Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 38
38
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma og systir okkar,
HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hagamel 36,
andaöist aö Elliheimilinu Grund, þriöjudaginn 21. júní. Útförin
verður auglýst síöar.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og brœöur hinnar lótnu.
Eiginkona mín. t KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR
fré Gaukastöóum i Garöi,
er látin. Siguröur B. Magnússon.
t
Móöir okkar og tengdamóöir,
GUDNÝ SÆMUNDSDÓTTIR,
andaöist aö Sólvangi, Hafnarfiröi, 21. júní.
Börn og tengdabörn.
t
Móöir okkar,
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Ási, Hrunamannahreppi,
veröur jarösett frá Hrunakirkju, föstudaginn 25. júni kl. 14.
Börnin.
t
Móðir mín, tengdamóöir og amma okkar,
VILBORG GUDMUNDSDÓTTIR
fró Þingeyri,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 25. júní kl.
13.30.
Bjarni Skarphéöinsson, Sigrún D. Elíasdóttir,
Guömundur Karl Bjamason, Auöur Andrósdóttir,
Ingibjörg Elín Bjarnadóttir, Vilborg Andrésdóttir,
Inga Vildís Bjarnadóttir, Ingi örn Andrésson,
Berglind Béra Bjarnadóttir.
t
Móðir okkar, tenoaamóöir, amma og langamma,
BJÖRNFRÍDUR s. BJÖRNSDÓTTIR,
Sigurvöllum, Akranesi,
veröur jarösungin frá Akraneskirkju, föstudaginn 25. Júni kl. 2.15.
Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness.
Björn Ágústsson,
Valdimar Ágústsson, Guörún B. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGUNN JÚLÍA INGVARSDÖTTIR,
fyrrverandi prófastsfrú
aó Desjamýri, Borgarfiröi eyatra,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju 25. júní kl. 10.30 f.h.
Börn, tengdabörn og bernabörn.
Öllum þeim mörgu, sem heiöruöu minningu
JÓNS GfSLASONAR,
áöur bónda é Hofi,
og sýndu okkar samhygö og vinarþel vlö andlát hans og útför,
færum viö alúöarfyllstu þakkir.
Vandamenn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, svstur og ömmu,
MAGDALENU GUDMUNDSSON
Sólvallagötu 11, Rvk.,
fyrrum húsfrú fré
Stóra-Hofi, Rangérvöllum.
Guömundur M. Þorléksson,
Vilhjélmur Vilhjélmsson, Erna Baldursdóttir,
Sylvía Hildur Ágústsdóttir, Tómas Sigurpélsson,
Guömundur Einar Ágústsson, Þórunn Siguröardóttir,
Ragnhildur Elín Ágústsdóttir, Garöar Erlendsson,
Georg Frese, Irma Frese,
Gehard Frese, Marga Frese
og barnabörn.
Guðmundur Friðriks-
son - Minningarorð
Fæddur 19. nóvember 1906
Dáinn 14. júni 1982
Mánudaginn var, 21. þ.m., var
jarðsunginn frá Patreksfjarðar-
kirkju Guðmundur Friðriksson,
Stekkum 17, Patreksfirði, en hann
lést að heimili sínu þ. 14. þ.m.
Guðmundur var fæddur á Pat-
reksfirði 19. nóv. 1906 og var því
rúmlega 75 ára gamall þegar hann
lést. Foreldrar hans voru Friðrik
Þórðarson kaupmaður og Sigríður
Ólafsdóttir, sem lengst af bjuggu í
Merkisteini hér á Patreksfirði.
Barðastrandarsýsla er ekki erf-
ið yfirferðar eftir að bílvegir
komu til sögunnar, en hún var erf-
ið til ferðalaga hér áður fyrr.
Hvergi hægt að komast milli
fjarða nema um fjallvegi og bratt-
ar skriður víðast með fjörðum og
vegir aðeins mjóir troðningar.
Ferðamátinn var þó aðeins að fara
gangandi eða ríðandi.
Friðrik Þórðarson, faðir Guð-
mundar, hafði það að nokkru að
atvinnu að flytja ferðamenn um
sýsluna. Átti hann oft fjölda hesta
til að sinna þessu verkefni. Ferð-
irnar tóku oft marga daga því
sýslan er víðlend og viðkomustaðir
margir, sérstaklega með alþing-
ismenn í leiðarþingsferðum og er
sýslumenn voru að þinga.
Friðrik gisti alltaf hjá foreldr-
um sínum á Bíldudal þegar hann
var í þessum ferðum og þar sá ég
Guðmund fyrst, en hann gisti
einnig hjá okkur, þegar hann var
að erinda fyrir föður sinn.
Mér er það alitaf í minni hvað
hann gaf sér góðan tíma til þess
að tala við okkur, unga bræðurna.
Við litum mjög upp til þessara
manna, sem komu ríðandi með 12
til 15 hesta flytjandi alþingismenn
og sýslumenn og oftast fékk mað-
ur að fara á bak við að koma hest-
unum að og frá nátthaga.
Þetta var svona állika og ef ein-
hver kæmi núna akandi á Rolls
Royce og biði unglingi að taka í
bílinn.
Já, Guðmundur var alla tíð ein-
staklega barngóður. Kona mín,
sem átti í æsku sinni heima í
nágrenni við hann segir, að eitt
mesta tilhlökkunarefni hennar og
systra hennar hafi verið að
flengja „Gumma Frigga" eins og
hann var oftast kallaður, á bollu-
daginn. Voru þá alltaf enskar
karamellur og annað góðgæti á
boðstólum. Ef hann var ekki
heima þá var venjulega pakki með
góðgæti til flengjaranna.
Guðmundur ólst upp hér á Pat-
reksfirði hjá foreldrum sínum og
fór snemma að vinna eins og þá
tíðkaðist. Vann hann öll algeng
störf til sjós og lands. Margir voru
snúningarnir við hirðingu og fóð-
uröflun fyrir hrossin, en mest var
Guðmundur þó til sjós. Var hann
bæði á vélbátum og togurum og
oft fjarverandi syðra á vetrarver-
tíðum og annars staðar um lengri
eða skemmri tíma, en alltaf við-
loðandi við Patreksfjörð.
Hann giftist frekar seint ágætri
konu, Pálínu Halldórsdóttur frá
Móbergi á Rauðasandi, sem var
ljósmóðir hér á Patreksfirði.
Eignuðust þau 2 dætur, Sigríði og
Jón Helgi Jóhann-
esson - Minning
Jón H. Jóhannesson, Strandgötu
69 Hafnarfirði, er látinn og útför
hans hefur farið fram. Hafði hann
átt við að stríða mikla vanheilsu
hin síðari ár og þá oft staðið við
dauðans dyr. En lífsvilji og létt
lund höfðu valdið því að hann
hresstist við aftur, þar til hann
varð að lúta fyrir þeim sem alla
sigrar að lokum og lést 6. júní sl.,
69 ára að aldri.
Jón Helgi Jóhannesson sem
hann hét fullu nafni, var fæddur í
Hamri Hafnarfirði, 20. september
1913 og voru foreldrar hans Jó-
hannes Þorsteinsson, bifreiðar-
stjóri og Þóra Jónsdóttir.
Jón var ávallt kenndur við fæð-
ingarstað sinn og munu þeir
Hafnfirðingar vera fáir sem könn-
uðust við hann undir öðru nafni en
Jón í Hamri. Hann ólst upp og bjó
við þær erfiðu aðstæður sem
kreppuárin svokölluðu sköpuðu,
með atvinnuleysi og harðræði
margskonar. Sjálfsagt hefur það
átt sinn þátt í viðhorfi hans til
kjarabaráttu verkalýðsins svo sem
síðar kom fram á lífsleiðinni.
Ungur fór Jón í Hamri á sjóinn
og var togarasjómaður um langt
árabil, enda átti sjórinn og sjó-
sókn mikil ítök í honum, svo sem
fram kom þegar hann kom í land
og gerðist vaktmaður í Olíustöð-
inni í Hafnarfirði. Því þá fékk
hann sér trillubát og reri til fiskj-
ar, allt fram að þeim tíma að
heilsan bilaði og hindraði frekari
sjósókn.
Árið 1939 kvæntist Jón eftirlif-
andi konu sinni, Jónu Hallgríms-
dóttur. Lifðu þau í farsælu hjóna-
+
Þökkum innilega auðsýnda vinsemd og viröingu við andlát og
jaröarför
INGIBJARGAR JAKOBSDÓTTUR
fré Hvammadalskoti
í Saurbæjarhreppi.
Lækninum unga, Jóni Inga Ragnarssyni, þökkum við elnstakan
skilning og hjálp og óskum honum velfarnaöar í starfi.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Jóhannesdóttir, Kjartan Ólafsson,
Sturlaugur Jóhannesson, Inga Dóra Guöjónsdóttir,
Guörún Kjartansdóttir, Jón Pélsson,
Höskuldur Hlíöar Kjartansson,
Guöbrandur Kjartansson,
Iris Einhildur Sturlaugsdóttir, Magnús Jónasson,
Jónas Breki Magnússon.
t
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför
móður minnar, tengdamóöur og ömmu,
GUDRUNAR JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR
fré Garöhúsum 1 Grindavík.
Erla Guóbjörg Einarsdóttir.Ólafur Sigurösson,
Sigurður Óli,
Einar Oddur,
Guórún Hanna og fjölskylda.
Guðrúnu. Sigríður giftist Benja-
mín Jósepssyni frá Bíldudal. Eign-
uðust þau tvær dætur. Sigríður
missti mann sinn eftir aðeins
fárra ára sambúð og stóð þá uppi
með hús í byggingu og dætur sínar
kornungar. Reyndist faðir hennar
þá haukur í horni og átti mörg
handtökin henni til hjálpar þótt
roskinn væri. Húsið komst upp og
býr Sigríður þar nú með dætrum
sinum. Guðrún giftist Björgvin
Ólafi Bæringssyni og búa þau í
Reykjavík. Eiga þau 3 börn.
Greinarhöfundur, sem átti heima í
næsta húsi við Guðmund, fylgdist
oft með þegar Guðrún og Björgvin
voru að koma í heimsókn á sumrin
með börnin til afa og ömmu. Þá lá
mikil gleði í loftinu. Það voru
heldur ekki ófá skiptin, sem mað-
ur rakst á Guðmund með dætur
Sigríðar leiðandi sína við hvora
hönd. Skein þá út úr þeim trúnað-
artraustið til afa síns. Guðmundur
bandi og eignuðust 7 mannvænleg
börn en urðu fyrir þeirri sorg að
missa 20 ára son sinn í bifreiða-
slysi árið 1962.
Þegar Jón í Hamri hóf störf sem
vaktmaður í Olíustöðinni gafst
honum loks tóm og tækifæri til að
sinna því hugðarefni sem verka-
lýðsmál voru honum.
Hann var kjörinn trúnaðarmað-
ur Vmf. Hlífar hjá Olíustöðinni í
Hafnarfirði og var endurkjörinn
ár eftir ár og sem slíkur tók hann
þátt í samningagerð við það fyrir-
tæki um kaup og kjör verkamanna
og var þá bæði harðfylginn og
sanngjarn í störfum sínum.
Jón í Hamri var mjög virkur í
Vmf. Hlífar og munu þeir fundir
fáir vera í því félagi sem hann
sótti ekki, á meðan hans naut við
og þó hann færi sjáldan í ræðu-
stól, þá varð hann minnisstæður
fyrir smellnar og hnittnar athuga-
semdir sem vöktu athygli og gerðu
skoðunum hans betri skil, en löng
ræðuhöld.
Jóni voru falin mörg trúnað-
arstörf innan Vmf. Hlífar, var
hann kosinn í margar nefndir og
formaður uppstillingarnefndar fé-
lagsins var hann um áratuga skeið
og átti því mikinn þátt í þeirri
einingu er ríkti lengi innan Hlífar.
Góður drengur og einlægur
verkalýðssinni er genginn. Nú
þegar Jón í Hamri er allur, þakka
ég honum langt og mikið samstarf
og þátt hans í baráttu hafnfirskra
verkamanna fyrir bættum kjörum
og betra þjóðfélagi.
Hermann Guðmundsson