Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
jKywtiIrlftfeife
Síminn á afgreiöslunni er
83033
J$lt>r)jtmWaí>ií>
FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1982
Með fullfermi af rekaviði af Langanesi
GLÓFAXI frá Vestmannaeyjum
kom með frekar óvenjulegan farm
til Hafnarfjarðar í fyrradag. í þetta
skipti var það ekki fiskur, heldur
fullfermi af rekaviði, sem skipverj-
ar náðu í á Langanesfjörum. Það er
Byggingavöruverzlun Kópavogs
sem kaupir rekaviðinn og verður
hann ristur niður í sperrur og borð.
Bergvin Oddsson, skipstjóri á
Glófaxa, sagði i samtali við Morg-
unblaðið í gær, að minna hefði ver-
ið um rekavið á Langanesi nú, en
þeir hefðu haldið vera. Hins vegar
væru margar víkur og firðir á Aust-
fjörðum fullar af rekaviði og nefndi
hann Sandvík, sem dæmi.
Bergvin kvað þrjá sólarhringa
hafa liðið frá því að fyrsti stórviður-
inn fór um borð, þar til búið var að
fylla lest og dekk Glófaxa af reka-
viði, en Glófaxi er 108 rúmlestir að
stærð.
Ef vel tekst til við að vinna úr
rekaviðnum hjá BYKO, sagði Berg-
vin, að ákveðið væri að fara fleiri
ferðir. Bæði kvað hann mikið verð-
mæti liggja í rekaviðnum og eins
væri um mikinn þrifnað að ræða
með því að hirða viðinn úr fjörum.
Samningayiðræður ASÍ
og VSÍ sigldu í strand
Aðilar deila um efnahagslegan fyriryara VSÍ
Finnst gull-
skipið í sand-
inum í sumar?
MORGUNBLAÐINU er kunnugt
um að þeir aðilar, sem á undanförn-
um árum hafa leitað gullskipsins á
Skeiðarársandi ætla að gera eina til-
raun í sumar til að finna skipið.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér,
þá hafa mælst útslög á Skeiðar-
ársandi, sem ekki hafa mælst áð-
ur. Sérstök tæki voru notuð við
'þessar mælingar, en útslögin sýna
að málm er að finna. Nokkuð
djúpt mun vera niður á þann stað
sem útslögin mældust. Til þess að
komast niður á staðinn þarf að
grafa nokkuð djúpt og til þess þarf
stóra kranagröfu.
Fuglavarp við
Mývatn með
seinna móti
FUGLAVARPIÐ við Mývatn hefur
verið með seinna móti í ár, ef borið
er saraan við fyrri ár, sagði Ragnar
Sigfinnsson bóndi á Grímsstöðum,
sem fylgst hefur náið með fuglavarp-
inu við Mývatn í gegnum árin.
„Það er lítið um smáfugla við
vatnið, þá sérstaklega þresti, en
þeir drápust margir í kuldanum í
vor,“ sagði Ragnar ennfremur.
„Ástandið á andastofninum er
þó svipað og í fyrra, bæði hvað
varðar fjölda og hve mikið þær i
verpa. I
Hrafninn hefur gert mikinn
usla í varplöndunum að undan-
förnu og meira en oftast nær áður.
Hvað veldur er ekki hægt að segja
um, en það virðast vera áraskipti
á þessu. En það hefur lukkast að
halda minknum niðri í ár, og er
það afar gott, því ef hann kemst í
varpið drepur hann allt, sem hann
nær í og endurnar yfirgefa hreiðr-
in,“ sagði Ragnar Sigfinnsson.
VIÐRÆÐUR ASÍ og VSÍ sigldu í
strand síðdegis í gærdag og hefur
ekki verið boðað til nýs sáttafundar.
— Það verður ekki boðað til samn-
ingafundar deilduaðila, nema að
sáttanefnd meti aðstæður verulega
breyttar, eða ef annar hvor aðilinn
óskar eftir því, sagöi Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemjari, í samtali
við Mbl.
Ásteytingarsteinninn í viðræðum
aðila er fyrirvari, sem VSÍ vill gera
vegna yfirvofandi aflabrests á
seinni hluta ársins, þannig að hann
verði tekinn inn í dæmið við vísi-
töluútreikning, eða komi til frá-
dráttar.
Vinnuveitendasambandið telur
óhjákvæmilegt, að tekið sé tilliti til
efnahagslegra aðstæðna í landinu
við gerð kjarasamnings nú og vísar
í því sambandi til endurskoðaðrar
þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar,
sem gerir ráð fyrir mun meiri sam-
drætti þjóðartekna, en gert hefur
verið ráð fyrir. í spánni í marz sl.
var gert ráð fyrir 1% samdrætti, en
samkvæmt endurskoðaðri spá er
gert ráð fyrir allt að 6% samdrætti.
Alþýðusambandið á hinn bóginn
telur þennan fyrirvara með ðllu
óaðgengilegan og telur að sjálfvirk-
ar kauplækkanir komi alls ekki til
greina. Það þurfi að skoða málið
þegar að því komi. Um fleiri út-
gönguleiðir sé að ræða.
í fréttatilkynningum frá deiluað-
ilum saka þeir hvor annan um að
hafa slitið viðræðunum. í frétt frá
Aiþýðusambandinu segir, að með
tillögum sínum, sem innihaldi
fyrrgreindan fyrirvara hafi Vinnu-
veitendasambandið gengið á bak
fyrri orða sinna og þar með hafnað
samningaviðræðum við Alþýðu-
sambandið. í frétt Vinnuveitenda-
sambandsins segir hins vegar, að
Alþýðusambandsmenn hafi slitið
viðræðunum. Þeir hafi sett það skil-
yrði fyrir áframhaldandi viðræðum
um tilboð VSÍ, að Vinnuveitenda-
sambandið félli frá tillögu sinni um
þennan efnahagslega fyrirvara. Af
hálfu Vinnuveitendasambandins
hafi því hins vegar verið lýst yfir,
að sambandið væri áfram reiðubúið
til viðræðna um alla þætti þess
heildartilboðs, er það lagði fram 21.
júní sl.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASI, segir í samtali við Mbl., að Al-
þýðusambandið muni aldrei sam-
þykkja sjálfvirkt kauplækkunar-
kerfi, eins og vinnuveitendur leggja
til. Það telji Alþýðusambandsmenn
einfaldlega jafngilda því, að fram-
selja samningsrétt sinn, en Þor-
steinn Pálsson, framkvæmdastjóri
VSI, segir hins vegar, að með því að
hafna þessum fyrirvara sé ASÍ í
raun, að vísa málinu til ríkisstjórn-
arinnar og afsala sér þar með
samningsrétti sínum.
Sjá nánar frásagnir og viðtöl á
miðopnu.
Handfærarúlla og aflstýrir:
Ný íslenzk rafeinda-
tæki í fjöldaframleiðslu
TVÖ rafeindatæki, sem fundin hafa
verið upp og hönnuð hér á íslandi,
verða innan skamms sett í fram-
leiðslu hér á landi. Um er að ræða
tölvustýrða handfærarúllu, sérstæða
að allri gerð, og rafeindaaflstýrir er
bræðurnir Davíð og Níls Gíslasynir
á Akureyri hafa fundið upp. Talið er
að góður grundvöllur sé fyrir fjölda-
framleiðslu á aflstýrinum og geti
hann sett strik í reikninginn hvaö
varðar raforkunýtingu hérlendis.
Þá hefur því verið haldið fram
um handfærarúlluna, að hún hafi
yfirburði yfir handfærarúllur sem
nú eru á heimsmarkaði. Rúllan er
nokkuð flókin að gerð og fjölda-
framleiðsla hennar því vandasöm.
Er ætlunin að fara hægt af stað
með framleiðslu hennar. Þá hefur
komið upp nokkur ágreiningur
milli þeirra bræðra og Style Ltd. í
Garðabæ um hönnunarrétt á rúll-
unni og hefur hann ekki enn verið
leystur.
Sjá nánar viðialsgreinar á bls.
18 og 19.