáraukalög 1978
Fram hefur verið lagt frumvarp
til fjáraukalaga fyrir 1978 að fjár-
hæð kr. 37.298.624.000,- Þá hefur
verið lagt fram frumvarp til laga
um samþykkt á ríkisreikningi
fýrir þetta sama ár.
Málefni El Salvador
Kjartan Jóhannsson (A) mælti í
gær fyrir tillögu til þingsályktun-
ar um málefni E1 Salvador, en
samkvæmt henni skal Alþingi lýsa
yfir samúð Islendinga með þjóð-
inni í E1 Salvador í „þeim hörm-
ungum ógnarstjórnar, ofbeldis og
kúgunar, sem hún má þola, og
beinir því jafnframt til utanrík-
Albert Guðmundsson:
Fái fjárfestingarheim-
ildir eins og aðrir
Albert (iuAmundsson (S) sagði í um-
ræóu um bókasafn Landsbanka og
Seðlabanka, sem frá var sagt á þing-
síðu Mbl. sl. miAvikudag, aA rétt væri
hjá Halldóri Asgrímssyni, formanni
bankaráðs SeAlabanka, aA fjármagn
þurfí til að bjarga verðmætum frá glöt-
un. Kn ég lít þaiuig á, sagAi Albert, að
ríkisstarfsmenn, hvort sem eru í bönk-
um eða annars staðar, geti ekki verið
sjálfskipaðir verðmætagæzluaðilar.
Þeirra verksvið er afmarkað. Ég tel
ekki skipta máli, hvort viðkomandi rík-
isstofnun er fjársterk eða ekki, hún
þarf sína heimild „til þess að ráðstafa
fjármagni almennings eða sinna stofn-
ana“.
„Ég vil og undirstrika," sagði Al-
bert, „sem ég tel hafa komið fram í
þessum umræðum, að það þarf að
endurskoða lög um Seðlabanka ís-
lands og staðsetja hlutverk hans í
þjóðfélaginu. Það eru 3 bankastjórar
í Seðlabankanum. Hvernig stendur á
því að þeir geta tekið að sér auka-
störf hingað og þangað? Eru þeir of
margir? Ef svo er þarf að fækka
þeim. Það þarf að setja þeim erind-
isbréf. Og það þarf að gilda um
bankastarfsemi eins og önnur ríkis-
fyrirtæki almennt, að sækja þurfi
fjárfestingarheimildir til Alþingis."
isráðherra, að ísland beiti áhrif-
um sínum eftir megni fyrir póli-
tískri lausn deilumála i landinu og
þá sérstaklega fyrir því, að Banda-
ríkin láti af hernaðarstuðningi
sínum við ríkisstjórn landsins ...“
Sjócfnavinnsla á Reykjanesi
Kjartan Jóhannsson (A) o.fl.
biðja iðnaðarráðherra um skýrslu
um núgildandi áætlanir um
stofnkostnað og arðsemi sjóefna-
vinnslu á Reykjanesi, svo og um
framkvæmdaáætlun. I greinar-
gerð segir, efnislega, að í ljós hafi
komið í blaðaskrifum, að fyrri
áætlanir standist ekki, og því sé
nauðsynlegt, að iðnaðarráðherra
láti Alþingi í té sem gleggstar og
réttastar upplýsingar um forsend-
ur rekstrar og framkvæmda.
Sjú k ratryggi ngargjald
og söluskattur
Alþingi hefur nýlega samþykkt
tvenn lög:
• Lög um 2% sjúkratrygg-
ingargjald, sem reiknist af gjald-
stofni útsvara hvers skattborgara,
þeim hluta, sem er umfram kr.
101.250,-
• Lög um heimild til að kveða á
með reglugerð að frá heildsölu-
verðmæti verksmiðjuframleiddra
íbúðarhúsa, barnaheimila og
leikskóla megi framleiðandi draga
við söluskattsuppgjör tiltekinn
hundraðshluta verðsins, eftir nán-
ari reglum þar um.
Hafnarfjörður og ÍSAL
Þingmenn Reykjaneskjördæmis
hafa borið fram fyrirspurn til for-
sætisráðherra:
• Hvað líður afgreiðslu ríkis-
stjórnarinnar á ósk Hafnarfjarð-
arbæjar um endurskoðun á hlut-
deild bæjarins í framleiðslu-
gjaldstekjum af ÍSAL, samkvæmt
samningsbundinni kröfu bæjaryf-
- irvalda?
• Hvenær má vænta lagafrum-
varps um þetta efni í samræmi við
ákvæði samnings milli iðnaðar-
ráðuneytisins og bæjarstjórnar
frá því í maímánuði 1976, sem
bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
óskað atbeina forsætisráðherra
við?
ÞURRKUR
FRÍSKA
ÞIG UPP
í sveitinni, í bílinn, á skrifstofuna.
Einfalt og þægilegt í notkun.
GEBORG, SIMI 38083
FÆST í SNYRTIVÖRUVERSLUNUM OG STÓRMÖRKUOUM
Svipmynd á tröppum Stjórnarráðsins.
Það hefur verið tveggja bakka veður í stjórnarráði lýðveldisins undangengin
dægur. Hér sjást þrír af fjórum ráðherrum Framsóknarflokksins gá kampa-
kátir til veðurs af tröppum Stjórnarráðsins.
Lánsfjárlög í burðarliðnum:
Lán skal tek-
ið á lán ofan
— en framlög til verklegra framkvæmda skert,
sögðu stjórnarandstæðingar
Neðri deild Alþingis samþykkti í
gær hækkanir á lántökuheimildum
stjórnarfrumvarps til lánsfjárlaga
1982 upp í 673.970.000 nýkr., eða
jafnvirði þeirra í erlendri mynt.
Jafnframt skal fjármálaráðherra
heimilt að taka lán á innlendum
lánsfjármarkaði að fjárhæð allt að
152.000.000 nýkr. Þá er fyrirtækjum
með eignaraðild ríkissjóðs heimilt
að taka lán á árinu allt að kr.
18.000.000.—, Landsvirkjun allt að
kr. 404.500.000.—, Framkvæmda-
sjóði allt að kr. 254.000.000.—, Iðn-
rekstrarsjóði allt að kr.
10.000.000.—, Orkubúi Vestfjarða
allt að kr. 39.500.00.—, ýmsum hita-
veitum allt að kr. 123.000.000.—,
auk heimilda til handa sveitarfélög-
um.
Matthías Bjarnason (S) gagn-
rýndi, að þrátt fyrlr verulega
skuldaaukningu á árinu, væri ekki
ætlunin að standa við fyrirheit,
sem ráðherrar hefðu gefið, til að
Byggðasjóður geti risið undir
þeim verkefnum, varðandi fjár-
hagslega endurskipulagningu
fyrirtækja og vegna rekstrarerfið-
lejjta fyrirtækja i útgerð, fisk-
vinnslu og iðnaði, er stjórnvöld
hefðu velt yfir á sjóðinn.
Eggert Haukdal (S) vék að
„fyrirheitum gefnum af þremur
ráðherrum, f.h. ríkisstjórnarinn-
ar“, um fjármagnsútvegun til
þessa verkefnis. Hann sagði og
„mjög hafa skort á framlög til
Byggðasjóðs, sem honum beri að
lögum, og er þessi ríkisstjórn ekki
til fyrirmyndar í þeim efnum". Ég
er ósammála, sagði Eggert, hinum
mikla niðurskurði á verklegum
framkvæmdum, einkum til vega-
mála, en niðurskurður á rekstrar-
liðum mætti vera meira. Ekki
bjóst hann þó við miklu í því efni,
og minnti á Norðurlandaráðsþing
þar sem „30 manns hafi verið að
spóka sig á kostnað þjóðarinnar,
flestir að óþörfu".
Pétur Sigurðsson (S) gagnrýndi
harðlega, hvern veg ríkisstjórnin
hygðist ráðskast með lífeyrissjóði
verkalýðsfélaganna, sem væru
Matthías Bjarnason
þeirra réttmæt eign, og þau sem
eigendur ættu að hafa fullan
ráðstöfunarrétt á, en þeim er gert
skylt að verja 40% af ráðstöfun-
arfé sínu til kaupa á skuldabréfum
ríkissjóðs og byggingarsjóðs. Felld
var tillaga, sem sjálfstæðismenn
fluttu, þess efnis, að þetta atriði
skyldi háð samkomulagi milli
ríkisvalds og verkalýðsfélaga.
Frumvarpið kemur væntanlega
til þriðju umræðu í neðri deild nk.
mánudag. Það þarf síðan aftur til
einnar umræðu í efri deild vegna
breytinga sem á því vóru gerðar í
síðari þingdeild, en verður vænt-
anlega að lögum í næstu viku.