Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 136. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. AP Leifar bifreiðar, sem sprakk i loft upp i vesturhluta Beirut-borgar i fyrrakvökl. Samkvæmt síðustu fréttum létust 50 manns í sprengingunni en í bílnum hafði verið komið fyrir 20 kg af sprengiefninu TNT. Nixon boðið til A-Evrópu New York, 23. júní. AP. RICHARD Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, mun nk. laugardag fara í kynnisferð um fjögur Austur-Evrópuríki í boði stjórnvalda þar að því er talsmaður hans sagöi í dag. Austur-Evrópuríkin fjögur, sem hafa boðið Nixon til sín, eru Rúmenía, Búlgaría, Tékkósló- vakía og Ungverjaland og mun Nixon eiga viðræður við leiðtoga þeirra um alþjóðamál. í vetur sem leið bauð Nicolae Ceausescu, Rúmeníuforseti, Nixon til sín og varð fyrstur til þess af leiðtogun- um fjórum en hann naut á sínum tíma gistivináttu Nixons í Hvíta húsinu, skömmu áður en hann varð að segja af sér embætti vegna Watergate-málsins. I för með Nixon verða talsmað- ur hans, Nicholas Ruwe, og leyni- þjónustumenn og munu þeir fara í fyrsta áfanga ferðarinnar, til Búkarest, með venjulegu áætlun- arflugi. Ruwe tók fram, að Nixon stæði sjálfur straum af öllum kostnaði við ferðalagið. Utanríkismálanefnd bandarísku fulltrúadeildarinnar: Hvatt til stöðvunar á smíði kjarnorkuvopna Wa.shington, 23. júní. AP. Utanrikismálanefnd fulltrúadeild- ar bandaríska þingsins samþykkti í dag ályktun þar sem hvatt er til „gagnkvæmrar og raunhæfrar“ stöðvunar á framleiðslu kjarnorku- vopna í Bandaríkjunum og Sovét- ríkjunum. Ályktunin bindur ekki hendur Reagan-stjórnarinnar, enda þarf hún samþykki fulltrúadeildar- innar sjálfrar og öldungadeildarinn- ar til þess, en er þó talin merkileg vegna þeirrar umræðu, sem nú fer fram í Bandaríkjunum um kjarn- orkuvopn. „Ályktunin er mikilvægt skref í átt til allsherjarstöðvunar á fram- leiðslu kjarnorkuvopna," sagði Edward Markey, einn nefndar- mannanna, en hann hefur barist mjög fyrir þessu máli á banda- ríska þinginu. Ályktunin var sam- þykkt með 25 atkvæðum gegn 9 og sökuðu stuðningsmenn hennar andstæðingana um að hafa tafið atkvæðagreiðsluna i tvo daga vegna ótta við útkomuna. Níunda júní sl. samþykkti utan- ríkismálanefnd öldungadeildar- innar, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, ályktun um eftirlit með kjarnorkuvopnavígbúnaði en þar var ekki minnst á stöðvun framleiðslunnar. Repúblikanar og demókratar bera hverjir öðrum á brýn að vilja nota kjarnorku- vopnaumræðuna flokki sínum til framdráttar, en hugmyndin um gagnkvæma stöðvun kjarnorku- vopnaframleiðslu á mikinn hljóm- grunn meðal þeirra síðarnefndu. Helsti talsmaður hennar er Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður, en vegur hans hefur farið mjög vaxandi að undanförnu og er hann nú sem stendur talinn líklegastur frambjóðandi Demó- krataflokksins í næstu forseta- kosningum. HALDIÐ HEIM TIL PORT STANLEY. Rex Hunt, landstjóri BreU á Falklandseyjum, brosir sínu blíðasta áAur en hann stígur um borA í breska herflugvél á leiA sinni til krúnunýlendunnar, þaAan sem hann varA aA hrökklast undan Argentínumönnum. ap. Breski Verkamannaflokkurinn: Öfgamönnum til vinstri hótað með brottrekstri l>ondon, 23. júní. AP. FRAMKVÆMDANEFND breska Verkamannaflokksins, sem er æðsta stofnun innan hans, samþykkti í dag að gefa öfgafullum vinstrisinnum og trotskíistum þriggja mánaða frest til að semja sig að lýðræðislegum vinnubrögðum eða hypja sig úr flokknum ella. Litið er á þessa samþykkt sem stefnumótandi fyrir Verkamanna- flokkinn enda hafa hófsamir menn innan hans lengi varað við því, að starfsemi þessara manna væri á góðri leið með að gera flokkinn að hornreku í bresku stjórnmálalífi. Um þriggja ára skeið hafa verið harðar deilur innan Verkamannaflokksins um starfsemi marxista og trotskí- ista, sem haslað hafa sér völl innan hans, en þeir hafa sumir hverjir hvatt til þess, að „al- þingi götunnar" tæki að sér að koma stjórn Thatchers frá ef það auðnaðist ekki í frjálsum kosningum. í atkvæðagreiðslu framkvæmdanefndarinnar, sem 29 menn skipa, voru skila- boðin til vinstrisinnanna sam- Urslit á HM í gær ÚRSLIT leikja í HM-keppn- inni í knattspyrnu í gær- kvöldi urðu þessi: Ítalía — Kamerún 1—1 Brasilía — N-Sjáland 4—0 Argentína — E1 Salvador 2—0 Þrír leikir fara fram í riðlakeppninni í dag. Alsír — Chile, Frakkl. — Tékkóslóv- akía, og Honduras — Júgó- slavía. þykkt með 16 atkvæðum gegn 10 en þrír sátu hjá. Michael Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem áður var oddviti hinna róttæk- ari í flokknum, studdi sam- þykktina, en Tony Benn, sem nú er helstur málsvari vinstri- sinnanna, kvaðst vera í upp- námi og kallaði hana „mccarthy-isma“ og „norna- veiðar". Leiðtogar vinstrisinn- anna kváðust í dag mundu berjast gegn samþykktinni og ekki taka í mál að fara úr flokknum. Öfgafullir vinstrimenn í Verkamannaflokknum hafa m.a. á stefnuskrá sinni að þjóðnýta meginhluta bresks atvinnurekstrar og láta „verkamannanefndir" stjórna honum, afnema konungdæmið og segja Bretland úr NATO. Hinir hófsamari segja, að ef þessir menn fengju vilja sín- um framgengt yrði bundinn endi á lýðræðislegt fyrirkomu- lag, þingræðið og frjálsar kosningar. Líbanon: Hörð átök þrátt fyrir vopnahléið Tel Aviv, Beirút, 23. júní. AP. BARDAGAR stóAu í allan dag í Líbanon og virAast tilraunir Liban- onsstjórnar og Habibs, sérlegs sendimanns Bandaríkjaforseta, til aA koma á raunverulegu vopnahléi hafa komið fyrir lítiA. ísraelar kváö- ust i dag hafa hrundiA sameiginlegri sókn Sýrlendinga og palestínskra skæruliAa inn á land, sem nú er í höndum ísraelshers. Að sögn talsmanns ísraelshers geisuðu í dag miklir bardagar skammt fyrir sunnan þjóðveginn milli Damaskus og Beirút-borgar. Sýrlendingar og Palestínumenn hefðu látið þar til skarar skríða með stórskotaliði og skriðdrekum en verið hraktir brott eftir ákafar loftárásir ísraela. í dag sprakk sprengja, sem komið hafði verið fyrir í bifreið fyrir utan skotfæra- geymslur PLO í vesturhluta Beir- út, og er haft eftir vitnum að a.m.k. 50 manns hafi látið lífið. Mark O. Hatfield, öldungadeild- arþingmaður repúblikana frá Oregon, hvatti í dag Bandarikja- þing til að lýsa því yfir, að innrás Israela í Líbanon væri „ekki leng- ur varnaraðgerð vinar og banda- manns" og skoraði jafnframt á Sameinuðu þjóðirnar að beita þá refsiaðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.