Morgunblaðið - 26.03.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
31
wm hi. H H pt -njr/r 0 m
fZhpHTr 1 , Cbfe'e if i mkým * ■ É
Fram vann sinn fyrsta
stórsigur í körfuknattleik
— en KR veitti mikla mótspyrnu undir lokin
FRAM SIGRAÐI KR 68—66 í úrslitum bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi, tryggði
sér þannig bikarinn, mikil sárabót eftir aö Njarðvikingar tóku Islandsbikar-
inn, en Fram veitti liðinu lengst af geysilega keppni og var að marga mati
ekki síðra lið, jafnvel betra. En úrslitaleikurinn í gærkvöldi var hörkuspenn-
andi, nákvæmlega eins og úrslitaleikir eiga að vera. Hið lága skor undirstrik-
ar hina stórkostiegu baráttu sem fór fram inni á vellinum, en KK-ingar náðu
að breyta nánast gertapaðri stöðu í góða sigurstöðu. Var geysileg spenna
allan síðari hálfleikinn, en KR vantaði ávallt herslumuninn. Staðan í hálfleik
var 38—26 fyrir Fram.
í fyrri hálfleik leit ekki út fyrir
mikla spennu, Framarar höfðu
gífurlega yfirburði og náðu mest
21 stigs forystu, 35—14, er fimm-
tán mínútur voru liðnar af leikn-
um. Léku þeir KR-inga afar grátt
þennan fyrsta stundarfjórðung og
gerðu hverja körfuna aðra glæsi-
legri á sama tíma og allt mistókst
hjá KR-ingum. En síðustu fimm
mínútur hálfleiksins tóku
KR-ingar sig saman í andlitinu og
fóru að síga á brattann. Náðu þeir
að minnka muninn í 12 stig og
voru raunar óheppnir að minnka
hann enn meira gegn dofnandi
Fram-liði.
Framarar skoruðu fyrstu körfu
síðari hálfleiks, en síðan tóku
KR-ingar upp þráðinn að nýju og
minnkuðu muninn jafnt og þétt.
Nærri miðjum hálfleiknum mun-
aði aðeins fjórum stigum, 44—40,
en góður kippur Framara endur-
nýjaði forystuna í 52—43. Þá voru
10 mínútur eftir, en Símon Ólafs-
son hins vegar kominn með 4 vill-
ur. Fór baráttan nú harðandi og
undir lok leiksins hófu KR-ingar
að leika maður á mann í vörninni
þegar staðan var 64—59 fyrir
Fram. KR-ingar skoruðu, 64—61,
er 1,14 var eftir. Framarar misstu
knöttinn í næstu sókn sinni og
Páll Kolbeinsson brunaði upp og
skoraði, auk þess sem hann fiskaði
vítaskot, möguleika á að jafna. En
skotið geigaði og nokkrum sek-
úndum síðar fékk hann sína
fimmtu villu. En spennan var enn
gífurleg, allt gat enn gerst. Og það
sem gerðist var, að Val Bracey
fékk frábæra sendingu undir
körfu KR og innsiglaði sigur sinna
manna, því aðeins 19 sekúndur
lifðu af leiknum er hann skoraði
og breytti stöðunni í 66—63. Jón
Sig. fékk tvö vítaskot, hitti bara
úr einu og Símon átti lokaorðið í
leiknum er hann skoraði síðustu
körfuna fyrir Fram.
Lið Fram var eftir atvikum vel
að sigrinum komið, virkaði ívið
heilsteyptara, auk þess sem körfu-
knattleikur sá er liðið leikur er
áferðarfallegri en hjá KR. Val
Bracy fór á kostum. Framan af
hefði hann mátt hitta aðeins bet-
ur, en undir lokin er mikið lá við
fóru skot hans á réttan stað. En
Fram-liðið var allt mjög jafnt, all-
ir lögðust á eitt og eiga allir hrós
I>AÐ VAR mikil stemmning
inn í búningsklefa Fram eftir
að sigurinn á KR var í höfn.
Leikmenn skáluðu í kampavini
og iéku við hvern sinn fingur.
Fyrsti stóri sigur körfuknatt-
leiksdeildar Fram var i höfn.
Kolheinn Kristinsson, þjálf-
ari Fram sagði eftir leikinn:
— Ég var alltaf hræddur við
að við myndum fá bakslag í
leiknum eftir það stóra for-
skot sem við náðum í fyrri
hálfleiknum. En sem betur
fer réði það nú ekki úrslitum.
Ég tel að Fram sé með
sterkasta lið á íslandi i dag í
körfuknattleik og strákarnir
eru vel að sigrinum komnir.
Það er sérlega gott að vinna
með þeim. Við getum verið
SVISSNESKA stulkan Erika Hess
hefur forystu í stigakeppni heims-
bikarkeppninnar á skíðum, en hún
hefur 297 stig. Vestur-þýska stúlkan
Irene Epple er í öðru sæti með 278
stig, en ('hristine Cooper frá Banda-
rikjunum er í þriðja sætinu með 183
stig.
skilið, þó er helst að geta Símons
og Þorvalds. Stu Johnson var at-
kvæðamestur hjá KR, en hittni
hans var ekki góð nema á köflum.
STIG FRAM: Val Bracey 24, Sím-
on Ólafsson 16, Þorvaldur Geirs-
son 10, Viðar Þorkelsson 8, Ómar
Þráinsson 6, Guðsteinn Ingi-
marsson og Björn Magnússon 2
stig hvor.
STIG KR: Stu Johnson 25, Jón
Sigurðsson 13, Birgir Mikaelsson
10, Garðar Jóhannsson, Kristján
Oddsson og Páll Kolbeinsson 6
hver. — gg-
ánægðir með vetunnn. Að
mínum dómi á að hvíla er-
lenda leikmenn alveg á næsta
keppnistímabili. Þeir eru
alltof dýrir fyrir félögin.
Símon Olafsson, hinn sterki
leikmaður Fram sagði: —
Það hefði allt getað gerst í
lokin á leiknum. Ég var alveg
logandi hræddur um að KR
myndi jafna og taka foryst-
una af okkur. KR-ingar gef-
ast aldrei upp í svona leikj-
um. Það var orðin mikil
pressa á okkur. Leikmenn
okkar vantar meiri reynslu í
svona leiki. Persónulega tel
ég að við séum með sterkasta
liðið í dag í körfunni þrátt
fyrir að við sigruðum.
Eftir stórsvigskeppnina í Sans-
icario í vikunni er Irene Epple
hins vegar með forystu í stiga-
keppni stórsvigsins, hún hefur 120
stig, en systir hennar Marie Epple
er í 2. sæti með 110 stig. Erika
Hess kemur þar í þriðja sætinu
með 105 stig.
„Leikmenn KR gefast
aldrei upp í svona leik“
— sagði Símon Ólafsson Fram
- ÞR
Erika Hess leiðir
enn stigakeppnina
Bikarkeppni HSÍ:
Þróttur gegn Víkingi
í Höllinni í
TVEIK leikir fóru fram i 2. deild
íslandsmótsins í handknattleik í
gærkvöldi. Týr sigraði Þór í Vest-
mannaeyjum 21 — 18, staóan í hálf-
leik 12—10. Sigurlás var markhæst-
ur hjá Tý með 7 mörk, Karl Jónsson
skoraði 5 mörk fyrir Þór. Þá sigraði
ÍR lið UBK 16—15 að Varmá, staðan
í hálfleik var 10—9 fyrir ÍR.
kvöld
í kvöld fer fram stórleikur í bik-
arkeppni HSÍ, Þróttur og Vikingur
eigast við í Laugardalshöllinni og
hefst leikurinn eftir því sem Mbl.
kemst næst klukkan 20. Þróttur er
bikarhafinn, Víkingur hins vegar Ís-
landsmeistari og liðið sem tapaði i
úrslitunum gegn Þrótti í fyrra.
KR bikarmeistari
í kvennaflokki
KR VARÐ bikarmeistari í körfu- I
knattleik kvenna í gærkvöldi er liðið
sigraði ÍS í frekar jöfnum og spenn-
andi úrslitaleik. Lokatölur leiksins
urðu 58—51 fyrir KR, eftir að staðan
í hálfleik hafði verið 17—15 fyrir
KR. KR varð fyrir skömmu íslands-
meistari og hefur liðið því unnið tvö-
falt á þessu keppnistímabili.
Mikil taugaspenna einkenndi
leik beggja liða í fyrri hálfleik, en
ÍS byrjaði þó betur, komst í 4—0.
En hittni beggja liða var afar
slæm og um miðjan hálfleikinn
var staðan aðeins 6—6. KR-ingar
sigu hins vegar fram úr næstu
mínúturnar, náðu þokkalegum
kafla og breyttu stöðunni í 13—8.
IS náði hins vegar að rétta aðeins
úr kútnum fyrir leikhlé, minnkaði
muninn niður í tvö stig, hálfleiks-
tölur 17-15.
IS byrjaði síðari hálfleikinn vel,
náði að jafna í 17—17 og síðan var
jafnt allt upp í 21—21, en þá sigu
KR-stúlkurnar fram úr á nýjan
leik og um miðjan hálfleikinn var
staðan orðin 36—27. ÍS-stúlkurnar
gáfust ekki upp, náðu að minnka
muninn talsvert, niður í þetta
4—6 stig, en fyrir stórleik Emilíu
héldu KR-stúlkurnar fengnum
hlut og tryggðu sér eftir atvikum
sanngjarnan sigur, 58—51.
Emilía og Linda báru mjög af í
liði KR og voru reyndar bestar á
vellinum. Einnig átti Björg ágæta
spretti í síöari hálfleik. Hjá ÍS bar
Guðríður af.
Stig KR: Emilía 25, Linda 17,
Björg 6, Erna og Sigrún 4 hvor og
Gunnhildur 2.
Stig ÍS: Guðríður 17, Guðný og
Þórdís 9 hvor, Kolbrún J. 6, Kol-
brún L. og Þórunn 4 hvor og Mar-
grét 2 stig.
Leikinn dæmdu Kristbjörn Al-
bertsson og Gunnar Valgeirsson.
Aðalsteinn Thorarensen
og Valur Árnason í starfs-
fræðslu hjá Mbl.
Einar Bollason:
„Forskotið
náði var of
- FORSKOTIÐ sem Fram náði í
fyrri hálfleik var of stórt. Við veðjuð-
um á vitlausan hest þegar við hófum
að leika „maður á mann“-vörn í
fyrri hálfleiknum. Hún gekk ekki
nægilega vel, sagði Kolbeinn Páis-
son, liðsstjóri KR-inga.
— Við komum betur út með
svæðisvörn. l>essi leikur hefði getað
endað á hvorn veginn sem var, úr
því sem komið var undir lokin. Að
mínum dómi undirstrikar þessi leik-
ur líka vel, að dómarar okkar eru
ekki hæfir til þess að dæma svona
úrslitalciki svo vel fari. Þeir hafa
hreinlega ekki hæfileika til þess.
Það er of mikið ósamræmi í dómum
þeirra.
Páll Kolbeinsson, yngsti leik-
maður KR, sagði eftir leikinn: —
Leikmenn Fram voru þrælgóðir
framan af og þá réðum við ekkert
við þá. En svo jafnaðist leikurinn
og við áttum að geta jafnað. Það
var mikill taugaæsingur í leikn-
um. Þetta var minn fyrsti stór-
leikur og hann gefur mér mikla
reynslu.
Einar Bollason landsliðsþjálfari
var að sjálfsögðu mættur til þess
að horfa á leikinn og við fengum
álit hans á leiknum.
— Það sem gerði öðru fremur
útslagið í leiknum var hið stóra
sem Fram
stórtM
forskot sem leikmenn Fram náðu í
fyrri hálfleiknum. Það var of
stórt. En KR-ingar voru næstum
búnir að gera það ómögulega, að
vinna það upp og jafna metin. Það
vantaði aðeins eitt stig um tíma.
Það var mikil spenna í þessu í lok-
in. Svona eiga bikarleikir að vera.
Ég myndi velja lið Fram sem
besta lið keppnistímabilsins. Þeir
hafa unnið Reykjavíkurmótið,
annað sætið í íslandsmótinu og nú
bikarinn. Þeir eru vel að sigrinum
komnir. _ þR.
Álafoss-
hlaupið
Alafosshlaupið árlega fer fram á
sunnudaginn og hefst það klukkan
14.00 við íþróttahúsið að Varmá. Þar
eiga keppendur að mæta til skrán-
ingar klukkan 13.00. Verður síðan
hlaupið eftir ýmsum krókum, en
endastöðin er við verksmiðjuhúsin
að Álafossi. Aldursflokkarnir eru
flokkaðir með sama hætti og skóla-
bekkir, 6. bekkur og yngri hlaupa 2
km, 7.—9. bekkur hlaupa 3 km og
karlaflokkur 7 km. Kvennaflokkur-
inn hleypur 3 km.
Aðalfundur
Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra veröur haldinn að
Borgartúni 18, laugardaginn 27. marz nk. kl. 14.00.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Aðgöngumiöar að fundinum veröa afhentir ábyrgöar-
mönnum eöa umboösmönnum þeirra föstudaginn
26. marz í afgreiöslu sparisjóösins aö Borgartúni 18
og viö innganginn.
Stjórnin.