Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 Leonid Brezhnev, forseti Sovétrfkj- anna, í kjörklefanum á sunnudag, þegar fram fóru sveitarstjórnarkosn- ingar i Svoétríkjunum. Urslit kosn- inganna hafa enn ekki verið birt Reynaldo Bignone, hið nýja forsetaefni Argentínu: Talinn hæfur stjórnandi en ekki nægilega röggsamur Kuenos Aires, Argentínu. AF. HINIIM nýja forseta Argentínu, Reynaldo Bignone hershöfðingja, liggur ekkert á að breyta stjórnskipulagi landsins í átt til lýðræðis. Sjálfur er hann yfirlýstur íhaldsmaður. Hinn 54 ára gamli Bignone er þeirrar skoðunar að endurnýja þurfi embættismenn í öllum áhrifamestu stöðum innan ríkisins áöur en hægt verði að taka til við endurreisn lýðræðis í landinu. Þessi skoðun hans var harð- lega gagnrýnd í fjögurra daga linnulausum samningaviðræðum á milli yfirmanna sjó- og flug- hersins, sem héldu því fram, að pólitísk og efnahagsleg endur- reisn yrði að koma til, til að mæta því vandræðaástandi, sem skapaðist í landinu eftir auð- mýkjandi tap fyrir Bretum í Falklandseyjastríðinu. Bignoni tók þátt í byltingunni 1976 þegar stjórn Isabellu Peron var hrundið frá völdum og her- foringjastjórn, skipuð yfirmönn- um land-, sjó- og flughersins tók við. Hann var hins vegar á engan hátt tengdur stjórn landsins er Galtieri, fyrrum forseti, neydd- ist til að segja af sér með skömm í síðustu viku. Þegar Bignoni tekur við völd- um hinn 1. júli nk. verður hann fjórði herforinginn, sem stjórnar landinu frá því í byltingunni 1976, en sá fyrsti sem tekur við völdum án stuðnings yfirmanna sjó- og flughersins. Bignoni er talinn nokkuð hæf- ur stjórnandi, en andstæðingar hans, sem helst finnast innan tveggja áðurnefndra arma hers- ins, finna honum til foráttu, að hann sé ekki nógu skörulegur. Argentína þurfi mann með bein í nefinu til að stjórna landinu á þessum tímum. „Hann er eins og pylsa án tómatsósu og sinneps," sagði háttsettur yfirmaður inn- an sjóhersins. Bignone er náinn vinur Jorge Videla, hershöfðingja, sem stjórnaði byltingunni 1976 og gegndi embætti forseta þar til í Reynaldo BigMone fyrra. Ennfremur er talið, að forsetaefnið sé sömu skoðunar í efnahagsmálum og viðskipta- ráðherra Videla var. Stefna hans í efnahagsmálum, barátta gegn verðbólgu og einokunarstefna, hefur verið harðlega gagnrýnd af öllum undirokuðum stjórn- málaflokkum landsins. Hefur stefnu hans verið kennt um hvernig komið er fyrir efnahag landsins. Bignone var útnefndur aðal- ritari hersins (secretary gener- al) árið 1979 og var síðan ráð- gjafi eftirmanns Videla, Roberto Viola, í forsetaembættinu. Skömmu áður en hann dró sig í hlé í fyrra var hann útnefndur yfirmaður allra herstofnana og skóla landsins. Forsetinn tilvonandi er fædd- ur í bænum Moron rétt utan við Buenos Aires. Hann er af ítölsku bergi brotinn eins og forverar hans þrír. Reyndar er nær hálf argentínska þjóðin af ítölskum ættum. Hann er kvæntur og á þrjú börn. Hann útskrifaðist úr herskóla 1947 og vann sig smám saman til metorða. Hershöfð- ingjatignina fékk hann 1975. Margret Thatcher um varnir Falklandseyja tveimur mánuðum fyrir innrás Argentínumanna: Sjóliðssveitirnar geta komið í fyrir árás l .ondon, 23. júní. AF. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði tveimur mánuðum fyrir innrás Argentínumanna á Falklandseyjar, að tilvist sjóliðshermanna- sveitarinnar á eyjunum ætti að vera „næg vörn gegn hvers konar árás“. Forsætisráðherrann hélt þessu fram í skriflegu svari til eins þing- manns íhaldsflokksins, frúr Madge Nichols, sem skrifað hafði forsætisráðherranum og látið í ljós áhyggjur sínar með varnir þrezkra eyja í Suður-Atlantshafi. Um þær mundir voru 42 sjó- liðshermenn brezkir á Falklands- eyjum, og ákveðið brfði verið að kalla eftirlitsskipið Endurance heim, þar sem það þótti kosta of mikið að halda því úti við Falk- landseyjar. Skrifstofa forsætisráðherra staðfesti í dag, að frétt í blaðinu Evening Standard um innihald bréfsins ætti við rök að styðjast. Bræður ábyrgir fyrir olíueitrun handteknir Mexíkóborg, 23. júní. AF. TVÆR spænskir bræður, Antonio og Jose Maria Cox Tapia, voru teknir fastir í Mexíkó í dag að beiðni spænskra yfirvalda, sem óskað hafa eftir framsali þeirra, þar eð þeir eru taldir ábyrgir fyrir sölu og dreyfingu eitruðu matarolíunnar, sem orðið hefur 250 mönnum að fjörtjóni frá þvi í maí i fyrra. Sá síðasti lézt í dag. Það var alþjóðalögreglan Int- erpol, sem tók bræðurna fasta. Þeir eru eftirlýstir á Spáni fyrir svindl og glæpi af ýmsu tagi. Bræðurnir héldu fram sakleysi sínu á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Þeir sögðust áður hafa verið handteknir í sambandi við þetta mál. „Við berum enga ábyrgð á þessum eitrunum, og við munum sanna sakleysi okkar," sögðu bræðurnir. Að sögn spænskra yfirvalda, lézt 250. fórnarlamb matarolí- ueitrunarinnar í dag. Veikinnar varð fyrst vart fyrir rösku ári, eft- ir að fólk, sem neytt hafði matar, sem meðhöndlaður hafði verið með eitraðri matarolíu, sem seld hafði verið við húsdyr sem olífu- olía, veiktist illilega. Thatcher sagði í New York í dag að sjóliðshermannasveitin hefði alls ekki verið þess megnug að sporna við jafn viðamikilli innrás. Talið hefði verið að ekki kæmi til innrásar á Falklandseyjar fyrr en eftir tímabil aukinnar og vaxandi spennu í deilunni um yfirráð á eyjunum. „Þessa spennu vantaði nánast alveg," sagði Thatcher. Talsmaður Thatcher sagði, að ein af hugsanlegum, mörgum skýringum á því hversu innrásin kom Bretum í opna skjöldu, væri sú, að í febrúarlok hefðu viðræðu- nefndir landanna gefið út sameig- inlega yfirlýsingu um að viðræð- urnar um yfirráð á Falklandseyj- um, væru komnar á góðan rekspöl, og hefðu farið fram í mikilli ein- lægni. Að sögn brezkra heimilda er nú unnið að brottflutningi brezka herliðsins frá Falklandseyjum, en Bretar hyggjast þó hafa þar eitthvert lið, þar til framtíð eyj- anna hefur verið treyst, t.d. með myndun fjölþjóðlegra friðar- gæzlusveita. *■« jjtffc Andrew Bretaprins vió myndatökur I Stanley á Falklandseyjum eftir að Bretar endurheimtu eyjarnar úr höndum Argentínumanna. Prinsinn tók virkan þátt i bardögunum sem þyrluflugmaður á flugmóðurskipinu Invincible. Þegar Stanley var fallinn fékk prinsinn að skreppa í land og spóka sig þar með myndavél sína. Sovétmenn sprengja upp hús og myrða óbreytta borgara Moon bannað að koma til Vestur-Þýzkalands Konn, 23. júní. AF. Vestur-þýzku landamæralögregl- unni hefur verið skipað að hleypa Sun Myung Moon, leiðtoga „moon- ista“, ekki inn i landið freisti hann Þýzkalandsferðar. Talið er að Moon hyggist flytja frá Bandaríkjunum til Dússeldorf, þar sem sameiningarkirkja hans hefur keypt miklar eignir, sem hentugar gætu verið fyrir höfuð- stöðvar trúflokksins. Claus Grobecker, innanríkis- ráðherra, sagði í þinginu í dag, að ef í Ijós kæmi að Moon væri þegar kominn til V-Þýzkalands, yrði honum samstundis vísað úr landi, ekki sízt ef hann hefði komið þangað með ólöglegum hætti. Moon hefur átt í erfiðleikum vegna málaferla í Bandaríkjunum. Talið er að í V-Þýzkalandi séu allt að 2.500 „moonistar". Nýju Dehlí, 23. júní. AF. VESTRÆNIR diplómatar sögðu í dag að sovézka innrásarliðið í Af- ganistan hefði sprengt í loft upp mörg hús manna, sem taldir væru tilheyra afgönskum frels- issveitum, í aðgerð sovézka hers- ins á Shomali-svæðinu norður af Kabúl. Þá eru Sovétmenn sagðir hafa myrt marga óbreytta borgara í ákafri húsleit á Maidan-svæðinu vestur af Kabúl, í kjölfar átaka innrás- arhermanna og frelsissveita. Sagt er að stór hluti íbúanna á svæðinu sé flúinn til Kabúl í von um meira öryggi í höfuð- borginni. í átökum í þorpinu Qala Gul- am í Maidan voru fjórir bryn- varðir vagnar sovézka innrás- arliðsins eyðilagðir, að sögn diplómatanna. Hermt er að frelsisöflin hafi beðið hnekki f Shomali þegar leiðtogi þeirra, Basir, féll í árás á sovézku herstöðina í Qala-e-Mourad Beg. Aðstoðarmaður Basirs féll í bardaga við Kariz-e-Mir. Bas- ir hafði 1500 menn undir vopn- um og nokkur hundruð menn í varasveitum. Komið hefur til harðra átaka frelsissveitanna og sovézkra hermanna í Shom- ali síðustu mánuði. Þá hefur einnig komið til átaka í Paghman-héraði norð- vestur af Kabúl. Frelsissveit- irnar réðust á stöðvar stjórn- arhersins við helztu borg hér- aðsins og felldu fjölda stjórn- arhermanna. Stjórnarhermenn réðust á virki freisissveita í Faryab- héraði norðvestur af Kabúl og brenndu miklar kornbirgðir, en talið er að takmark stjórnar- hersins sé að svelta frelsis- sveitirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.